Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 9
9
(slenskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið iðnir við
kolann í sumar, eins og undanfarin sumur. Nú þegar er
lokið föku einnar kvikmyndar, enn önnur er að klárast
einhvern næstu daga, einmitt um það leyti er tökur hef j-
ast á þriðju íslensku kvikmyndinni á þessu sumri.
Síðastnefnda myndin heitir Á hjara veraldar, og
framleiðandi hennar er kvikmyndafélagið Völuspá s.f.,
nýjasta og skærasta stjörnufyrirtækið í kvikmyndaiðn-
aðinum á íslandi. Höfundur handrits og leikstjóri þess-
arar myndar er Kristín Jóhannesdóttir, en hún hefur
verið búsett í Frakklandi undanfarin 13 ár, þar sem hún
hefur lagt stund á nám í kvikmyndagerð, bæði kvik-
myndafræðum og kvikmyndaleikstjórn.
Helgarpóstsmenn hittu Kristinu að máli, eftir strang-
an æfingadag, og var hún fyrst beðin að segja frá efni
þessarar fyrstu kvikmyndar hennar í fullri lengd.
,,Hún kemur
mér óendan
lega á óvart'
sem
Kriqtín Jóhannesdóttir <
a
sina
fyrstu kvikmynd
„Máttarstólpinn i þessu efni er
saga fjölskyldu. Það er saga móð-
ur, sem kom að norðan, úr dal, á
leið sinni til útlanda til þess að
læra óperusöng, en komst aldrei
lengra en til Reykjavikur, þar
sem hún giftir sig og á börn. Mað-
urinn ferst, þegar hann er rúm-
lega þritugur, og þegar þessi saga
gerist, eru börnin uppkomin. Son-
ur hennar hefur verið á sjónum, á
farskipum, um langan tima og er
nú kominn heim og kominn i aðra
sjómennsku. Hann er farinn að
vinna i leikhúsi sem ljósamaður.
Dóttirin er komin á þing.
Atökin i myndinni eru milli
þessara þriggja aðila og átök i
þjóðmálum.”
Ég er miðill
— Hvers konar átök eru þetta á
milli þessara þriggja einstak-
linga?
„Þetta eru átök innan og á milli
þriggja heima, þ.e.a.s. heims
móðurinnar, sem er dalurinn,
sem verður að fara undir vatn, —
hann verður virkjaður, — heims
þjóðmála, sem er heimur dóttur-
innar, og siðast en ekki sist heims
yfirnáttúrulegra afla, sem sonur-
inn er i „beinum” tengslum við
sem maður með miðilshæfileika.
öllum þessum heimum, og
persónunum um leið, tengist ein
aðalpersóna. Það er kona, sem
drukknaði i höfninni, eða svo
virðist, og með henni göngum við
niðuri undirheima.sem eru heim-
ar myrkraafla, þ.e. sakamála.
Formgerð myndarinnar er ekki
siður efnisþáttur. Hún er nokkurs
konar miðilsfundur. Allar persón-
urnar eru á einhvern hátt miðlar,
miðlar sinna gilda, sinna heima,
eins og t.d. móðirin verður miðill
óperunnar. Hún verður miðill fyr-
ir óperusöng, sem væntanlega
verður fluttur að hluta til af is-
lenskum óperusöngvurum. Dótt-
irin er svo aftur miðill nýrra hug-
mynda, framtiðargildanna, og
sonúrinn er miðill fyrir hugar-
orku, sem hefur týnt efnismynd
sinni.
Mér finnst ég standa frammi
fyrir þessu verki eins og miðill.
Þýska tónskáldið Stoekhauser
heldur þvi einarðlega fram, að
hann hafi fengið, og fái alla sina
tónlist frá plánetunni Siriúsi. En
ég ætla ekki að voga mér að full-
yrða frá hvaða plánetu þessi
mynd kemur, hún kemur mér
óendanlega á óvart.
Hún kom i upphafi til min eins
og hugljómun. Ég sá þessa mynd
eitt kvöld liða fyrir hugskotssjón-
um mér með ógnarhraða, og
þessi upplifun kom mér þannig
fyrir eins og þetta hefði allt gerst,
svipað fyrirbrigði og til er i göml-
um myndum, sem snúið eraftur á
bak, og við sjáum hús, sem hefur
hrunið, hjóla upp i sitt uppruna-
lega form. Mér var sagt siðar af
stjörnuspekingi að þetta kvöld
hefði úranus keyrt yfir sólina á
fæðingarkortinu minu. Úranus er
rafmagnaður frumkraftur, svo
öflugur, að hann annað hvort koll-
keyrir fólk, eða byggir varanleg-
ar framtiðarhugborgir. En það er
reyndar komið undir annars kon-
ar öflum, hvort þessar hugborgir
verða að veruleika. Þar erum við
komin að ósköp hversdagslegum
hlutum eins og peningaöflun ,
sem getúr samt verið list út af
fyrir sig.”
Ég fæddist
i morgun
— Geturðu sagt mér eitthvað
nánar um hvers konar mynd
þetta verður?
„Eg á erfitt með að skilgreina
þetta verk. Ég geng að þvi eins og
manneskja sem segir við sjálfa
sig: ég fæddist i morgun og ég hef
lifað i 26 þúsund ár. Ég sé hana,
eins og ég sagði áðan, sem miðils-
fund, kraftbirtingarform utanum
ástriður, hitamál og sakamál.
Það sem ég vildi umfram allt
birta i þessari mynd er ákveðin
tilfinning, sem er áþreifanleg
sjónhverfing. Þetta er tilfinning,
sem er tengd ákveðnum atburði i
æsku, þegar ég var hjá ömmu
minni á Ölafsfirði. Hún var töfra-
kona. Eitt sinn hafði hún farið
með mig út i garðinn sinn við sól-
arupprás og séð, að risavalmúinn
hennar var að springa út. Hún fór
inn og dreif okkur systkinin, volg
úr draumum, út i garð með sér og
lét okkur ljúka höndum um stilka
risavalmúans og framkalla fæð-
ingu. Það heyrðist brestur og ég
sá þessa risavalmúa æða út úr
hisminu, rautt flæði sem var eins
og lifandi silki. Inni i þessu rauða
silkiflóði var svört lifshættan,
fli
u
Tl
IQ W
X SC w
o
IK O
5 <
o> o>. ~
Q_
o- o- 3
— o: -
O* Qi
7C
o —
OJ
:v
=
=;• TT q)
-• CL
O Qj
CO
Q- o
O
c
— -\
U> Qj
iQ
9r>
tn
frævur og fræflar, löðrandi i
svörtu ofskynjunardufti. Upp frá
þessum morgni hef ég verið hald-
in laufléttri megalómaniu.
Ég hef alltaf leitast við að upp-
lifa þetta augnablik aftur og leyfa
öðrum að upplifa það með mér. I
þessari leit minni skynja ég
sjálfa mig að miklu leyti vegna
stöðu minnar sem konu, sem Hel-
en Keller. Ég er að reyna að
meitla út myndmál, sem er byggt
á einhverri annarri imynd en
þeirri, sem hefur alltaf verið
þrýst að manni. Ég er Helen Kell-
er, þegar hún stóð við vatnsdæl-
una i villtri uppljómun og náði
samhenginu milli orðsins vatns
og vatnsins, eða þegar heimurinn
birtist þessari stúlku, blindri og
heyrnarlausri, úr iðrum jarðar i
gegnum vatn.”
— Hvað hefur myndin verið
lengi i undirbúningi?
„Það má segja, að ég hafi verið
að undirbúa þessa mynd i 13 ár. 13
er happatalan min og myndin er
að verða til vegna þess, að hún er
tilbúin að verða til, hún vill
fram.”
Fram af
hengifluginu
— Hvernig leggst þetta allt i
þig?
„Ég verð að fleygja mér fram
af hengifluginu, i þeirri von að
það vaxi á mér vængir. Er ekki
heillavænlegast að gera eins og
de Gaulle, að horfa hátt út yfir
sjóndeildarhringinn, sólin ris
náttúrulega á hverjum degi. Ég
vona, að ég sé eins mikil töfra-
kona og hún amma min var, sem
tókst að rækta hitabeltisjurtir
norður á hjara veraldar, og ég
treysti á það, að myndín geti opn-
að helst öllum landsmönnum ein-
hverja heima.”
— Hver er kostnaður við svona
kvikmynd og hvernig er hún f jár-
mögnuð?
„Þetta verður að teljast i með-
allagi dýr mynd, eða ætti ég held-
ur að segja i meðallagi ódýr.
Kostnaðurinn verður um 3 til 3,5
milljónir króna, sem er i rauninni
ekki hátt verð fyrir kvikmynd. En
allt er relativt og þetta gæti að
sjálfsögðu kostað fleiri manns al-
eiguna.
Fjármögnunin byggir á banka-
lánum, eins og islenskar kvik-
myndir hafa gert hingað til,
ásamt með styrkjum frá kvik-
myndasjóði, framlagi, sem er það
takmarkað, eins og sjóðurinn er
byggður upp i dag, að það gæti
aldrei verið undirstaða að fram-
leiðslu kvikmyndar.”
Kvikmyndatökurnar fara að
mestu fram i Reykjavik, en einn-
ig verður filmað i innsveitum
norðanlands og undir jöklum
sunnanlands. Alls eiga þær að
standa i átta vikur, i ágúst og
nóvember.
Aðalhlutverkin i kvikmynd
Kristinar eru i höndum Arnars
Jónssonar, Þóru Friðriksdóttur
og Helgu Jónsdóttur. Auk þess
eru tólf litil en mikilvæg hlutverk,
ásamt fjölda statista, og alls
munu nálægt tvö hundruð
manns koma þar nærri.
Auk Kristinar eru i tækniliðinu
Sigurður Pálsson aðstoðarleik-
stjóri, Karl Óskarsson yfirkvik-
myndatökumaðurj
Sigurður Snæberg Jónsson hljóð-
meistari, Oddný Sen skrifta, Sig-
urjón Jóhannsson leikmytida-
smiður, Guðrún Þorvarðardóttir
förðunarmeistari og Helgi Gests-
son framkvæmdastjóri, ásamt
nokkrum öðrum, alls um sextán
manr.s.
Aætlaður frumsýningartimi A
hjara veraldar er svo um mán-
aðamótin febrúar-mars á næsta
ári, og við biðum spennt.
—GB
Systkinin Helga og Arnar leika systkin í myndinni. Hún er
þingmaður, en hann vinnur í leikhúsi, eftir langa vist á
sjónum.