Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 16
16 .
Föstudagur 6. ágúst 1982 Irinn
”Er du utilfreds meS rollen
saa tag og skift kón“ (Bent
Jacobsen)
”Þú getur tekið fram að ég
er ekki "utilfreds med rollen“,
segir annar viðmælenda
minna þegar við hlustum á
”Bösse“, plötuna hans Bent
Jacobsen. Við sitjum hér
þrjú, tveir íslenskir hommar
og ég. Þeir eru aðeins lítill
hluti þess hóps íslendinga sem
flúið hafa á náðir stórborgar-
innar við Sundið. Við erum
sammála um að básúna hvorki
nöfn þeirra né uppruna fjöl-
skyldunnar vegna. Við erum
Uka sammála um að mynd-
skreyta ekki viðtalið með sæt-
um paramyndum... Nú, en ég
spyr þá fyrst hvemig foreldrar
þeirra bregðist við ósköpu-
num.
Jarðarför
- Þeir eru í voðalegum felu-
leik upp á umhverfið að gera
og svo halda þeir að við höfum
það svo slæmt. Þegar mamma
var búin að trúa frænkum
mínum fyrir þessu mættu þær
mér með samúðarsvip;
aumingja strákurinn að lenda
í þessu! í staðinn fyrir að
segja: ”Til lukku að þú skulir
meika það!“
- Þetta var eins og meiri
háttar jarðarför,, þarna var
verið að jarða bílinn, börnin
og konuna.
Andalækningar
- Þetta fólk þarf fræðslu.
Samtökin heima ættu að gera
upplýsingabækling fyrir for-
eldra. Margir foreldrar halda
að þetta sé einhvers konar
geðveiki. Mér skilst að heima
séu tveir geðlæknar menntað-
ir í Ameríku með homma sem
sérgrein.
- Ég hef líka heyrt um
strákgrey utan af landi sem
var sóttur í bæinn og settur í
andalækningar. Foreldrarnir
höfðu heyrt um einhverja
krafta sem ”höfðu læknað svo
marga". Það hefur ekki frést
af honum síðan. Þessir strákar
uti á landi hafa það verst. Þeir
vita ekki hvað er að gerast
með þá og einangrunin frá
öðrum hommum fær þá til að
Málefni islenskra homma og lesbia hafa verið til umræðu
hérlendis undanfarið, einkum I tengslum við starfsemi félags
þeirra, Samtakanna ’78. En fjöldi islenskra homma hefur einnig
„flúið” heimaland sitt og leitað skjóls I umburðarlyndari lönd-
um. Ekki sist hafa margir þeirra flust til Danmerkur. 1 þessari
grein ræðir blaðamaður HPI Danmörku við tvo islenska homma
sem búsettir eru i Kaupmannahöfn.
I kellingaleik
þoli ekki á íslandi. Það er fólk
sem montar sig af því að
þekkja homma. Okkur var til
dæmis einu sinni boðið í
partý, en fundum fljótlega að
við vorum nokkurs konar
kokteilber. Hommunum var
greinilega boðið eins og ein-
hverju ”happening“. Við vor-
um bara eins og ein stór
kjaftasaga.
- Það eru sérstaklega eldri
vinir manns sem acceptera
mann, en þegar þeir eru orðn-
ir fullir fara þeir að tala um
hvað þetta sé nú óeðlilegt. En
unga fólkið, það eru miklu
meira afslappað.
væri ekki æskilegt að hafa fólk
einsoghann inni. (Sjá frásögn
es)
- Heima á íslandi væri okk-
ur ómögulegt að halda vinnu
eða leigja íbúð saman. Við
gætum kannski keypt íbúð...
öðru vísi skapferli en aðrir,
hann er svo írónískur, með
tvíræðna hæðni, hann lætur
ekki smámuni á sig fá. Hann
kýs frekar húmor en rökræðu,
enda er húmorinn langsterk-
asta vopnið.
Kaupmannahafnarpóstur
finnast þeir vera eitthvað
skrýtnir og óheilbrigðir.
Opinberum í
hvítasunnusöfnuði
- Hvers vegna fluttust þið
út?
- Þetta var orðið svo mikil
pressa, maður var í algeru frík
ástandi, þorði engu. Maður
var orðinn þetta gamall og var
hvorki óvenju Ijótur né feim-
inn. Stelpur voru að reyna við
mann, en mig langaði bara
ekkert til að sofa hjá þeim.
- Jú, ég var með stelpum
þegar ég varð. Einn vinur
minn ýtti hreinlega stelpu upp
á mig í partýi, hann ætlaði
greinilega að hjálpa mér við
veiðarnar.
- Þetta var nú kannski hálf-
fáránlegt. Maður var búinn að
þekkja vini sína í kannski 3 -
4 ár og svo var þetta eins og að
opinbera í hvítasunnusöfnuði.
Jú, vinirnir hafa tekið þessu
mjög vel yfirleitt. Ég kom öll-
um mínum vinum á óvart.
Þeir hafa ekkert breyst í við-
móti, það er kannski öðru vísi
að hitta suma.
Kokteilber
- Það er visst fólk sem ég
Hommahattur
- Maður gengur alltaf um
með hommahattinn. Ég sit
kannski og tala við einhvern
sem veit ekki enn að ég er
hommi, en fréttir það lík-
legast á morgun eða eftir viku
og þá er eins gott að koma vel
fyrir. Vera voða næs, vera
ekkert að rífa kjaft og flippa,
því ég veit að hann dæmir
homma út frá mér, eða hann á
eftir að velta mér fram og aft-
ur í þessu nýja ljósi.
- Þó að hommar séu jafn
ólíkir innbyrðis og aðrir er
hommahatturinn alltaf á
þeim. Svo þegar þú ert að gera
eitthvað þá er sagt: Jón Jóns-
son arkitekt, hann er hommi,
en aldrei td. Jón Jónsson arki-
tekt sem lemur eiginkonuna
Friðhelgi
skemmtistaðarins
- íslenskir hommar í
Kaupmannahöfn umgangast
misjafnlega mikið innbyrðis.
Hér er hópkenndin ekki eins
nauðsynleg og heima þar sem
allir eru í kh'kum. Heima fara
þeir á Óðal og Hótel Borg ef
þeim er þá hleypt inn. Einum
vini okkar var hent út af
Óðali, honum var sagt að það
Hluti af íslandssögunni
- Þetta er náttúrulega fá-
fræði fólks, enda ekkert kennt
um þetta í skólum. Það er ekki
það að íslendingar séu svo
vont fólk, heldur er það fá-
mennið sem gerir hommum
erfitt fyrir. Við erum heldur
ekki fyrstu íslensku homm-
arnir sem flytjast til
Kaupmannahafnar; hér lifa
enn sögur af íslenskum
hommum sem bjuggu hér fyr-
ir 120 árum. En við skulum
alls ekki nefna nein nöfn því
þá yrði allt vitlaust heima.
Hér býr líka einn íslenskur
hommi sem fæddur er um
aldamótin, svo þetta er ekk-
ert nýtt.
Hvor er frúin?
Ég spyr þá hvort þeir viti
hvers vegna þeir séu hommar
og þakka fyrir að þeir spyrja
mig ekki á móti hvers vegna
ég sofi hjá karlmönnum (góð
spurning).
- Ég held að ég sé fæddur
svona, enda er hægt að sjá í
dýraríkinu að þar eru alltaf
10% sem sækja í eigið kyn.
- Nei, ég held ekki að þetta
sé meðfætt.
- Það er náttúrulega svo
lítið búið að rannsaka mann-
lega náttúru.
- Já, en ég held frekar að
þetta sé þroski manns og að
maður hafi bara ekki meikað
að vera kaldur karl og því af-
neitað þessu stífa og tilfinn-
ingasnauða karlhlutverki.
- Já, þetta er líka fyrst og
fremst tilfinningasamband og
síðan kemur kynlífið en ekki
öfugt eins og margir halda.
Það er líka algjör fjarstæða og
mjög ruglandi að segja að í
hommasambandi sé annar
konan og hinn maðurinn.
Húsverkin skiptast svo til
jafnt, fyrirvinnuhlutverkið er
líka breytilegt, við erum bara
eins og hverjir aðrir strákar
sem búa saman.
- Homminn er líka með
Frelsunin
- Eins og við sögðum áðan
var þetta svo mikið ruglástand
áður, maður var aldrei með
kvenfólki, það var depression
og ekkert var á hreinu. Loks-
ins þegar maður nær að við-
urkenna þetta fyrir sjálfum
sér er eins og maður öðlist
nýjan kraft. Þú finnur út að þú
ert ekkert öðru vísi, þú hefur
meira álit á sjálfum þér, þú
hættir flótta og verður frjáls-
ari manneskja. Maður fer að
meta hluti öðru vísi, maður
þroskast og finnur til með
þeim sem eru órétti beittir. En
pólitiskur leikur, að strjúka
skeggið á nefndarfundum er
svo innihaldslaus, enda er um
að ræða miklu öflugri öfl, þar
sem maður sjálfur er algert
peð. Maður verður frjáls
manneskja þegar maður við-
urkennir fyrir sjálfum sér að
maður er hommi og það eru
fleiri en hommar sem þarf að
frelsa.
Ég er enginn Lúlli hommi
- Það er erfitt að kýla á í
fyrsta skiptið. Þú ert búinn að
heyra brandara um homma og
setningin glymur í hausnum á
manni: Þú ert hommi! Ég er
enginn Lúlli rakari og get ekki
hugsað mér að vera einhver
Lúlh hommi og að maður eigi
eftir að skera sig úr.
- Og svo var það hræðsla
við foreldra og vini mína og
hvernig það væri að vera
hommi á virkum dögum. En
svo er maður bara miklu
meira normal en áður, ég er
duglegri að vinna og með
hressari heila.
- Það hjálpar mikið til
dæmis að krakkar hér í Dan-
mörku fá alhliða kynferðis-
fræðslu í skólum og umræða
og atburðir sl. fimmtán ára
hafa gert það að fólk þorir
meira að rífa kjaft og vera
öðru vísi.
Áttunda skilningarvitið
- Homminn er mikill
mannþekkjari. Það er talað
um áttunda skilningarvitið hjá
hommum. Hann sér mikið í
gegnum hjá fólki, enda hefur
hann sjálfur prófað að leika. í
hundrað manna hóp getur
hann séð hverjir eru hommar.
- Ég myndi aldrei þora að
reyna við mann nema ég væri
viss um að hann væri hommi.
Sumir gefa mjög stíft undir
fótinn, en eru svo ekki til í
neitt þegar á hólminn er kom-
ið. Ef mér lfst vel á einhvern
strák í partýi, þá reyni ég ekki
opinskátt við hann, heldur
reyni að lokka hann fram í
eldhús. Ef þú gerir það opið,
þá er sagt að þú reynir við allt
og alla. Það er notað sama orð
um homma og konur: þeir eru
lauslátir.
Ungir og gamlir hommar
- Ef ég þarf að verja mig
get ég verið með kvenlega
stæla, sem brjótast út eins og
aggression. En þessi kvenleiki
er meira einkennandi fyrir
eldri kynslóðina. Áður var
miklu erfiðara að brjótast
fram, fáir vissu að hommar
voru til og því hafa þeir notað
kvenleikann til að ná kontakt.
- En í dag finnst mér allir
karlmenn vera að mætast í
einum punkti. Strákar eru al-
mennt að losna við karla-
rulluna og orðnir kvenlegri.
Ungir strákar á venjulegu
diskóteki eru ekki síður kven-
legir en karlar á homma-
börum. í dag lætur fólk líka
frekar undan bisexual löngun
sinni (þ.e. að vera með báðum
kynjum). Þetta lið er laust við
kynjahlutverk, þökk sé þeirri
fræðslu sem það fær hér í
skólum.
- Hvort að hommar sukki
meir en aðrir? Neeei, ég
myndi frekar segja að homm-
ar væru meira „gay“ (sjá ensk-
ísl. orðabók). Þeir
drekka sig ekki ofurölvi, en
þeir eru kannski meir í
skemmtanalífi enda ekki eins
bundnir og barnafólk. Þeir
eru meira lifandi.
ísland farsældar frón
— Búist þið við að fiytja
heim?
- Eg yrði æðislega smeykur
við að flytja heim og það ger-
ist alls ekki í nánustu framtíð.
Þar er náttúrulega hópur sem
snobbar fyrir þér, en hinn
hópurinn er stærri. Þér er ekki
hleypt inn á skemmtistaði,þú
getur verið laminn og jafnvel
drepinn. Þegar ég kom hingað
út var ég orðinn leiður á gæj-
um sem næstum ráku mann út
eftir nóttina og kvöddu
með þessum orðum: „Svo
þekkjumst við ekkert næst
þegar við hittumst". Ég veit
að einn af þessum mönnum er
kominn í hjónaband.
- Ég held að ísland verði
aldrei skárra í þessum efnum,
ekki af því að fólkið sé svo
slæmt heldur vegna þess hve
það er fátt.
Kaupmannahöfn 18. júlí 1982
Erla Sigurðardóttir.