Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 12
12
________Fostudagur .8. maí ,962 -fffe-r-
SUMA RM YND/RNA R í ÁR:
Margar vænar flísar
Kvikmyndahúsaeigendur eru
scm óðast að komast i sumarskap
og eru margir þeirra farnir að
huga að myndum sumarsins.
Eins og endrauær kennir þar
margra grasa, en ef allar áæti-
anir standast, cr óhætt að segja,
að reykviskir kvikmyndahúsa-
gestir fái að sjá nokkuð af góðum
myndum á komandi mánuðum.
Nýja bió hefur ákveðið þrjár
næstu myndir sinar og eru þær
The Kidnapping of the President,
The Amateur og Shock Treat-
- ment.Sú fyrstnefnda er gerö eftir
samnefndri bók Charles Temple-
ton og fjallar um rán á forseta
Bandarikjanna, eins og nafnið
bendir til. Aðalhlutverkin eru i
höndum Hol Holbruck og Ava
Gardner. Leikstjóri er George
Mendeluk. Amatörinn er gerð
eftir metsölubók Robert Little og
fjallar um baráttu milli Cia og
Kgb. Leikstjóri er Charles Jar-
rott, en helstu leikendur eru
Christopher Plummer, John
Savage og Marthe Keller. Þriðja
myndin er svo gerð af aðstand-
endum Rocky Horror Picture
Sliow, og er hún tónlistarmynd i
sama dúr. Aðdáendur hryllings-
myndasýningarinnar ættu þvi
ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Regnboginn verður með
nokkrar góðar myndir i sumar og
skulu nokkrar þeirra taldar upp
hér. Efst á blaði hjá mörgum er
sjálfsagt On Goldcn Pond með
óskarshöfunum Henry Fonda og
Katherine Hepburn, og verður
hún sýnd i júli. Næsta skal nefna
Lólu eftir Fassbinder, en Regn-
boginn hefur verið iðinn við að
sýnamyndir hans á undanförnum
árum. Evil under the Sun heitir
mynd, sem gerö er eftir sögu
Agötu Kristi meö Peter Ustinov i
aðalhlutverkinu. Margir kannast
eflaust við drykkinn Southern
Comfort, en það nafn hefur
myndin Oauðinn i fenjunum á
frummálinu. Henni er leikstýrt af
Walter Hill og fjallar um
óhugnanlega atburði, sem henda
hermenn á æfingum i Suöurrikj-
um Bandarikjanna. Þá erueinnig
væntanlegar nokkrar aðrar stór-
myndir, eins og Kvennabærinn
eftir Fellini með Mastroianni,
Mephisto 'eftir ungverska leik-
stjórann Istvan Zabo, en hún er
gerð eftir samnefndri skáldsögu
Klaus Mann og hlaut óskarinn
sem besta erlenda myndin á
siðasta ári, Le dernier métroeða
siðasta neðanjarðarlestin eftir
meistara Truffaut, La mort en
direct eða dauðinn I beinni út-
sendingu eftir franska leikstjór-
ann Tavernier, þann sama og
gerði Vikufri, sem sýnd var á
kvikmyndahátið fyrir nokkru, og
loks skal nefna Jeppa á Fjalli,
danska verðlaunamynd um
þennan stórkostlega bónda.
Bióhöllin ætlar að sýna hina
margfrægu mynd Ameriskur
varúlfur i London, sem á sinum
tima fékk óskar fyrir besta
förðun. Leikstjóri er hinn þekkti
John Landis, en hann hefur gert
marga góða grinmyndina. Louis
Malle er virtur franskur leik-
stjóri, sem undanfarið hefur
starfað i Bandarikjunum. Þar
gerði hann m.a. myndina Pretty
Baby, sem hér hefur verið sýnd,
en Bióhöllin ætlar i sumar að sýna
myndina Atlantic City með Burt
Lancaster i aðalhlutverkinu.
William Holden hefur veriö mikið
i islenska sjónvarpinu að undan-
förnu, en núna gefst fólki færi
á að sjá hann i bió i myndinni
Earthling. Þar leikur hann við
hlið barnastjörnunnar Ricky
Schroeder. En sú mynd, sem
menn biða eftir með hvaö
mestri eftirvæntingu á þessum
vigstöðvum er nýjasta myndin
með John Travolta Blow Out i
leikstjórn hryllingskóngsins
Brian De Palma. Það hefur
komið til tals, að Travolta sjálfur
verði viðstaddur frumsýningu
myndarinnar hér, en ekki er enn
útséð um hvort af þvi verður, þar
sem kappinn er nú að leika i nýrri
mynd. Hins vegar er stefnt að þvi.
Við endum þessa umferð á
Laugarásbiói, þar sem bráðlega
verður sýnd nýjasta myndin með
leikaranum vinsæla John
Belushi, sem lést fyrir skömmu.
Myndin heitir Continental Divide
og er leikslýrt af Michael Apted.
Aðdáendur Sylvester Stallone fá
sinn skerf, þvi sýnd veröur mynd-
in Nighthawks, sem segir frá
ævintýrum löggu i baráttu viö
undirheimalýð. Leikstjóri er
Bruce Malmuth. Sissy Spacek,
sem gerir það gott sem dóttir
kolanámumannsins, verður aftur
á ferðinni i sumar i myndinni
Raggedy Man, sem leikstýrt er af
John Fisk. Leikur hún fráskilda
simastúlku uppi i sveit. Konan,
sem „hljóp” teins og þvotturinn
gerir stundum) heitir gaman-
mynd með mjónunni sætu Lily
Tomlin. Loks skal svo nefnd
myndin í strætinu, eða On the
Nickel, sem Ralph Waite leik-
stýrir og leikur i. Fjallar myndin
sú um vandamál manns, sem fer i
rennusteininn vegna drykkju.
Við látum þetta nægja frá kvik-
myndahúsunum i bili, en segjum
fljótlega frá myndum, sem
væntanlegar eru i önnur hús á
þessu sumri.
„ T!L MINNINGAR
UM MIKINN USTAMANN"
Leiðrétting við /,Klass-
ískar plötur" sem birtist
föstudaginn 21. maí
1982.
I grein minni um „Þrjár
vandaðar frá Norðurlöndum”,
misritaðist kafli um tónverk
Páls P. Pálssonar. Textinn
átti að hljóða svo:
Musik fur sechs er samin
fyrir lúðra og skiptast með-
limir Filharmonins Brassen-
semble i tvo trompet, tvær
basúnur, valdhorn og túbu.
Þetta er verk þar sem
skiptingar eru hraðar milli
kafla. t þessu frisklega verki
finnur maður sterk tengsl Páls
við þá þýsku tónlistarhefð,
sem hann er sprottinn úr.
Ég biðst velvirðingar á
þessu klúðri og vona að þetta
komi nú betur til skila þvi sem
átt er við.
HBR
Piotr Tsjaikovsky (1840 - 1893):*
Tríó fyrir pianó, fiðlu og selló i
a-moll op. 50
Flytjendur: Vladimir Ashkcn-
azy (pianó), Itzhak Perlman
(fiftla), Lynn Harrell (selló).
Útgefandi: EMl, Electrola
065-03 971, 1981
Dreifing: Fáikinn
Þetta trió er einnig þekkt und-
ir nafninu „Til minningar um
mikinn listamann”. Það er i
tveimur meginköflum (1. Pezzo
elegiaco og 2. Tema con variazi-
oni), löngum en litrikum og
samið á árunum 1881 - 82. Það er
vel kunnugt að Pianótrfóið i
a-moll er samið til minningar
um rússneska pianistann Nik-
olai Rubinstein, sem.var mikill
vinur Tsjaikovskys. Verkið var
frumflutt á minningartónleik-
um i Konservatorii Moskvu-
borgar, siðla árs 1882, þegar ár
var liðið frá dauða Rubinsteins.
Hann hafði verið stofnandi kon-
servatorisins.
Reyndar var hugmyndin að
verkinu runnin undan rifjum
Mme. von Meck, þessum vel-
unnara tónskáldsins, sem reynt
hafði að fá Tsjaikovsky til að
semja pianótrió. Tónskáldið
neitaði stööugt og taldi sig ekki
geta samið verk fyrir pianó og
strengi, slikt samrýmdist ekki
næmri tónskynjun hans og
fannst honum það vera einkum
pianó og fiðla, sem ættu illa
saman.
Það þótti þvi tiðindum sæta,
þegar Tsjaikovsky fortaldi von
Meck að sér hefði snúist hugur
og væri nú að spreyta sig á verki
fyrir slika hljóöfæraskipan.
Virðist dauöi Rubinsteins hafa
verið undirrót þessa hughvarfs,
þvi Tsjaikovsky hóf verkiö
aöeins 6 mánuðum
eftir að fyrstu tilraunir von
Meck til að fá tónskáldið til að
skrifa pianótrió, fóru út um þúf-
ur.
Hin merkilega kaflaskipting
(i tvo kafla) er i anda Tsjai-
kovskys, sem fer sjaldan troðn-
ar slóðir i uppbyggingu verka
sinna. Fyrri kaflinn er trega-
söngur, eins og nafnið bendir til,
eins konar sónötuform eða djúpt
og stórbrotiö rondó. Þessi kafli
er nátengdur þeim siöari, þvi
þróun hans i Allegro giusto og
aftur i meginþemaö, leiðir af
sér seinni kaflann: 12 tilbrigði
um stef. I stað þess aö endur-
taka stefið gegnum tilbrigðin á
hefðbundinn hátt, lengir tón-
skáldið stefið með hverju til-
brigði úr 4 töktum i 42, þegar
kaflanum lýkur. Þannig tekst
Tsjaikovsky að vinna bug á þvi
tilbreytingarleysi, sem ein-
kennir langar variasjónir,
hversu varierandi sem þær eru.
Það er mikill innri kraftur
fólginn i þessu verki og honum
koma þremenningarnir, Ahsk-
enazy, Perlman og Harrell, vel
til skila. Þetta er sannkallaöur
stjörnuleikur, ekki hvað sist hjá
bandariska sellóleikaranum
Lynn Harrell, en hann hefur
undanfarinn áratug veriö að
skipa sér i hóp fremstu selló-
leikara, enda nemandi þeirra
frægu manna, Piatigorskys og
Casals. Um frammistöðu hinna
tveggja þarf varla að fara
mörgum orðum og eru þar á
ferðinni miklir Tsjai-
kovsky-túlkendur, eins og
reyndar flestir þekkja.
Það eru einkum hápunktar
fyrri kaflans, sem gefa hvað
besta mynd af hinni breiðu en
jafnframt djúpu túlkun triósins.
Þá eru hin ýmsu tilbrigöi seinni
kaflans hreint hunang i höndum
þessara ágætu manna og ekki
gleyma þeir 8. tilbrigðinu, fúg-
unni, sem oft verður útundan af
einhverjum óskiljanlegum
ástæðum.
Þessi plata var framlag EMI
til árlegrar verðlaunasam-
keppni timaritsins Gramo-
phone, i flokki hijómplatna meö
kammertónlist. Slikt eru góð
meðmæli, þótt best mæli platan
með sér sjálf.
TSCHAIIWSKY - klaviwwoipiaho TWO
e& A5HKEHAZY HARKELL