Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 29. október 1982 ^DtSsturinn.
Helgarpósturinn hittir breska rokkarann Kevin Coyne:___________
„Ég hef alltaf verið utangarðs“,
segir Kevin Coyne í þessu viðtali
við tíðindamann HP í Berlín.
Potsdamertorg heitir stórt svæði í V-Berlín þakið sandi með stöku njóla
hér og þar. Við enda þess er veggur. Á þessu svæði við þennan vegg er um
helgar haldinn fjörlegur flóamarkaður, þar er keypt og selt og þegar þröngt
er í búi, er alltaf ráð að bregða sér þangað með eitthvað gamalt og úrsér-
gengið og byrja að pranga. þarna eru líka hátíðir haldnar, þegar tækifæri
gefast og svo hljómleikar; í stóru tjaldi, sem slegið er upp að vori til og
stendur þar fram á haust. Er það kallað Tempodrom. Tempodrom er í eigu
ungrar konu. Tæmdist henni, systur hennar og móður arfur fyrir nokkrum
árum síöan. Keypti systirin hús og sundlaugar sunnar í álfunni, bauð fólki
til veislu og stendur sú veisla víst enn. Móðirin keypti skóg í Suður-
Þýskalandi og rekur þar orlofsheimili fyrir fátæk börn af malbikinu í Berlín.
En þá þriðju dreymdi um sirkus, eins og margur á til, keypti hún fíla og fleiri
skepnur og svo þetta mikla sirkustjald. Nú eru fílarnir farnir, en tjaldið
stendur, vappa nokkrar geitur þar um kring. Allir blessa tjaldið, því þangað
koma hljómlistarmenn hvaðanæva að úr heiminum og flytja þá tónlist, sem
þeim stendur hjarta næst.
En svona hefur það ekki alltaf gengið til á
Potsdamertorgi. Þar sem nú er sandbreiða
var eitt sinn miödepill Berlínar. Hér svipt-
ust pilsin og kipptust í villtum dansi þriðja
áratugarins, þegar fólkið var að jafna sig á
fyrstu heimsstyrjöldinni og verið var að
undirbúa aðra. Pá var strax farið að dufla í
austrænni dulspeki, stjörnumerkjum, hassi
og kókaíni. En draumurinn stóð stutt við;
torgið tók að fylla æst fólk, múgur, sem
hyllti einn mann. Sá stóð upp á palli og hélt
ræður með miklum tilburðum, um hann
stóðu menn í brúnum stökkum. Ætlaði
hann að sigra heiminn og vitum við hvernig
fór. Og afdrifaríkt var það líka fyrir torgið,
því í stríðinu, sem fylgdi var allt sprengt
burt, götur og byggingar, iðandi mannlíf.
Irá Ásdisi Thoroddsen
Eftir hörmungar stríðsins skall á kuldakast
um heim gjörvallan, var þá byggður veggur
þvert yfir Potsdamertorg til einangrunar, til
þess að halda kuldanum inni eða úti, allt
eftir því, hvernig á málin er litið. Sá veggur
stendur enn og minntist ég á hann í upphafi.
Er hann skreyttur með áletrunum ýmiss
konar; gefur þar að lesa ólíkar stjórnmál-
askoðanir og heimspekiviðhorf. Ekki veit
ég enn, hvernig veggurinn lítur út hinum-
megin frá séð.
6. október síðastliðinn hélt Kevin Coyne
nokkur hljómleika í tjaldinu á torginu sand-
iborna. Kevin er frá Lundúnum, stuttur
bjórbolti, síður en svo útlitsgóður, eins og
stokkinn út úr, eða öllu heldur kastað út af
knæpu í breskri iðnaðarborg. í mörg ár
vann hann með geðveikum og áfengissjúk-
um, en fyrir einum áratug lagði hann það
frá sér og einbeitti sér að tónlistinni. Söngv-
ar hans bera þó merki fyrri starfa, hann
syngur meðal annars mikið um það fólk.
sem hann kynntist á þeim tíma. 16 plötur
hefur hann sungið inn á. Hljómleikarnir,
sem hann hélt, hétu „At the last Wall”, (við
aftasta múrinn eða þann hinsta), og má vel
vera, að það hafi átt að nrinna okkur á
hvoru tveggja fsenn, múrana á milli fólks-
ins, sem hann syngur um og svo þann vegg,
sem liggur þvert yfir Potsdamertorg.
Eftirfarandi viðtal var tekið rétt áður en
hann dreif sig fram á senuna.
- Hvenær byrjaðirðu að semja og spila
tónlist? Og af hverju?
„Ég spilaði með rokkhljómsveitum, þeg-
ar ég var mjög ungur, ég hef verið um
þrettán, fjórtán ára. Ég er kominn af tón-
listarfólki og heima hljómaði músík daginn
út og inn. Og af því að ég ólst upp á þessum
tíma, varð ég að rokksöngvara.”
- Hvað velurðu þér að viðfangsefni í
lögum þínum?
„Aðallega félagsleg vandamál, ég fékkst
einu sinni við slíkt.”
- Er ekki langt síðan?
„Ju, vissulega, en reynslan var svo sterk,
að ég byggi kannski á henni það sem eftir
er.”
- Eftir plötum þínum að dæma gerirðu
engan greinarmun á einkamálum og stjórn-
málum.
„Það er rétt. Ég held, að þetta sé allt það
samad rauninni. Frá mér séð eru stjórnmál
tengsl á milli fólks, einstaklinga. Mín eigin
kynni af, segjum konu eða karli eða ein-
hverju þar á milli, endurspegla öll önnur.
Það sem ég segi frá í kvæði um eitt
samband, er á vissan hátt spegill á hegðun
alls fólks og... Ég reyni að vera góður,
vænn. Það er ekki auðvelt.”
- Hvað mikil áhrif heldurðu þá,aðeinn
velmeinandi söngvari og textasmiður geti
haft?
„Með fjölmiðli eins og i.d. útvarpi geta
áhrifin verið mikil. Plötur mínar seljast út
um allan heim. Ekki í stórum upplögum, en
í svo mörgum mismunandi löndum. Hvert
sem ég fer, eignast ég nýja vini, sumstaðar
verða þeir fjölmargir. Það er annars mjög
mikilvægt fyrir mig að sjá „lífs-leikinn”,
plöturnar eru dagbækur frá þeim leik. Það
má kalla mig leikara rétt eins og tónlist-
armann.”
- Hefurðu hugmynd um hverjir hlusta á
tónlistina þína?
„Alls konar fólk; gamalt, ungt. Fólk sem
finnur sjálft sig í söngvunum.”
- f fyrsta sinn, sem ég heyrði á þig
minnst, varstu nefndur „nýr Bob Dylan”.
„Nýr Bob Dylan? Nei, ómögulegt. Það er
aðeins einn Bob Dylan til.” - Og hans
tími er liðinn.
Hvað um þína tónlist? Er hún enn í tísku?
„Ég er einn af þessum iistamönnum, sem
alltaf er viðloðandi, geri ég ráð fyrir. Hvort
um er að ræða tísku eða ekki, er ég ekki viss
um. Svo skiptir það mig ekki máli, hvort ég
er í tísku eða ekki, ég hef engan áhuga á því.
Ég hatast við sölumennskuna í popp- og
rokkheiminum. Ég er mikill óvinur slíks.
Ég vil gjarnan, að fólk spili plöturnar, en ég
gæti ekki tekið þátt í Topp-tíu spili. Það lá
við, að ég gerði það einu sinni, en ekkert
varð úr, sem betur fer, mér líður betur eins
og nú er. Ég er algjörlega frjáls og get gert
það, sem égvil. Þaðerekki svo, að égkunni
illa við fólk í skemmtanaiðnaðinum, cg
þekki margt og kann vd við marga. Nei,
það eru bara sum viðhorf... Eins og með
pönkarana í Englandi 1976 og 1977. Hvort
sem þeini líkar betur eða verr, þá eru þeir
orðnir skikkanlegir popplistamenn núorðið
og partur af skemmtanaiðnaðinum. í raun-
iiini á það þá einnig vió um mig, en aðeins
að hluta til. Ég hef alltaf í eðli mínu verið
utangarðs, sem einstaklingur, svo ég get
ómögulega tekið þátt í spilinu.”
- Hafa pönkarar nýbylgju og raggímenn
haft einhver áhrif á tónlist þína?
„1977 gerði ég plötu, sem heitir „Dyna-
mite Days”, (Dýnamít-dagar). Sú plata
hafði að geyma eina eða tvær skírskotanir
til þessa tímabils. Mér þótti það mjög
spennandi á meðan það stóð yfir, en tónlist-
in sjálf fannst mér leiðinleg. Krafturinn,
textarnir, og lögin um samfélagið voru góð,
en allt af því virtist sjatna. Við og við bý ég
til raggílög, en áhrifin frá raggí eru aðeins
takturinn, ekkert annað. Það er eitthvað til
að nota, það er eins og hljóðgerflar, aðeins
bakgrunnur fyrir það, sem ég hef að segja.
Mér geðjast ekki sérstaklega að raggí, mest
af því finnst mér leiðinlegt, allt þetta
Rastafa-rugl. Ég er hrifinn af trúar-
brögðum.”
- Þú ert alinn upp í kaþólskri trú.
„Já, það er rétt. Það væri indælt að geta
trúað á guð, en það er erfitt. Erfiðar er þó
að trúa ekki.”
- Hvað hefur tónlistin að segja fyrir þig?
Er hún aðeins atvinna þín?
„Já, á vissan hátt er hún það. En ég fæst
við annað líka. Ég skrifa og rnála, hef unnið
við leikhús, það er ekki bara tónlistin. En
ég ætla, að á vissan hátt sé ég það sem ég
geri, ég er mín list eða eitthvað álíka fárán-
legt. En tónlist er ekki alltaf svo mikilvæg,
stundum forðast ég að hlusta á hana, reyni
að taka ekki eftir henni, gleyma henni.”
Þú ert fjölskyldumaður, átt tvö börn og
eiginkonu. Hvernig fer það saman við starf
þitt?
„Það getur gengið. Ég meina, börnin eru
engin smábörn lengur. Það hefur verið erf-
itt að sameina þetta tvennt, allskyns per-
sónuleg kynni hafa komist á. Ég held að
samband mitt við konu mína sé... storma-
samt er orðið. Það er mjög gott og enn er
mikið... mikil ást... held ég...”
- Hvernig er að búa í Englandi um þess-
ar mundir?
„Ég er þar svo sem ekki mjög oft. En það
hefur verið niðurdrepandi á síðustu tímum,
vegna atvinnuleysis og vegna óhjákvæmi-
legra hluta, sem eiga sér stað, svo sem
hnignun iðnaðarins, sem er að gerast um
heim allan. Nú skiptir einstaklingsfram-
takið meira máli og sú öld sósíalisma, sem
ríkti í Englandi virðist vera liðin. Enn eru
innviðirnir eftir, en það er erfitt að vera
annaðhvort til hægri eða vinstri, líklega hef
ég alltaf verið í miðjunni í stjórnmálum, ég
hef allan varann á, hvað varðar stjórnmál.
Kannski er tíðin aðeins verri, kannski hefur
það ekkert rneð ríkisstjórnina að gera,
þetta er aðeins óhjákvæmileg hnignun
iðnaðarins, sem verður að gerast. Iðnbylt-
ingin byrjaði í Englandi og lýkur þar að
öllum líkindum líka. Kannski erum við á
leiðinni út á akrana að nýju."
- Eru það örlög, sem þú talar um eða
hvað?
„Nei, ég er bara að tala um það, sem satt
er. Það blasir við. í þessu landi er kerfið
betra en í Englandi, það er betur skipulagt.
Verndar þegna sína betur, en hefð fyrir
slíku var aldrei í Englandi. Þar var alltaf
þessi ankannalega stéttaskipting. Margir
vinnandi krakkar kalla ntig núna borgara
cða eitthvað þvíumlíkt. Vegna þess að ég
hef pening og hef náð einhverjum áraneri,
en mér finnst það rangt yfirhöfuð. Ég kall-
aði líka fólk borgara, þegar ég var peninga-
laus. Þannig gengur það til. En lífið er stutt,
svo af hverju ekki... Það er auðvelt að
flokka fólk, auðvelt að fá hóp fólks til að
segja: „Við viljum þetta, við viljum hitt”.
Sjáðu hvað það hefur haft í för með sér:
Berlínarmúrinn.”
- Bindur þig eitthvað við Berlín?
„Ja, ég spila hér oft. Ég hef spilað hér í
um átta ár. Á mismunandi tímum. Nú,
þetta er eins og hver önnur stór borg, full
með alls konar fólki, skrýtnu fólki, glöðu
fólki. Hér er gott að skemmta sér, hér fer
maður ekki að sofa, ég geri það að minnsta
kosti ekki, en ég býst við, að ef ég byggi
hérna í tvær vikur, færi ég í rúmið á hverju
kvöldi.”
- Og lifirðu reglusömu lífi?
„Nei, það kernur ekki fyrir. Ég meina, ég
ntundi sofa nóg. En ég hygg, að það sem
bindur mig við borgina sé bara það, að hér á
ég vini. Þetta er eins og hver önnur stór-
borg, en þó ekki, því hér er þessi múr á
þessari eyju, Vestur-Berlín."
Berlinarpóstur