Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 28.05.1982, Blaðsíða 9
Jfek \c^fi irinn ^óstúdagúr 28. maí 1982 Hver er sniUingur? „Maðurinn er algjör snill- ingur” heyrist oft sagt — jafnvel of oft. Nú til dags er þetta orð noiað um hina og þessa, og margir eru snillingar i hinu og þessu. En hinir eiginlegu snill- ingar, þeir eru fáir. En hvað er snilli? Flettum upp i bók Matthiasar Jónassonar, Mannleg greind. Þar segir: „Gleggst auðkenni snilli er sköpunarþrá og sköpunarmáttur: þvi er sköpunargáfan samþætt henni órjúfanlega. Og imyndunarafl er einn meginþáttur sköpunar- gáfunnar. Sú hugarsýn, sem imyndunarafl snillings bregður upp fyrir vitund hans, tekur hug hans fanginn, kveikir honum ástriðu og eldmóð að raunhæfa hana — i listaverki, visinda- kenningu eða trúkerfi. Þar sem slik hrifning sprettur úr djúpi ástriðumagnaðs vilja og sam- einast afburðahæfileikum, þróast snilligáfa”. Mata Hari, njósnarinn og dans- meyjan fræga, ferðaðist oft með I Austuriandahraðiestinni. Austurlandahraðlestin er lik- lega frægasta lest allra tima. Um hana hafa verið skrifaðar bækur og gerðar ótal kvikmyndir. Andrúmsloft lestarinnar þótti lævi blandið, enda margir farþeg- anna vopnasalar eða njósnarar, eins og sú fræga Mata Hari. En þetta var i gamla daga. Lestinni hrakaði með árunum og fyrir nokkrum árum var hún tekin úr umferð. Núna stendur hins vegar til að skella henni á teinana aftur og fer hin nýja Austurlandahrað- lest sina fyrstu ferð á morgun, laugardaginn 28. mai. Ferðin verður þó ekki farin frá Paris til Istambul, heldur frá London til Feneyja um Paris. Lestin verður gerð aítur að þvi lúxusfarartæki sem hún var og allt verður I upprunalegri mynd. Það er bandariskt fyrirtæki, sem stendur fyrir endurreisn lestar- innar, og meðal gesta i jómfrúar- ferðinni verða Roger Moore, Michael Caine, og Liza Minelli. Farmiðinn aðra ieiðina l'rá Paris til Feneyja i eins manns klefa kostar svo eitthvaö á fjórða þús- und krónur. Miljón myndir eða fleiri Ljósmyndasafnið heitir safn, sem stofnað var I Reykjavík á siðasta ári. Tilgangur þess er m.a. að varðveita og skrá gamlar ljósmyndir og annast hvers konar þjónustu viðnotendur ljósmynda. Gluggapósturinn haföi sam- band við ívar Gissurarson starfs- mann safnsins og spurði hann hverjar væru elstu ljósmyndir sem vitað er um, að Islendingur hafi tekið hér á landi. „Þetta er allt frekar óljóst en það er mjög liklegt að séra Helgi Sigurðsson frá Jörva og siðar prestur á Melum i Melasveit hafi tekið fyrstu ljósmyndirnar, sem teknar hafa verið á Islandi”, sagði Ivar. Helgi kom til Islands árið 1846, frá Kaupmannahöfn, þar sem hann stundaði nám. Hann notaðist við svokallaðar daguerrotýpur eða sólmyndir, eins og þær eru kallaðar á is- lensku, en það eru myndir, sem teknar eru á silfraða koparplötu. Elstu myndir Ljósmyndasafns- ins eru hins vegar nokkuð yngri eða frá árinu 1887. Það eru frum- myndir Liwingston Learmonth, sem teknar voru i Reykjavik og viðar. tvar sagðist ekki hafa ná- kvæma tölu yfir fjölda mynda i safninu en liklega væru þær myndir, sem eru númeruð eintök nærri 350 þúsund og alis væru myndirnar kannski þrefalt fleiri en undir eitt númer heyra kannski fimm myndir af sama viðfangsefni. •• 'i - jsjsjjj .. ........ tvar Giss- urarson með gaml- ar myndir á ljósa- borðinu i L j ó s - mynda- safninu. Hús Þórðar Zoéga við Vesturgötuna. Myndina tók Tempest Anderson árið 1890. Bækistöðvar Gramms við Vesturgötu 53 b. Allir velkomnir. Gramm á Vesturgötunni: „ALLIR VELKOMN- IR AÐ KÍKJA’7 — segir Ásmundur Jónsson hjá út- gáfufyrirtæki Purrksins Vestarlega á Vesturgötunni, nánar tiltekið númer 53b, er starfrækt fyrirtækið Gramm, sem i hugum margra tengist Purrknum. Til þess að vita nánari deili á fyrirtæki þessu, hringdi llelgarpósturinn i Asmund Jóns- son, starfsmann Grammsins og spurði hann fyrst hvað Gramm væri. „Það er skráð i'yrst og fremst sem útgáfuíélag, og er með önnur verkefni, sem þvi tengjast. Við höfum fyrst og fremst verið i út- gáfu með Purrk Pilnikk og það hefur verið mikil vinna i kringum hljómsveitina”, sagði Ásmundur. önnur útgáfuverkelni Gramms á næstunni sagði Ásmundur vera breiðskifu með allsherjargoðan- um Sveinbirni Beinteinssyni, og er hún væntanlega i næsta mán- uði. Þá er hljómsveitin Jonee- Jonee i upptökum þessa dagana og er 12 tommu 45 snúninga plata væntanleg frá þeim i lok júni eða byrjun júli. Gramm stendur einnig fyrir innflutningi á hljómplötum og er það hliðstætt þeirri útgáfustarf- semi, sem fram fer, auk þess, sem fyrirtækið flytur einnig inn djassplötur l'rá merkjum eins og Steepla Chase i Danmörku, ECM i Þýskalandi og Biack Saint á ltaliu. Einnig eru íluttar inn bæk- ur, og þá einkum „svartar bók- menntir” eins og Ásmundur orð- aði það, einkum bækur ei'tir rit- höfunda lrá Jamaica, menn eins og Linton Kwesi Johnson. „Mér finnst þetta tengjast djassinum og svartri menningu, sem er litt þekkt hér á landi. Það á sér stað mikil gerjun meðal fólks i þriðja heiminum, sem menn átta sig ekki á hér”, sagði Ásmundur. Grammarar vinna einnig að þvi að koma eigin framleiðslu á markað erlendis og eru þeir komnir i samband við breska fyr- irtækiðCrash Records, sem hefur dreift nýjustu plötu Purrksins i Bretlandi og viðar og er stefnt að þvi, að allt rokkelni lrá Grammi komisti dreifingu erlendis i gegn- um Crash Records. En Gramm er ekki bara útgáfa og innflutningur, þvi samhliöa reka þeir smá verslun i húsnæði sinu. „Það er öllum lrjálst að kaupa sem koma hingað, og allir eru velkomnir að kikja á það, sem viö höfum upp á að bjóða”, sagöi As- mundur Jónsson hjá Grammi. Vonin sem Allir menn ciga mæður, þótt faðerni sumra sc nokkuð ú reiki. Já, meira að scgja illmenni eins og Adolf Hitler, sem landsmenn fylgjast nú með á sjónvarps- skjánum sinum, eiga lika sinar mæður. Móðir Hitlers hét Klara Pölzl Hitler og segir sagan, að hún hafi verið einföld og ómennt- uðstúlka af Bæjaralandi. Átjánára réðst hún til Starfa hjá frænda sinum, Alois Hitler, og varð ástmey hans og siöar eigin- kona. Aður en Adolí fæddist, eign- aðist hún þrjú börn, sem öll létust i æsku, og var Klara aiitaf hrædd um lif Adolfs. Hjónaband Klöru var engin dans á rósum og voru allar vonir hennar bundnar við Klara Pölzl Hitler, móöir Adólfs. Brást sonurinn vonum hennar? brást? soninn. Þegar hún svo lést af krabba árið 1908 varð Adolí yfir- bugaður af harmi. Hvort móðir hans hefði orðið ánægð með hann, ersvoannaðmál. í kjölfar Leifs heppna Norski heimskautafarinn Ragnar Thorseth ætlar aö standa fyrir heimssiglingu voriö 1983. Það væri svo sem ekki i frásögur færandi, ef hann ætlaði sér ekki að gera það i eftirlikingu af Skuldelev vikingaskipinu, en Ragnar telur að Leifur heppni hafi notað þvilikt skip i Ameriku- ferð sinni foröum daga. Skipið verður 56 feta langt og hefur Ragnar þegar fengið rúma eina milljón króna i styrki og gjafir til fyrirtækisins. Á næsta ári er meiningin að fara til Norður- landa, Englands og Norður- Evrópu. Arið eftir ætlar hann að sigla til Ameriku og áriö 1985 stendur til að sigia^ umhverfis jörðina. Vefið > inýj. ( relkomin j veiðivörudeildinQ okkar Athugið: Veiðileyfi fást hjá okkur, jislholtsvatn, Kleifarvatn, Djúpavatn. W! |p|§| (P«? i l'Á. - i \\k' \ 1,:^: f Wk i lö'l 1 11 - JHfckjL C, | t • t pQ m'.Jfl\ Jh|. fi h' ‘' > yHi g ÍS *• ■■ ■ :; • ■ .; i %•- . Dafwa MITCHELL S’&zÁerSfieÆ/u ^-^g^yVerslið hjá fagmanni GRENSÁSVEGl 50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Opið á laugardögum kl. 9—12.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.