Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 10
10
Heimur Garps orö
inn að kvikmynd
Robin Williams í hlutverki
garpsins Garp í nýrri kvik-
mynd eftir metsölubók
John Irving.
Þeir eru eflaust margir, sem
kannast viö skáldsögu John
Irving,The World according to
Garp, þar sem sögö er saga
Bandarikjamannsins T.S. Garp
frá getnaöi og þar til yfir lýkur.
Bók þessi náöi miklum vin-
sældum á sínum tima og hefur
hún selst i milljónum eintaka.
Eins og oft vill veröa meö vin-
sælar bækur, hefur nú veriö gerö
kvikmynd eftir henni og var
myndin frumsýnd i Banda-
rikjunum fyrir skömmu. Sá, sem
réöst i þaö þrekvirki aö koma
þessari griöarlöngu skáldsögu
yfir á hvita tjaldiö, er George Roy
Hill, en hann hefur áöur gert
mynd eftir vinsælli skáldsögu,
þar sem er Slaughterhouse Five
eftir Kurt Vonnegut. Þá leikstýröi
Hill einnig fyrstu myndinni um
Butch Cassidy, og The Sting, sem
margir kannast viö úr kvik-
myndahúsum hér.
Kvikmyndaútgáfan af þessari
miklu skáldsögu hefur fengið
misjafna dóma, en flestir eru þó
sammála um aö þarna sé á ferö-
inni góð mynd. Þykir mönnum, aö
slika mynd heföi ekki veriö hægt
aö gera á meðan kvikmynda-
sensorinn var enn viö lýði.
Titilhlutverkiö er i höndum
fjögurra leikara, en Garp á full-
orðinsárum leikur Robin Willi-
ams, sem þykir minna nokkuö á
hinn fræga Rod Taylor. Móðir
Garps kemur mjög viö sögu i bæöi
mynd og bók, og er hún leikin af
Glenn Cole, sem er tiltölulega litt
þekkt sviðsleikkona.
METNAÐURINN
AÐ LEIÐARLJÓSI
— Rætt viö dr. Jón
Ottar Ragnarsson
um nýja
skáldsögu hans
„Sagan heitir Strengjabriiöur
og er um metnaðargjarnt fólk.
Hún gerist i Bandarikjunum og er
um bandariska óperusöngkonu,
sem er gift vfsindamanni og
hverju hún þarf aö fórna fyrir
frama sinn og frægö. Hún er llka
öörum þræði um áhrif umhverfis-
ins á manninn, og nafnið er dregiö
af því”, sagöi dr. Jón óttar
Ragnarsson dósent þegar Helgar-
pósturinn spuröi hann út i fyrstu
skáldsögu hans, sem Helgafell
gefur út i haust.
Jón óttar sagöi, aö þetta væri
fremur stutt skáldsaga og hún
væri skrifúö út frá sjónarmiði
söngkonunnar. Sagan geröist á
fjórum mánuöum, sem væru
mjög örlagarikir tlmar i hennar
lifi.
— Hvers vegna tekurðu ekki
fyrir islenskt viöfangsefni?
„Ég bjó lengi i Bandarikjunum,
og þessi saga er aö vissu leyti
uppgjör mitt viö vi'sindin og vis-
indamenn.
,,Sú dæmigeröa samkeppni sem
rikir milli visindamanna, og er
dálitill þráöur i þessari bok, er
fyrst og fremst fyrir hendi I
löndum þar sem visindi eru bæöi
höfö i hávegum og byggja á
traustum grunni. Svipaða sögu er
að segja um samkeppni milli
óperusöngvara.”
— Hvað kom til aö þú fórst aö
skrifa skáldsögu; hefur þetta
staðiö lengi til hjá þér?
„Þegar ég var á MIT 1970,
ákvaö ég, aö ég skyldi einhvern
tima skrifa um visindamenn, ekki
kannski um eigið nám, heldur
meira tilfinninguna og stemmn-
inguna á visindastofnun. Þegar
ég var I sumarfrii I Paris fyrir
tveim árum las ég smá klausu I
blaði, sem varö svo endanlega
kveikjan aö sögunni, og ég
byrjaöi aðskrifa hluta af sögunni
þá. Ég var lengi aö þreifa mig
áfram meö þessa sögu og hún er
eiginlega búin aö vera á boröinu
hjá mér i tvö ár.
Eg starfaði mikiö i Lifi og landi
á þessum tima, og þaö má segja,
aö þaö hafi aö vissu leyti vakiö
hjá mér áhugann á þvi hvernig
umhverfiö mótar manninn. Þaö
kemur dálitiö fram i bókinni. Ég
hefveriö aö velta þvi fyrir mér, af
hverju sumir eru t.d. blindaöir af
metnaöi meöan aörir kjósa eöli-
legt fjölskyldulif.”
— Uppgjör viö visindin seg-
„öðrum þræði um áhrif
umhverfisins á manninn'/
segir Jón öttar Ragnars-
son um fyrstu skáldsögu
sína.
íröu, ertu kannski aö veröa frá-
hverfur visindunum?
„Nei, en ég er að vissu leyti aö
vekja athygli á þeim mikla
metnaöi, sem visindastörf Ut-
heimta.og hvaöa manngeröir þaö
eru, sem oftast ná svona afger-
andi árangri. Sama er aö segja
um margar listgreinar.
Ég lit á vissan hátt á skáld-
sagnagerö sem visindi. ÞU ert að
skrifa um nútimann, þú ert aö
reyna aö fara nýjar brautir og
reyna aö skilgreina hvaö er aö
gerast i kringum þing.”
Jón óttar var aölokum spuröur
hvort hann væri meö aöra skáld-
sögu i smiöum.
„Ég vil ekkert segja um það.
Ég læt þaö alveg duga aö koma
þessarifrá mér”,sagöi Jón óttar
Ragnarsson.
Föstudagur 6, ágúst 1982 ,rjnn
Tatsuya Nakadai sem hinn særði lénsherra...
Skuggaleg saga
Nýja bió: Kagemusha.
Japönsk-bandarisk. Árgerð
1980. Handrit og leikstjórn:
Akira Kurosawa. Aöalhlutverk:
Tatsuya Nakadai, Tsutomu
Yamazaki, Kenichi Hagiwara.
Ekki misskilja mig, — Akira
Kurosawa er óefað i hópi meist-
ara kvikmyndalistarinnar á
dramatiskt slöpp, — leyfist mér
að segja leiöinleg? Þetta er
þeim mun dapurlegra sem við-
fangsefnið er merkilegt. Kuro-
sawa snýr aftur til Samuraia-
timans og tekur fyrir sögulegt
efni, en það er einsog tilraun
hans til að gæöa það húmor og
angurværri örlagahyggju gangi
öldinni — en þessi nýjasta mynd
hins japanska brautryðjanda,
sem nú er 72 ára, olli mér von-
brigöum: Eftir hií gullfallega
húmaniska sniildarverk Dersu
Uzala er Kagemusha aðeins
svipur hjá sjón, skuggi einhvers
efnis sem ekki kemst til skila.
Ryndar fjallar myndin um
mann sem er skuggi annars
manns. Kagemusha mun
merkja „skuggahermaður”.
Sagan snýst um litilsigldan
þjóf sem bjargast frá lifiáti fyr-
ir þær sakir að hann er tvifari
dauövona sextándualdar léns-
herra i Japan. Hann er geröur
að staðgengli hans á ófriðartím-
um, — bæöi til að blekkja óvini
leiðtogans og samherja. En
tekst honum að blekkja sjálfan
sig?
Þrátt fyrir það, að sjónrænt sé
Kagemusha einatt magnaður
gerningur, myndataka og lita-
spil i búningum og leikmynd
áhirfamikið, einstakar svið-
setningar, einkum bardagaat-
riöi, meö handbragði meistar-
ans, þá er eins og hinn mannlegi
þáttur, persónurnar sem við
fylgjumst með, öölist aldrei
neina dýpt. Inniatriðin, hvort
heldur sem þögn rikir eða sam-
töl, eru — með undantekning-
um — fjarlæg, langdregin og
ekki upp. Maður festir ekki
áhuga á þvi mannlifi sem um-
búðamikið sjónarspil á að lýsa.
En eins og ég sagði — ekki
misskilja mig: Það er engu að
siður ólikt áhugaverðara að
horfa á Kagemusha en obbann
af þvi dóti.sem uppá er boðið i
bióunum núna. Maður gerir
bara meiri kröfur til Akira
Kurosawa.
—AÞ.
-• -og tvifari hans.
Lis tahá tíðarges turinn
með einleiksp/ötu
Ludwig van Beethoven (1770-
1827):
Píanósónata nr. 32 i c-moll op.
111
Robert Schumann (1810-56):
Symfóniskar etýður i formi til-
brigöa, op. 13
Tokkata, op. 7
Einleikari: Ivo Pogorelich,
pianó
Útgefandi: Deutsche Grammo-
phon, 2532 036 digital, 1982
Dreifing: Fálkinn.
Flestir sem eitthvaö komu ná-
lægt Listahátlö á þessu sumri,
muna eflaust eftir Júgóslavan-
um, sem tókst aö blása lifi I
Laugardalshöliina eitt eftir-
minniiegt júni-kvöld. Hann
bætti með glans upp ergelsið út
af þeim dónaskap sem gestir
iþróttahússins veröa ávallt fyr-
ir, þegar þeir mega hírast fyrir
utan braggann þar til korter
fyrir konsert og þjóta þá eins og
veöhlaupahundar i sætin. (Er
þaö til aö viöhalda nægu magni
af svitalykt fyrir aðstandendur
hússins, mér er spurn?)
Þaö er raunar furöulegt aö
ekki skyldi þurfa meira en einn
pianóleikara til að áhorfendur
gleymdu aö þeir væru staddir I
einni lélegustu konserthöll i
heimi. En þetta tókst Ivo Pogo-
relich og má þvi hafa um hann
hin fleygu orö Cæsars: „Kom,
sá og sigraöi”.
Nú er komin á markað ný
hljómplata meö þessum vægast
sagt persónulega einleikara,
sem jafn vinsæll er af blööum
virðulegustu tónlistarrita og
verstu slúðurdálka. Þessi
hljómplata undirstrikar sér-
stööu Pogorelich um leið og
snilld i meðferð hljóöfæris. Hin
ýmsu uppátæki hans, sem auð-
veldlega geta farið i taugarnar
á þeim sem krefjast skilyröis-
lausrar undirgefni túlkandans
við partitúrinn, svipta hvergi
burt töfrum þeim sem leikur
hans býr yfir og gera þessa
plötu að ferskustu einleiksplötu,
sem ég hef heyrt, langa lengi.
Það má vera að c-moll Sónata
Beethovens (sú siðasta meðal
pianósónata, sem tónskáldið
samdi) sé Pogorelich ekki eins
happadrjúg til frjálslegrar túlk-
unar og Tilbrigði Schumanns.
Þar kemur til djúpur og form-
fastur still meistarans frá Bonn
| og þótt ýmislegt megi finna
skylt með þessum tveimur
verkum, eru Symfónisku etýð-
urnar opnari fyrir virtúósa-
glettum. Það sem stundum
virkar tiigeröarlegt, i túlkun á
takthreinum útsetningum Beet-
hovens, veröur splundrandi hjá
Pogorelich i Schumann.
Eftir að maður hefur setið
dolfallinn (Variasjónir nr. 2, 3, 4
og 5 eru hunang, nr. 11 og 12
stórbrotnar), klykkir Pogorel-
ich út meö Tokkötunni i C-dúr,
svona til að sýna manni aö alltaf
megi ganga Iengra og gera bet-
ur.
Þetta er stórbrotin plata (þó
vægt til oröa tekið), hljómur og
upptaka er meö þvi besta sem
heyrist. Hún er þvi ómissandi i
safnið, en ráð er að hafa kodda
tilbúinn, til að mýkja fallið, þeg-
ar Tokkatan byrjar.