Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 9
- i—j' f- . - ^£JC^j£fljrÍnn Föstudagur 29. október 1982 Sumir segja það vegna nýrrar uppröðunar með blásarana mest fyrir miðju, sem yfirgnæfi hina enn of fáliðuðu strengi. Þetta mætti athuga. Musica Antiqua Þessi 2ja ára hópur er eitt hið allra elskulegasta, sem fæðst hef- ur í Reykjavík uppá síðkastið. Á laugardaginn fengum við að heyra hjá þeim nrörg smádýrindi frá 17. og 18. öld fyrir aðskiljan- legar flautur, sembal og víóla da gamba. Þetta gerðu Camilla Sö- derberg, Helga Ingólfsdóttir og Olöf Sesselja Oskarsdóttir og svo sú kanadíska Alison Melville sem spilaði nú á blokkflautur og tra- versflautu, en hún heldur um þessar mundir námskeið í þeirri list á vegum Tónlistarskólans með styrk frá sinni ríkisstjórn. Verkin voru eftir ítalska Prag- búann Francesco Turini (f. 1589), sama árið og Sálmabók Guðbrands biskups kom út), Arcangelo Corelli (1653—1713) þrjá hirðtónlistarmenn sólkon- ungsins í Versölum (d. 1715) Pi- erre Philidor, Marin Marais og Jacques Martin Hotteterre, fjórða Frakkann Philbert de La- vigne sem starfaði á dögum Lúð- /íks 15. og loks Þjóðverjann Jo- hann Joachim Quantz (1697— 1773). Alit voru þetta nterkir framherjar á sínu sviði fyrir og um daga J.S.Bachs. Og það er vart hægt að óska sér notalegri síðdegisstundar en að sitja undir þessu í hálfan annan tíma í klassískasta sal Reykjavík- ur í Lærða skólanum í Bakara- brekkunni. Páll Jóhannesson Þessi lítt kunni tenór bauð til söngskemmtunar ásamt Jónasi Ingimundarsyni á sunnudaginn í öðrum og ólíkum menntaskóla- sal, nefnilega við Hamrahlíð. Páll hefur ljómandi falleg hljóð frá náttúrunnar hendi, enda var hann víst kallaður „Palli rödd" í Söngskólanum. Nú hefur hann numið eitt ár á Ítalíu og fer gæti- lega með rödd sína; geysist ekki fram einsog hann sé orðinn al- skapaður bylmingssöngvari á Af úthverfariddurum Einar Már Guðmundsson: Riddarar hringstigans. Skáldsaga, 228 bls. Almcnna bókafclagið. Reykjavík 1982. Þeir eru væntanlega margir sem hafa beðið Riddara hring- stigans með nokkurri óþreyju. Þessi skáldsaga hlaut fyrstu við- urkenningu í bókmenntasam- keppni þeirri er Almenna bóka- félagið stóð fyrir á 25 ára afmæli sínu. Einar Már Guðmundsson skaust fram á ritvöllinn 1980 er urnar í sverð. En í hringstigum fokheldra húsa felast hætturnar líka og riddararnir standa í sögu- lok frammi fyrir svo alvarlegri lífsreynslu að þeir eiga sér enga ósk heitari en þá að fá að hverfa úr sögunni. Óþarft er að rekja’ gang atburða öllu frekar og les- endum látið það eftir að kanna strákaheiminn upp á eigin spýtur. Eins og áður sagði er frásagn- araðferðin grundvölluð á sögu- manni og sagan því sögð í 1. pers- ónu. Sögumaður ávarpar Óla jafnan beint og verður samband- ið milli þeirra tveggja því mun ^Mo/cme hann pundaði frá sér tveimur ljóðabókum, Sendisveinninn er einmana og Er nokkur á kóróna- fötum hér inni? Skömmu síðar gaf Iðunn út Ijóðabókina Róbin- son Krúsó snýr aftur. Óhætt er að fullyrða að Ijóð Einars vöktu tals- verða athygli enda vinnubrögð hans fersk, málbeiting nýstárleg og hugmyndaauðgi takmarka- laus. I riddurum hringstigans er les- andinn leiddur áfram af sögu- manni, Jóhanni Péturssyni, og fylgist einkum með honum og fé- lögum hans. Ytri tími sögunnar er líklega fyrstu ár 7. áratugarins og sögusviðið er úthverfi í Reykjavík sem er að byggjast upp. „A dagiim þegar mótatimbrið hrynur utan af luístmum vex stolt þjóðarinnar með hverrispýtu sem hrynur. Pað vex í blöðunum á hagskýrslum, það vex og húsin dreifast um borgina og allt flýtur í fólki. " (178) Sagan spannar 2-3 daga í lífi úthverfariddaranna, en einkurn er þó dvalist við afmælisdag Óla, besta vinar Jóhanns Péturssonar. Reyndar leit illa út með afmælis- boðið unt tíma vegna þess að Jói hafði slengt klaufhamri í haus Óla og hinn síðarnefndi því aftur- kallað boð sitt. En Jóhann lætur sig hafa það að mæta í óþökk af- mælisbarnsins enda hefði annað jafngilt því „að reka heila þjóð úr sameinuðu þjóðunum" (17). Höfundur lýsir síðan afmælis- veislunni ýtarlega, einnig kvöldi þessa merkisdags sem drengirnir enduðu á því að heimsækja eina fokheldu nýbygginguna. I því umhverfi breyttust hvitbotna gúmmískórnir í vakra gæðinga, peysurnar í brynjur og naglaspýt- nánara en annarra persóna. En sögumaður ávarpar lesendur einnig beint og er því oftlega tah- vert ágengur. „Pú hlýtur að skilja mig, lesandi góður, þegar ég byrja að pœla í þvíhvernig ég geti klekkt á afmœl- isbarninu. “ (19) „Eg skal segja ykkur það; ef ég héldi áfrant að þylja upp öll nöfn- in sem velta innum útidyrnar yrði þessi kafli jafn leiðinlegur og skip- atalið i Illionskviðu. Já sérlu veikur fyrir nöfnum skaltu bara lesa skattskrána." (64) Dæmin tvö hér að ofan eru val- in af handahófi svipuð atriði er víða að finna. Einar Már verður þó ekki sakaður um að ofnota þessa tækni, en lesandinn fær aldrei frið til að gleyma sér og hverfa inn í atburði sögunnar því höfundur kallar hann stöðugt til ábyrgðar. Sögumaður vísar einn- ig oftlega aftur til atburða eða atriða sem komið hafa fyrir fyrr í sögunni. í lO.kafla segir: „..., tuttuguogfimmkrónaseðill eins- og ég stakk á milli járntannanna í sparibauknum í kafla sjö, ...“ (66) Það má segja hið sama um þetta bragð og önnur sem krydda frásögnina að það verður aldrei leiðigjarnt vegna ofnotkunar. Einar Már fellur aldrei í þá gryfju að gera tilbreytingaríka frásagn- araðferðina að aðalatriði. Frásögnin er bundin huga Jó- hanns og hlýtur því jafnan að taka mið af hugarástandi hans. Jóhann Pétursson er stundum kátur, stundum leiður. Hann verður ofsahræddur og hann verður þreyttur og syfjaður. Öllu þessu finnur lesandinn fyrir í frá- sögninni og stíll höfundar mótast af þessum aðstæðum.Þegar sögu- maður erskýríkollinumgengur ýii «*«*» MAÍKÓRINN verttfllýAssöngvnr og erttjarAarsongVBr 6»itvnwinn Masnúwn Mynd af plötuumslaginiíá „Við erum fólkið": Þessi mynd átti að birtast með pistli Á.B. í síðustu viku um plötu Maí-kórsins oq MFA. stundinni. Það jaðrar jafnvel við. að hann verki stundum einsog smámæltur í íslenskum lögum. Hann sýndi það hinsvegar á nokkrum stöðum, að.hann getur tekið hressilega á einsog í Bikarn- um og Hamraborginni og komst alveg þokkalega frá strembnum arium einsog Una furtiva lag- rima. Heyrum hann seinna. Einar Már - fer býsna vel af stað sem skáldsagnahöfundur í Ridd- urum hringstigans, segir Sigurður m.a. í umsögn sinni. frásögnin hratt fram en þegar hann er þreyttur eða ruglaöur verður meira um útúrdúra og fíl- ósóferíngar. Jóhann Pétursson er sex ára þegar atburðirnir gerast (á að fara að byrja í tímakennslu hjá prestinum), en sagan er sögö af fullorðnum manni. Höfundur skoðar hlutina stundum stráks- augum en nýtir sér jafnframt lífs- reynslu sína og þær viðmiðanir sem aldurinn gerir mögulegar. Við þessar aðstæður nýtur frá- sagnargáfa Einars sín mjög vel. „Pó þú lesandi góður hafir kannski haldið það erum við Oli ekki einsog stjórnmálamennirnir sem faðmast og takast í hendur á stmsendum ap-fréttuljósmynd- um, á meðanþeir íhuganum bíta í jaxlana hvor á öðrum. Nei við förum bara í btlaleik og keyrum yfir brýrnar sem brotnað hafu milli okkar." (55) Einar Már Guðmundsson fer býsna vel af stað sem skáldsagna- höfundur og það er raunar ekki á Riddurum hringstigans að sjá að þar sé um fraumraun að ræða. Styrkur hans sem rithöfundar ligguref til vill fyrst ogfremst íþví hversu gott vald hann hefur á ó- líkum stíltegundum. Frásögnin er blæbrigðarík og öguð. Einar nýt- ur þess örugglega í þessu verki sínu að hafa fengist við ljóðagerð og raunar er þar að finna kafla sem vel gætu sómt sér í einhverri ljóðabók hans. Mig langar að enda þessa umfjöllun á einum slíkum kafla og hvetja jafnframt sem flesta til að kynna sér verk þessa unga rithöfundar. „Kúl-itt-beibí segir vindurinn sent blœs án þess að blása, segju Ijósin í gluggunum sem lýsu án þess að lýsa, segja fjöllin um- hverfis borgina, kúl-itt-beibí á meðan skósólarnir snarka i möl- inni, tyggjókúlurnar springa, kúl- itt... tilfinningar þínar eru leyndarmál sem enginn má vita, kúl-itt þú gefur skít í tárin sem ósýnileg streyma, kúl-itt-beibí segir vindurinn segja húsin segja mennirnir þú ert fceddur til að verða maður kúl-itt..." (139-140) SS llíóill '★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Bíóhöllin ★ ★ ★ Atlantic City. Bandarisk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Louis Malle. Aðalhlutverk: Burt Lanc- aster, Susan Sarandon, Michel Piccoli. Franski leikstjórinn Louis Malle legg ur hér öðru sinni til.atlögu við ameriskan etnivið. Honum þótti takast*vel upp við soitpornó úr hóruhúsa- kúltúr New Orleans um aldamót i myndinni Pretty Baby. Og í Atlantic City bregður hann upp næmlegri skoðun á mannliti í þessari nötur- legu spilaborg. Burl Lancaster er ekkert minna en stórbrotinn í hlutverki aldurhnigins smáKrim- ma sem sestur er í helgan stein og dedúar mest við karlaega kerlingu i næstu jbúó uns hann verður bergnuminn af ungri þjónustustúlku. er Susan Sarandon leikur einnig afbragðsvel, í íbúðinni á móti. Pau kynni leiða þennan gamla mann útí glæpastarfsemi og skilja hann ettir í lokin sem blöndu af sigurvegara og sigr- uðum manni, mðurlægðan en þo á undarlegan hátt með fullri reisn. Petta er óvenjuleg mynd, spennandi, mameskjuleg og býsna ettirminni- le9' Ab - AP Félagarnir frá Maxbar. Bandarisk. Leik- stjóri: Richard Donner. Aðalhlutverk: John Savage, David Morse, Diana Scarwind. Richard Donner er sá hinn sami og gerði mynd- irnar Superman og Omen. Þessi mynd fjallar um nánunga sem koma saman á Max bar og þar er nú ýmislegt brallað. Porky’s. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit og leikstjórn: Bob Clark. Aðalhlutverk Dan Mona- han, Mark Herrier, Wyatt Knight. Porky's hefur ekkert nýtt fram að færa. Hún er stæling á American Graffiti: baldin menntaskóla- æska. prakkarastrik, kynlifstitl, smávegis andóf við fullorðinsheiminn og slatti af gömlum dægur- lögum. í heild eins og gamall slitinn slagari. — AÞ Hvernig sigra á verðbólguna. (How to beat the High Cost of Living) Bandarisk. Árgerð 1980. Aðalhlutverk: Susan Saint James, Jane Curtin, Jessica Lange. Sérdeilis leiðinleg gamanmynd, sem fjallar um ungar konur, þreyttar á verðbólgu og blankheit- um, sem ræna verslun. Ollu í þessari mynd er forklúðrað. Því miður, þvi að þessu mætti sjáll- sagt vel hlægja. Dauðaskipið. (Deathship). Bandarisk. Aðal- hlutverk: George Kennedy, Richard Crenna. Nalnið ætti að segja eltthvað til um elni þessar- ar hrollvekju. Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarisk, árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, ettir eigin skál dsögu. Leikendur: Peter Sellers, Melvyn Dcuglas, Shirley MacLaine. Leik- stjóri: Hal Ashby. Stjörnubló ** Absence of Malice. Bandarísk. Árgerð 1981. Handrit: Kurt Luedtke. Leikstjóri: Sidney Poll- ack. Aðalhlutverk: Paul Newman, Sally Field, Bob Balaban. Hér er rannsóknarblaðamennskan sjálf tekin til rannsóknar og bæna. Handritshöfundurinn, Luedtke, hefur sjálfur drjúga reynslu af blaða- mennsku og vinnubrögðum amerískra stórblaða og veit þvi hvað hann syngur i þessari trásögn sinni af rannsóknarblaðamennskunni. Þetta er skemmtileg mynd, sem Sidney Pollack rekur áfram af sinni alkunnu fagmennsku. En hún er ekki mikið dýpr. t-n obbinn af amerisku sjálfsgagn- rýnimyndum uppá síðkastið. * -Ál> Stripes. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Har- old Ramis o.fl. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal- hlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren Oates. Regnboginn o Fiðrildi (Butterfly). Bandarisk. Árgerð 1982. Handrit: Matt Cimber, John Goff. Leikstjóri: Matt Cimber. Aðalhlutverk: Stacy Keach, Pia Zadora, Orson Welles, James Fra- nciscus. Afspyrnu sloj útgáfa af skáldsögu James M. Cain um námuvörð einn í auðnum Ameríku (Stacy Keach) sem leiðist út í blóðskömm sem ekki er svo blóðskömm með dóttur sinni sem ekki er svo dóttir hans (Pia Zadora). Myndin er hægfara og stefnulaus, og einna helst er dvalið við hina „umtöluðu kynbombu" Pia Zadora. Hún er nú ekki annað en frekar sjúskuð lítil budda sem hefur doblað millann eiginmann sinn til að fjármagna þessi leiðindi. Þetta er allt út i Hróa hött og Marian, eins og Gulli myndi segja. - ÁÞ Roller Boogie. Bandarísk. Árgerð 1981. Leik- stjóri: Mark Lester. Aðalhlutverk: Linda Blair, Jim Bray, Beverly Garland. Þetta ku vera diskómynd eins og þær gerast best- ar. en er e.t.v. svolitið seint á ferðinni. Hún fjallar um diskódans á hjólaskautum og baráttu dansar- anna við ósvifna glæpamenn. Ásinn er hæstur (Ace is High). Bandarisk. Að- alhlutverk: Eli Wallach, Terence Hill, Bud Spencer. Grimmdarlegur vestri í spagettistilnum. Endur- sýnd. Sunburn (Sólbruni) Bandarisk. Aðalhlutverk: Art Carney, Charles Grodin, Farrah Fawcett. Mynd um tryggingarsvik og mannrán og sólbruna væntanlega. Endursýnd. Laugarásbíó Karateglæpaflokkurinn Gömul og klassisk karatemynd með tilheyrandi sveillu. Endursýnd. Nýja bíó: Lúðrarnir þagna (Taps) Bandarísk. Ár- gerð 1981. Gerð eftir skáldsögu Devery Freemans: Father Sky. Handrit: Darryl Toniscan Leikstjóri: Harold Becker. Að- alhlutverk: George C. Scott og Timothy Hutton. Leggja á gamlan og viröulegan herskóla niöur, en'skólastjórinn og nemendurnir eru nú ekki á því. Endar meö því aö yfirvöld senda þjóðvarðlið á vettvang. Og þá verður nú liklega hasar. Tónabíó o Hellisbúinn (The Caveman) Banda- risk. Árgerð 1980. Handrit: Rudy DeL- uca og Carl Gottlieb. Aðalhlutverk: Ringo Starr og Barbara Bach. Leik- stjóri: Carl Gottlieb. Hvaö er sosum haegt að segja um mynd eins og þessa? Hún er gerö af fullkomnu metnaöarleysi i öllum deildum - leikurinn er afleitur, tæknibrellur fyrir neðan meöallag, handritið gloppótt og leikstjórinn hefur augljóslega engar á- hyggjur haft af öllu þessu. Þessi mynd er eiginlega samansafn af bröndurum um þróun mannsins (þarna er skýrt hvers- vegna hann fór aö ganga uppréttur, hvernig eldurinn fannst, ofl) sem tengdir eru saman í frásögn af basli Ringós viö aö ná fallegri eiginkonu af beljaka nokkr- um. Sumir brandaranna eru þokkalegir, en flestir eru þeir samt óttalega lágkúru- legir; ganga einkum útá prump og piss og kúk. -GÁ Síðsumar (On Golden Pond). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Ernest Thompson, eftir eigin leikriti. Leikendur: Henry Fonda, Katherine Hepburn, Jane Fonda. Leikstjori: Mark Rydell. Allt leggsl a eilt með að qera þessa mynd góða. leikuunn. handritiö. kvikmyndatakan og leikst|órnin. Austurbæjarbíó Blóðhiti (Body Heat) Bandarisk. Árgerð 1981. Handrit og leikstjórn: Lawrence Kasdan. Aðal- hlutverk: William Hurt, Kathleen Turner, Ric- hard Crenne, Ted Danson. Þetta er alveg prýðilegur, stemmningsþrunginn þriller, iðandi af erótík, stigmagnaðri spennu og neikvæðum mannlegum tilfinningum, eins og peningagræðgi, undirferli, samviskuleysi, og al- hliða skepnuskap. Afbragðsvel farið með marg- notað efni, og leikarar eru sem sniðnir i hlutverkin, ekki síst Ted nokkur Danson í hlutverki sér- kennilegs saksóknara. Sem sagt: Gaman , gaman. ÁÞ Laugarásbíó: Rannsóknarblaðamaðurlnn (Continental Di- vide) Bandarísk. Árgerð 1981. Handrit: Lawr- ence Kasdan. Leikstjóri: Michael Apted. Aðal- hlutverk: John Belushi, Blair Brown. Ég veit að þeir snillingarnir, Steven Spielberg, Lawrence Kasdan og Michael Apted verða gasa- lega domm þegar þeir lesa þetta, en þvi miður: Continental Divide er flopp. Kasdan, sem hermdi svo vel eftir „svörtu myndunum” frá fimmta ára- tugnum i E3ody Heat, reynir hér að herma eftir rómantiskum gamanmyndum af Hepburn-Tracy-sorlinni, en hann er hvorki fynd- inn né tekst að spinna sannfærandi ástarsögu um rannsóknarblaðamann frá Chicago og fuglafræð- ing i Klettafjöllunum sem fella hugi saman. Þetta er hrákasmið. Sorrí strákar. -ÁÞ. Gamla bíó íslenska Hljómsveitin mun koma fram i fyrsta sinn á laugardagskvöldið kl. 21. Miðasala föstudag og laugardag Irá kl. 14. 1 Háskólabíó: *** Venjulegt fólk (Ordinary People). Bandarisk. Ár- gerð 1981. Leikstjóri: Roberl Redford. Aðalhlut- verk: Donald Sutherland, Mary Tyler Moore, Ti- mothy Hutton. Þessi frumraun Roberts Redfords sem ieikstjóra er ákallega greindarleg, þó ef til vill vanti dálítinn safa í þetta hnitmiðaða drama um upplausn amer- iskrar millistéttarfjölskyldu. Ordinary people er fyrst og fremst dæmi um mynd þar sem leikarar blómstra undir nærfærnislegri leikstjórn. Þó væmnin sé að sönnu stundum skammt undan og sálfræðingaspekin ameriska of yfirgnæfandi er lika nóg af húmor og innsæi. Þetta er mynd sem aðstandendur geta i heild verið stoltir af og áhor- tendur þakklátir fyrir að njóta. — ÁÞ Bíóbær Frankenstein. Bandarisk. Andy Warhol á sér nokkra aðdáendur hér sem annarsstaðar og þeir fá hér tækifæri að skoða eina afurð hans. Þetta ku vera með allra blóð- ugustu og svæsnustu myndum, og þeir sem I áhuga hala á sliku fá þvi einnig sitt. A sjösýning- um komast tveir inn á einum miða. Háskólabíó S.Á.Á. er 5 ára og í því tilefni verður haldin afmæi- isfundur á iaugardaginn kk*14. Þar munu koma fram: Gunnar Thoroddsén forsætisráðherra, Signý Sæmundsdóttir, Guðriður Steinunn Sigurð- ardóttir, Björgólfur Guðmundsson, Ómar Ragn- arsson, Pjétur Þ. Maack, Ullen dullen doff, Joseph Pirro, Biskup íslands, Bryndís Schram, og Horna- flokkur Kópavogs. Eftir fundinn verður afmæli- skaffi á Hótel Sögu og þar munu Sigfús Halldórs- son, Snæbjörg Snæbjarnardöttir og Graham Smith spila undir borðum, Stúdentakjallarinn Á sunnudagskvöldið verður léttur djassmórall, og munu þeir Tómas Einarsson, Friðryk Karlsson, Gunnlaugur Briem og Sigurður Flosason sjá fyrir því.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.