Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 7
irinn Föstudagur 6. ágúst 1982 gefi krökkunum trukk i afturend- ann eða á fingurgómana. En i Le- flore i Oklahoma hefur það vakið mikla athygli, að faðir mennta- skólanema nokkurs hefur verið kæröur fyrir að hafa tekið eðl- isfræðikennara dóttur sinnar og rassskellt kennarann á sjálfu kennaraborðinu. Haft er eftir lögreglustjóranum i plássinu, að pabbanum hafi gramist það svo mjög, að dóttir hans var flengd, að hann hafi ákveðið að svara i sömu mynt. Pabbinn kveðst saklaus af ákæru um likamsárás. Heimsókn í Wyoming Pabbi flengir kennarann Það er ekki frétt ef hundur bitur mann en þaðer frétt ef maður bít- ur hund. Þannighafa ýmsir læri- feður útskýrt fyrir veröandi frétta-og blaöamönnum um hvaö málið snúist. 1 Bandarikjunum þykir viða ekki tiltökumál þött kennarinn Frambjóðandi i fylkisstjóra- kosningunum i Wyoming i Banda- rikjunum hefur vakið á sér at- hyglifyrir óvenjulegar hugmynd- ir um utanaðkomandi öfl. Pat McGuire heitir frambjoð- andinn og sækisteftir Utnefningu Demókrataflokksins. Hann segir að verur utan Ur geimnum hafi komið til sm á sveitabæinn, þar sern hann býr, og gefið sér góð ráð fyrir kosningabaráttuna. Mc- Guire segir m.a., að geimverurn- ar hóti að ráðast á hvern þann, sem sé á móti ísrael. Villti trylhi Villi í glæsikerrunni á nýja hamborgaradiskóstaönum, sem tók slétta tvo mánuði aö gera í stand — og verður opnaöur formlega annað kvöld. Þá leikur hljómsveitin Egó fyrir dansi. — Mynd: Jim Smart VILLTI TRYLLTI VILLI SELUR EKKI BRENNIVÍN ,,Ég er ákveðinn i að reyna til þrautar að reka þennan stað brennivinslausan. Ég er raunar klár á að það sé hægt — jafnvel þótt allt virðist mæla gegn þvi. En þá er ég iika vanur að gera allt þveröfugt við aðra”, sagði Tómas A. Tómasson, Tommi hamborgarakóngur, þegar tíð- indamenn Giuggapósts litu inn hjá honum á veitingastaðnum „Villta tryllta Villa” við Skúla- götuna í Reykjavik I vikunni. Þar voru þá iðnaðarmenn i kippum við að leggja siðustu hönd á staðinn — og raunar gott betur, þvi um verslunarmanna- helgina var opiöhjá Villa. ,,Það var eiginlega generalprufa”, sagði Tommi. „Ég vildi endi- lega geta leyft starfsfólkinu að spreyta sig án þess að hér væri troðfullt hús”. Villti tryllti Villi er býsna óvenjulegt nafn á skemmtistaö. Staðurinn veröur óvenjulegur á fleiri vegu — þar verður ekkert áfengi til sölu, aðeins gosdrykk- ir (bæði kók og pepsi t.d.!) auk Tommaborgara. Þar á að vera opið sex kvöldi viku fyrir fólk á aldrinum 16-20 ára og á sunnu- dagskvifldum verða unglinga- dansleikir fyrir 13-15 ára fólk. Afgreiöslutimi verður hinn sami og á vinveitingahúsunum. ,,Svo verður opið hús á laugardögum og sunnudögum á milli tvö og sjö, svo pabbar og mömmur geti litið inn, fengið sér hamborgara með krökkunum og leyft þeim að dansa svolitið”, sagði Tommi. Hann sagðist hafa verið staddurá Florida þegar hann ók einhverju sinni framhjá bar með þvi þekkta nafni Crazy Horse Saloon. ,,Þá hugsaði ég með mér: Af hverju getum við ekki notað einhver svona villt nöfn? Og það fyrsta sem mér datt i hug var þetta, Villti tryllti Villi”, sagði Tommi. „Og svo I hefurþetta nafn náttúrlega aug- lýsingagildi út af fyrir sig”, bættihann við með breiðu brosi. Það er mikið rétt, að ungling- ar og ungt fólk hefur ekki átt sér samastað til skemmtanahalds I Reykjavik siðan Tónabær hætti að vera eiginlegur skemmti- staður. Nú hefur verið komið upp glæsilegum stað — og það má vel nota það orð um Villta tryllta Villa — og þará aðdansa sjö kvöld i viku. Aðgangseyrir verður 50 krónur i miðri viku og 90 krónur um helgar. Það er Villi sjálfur, sem tekur á móti gestum i anddyrinu — stojandi i hvitri glæsikerru af gerðinni Mercedes Benz árgerð 1928 og að sjálfsögðu með glæsipiu sér viö hliö. Villi er annars li'flaus trúður og litur ekki út fyrir að vera sérlega villtur, en hvað gerist þegar diskóið dunar er aldrei að vita. —ÓV. 7 Ahuginn er Olafi Ragnari að þakka — segir Sæmundur Guðvinsson Sæmundur Guðvinsson unir hag sinum vel, þar sem hann situr á skrifstofu sinni I skrifstofubygg- ingu Flugleiða á Reykjavlkur- flugvelli og vinnur að kynningar- störfum fyrir flugfélagið. „Að sjálfsögöu saknar maður hasarsins úr dagblaðamennsk- unni”, segir Sæmundur, fyrrver- andifréttastjóri á Visi og D&V og fréttahaukur til langs tima, „en þó er nú þetta ekki svo óskaplega óskylt. Maður lærir á þvi að sitja hérna megin við borðið. Og enn er þetta i grundvallaratriðum sami hluturinn: samskipti við fólk.” Sæmundur er i rauninni ekki að vinna hjá Flugleiðum heldur fyrir Flugleiðir. Hann er starfsmaður OSA — Auglýsingastofu Ólafs Stephensen og hefur tekið við hluta af starfi Sveins Sæmunds- sonar, fréttafulltrúa Flugleiða. „Sveinn helduráfram á fullu eins og hann hefur gert með heiðri og sóma ituttugu ogfimm ár,” segir Sæmundur. „Það verður breyting á þessu starfi, ég tek við þeim hluta er varðar dagleg samskipti við fjölmiðla, kem á framfæri upplýsingum og greiði götu þeirra, sem leita upplýsinga hjá félaginu.” Hann segist alls ekki vera hræddur við að eiga skilið að verða fyrir gagnrýni, sem aðrir blaðafulltrúar hafa oft setið und- ir: að veraeinkum að þvæla mál- in fyrir blaðamönnum og jafnvel liggja á upplýsingum. „Ég neita þvi algjörlega að ég sé i einhverju varðhundahlutverki hér,” segir Sæmundurog treður i pipu si'na. „Það er ekki ætlað siður tii hags- muna fyrir blöðin en fyrirtækið að maður sé hér til staðar til að miðla ipplýsingum eðá hjálpa fólki að afla þeirra. Það sem skiptir náttúrlega mestu máli er að fram komi réttar upplýsing- ar.” Sæmundur segist lengi hafa haft áhugaá ferðamálum og telur þau spennandi atvinnugrein. ,,0g svo hef ég mikla trU á þessu fyrir- tæki, Flugleiðum. Annars hefði ég aldrei farið aö vinna fyrir það.” Það minnir á, að Sæmundur sat stundum undir þvi hjá kollegum sinum i blaðamannastétt, að hann væri um of hallur undir það fyrir- tæki. „Já, það var nU ekki alltaf vel séð að maður tæki ekki undir allan sönginn,” segir hann nú og glottir. „Annars var það eigin- lega Ólafi Ragnari Grimssyni að þakka, að ég fór að halda uppi vörnum fyrir félagið. Það var þannig, að þegar skýrslan um fjárhagsstöðu Flugleiða kom Ut 1980, þar sem félagið taldi sig standa all vel, þá hringdi Ólafur Ragnar i mig upp á Visi einn morgun og sagði þetta allt tómt bull og kjaftæði. NU, þetta var al- þingismaður, sem hafði kynnt sér Kunu bárujárnsrokkhljómsveit vestan hafs, Manowar, lætur sér ekki nægja eigin þyngsli. Við gerð nýjustu plötu sinnar fékk sveitin til liðs við sig engan annan en kvikmyndasnillinginn Orson Welles til aðlesa nokkurorð inn á lagið Dark Avenger. Það er sagt vera einskonar sagnakvæði um viking er leitar hefndar fyrir bæði liféndur og dauða. Vafalaust er þetta mjög Sæmundur Guðvinsson: Þegar Dagblaðið var svo með sömu fréttina eftir ólafi Ragnari fór ég að hugsa minn gang. málin sérstaklega, og þvi sló ég þessu rækilega upp á forsiðunni. En þegar Dagblaöiö kom svo út eftir hádegið meö sömu fréttina eftir Ólafi Ragnari, þá fór ég að hugsa með mér: Heyrðu, félagi. Er ekki eitthvað verið að nota þig? Er ekki kominn timi til að fara að skoða þetta mál eitthvað sjálfstætt?” spekingslegt — og mögnuð rödd Welles verður ekki til að spilia þeim áhrifum er bárujámsrokk- ararnir leita eftir. Myndin er tekin af Orson Well- es og striðsmönnunum i Mano- war. Þaö er annaö að frétta af Welles, að hann sést nú helst i auglýsingamyndum I Bandarikj- unum og auglýsir allt frá bjór til skóáburðar. ORSON WELLES í BÁRUJÁRNSROKKIÐ „Standard” lengdir eða sérlengdir, allt eftir óskum kaupandans. Að auki þakpappi, pappasaumur, þaksaumur, kjöljárn, rennu- bönd og rennur. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. ÞAKJARN í hvaða lengd semer

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.