Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 3
JpósturinrL.
híe/gai---—
pósturinn
Blað um þjóðmál, listir og
menningarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrlmsson
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson,
Gunnar Gunnarsson, Ömar
Valdimarsson, Þorgrímur
Gestsson og Þröstur Haralds-
son.
Útlit:
Kristinn G. Harðarson
Ljósmyndir:
Jim Smart
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Birgir Sigurðsson, Heimir
Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson,
Jón Baldvin Hannibalsson,
Jónas Jónasson, Magnea J.
Matthíasdóttir, Sigríður Hall-
dórsdóttir, Sigurður A. Magn-
ússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Jón Viðar Jóns-
son, Sigurður Svavarsson
(bókmenntir & leiklist), Arni
Björnsson (tónlist), Sólrún B.
Jensdóttir (bókmenntir &
sagnfræði), Halldór Björn
Runólfsson (myndlist & klass-
ískar hljómplötur), Gunnlaug-
ur Sigfússon (popptónlist),
Vernharður Linnet (jazz).
Árni Þórarinsson, Björn Vign-
ir Sigurpálsson, Guðjón Arn-
grímsson, Guðlaugur Berg-
mundsson, Jón Axel Egilsson
(kvikmyndir), Þröstur Har-
aldsson (f jölmiðlun).
Erlend málefni:
Magnús Torf i ólafsson
Vísindi og tækni:
Dr. Þór Jakobsson
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson
Spil:
Friðrik Dungal
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir
Landspóstar:
Finnbogi Hermannsson, Isa-
firði, Reynir Antonsson, Akur-
eyri, Arndis Þorvaldsdóttir,
Egilsstöðum, Sigurgeir Jóns-
son, Vestmannaeyjum,
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Dan-
mörku, Inga Dóra Björnsdótt-
ir, Bandaríkjunum, Helgi Skúli
Kjartansson, Bretlandi.
Utgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna
Gunnarsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannessor
Dreifing: Sigurður Steinars-
son
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Síðumúla 11, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Hverfisgötu 8-10. Simar 81866,
81741 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftarverð á mánuði er kr.
60. Lausasöluverð kr.15.
Gleymum ekki gamla fólkinu!
Hvers vegna heimsækjum við
ekki aldrað fólk, spjöilum við það,
förum i gönguferðir? Bjóðum þvi
jafnvel heim yfir helgi?
Þessari hugmynd kemur Frið-
rik Einarsson yfiriæknir á dag-
deild og sjúkradeild Borgar-
spitalans i Hafnarbúðum á fram-
færi við þá sem eru ungir og
hraustir i samtali við Helgarpóst-
inu i dag.
Henni er ekki einungis beint til
þeirra sem eiga aldraða ætt-
ingja sem búa einir. Hugmynd
Friðriks er ekki siður sú, að bráð
ókunnugt ungt fólk sinni þessu
gamia fólki, sem oft býr einsam-
alt og á fáa eða enga ættingja.
Og hann heldur áfram með
þessa hugmynd og beinir orðum
sinum til atvinnurekenda. Hvers
vegna ekki að bjóða öidruðu fólki
að borða i mötuneytum fyrir-
tækja þar sem slikt er fyrir hendi,
eftir að það hefur látið af störf-
uni? Með þvi væru slegnar tvær
ef ekki þrjár flugur i einu höggi:
Gamla fólkið fengi ódýran mat,
það fengi að umgangast gamla
starfsfélaga áfram og unga fólkið
fengi að njóta samvista við gamla
fólkið að einhverju leyti áfram
þótt það hafi hætt störfum.
Friðrik segir i samtalinu við
Heigarpóstinn, að það sé meira
um einmana gamalmenni i marg-
menninu hér á höfuðborgarsvæð-
inu en margur heldur. í Hring-
borðspistli Helgarpóstsins i
siðustu viku segir Birgir Sigurðs-
son rithöfundur frá þvi er hann
gckk fram á gamla konu sem
hafði dottið i hálku eldsnemma á
köldum vetrarmorgni og gat ekki
staðið hjálparlaust á fætur. Hann
hjálpaði henni heim og komst að
þvi að hún bjó ein en átti það til að
ruglast og vita þá ekki hvað hún
gerði. Hann komst lika að þvi, að
bara i þvi hverfi þar sem þau búa
bæði og reyndar um alla borgina
er talsvert um einmana gamalt
fólk. ,,Þar situr það sem það er
komið: 1 slagahjöllum, kjallara-
grenjum, risloftum og sagga-'
kompum”, segir Birgir meðal
annars.
Friðrik Einarsson yfirlæknir,
skurðlæknir i meira en 40 ár, er
sjálfur aldraður. Hann er 73 ára
gamall og i sinni eigin elli annast
hann gamalmenni, scm sum eru
jafnaldrar hans. Hann er nokkuð
ánægður með það sem hefur gerst
á ári aldraðra til þessa en betur
má cf duga skal i borg þar sem
öldruðum hefur fjöigað úr
þremur til fjórum þúsundum i á
ellefta þúsund á tiu árum.
Þetta fólk á margt hvert að
geta átt hamingjusamt ævikvöld.
i samtali við Helgarpóstinn i vor
sagði Ársæll Jónsson öldrunar-
iæknir meðal annars, að ellin cigi
að vera punkturinn yfir i-inu, ellin
eigi að vera hámark pcrsónu-
þroska fólks.
Likamleg velferð nútimans
stuðlar að þvi að meðalaldur
hækkar. En andlega velferðin má
ekki gleymast, og það fólk sem á
orðið erfitt með að hugsa um
likamlega velferð sina sjálft má
ekki gleymast.
Það er dýrt að koma upp stofn-
unum fyrir allt aldrað fólk, og það
er heldur ekki endilega æskilegt.
Ilelgarpósturinn tekur undir orð
Friöriks Einarssonar: Gleymið
ekki gamla fólkinu. Þcir sem
yngri eru eiga þvi of margt að
launa til að það gcti verið verj-
andi.
Já, það er
laugardagskvöld
og mig langar
á ball
f gamla daga skemmtu fs-
lendingar sér víst minna en
góðu hófi gegndi. Börnin léku
sér með legg og skel sem vita-
skuld eru ekki þroskandi
leikföng, en búið er að gylla
minningu þeirra ákaflega.
ertsogBjarna. Ekki erminnst
á höfuðskemmtun kvenna. f
Ferðabókinni er kafli sem
heitir Skemmtanir og dægra-
dvöl, undirtitill: Skemmtana-
skortur. Um Kjósverja segja
þeir: „Að lokum verður að
geta lítils háttar um skemmt-
hrinoboröiö
í dag skrifar Sigríður Halldórsdóttir
Paö þarf ekki gáfnaljós að
segja sér hvað þetta hljóta að
hafa verið hundleiðinleg
„barnagull“ en því miður,
fullorðna fólkið mátti ekki
vera að því að láta sér detta í
hug neitt skárra fyrir basli.
Svo voru þessi börn alltaf
blaut í fæturna árið um kring,
þögul, lasin og daufeyg með
legg í vinstri og skel í hægri.
Mesta skemmtunin var að
hanga yfir rollunum í bjartri
vornóttinni og skoða litla
lambið sitt, fá svo úr því
leggbeinin á haustin að hafa
fyrir hest.
Hesturinn tengdist lík-
ast til því skemmtilegasta í líf-
inu. Þreytusvipurinn hvarf af
andliti pabbans þegar hann
lagðiáreiðhestinn. Hesturinn
var vonin um að einhverntíma
kæmist maður kannski útfyrir
túnfótinn, jafnvel í aðra sýslu.
Aðal dægrastytting og höfuð-
skemmtun karlmanna í flest-
um sveitum landsins voru út-
reiðar segir í Ferðabók Egg-
anir, enda þótt Kjósarsýslu-
búar iðki þær lítt og séu eigi
skemmtanahneigðir. Full á-
stæða er að harma þetta, því
margar þær skemmtanir, sem
fyrrum tíðkuðust á íslandi
mundu gera þá glaðlyndari og
létta þeim ýmsa erfiðleika
daglega lífsins einkum á vet-
urna.“ (tilvitnun lýkur). Sama
er að segja af Borgfirðingum,
engra skemmtana neyta þeir
til að eyða þunglyndi sínu, en
druslast þó oftar á bak en
Kjósverjarnir sem eru fölir af
tómlæti, nenna varla ríðandi í
bónorðsförina. Eitthvað er
ástandið skárra á Norð-
urlandi, menn fara oft milli
héraða þar og eru hressari í
bragði. Nú hlýtur að fara að
rakna úr þessu með
höfuðskemmtanir kvenna
úrþví þeir ferðafélagar eru
komnir í myndarskapinn fyrir
norðan - en loksins þegar
kvenmenn eru nefndir á svona
blaðsíðu 800 er þetta eitt sagt
um þá menn: „Heilsufar
kvenna er miklu lakara (en
karla á Norðurlandi), því að
tíðateppa er mjög tíður kvilli,
einkum hjá ógiftu kvenfólki,
bæði hér og annarsstaðar á
landinu. Meginorsök þessa
kvilla virðast vera of miklar
kyrrsetur. Það er ekki ein-
ungis að kvenfólk sækir engar
skemmtanir eða nýtur annarr-
ar tilbreytni í daglegu lífi, en
það veldur því að þær eru
ófrjálslegri í allri framkomu
og umgengni, þögular og
þunglyndar. Vafalaust eru
það fleiri orsakir, sem valda
vondu heilsufari kvenfólks,
þótt enginn veiti þeim athygli
né láti sig þær nokkru skipta.“
(tilvitnun lýkur). Það var
aldrei.
Og þá er komið að því
sem málið snýst um í þessum
pistli, semsé Vindheimamela-
mótinu, Húsafellsdramanu,
Verslunarmannahelginni,
þaðan heim að bursta tenn-
urnar og skreppa á Laugar-
vatn, svo að skjótast Fjalla-
baksleið og komast í drullu að
spyrna, ekki of lengi svo
fjölskyldan tapi ekki af úti-
samkomunni, til dæmis í
Borgarnesi. Ætli það sé lestur
Ferðabókar Eggerts og
Bjarna, sem veldur þessari
hræðslu við skemmtanaskort
og obstructio mensium? Eða
getur verið að það sé ríkisút-
varpið sem er farið að standa
fyrir múgsefjun á hverju vori
og fram á haustnætur? Hvað
fær umferðarráð í kaup fyrir
kjaftaganginn frá morgni til
kvölds allar helgar í út-
varpinu? Eitthvert fólk sem er
að bera saman verslunar-
mannamót frá ári til árs, tala
um að t.d. hafi hegðun fólks
verið góð í Borgarnesi miðað
við hvítasunnuna og þótt gætt
hafi ölvunar í einhverju rass-
gati með danspalli, þá hafi allt
gengið vel miðað við aðstæð-
ur. Er verið að útvarpa þessu
fyrir einhverja heimildasafn-
ara? Hvar væri útvarp
Reykjavík ef bílbeltin hefðu
ekki verið fundin upp? Það
væri sjálfsagt að spila Gústa í
Hruna afturábak og telja dag-
ana þangað til hægt verður að
fara að lesa jólaauglýsingarn-
ar. Útvarp þótti í gamla daga
ágæt dægradvöl fyrir bæði
karla og konur, börnin fengu
meira að segja sinn skerf og
enn eru til Islendingar sem
hafa útvarp að höfðuskemmt-
un, t.d. þeir sem eiga engan
bíl hvaðþá bílbelti, eru blind-
ir, fróðleiksfúsir og búa í
strjálbýli. Það er líknarmál að
þjóðfélagsfræðingar fái lög-
bann á ófétið áður en
jólasísonin byrjar eftir þetta
sjö vikur, og fólk verður látið í
friði, gefið tóm til þess að
hugsa um annað en þvælast
einsog áttavilltar hænur
eitthvað útí buskann allt
sumarið og milli búða að leita
að „tilkynningadrasli" út-
varpsins allan veturinn - eða
hinn kosturinn að opna aðra
rás innan sjö vikna frá og með
deginum í dag og gefa umferð-
arráði, verslunarfélaginu og
danslagasafninu gömlu rásina
í skóinn.