Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 24
eftir Þorgrim Gestsson 24' Föstudagur 28. mai 1982 ,rinn Samband manns og moldar á Korpúlfsstaðamelum: Kartöflurækt á beiti landi Thors Jensen Hósinberg ræktaði kartöflur við gamla Tivoii. Oft er sagt að innst inni séu allir íslendingar sveitamenn. Jaf nvel hér á malbikinu í Reykjavík sé grunnt á sveitamanninum sé vel að gáð. Það er kannski erfitt að rökstyðja þessa staðhæf ingu með góðum og gildum rökum. En mjög ákveðin vísbending er sá gíf urlegi f jöldi Reyk- víkinga sem stundar hestamennsku af líf i og sál. Og enn f rekari sönnun eru þeir sem eru komnir á fjóra fætur í kartöflugörðum að grufla í moidinni óðar og vorið er komið. Það er erfitt að kasta tölu á þá sem haga sér þannig. Bara þeir sem taka á leigu skika í garðlöndum Reykjavíkurborgar, eru rúmlega þúsund talsins, en þeir eru ótaldir sem eiga sína eigin garða. Varla er það f járhagslegur ávinningur sem fær borgarbúa nútímans til að yrkja jörðina, þaðer erfittað keppa við niðurgreiddar kartöflur úr Þykkvabænum. Þá liggur beint við að álykta að á sama hátt og „sam- band manns og hests" fær menn til að stunda hestamennsku stundi menn kartöflurækt vegna „sambands manns og moldar". Síðustu tengsl borgarbúans við sjálf a náttúruna. „Við fáum betri kartöflur með þessu móti, og erum sjálfum okkur nóg fram i mars eða april, étum fyrsta flokks kartöfl- ur meöan aðrir verða að láta sér nægja ruslið úr búðunum”. Þetta var algengasta svarið sem við fengum hjá fólki sem var i óða önn að moka götur og setja niður i garöholurnar sinar á Korpúlfsstaðamelunum á sunnudaginn. Þar sem áður varhelsta malarnámaborgar innar, og enn fyrr beitiland kúa Thors Jen- sen. Það var reyndar sunnudaginn eftir kosningarnar en fólk lét það ekkert á sig fá, margir höfðu reyndar látið sig hafa það að byrja strax á sjálfan kosningadaginn. 1354 garðar Það var einmitt daginn áður, sem borg- arstarfsmenn luku við að undirbúa garð- löndin. 764 garðar þarna á melunum, 164 niöur við Korpúlfsstaðatúnið, allir hundraö og tvö hundruð fermetrar aö stærð. Allt saman merkt með hælum og númeraö eins og ibúðargötur meö jöfnum tölum öðru megin en stökum tölum hinumegin. Og þessu tii viðbótar leigir borgin út 336garða i Skammadal, rétt norðan við Reykjalund,og 90 i landi Reykjahliðar. Fyrir þjónustuna greiöa menn 180 krónur fyrir minni garðana en 245 krónur fyrir þá stærri. Leigan hækkaði raunar úr 35 krón- um minni garðarnir i vetur. Meirihluti borgarstjórnar, sem nú er fallinn,ákvað að hætta að styrkja þessa garðastarfsemi með framlögum úr borgarsjóöi eins og gert hef- urveriðtil þessa. En fólk var ekki að hugsa um það 1 góða veðrinu daginn eftir borgarstjórnarkosn- ingarnar,það potaði bara sinum kartöflum niður i jöröina, enda var þetta ekki kosn- ingamál. „Tæknilegt pot" „Tæknilegust” i potinu voru liklega þau Sigurður Kristófersson og Hjördis Arna- dóttir. Þau unnu af kappi með niðursetn- ingartæki sem þau kölluöu svo, fjórum odd- hvössum hælum sem voru negldir á spýtu. Sigurður þrýstir apparatinu niður i moldina en Hjördis stingur kartöflunum 1 holurnar. — Faðir minn smiöaöi þennan grip og hann gengur milli manna i fjölskyldunni. Þetta flýtir mikið fyrir, við byrjuðum klukkan tvö og erum hálfnuð núna um fjög- urleytið, segir Sigurður. Ekki segjast þau hafa séð aöra taka tæknina i þjónustu sina aö öðru leyti en þvi,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.