Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 06.08.1982, Blaðsíða 24
ii__________________________________________Föstudagur 6. ágúst 1982-l^%fnrinn Aimmii Sunnudagur kl. 13: Selvog- ur-Strandakirkja-Herdisarvik. Sumarleyfisfer&ir: 11.-15. ágúst: Eldgjá-Hvannagil. BakpokaferB. 17. -22. ágúst: Gljúfurleit-Þjórsár- ver-Arnarfell. 18. -22. ágúst: Laugar-Þórsmörk. 21.-25. ágúst: Sunnan Langjökuls Upplýsingar og skráning á skrif- stofunni i sima 14606. Ilíílill '★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Atvinnumaður i ástum (Ame- rican GigoloL Bandarisk. Árgerð 1980. Handrit og leikstjórn: Paui Schrader. Aðalhiutverk: Richard Gere, Lauren Hutton, Hector Elizondo. Paul Schrader er kvikmynda- gerðarmaður sem einatt velur sér athyglisverð viðfangsefni — spill- ing af ýmsu tagi viröist honum sérstaklega hugleikin — en gerir þeim misjöfn skil, ágæt i Blue Collar, lakari i Hard Core, slæm i American Gigolo. Richard Gere leikur prófessjónal tittling eina ferðina enn og gerir það svosem þokkalega, ekki eins vel þó og i Looking For Mr. Goodbar, þar sem hann vakti fyrst á sér at- hygli. Schrader reynir að draga upp i senn raunsæja og sympatiska mynd af lifi þessarar karlkyns hóru i Los Angeles og notar til þess ansi hreint ruglaða myndatöku, sem stundum er einsog klinisk skoðun gegnum gæg jugat en er stundum á fleygi- ferð út og suður án sýnilegs til- gangs. Þegar svo hóran flæi.ist inni morðmál og ástarsamband við ófullnægða þingmannsfrú fer sagan að missa þann litla fókus, sem hún hafði og Schrader klastr- ar á hana „happy end” sem eigin- lega kórónar delluna. En það eru samt sæmilegir punktar innanum sem valda þvi að manni leiðist ekki. —AÞ Næturleikir (Night Games). Frönsk-bandarisk kvikmynd. Leikendur: Cindy Pickett, o.fl. Leikstjóri: Roger Vadim. Vadim gamli var iðinn við að uppgötva kyntákn hér á árum áö- ur. Cindy Pickett er það nýjasta, og hér leikur hún unga konu sem á i baráttu vegna þeirrar niður- lægingar sem nauðgun er. Vænt- anlega reynir hann að gera allt erótiskt. Sýnd kl. 11. ★ ★ Kappaksturinn mikli (The Big Race). Bandarisk. Argerð 1965. Handrit og leikstjórn: Blake Ed- wards. Aðalhlutverk: Tony Curt- is, Jack Lemmon, Natalie Wood, Peter Falk. Þessi lofgjörð Blake Edwards til þöglu grinmyndanna (tileinkuð Laurel og Hardy) er ekki alveg nógu manisk til að vera drepfynd- in en samt talsvert fyndin. Jack Lemmon fer á kostum sem sein- heppinn skúrkur i kappakstri við hetjuna Tony Curtis frá New York til Parisar. (Endursýnd) —AÞ Farþegi i regni (Rider on the Rain). Frönsk-ítölsk, árgerð 1969. Leikendur: Marlene Jobert, Charles Bronson, Jill Ireland. Leikstjóri: René Clément. Konu er nauðgað og hún drepur nauðgarann. Lögga kemur og leitar frétta. Skemmtileg samtöl og góð spenna, enda Clément eng- inn aumingi, ekki eins og sumir. Fin mynd. 2-21-40 Sharp átti leikinn Iþróttaatburður liðinnar viku var tvimælalaust heimsókn knattspyrnuliðsins frá ensku miðlöndunum, Manchester United, sem hér lék gegn Val á Laugardalsvelli og KA noröan heiða. Til að krydda réttina i þessari knattspyrnuveislu enn frekar var boðið hingað gamla saurlifisseggnum George Best og nokkrum Islenskum stjörnum sem leika á erlendri grund. Ekki varö skemmtunin á Laugardalsvellinum þó fullt eins mikil og til var stofnaö. Til þess var gæðamunurinn of mikill á enska toppliðinu og islenska botnliöinu — eöa er maður bara orð- inn svona kresinn eftir sjónvarpsleikina frá Spáni? En það borguðu sig 9 þúsund manns inn á leikinn á Laugar- dalsvelli á miðvikudagskvöldið. Valsmenn voru heppnir með veður, það var hið ákjósanlegasta bæði fyrir leikmenn og áhorf- endur og þeir fyrrnefndu áttu ekki i neinum teljandi erfiöleikum með að fóta sig á vellinum. Hvaöa tilgangur er nú annars með þvi aö bjóða heim svona þekktu liði? Varla hefur Valur ætlað aö auka hróður sinn á er- lendum vettvangi með þvi að leggja það að veili. Nei, tilgangur- inn er fyrst og fremst sá að hala inn pening i kassa félagsins Honum hefur aðmestu leyti veriö náð þvi að sögn Baidvins Jóns- sonar auglýsingastjóra Morgunblaðsins sem ásamt Halldóri „Henson” Einarssyni bar hitann og þungann af heimsókninni, var dæmið reiknað þannig að 7.500 manns þurftu að sjá ieikinn i Laugardalnum til að endar næðu saman. 9 þúsund áhorfendur greiddu tæplega 800 þúsund krónur i aðgangseyri og með aöstoð vasatölvunnar reiknast mér til að ágóði Valsmanna sé rúmlega 100 þúsund krónur af leiknum. Það er ekki ókeypis að fá hingað til lands þekkta snillinga úr enska boltanum. Ekki vildi Baldvin gefa upp nákvæmlega hve hátt fastagjald Manchester United tók fyrir ómakiö. Hann sagði að bresk lið tækju fyrir hvern leik sem svarar til upphæðar á bil- inu 150-500 þúsund krónur, og þar sem Manchester United er sih»m eftir Þröst Haraldsson vafalaust i hærri kantinum er óhætt að áætla aö Valsmenn hafi ekki þruft að punga út meö minna en 3-400 þúsund fyrir aö fá þá til að koma. Við þá upphæö má svo bæta drjúgri summu sem fer i að greiða ferðir og uppihald liðsins. Þegar Aston Villa kom hingaö i fyrra var þeirri gagnrýni hreyft að þaö væri illa til fundiö aö fá hingað eriend lið á þessum árstima, liðsmenn væru i frii og þess vegna ekki i æfingu auk þess sem veður væru orðin válynd eins og sannaðist þá. Þessu var Baldvin ekki sammála. Hann sagði að á þessum tima væru miklu meiri likur á að leikmennirnir sýndu góöa takta. „Nú er leiktimabiliö rétt óhafið og hingað koma 17 leikmenn, þar af 12 sem hafa komið til álita i landsliðið. Það er þvi ljóst að þeir þurfa að berjast fyrir stöðu sinni i liðinu. Ef við fengjum þá hingað aö vori væru þeir að ljúka keppnistimabilinu og þá væri svona ferð bara einskonar bónus til þeirra, skemmtiferö sem þeir tækju ekki sérlega alvarlega,” sagöi Baldvin. Hann bætti þvi við að vissulega væri ódýrara að fá ensk lið i heimsókn að vorlagi. „En reynslan hefur sýnt að til þess aö fá góða aösókn þarf knattspyrnan aö vera góö. tslenska knatt- spyrnan er oröin svo léleg að áhuginn á knattspyrnu hefur dofn- að. Þess vegna þarf að sýna góða knattspyrnu og halda uppi miklum auglýsingum, öðruvisi auglýsingum, til að tryggja næga aösókn.” ■>* — En er hægt að bjóða upp á góða knattspyrnu þegar við eigast toppliðfráEnglandiogliösemberstfyrirsæti slnu I 1. deild á ls- íandi? „Það á ekkert islenskt 1. deildarlið möguleika á þvi að sigra erlend toppliö, til þess hefur islensku knattspyrnunni hrakað of mikiö. Þaö er i sjálfu sér ekkert undarlegt ef litið er á þann mikla útflutning á islenskum knattspyrnumönnum sem átt hefur sér stað. Nú eru yfir 20 manns atvinnumenn erlendis og þeir sem eft- ir sitja eru einungis þeir sem enga möguleika eiga á að komast i erlend liö. Enda eru eriendu njósnararnir, umboðsmenn er- lendra liða, farnir að fylgjast með strákum i 2. og 3. flokki, þetta 15-16 ára gömlum. Þetta kemuróþyrmilega viðkassann hjá féiögunum. Aðsóknin að leikjum i 1. deildinni hefur dregist verulega saman, td. komu ekki nema 838 manns til að sjá Val og Akranes leika á dögunum. Það hefði einhvern timann veriö taliö stórleikur og dregið að sér mun fleiri áhorfendur. Nú er svo komið aö einungis 10% af tekj- um liðanna koma frá áhorfendum. Hitt verða liðin aö komast yfir með öðrum hætti og mér finnst skemmtilegra að gera það með svona heimsóknum en að halda bingó eða selja rækjur og tómar flöskur.” — En nú er minnkandi aðsókn ekkert einkamál islenskra knattspyrnuliða. „Nei, þetta gerist alls staðar, td. segja forráömenn Manchest- er United mér að aðsókn hjá þeim hafi minnkaö um 20-30% á sið- ustu fimm árum. Þetta er alþjóðleg þróun sem á sér ma. þá skýringu aö fólk er fariö að iðka meiri útiveru sjálft, það stundar skiði, golf, sund ofl. Og þegar það getur valið á milli þess að horfa á knattspyrnuleik eða stunda útiveru með fjölskyldunni tekur það siðarnefnda kostinn.” A Laugardalsvellinum var mikið um auglýsingar á miðviku- daginn og hafði lika veriö fyrir leikinn um allan bæ og i fjölmiöi- um. Þegar inn á vöilinn kom stóð þar mannlaus hátaiarabill og dásamaði gæði Sharp myndsegulbanda, og inni á vellinum veru skilti frá sama fyrirtæki mjög áberandi. Einnig voru á hverju strái enskir strákar að selja trefla i félagslitum Manchester Un- ited. „Já, Sharp hefur gert samning við Manchester United, fyrsta auglýsingasamninginn sem liðið hefur gert. Og fyrir miiligöngu þess var þessi leikur skipulagöur hér. Sharp-umboðið hér á landi tekur þátt i auglýsingakostnaðinum viðleikinn. A Englandi er að hefjast sama þróun og annars staðar að stórfyrirtæki fjárfesta i auglýsingum á búningum leikmanna. Þetta er orðið liðunum al- ger nauðsyn sem best sést á þvi að á árunum fyrir og um 1970 þegar Best ofl. sniilingar voru upp á sitt besta var aðsóknin miklu meiri og vikulaun kappanna uþb. 150 pund að meðaltali. Nú hefur dregiö úr aðsókn og vikulaunin eru um 900 pund aö meöaltali. Þess vegna hafa stórlið eins og Manchester United, Liverpool og Ipswich gert samninga við stórfyrirtæki, samninga- upp á 5-600 þúsund puúd á ári, og hin liðin munu vafalaust fylgja i kjölfariö,” sagöi Baldvin Jónsson. lÆiBAimm hi:m, leikhús Light Nights: Baðstofustemmning fyrir erlenda ferðamenn að Frikirkjuvegi 11 kl. 21 á fimmtudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Skemmtileg dagskrá á ensku fyr- ir vini þina útlendingana. sýiiin«|iirMilir Mokka: Kristján Jón Guðnason sýnir lit- rikar og skemmtilegar klippi- myndir, sem minna okkur á ævin- týrin með kóngssyni á hestbaki og prinsessur I turnum. Gott kaffi á staðnum, það besta i bænum. Listasafn isiands: Landslag I islensku málverki. Yf- irlitssýning með verkum margra af okkar bestu málurum. Sýning- in er opin daglega kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Sumarsýningin i fulium gangi, frábærir hlutir frá hinu gamla og góða Islandi. Auk þess stendur yf- ir sýning á alþýðulist frá Dölun- um i Sviþjóð. Sú sýning er i Eim- reiðarhúsinu. Safnið er opið dag- lega, nema mánudaga, kl. 13.30- 18. Listasafn Einars Jónsson- ar: Stórfenglegar höggmyndir Ein- ars eru til sýnis alla daga nema mánudaga kl.13.30-16. A efstu hæð hússins er ibúð Einars og konu hans og er hún til sýnis gestum. Árbæjarsafn: Safnið er opiö daglega kl. 13.30 - 18, nema mánudaga. Aökoma að safninu er um gamla rafstöövar- |'|||||Ív|' veginn og meðleið 10 frá Hlemmi. sá danski, áfram að sýna tilhogg- ið grjót. Skemmtileg sýning. Listmunahúsið: Engin sýning i águst. Kjarvalsstaðir: Sýning I tilefni af ári aldraðra. Alþýðulist og þar á meöal nokkur fjöldi naivista. Einnig er sýnt handverk gott og gamalt og nýtt. Þá eru myndbandasýningar, þar sem rætt er við handverksmenn og vinnuaöferðir þeirra sýndar. Sýningunni lýkur á sunnudags- kvöld. 1 Kjarvalssal heldur hins vegar áfram sýningin Af trönum Kjarvals, þar sem feriil meistar- ans er rakinn i máli og myndum. Skemmtilegt innlegg I baráttuna. Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins, Hamraborg 7: Skipulagsarkitektarnir hafa sýn- ingarsal á vinnustaö sinum og þar má nú sjá lágmyndir og teikning- ar eftir Orn Þorsteinsson. Sýning- in er opin á venjulegum skrif- stofutima. Komið og kynnið ykk- ur skipulagsmálin um leið. Rauða húsið, Akureyri: Ingólfur Arnarsson úr Reykjavik sýnir myndir, sem hann befur unnið með blandaðri tækni. Skemmtileg sýning, en þvi miður lýkur henni á sunnudagskvöld. Akureyringar ættu þvi að hafa hraðan á og kikja á sunnlenska listsköpun. Nýja Galleriið: Magnús Þórarinsson sýnir nýjar oliu- og vatnslitamyndir. Opiö kl. 14-18. Listasafn ASÍ: Lokað i sumar. Höggmyndasafn Ásmund- ar Sveinssonar: Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl.14-16. Ásgrimssafn: Sumarsýning. Aöþessusinni eru flestar myndanna vatnslita- myndir og hafa margar þeirra sjaldan veriö sýndar. Sýndar eru landslagsmyndir, blómamyndir og flokkar mynda úr þjóðsögum. Safnið er opið sunnudag, þriðju- dag og fimmtudag kl. 13.30—16 i mai, en daglega, nema laugar- daga.frá og meö 1. júni, á sama tima. Aðgangur ókeypis. Galleri Lækjartorg: Nú stendur yfir samsýning nokk- urra listamanna. Þar gefur m.a. að sjá grafik, steinþrykk og fleira. Meðal þeirra, sem eiga myndir.eru Rikharður Valtingoj- er, Ómar Stefánsson (nýsloppinn inn á þýsku listaakademiuna), Óskar Thorarensen, Jóhann G. Jóhannsson, Þorsteinn Eggerts- son og fleiri. Sýningin er opin daglega á verslunartima en kl. 14-18 um helgar. Rauða húsið, Akureyri: A laugardag opnar Ingólfur Arn- arson myndverkasýningu. Verkin eru unnin með blandaðri tækni og framkalla þau viss heildaráhrif saman. Sýningin er opin daglega kl. 16-20 og lýkur henni 8. ágúst. Galleri Langbrók: Kolbrún Björgólfsdóttir, með- limur i Galleri Langbrók og starf- andi leirkerasmiður i Búðardal, heldur kynningu á verkum sinum, handunnu postulini i Galleri Langbrók, Amtmannsstig 1. Kynningin stendur dagana 5.—13. ágúst. Galleri Langbrók er opin alla virka daga frá kl. 12—6. Norræna húsið: Sjömenningaklikan heldur áfram að sýna hið nýja islenska málverk i kjallarasalnum. Komið og skoð- ið nýjungarnar. Þarna eru marg- ir frambærilegir listamenn. Opið kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgar. I anddyri heldur áfram sýning á islensku flórunni á veg- um náttúrusafnsins, grasadeild- ar. Og úti fyrir heldur John Rud, Laugardalshöllin: A föstudag kl. 21 verða haidnir fyrstu reggae tónleikarnir á íslandi. Þar fremja seiðinn þeir margfrægu Babatunde Tony Ellis -félagarnir. Bubbi Morthens og Egóflokkurinn sjá um að hita liðið upp. Komið og sjáið stórkostlega skemmtan. Skemman, Akureyri: Sama og hér að ofan, reggae á fullu, nema bara á laugardag kl. 21. Halló Akureyri. Djúpið: Tangó, tangó. A föstudag og laug- ardag ki. 21—24 verður argen- tinsk stemmning rikjandi i Djúp- inu, en þá verður leikinn yndis- legur klassiskur tangó, eins og hann gerist bestur. Edda Er- lendsdóttir leikur á pianó, Oiivier Manoury leikur á bandoneon (einhvers konar nikku), og Richard Korn leikur á bassa. Mætum öll og hristum af okkur sumardrungann, látum okkur dreyma um nautahjarðir og ynd- islegheit. Ská Iholtskirk ja: Sumartónleikarnir á fullu. A laugardag og sunnudag kl. 15 mun Halldór Vilhelmsson syngja við undirleik Gústafs Jóhannes- sonar organleikara. Verkin eru öll eftir Gunnar Reyni Sveinsson og öll ný af nálinni. Stórkostlega fallegt umhverfi til að njóta fallegrar tónlistar. Kl. 15, ekki gleyma þvi. ■ítilíf Ferðafélag íslands: Helgarferðir: Föstudagur kl. 20: a) Þórsmörk, b) Landmannalaugar-Eldgjá, c) Alftavatn, d) Hveravellir, e) Hnappadalur-Ljósufjöll. Dagsferðir: Sunnudagur kl. 08: Bláfell á Blá- fellshálsi. Sunnudagur kl. 13: Hvalfjarðar- eyri. Útivist: Helgarferðir: Föstudagur kl. 20: a) Þórsmörk, b) Kerlingarfjöll. Dagsferðir: Sunnudagur kl. 08:Þórsmörk.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.