Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 21
JpSsturinn. Föstudagur 29. október 1982 21 Annars er nekt í leikhúsi engin ný bóla. Nekt í kvikmyndum þykir sjálfsagður hlutur - enda er hún það í okkar tungumáli, tungumáli leikhússins. Mér sýnist á umtalinu um þessi atriði í leikritunum, að þetta sé eins- konar skammdegismál". - Þannig að þú hefur ekki sett þessi atriði saman til þess að kitla áhorfendur, til að vekja þessa skammdegisumræðu? „Alls ekki. Það á hreint ekki við“. - Fólk segir líka sem svo: hvernig getur hann Kjartan fengið sig til að láta konuna sína leika allsbera frammi fyrir fjölda fólks. „Ha ha. Þetta kemur málinu náttúrlega ekkert við. Hvaða leikari sem var hefði tekið þetta að sér - svo framarlega, sem hann er sannfærður um, að atriðið skipti máli fyrir verkið í heild. Það kemur þessu ekkert við, hvort menn eru að setja fyrir sig pempíuskap af þessu tagi, sem þú ert að tala um - þetta er ekkert óþægilegt eða óheiðarlegt fyrir okkur“. - Og þessi atriði skipta kannski engu máli? „Jú, jsau skipta máli. Þess vegna eru þau í lagi“. „Bara hjóm fyrir mér" — segir Jón Hjartarson Jón Hjariarson: Ekkert til- finningamál fyrir mér í síðari hluta „Skilnaðar“ spretta tvær manneskjur naktar fram úr rúmi. Jón Hjart- arson leikari en önnur þeirra. Við spurðum hann hvort hann hefði verið feiminn gagnvart þeirri tilhugsun, að koma nakinn fram á leiksviði. „Nei, mér finnst þetta í sjálfu sér mjög ómerkilegt. Það er margt, sem leikari verður að sýna af sér, ef hann er á sviði á annað borð. Þetta er bara hjóm fyrir mér. Ég held hins- vegar, að þetta sér meira spurning gagnvart áhorfendum. Nekt er jú misjafnlega sjálf- sögð fyrir fólki. Þar af leiðandi hlýtur nekt á leiksviði að virka misjafnlega á fólk. Það gæti skipst eitthvað eftir aldri, því vissulega hafa orðið breytingar á viðhorfum fólks í gegnum tíðina. Hvað mig varðar, þá er þetta ekki merki- legt. Það er mjög ágengur tónn í upphafi verksins og ég get ekki ímyndað mér, að seinna atriðið, þar sem ég er með, sé nokkr- um manni ofraun. Þetta hefur aldrei verið neitt tilfinningamál fyrir rnér. Maður er alltaf að sýna sig eða einhverja hluta af sér frammi fyrir áhorfendum, ýmsar tilfinningar og at- hafnir". — Ert þú sammála því, að nektaratriðið sé nauðsynlegt fyrir verkið? „Hjartanlega. Þetta atriði, semégerí, það hefst á enda samræðis karls og konu. Þau stökkva fram úr rúminu. Ég held að það hlyti að vera heldur hjákátlegt að stökkva fram úr þessu rúmi í öllum fötum - fólk gerir ekki „hitt“ í öllum fötum, að minnsta kosti ekki við eðlilegar kringumstæður". - Og það hefur aldrei hvarflað að þér að neita að leika í verkinu vegna þessa? „Út frá nektinni sem slíkri? Nei, það datt mér ekki í hug. Ég lít ekki á það sem stór- vægilegan hlut hvort fólk er berrassað á leik- sviði eða ekki. Það væri ekki fyrr en færi að koma að heilu verkunum, sem maður teldi stríða alvarlega gegn siðferðisvitund sinni og almennri lífsskoðun, að ég færi að velta því fyrir mér hvort ég ætti að vera með eða ekki. Og það á síður en svo við um þetta verk“. „Líklega er nekt besti búningurinn” — segir Jórunn Sigurðardóttir Jórunni Sigurðardóttur, sem leikur Evu í „Garðveislu“ Guðmundar Steinssonar, þykir ekkert mál að koma fram án fata. „Eg finn ekkert fyrir því,“ segir hún. „Á sýningu er þetta eðlilegt - enda er þá búið að ganga í gegnum allar æfingar og komast yfir þá þrösk- ulda, sem gætu hafa verið fyrir manni.“ -Voru einhverjir þröskuldar? „Ja, þetta var óneitanlega svolítið skrítið fyrst. Framan af æfðum við í fötum - meðal annars vegna þess að það er ekki alltaf hlýtt á sviðinu - en tveimur eða þremur vikum fyrir Jórunn Siguröardóttir: Adam og Eva i fötum í aldingarðinum? frumsýningu sögðum við sem svo: Jæja, í kvöld sláum við til. Eftir það vorum við nakin á æfingunum. I þeim hluta leikritsins sent við Guðjón komum frarn nakin, þ.e. fyrir hlé, taka aðeins þátt fimrn leikarar alls, og það skapaði nánara samband milli okkar og gerði okkur örugglega auðveldara fyrir." Jórunn segir að vitaskuld hafi hún velt mál- inu talsvert fyrir sér áður en kom að fyrstu sýningum. „Auðvitað hugsar maður með sér, drottinn minn, hvernig lít ég út og þar fram eftir götunum, en aldrei þannig að ég hefði neinar sérstakar áhyggjur af því. Svo er maður sminkaður á sýningum og sminkið (farðinn) er ákveðinn búningur. Maður er langt í frá að vera allsnakinn þannig að maður finni fyrir því. Annars er ég ekki frá að þetta sé besti búningurinn af öllum. Maður skýlir sér ekki ábak við neitt, hefur engar afsakanir eins og að búningurinn sé of þröngur eða fari of illa.“ —Og þér finnst þetta nauðsynlegt verksins vegna? Geturðu hugsað þér Adam og Evu í aldin- garðinum í fötum? Auðvitað er það stóra spurningin, hvort þetta sé nauðsynlegt og fyrir mér er það það. Þetta væri erfiðara ef leikstjónnn ætlaði sér að nota nekt í tesinga- skyni, sensasjónellt. En það er alls ekki í þessu tilviki. Raunar finnst ntér erfiðara að koma fram síðar í sýningunni, jafnvel þótt við séum þá ekki alveg nakin. Þá erum við í nteiri ljósum, nær áhorfendum og innanum fleiri !eikara...en þetta var í rauninni ekkert mál. Og svo hafa kollegarnir verið sérlega elsku- legir, tekið þessu sem þeim eðlilega hlut sem það er og ekki verið með neina asnalega brandara. Það er líka stórt atriði." „Ekkert klúrt” við þessa erótík” — segir Guðjón Petersen Gujón Petersen Guðjón Petersen, sem leikur Adam í aldin- garðinum í „Garðveislu" Þjóðleikhússms, segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að færast undan því að koma fram á Adams- klæðum einum. „Þegar okkur voru boðin hlutverkin í upphafi var okkur sagt, að lík- lega þyrftum við að koma frani nakin“, segir hann. „Auðvitað velti ég þessu mikið fyrir mér en sá enga ástæðu til að gera það ekki.“ -Þér hefur ekki þótt það vandræðalegt þegar kom að því á æfingum, að þið færuð að fækka fötum? „Vandræðalegt erekki orðið. Það þurfti að gerast - og líklega hefði það mátt gerast miklu fyrr. Hvað varðar okkur Jórunni. þá var þetta ekkert feimnismál okkar í milli, við þekkjumst vel og höfum verið saman í bún- ingsherbergi. Það hefur kannski frekar verið gagnvart öðrunt leikurum og öðru fólki í hús- inu. Þjóðleikhúsið er nefnilega stundum eins og einhverskonar umferðarmiðstöð - það er rnikið rennerí um húsið og alls konar fólk þar á vappi, jafnvel fólk, sem maður þekkir ekkert." -En kannski er ykkur kalt? „Já, það kentur fyrir, sérstaklega eftir að fór að kólna í veðri. En það er ekki til baga.“ -Hvað með viðbrögð áhorfenda í salnum? „Þau eru misjöfn. Það veltur kannski svo- lítið á því hvort það eru unglingar í salnum. Annars verður maður lítið var við viðbrögð í salnum eða viðbrögð yfirleitt. Ég held að það sé búið að vera að það sé þvingandi að sjá beran mann." -Svo þetta skiptir þig engu? „Þessu er ekki hægt að svara með jái eða neii. Það var ekki hægt að setja þessa sýn- ingu upp á annan hátt." —Eitt enn: getur það ekki virkað örvandi á mann, erótiskt, að leika nakinn á móti nak- inni konu? „Er það ekki erótík? Það held ég. Að minnsta kosti hluti af því, sem við erum að gera, eða reyna að konta á framfæri. En hún er ekki ljót. það er ekkert klúrt eða dónalegt við hana, enda á erótík ekki að vera þannig. Hún ætti að auka á vellíðan fólks." Ifggjum góðumáli lið CuðmundurCíslason. Róm 1960,100m. sknðsund Tokyo 1964,400m fjórsund, lOOm. flugsund. »- Mexlkó1968,200m„Qfs fjórsund, lOOm. fli 200m. og ‘ // LeikmrJónsson. 1*01968,100m Agústa Þorsteinsdóttir. Rom 1960, . skriðsund. Ellen Ingvadóttir g Mexikó 1968 - ‘ lOOrn. skriðsunc 200m. bringusui 200m. fjórsunc dur Cuðmundsdóttir )64,100m. skriðsund. j'1968, 100m. skriðsund, |glM)0m. fiórsund. „Árangur kemttr ekki af sjálfu ser, þaö vitum viö öll. Þaö þarf þrotlausa þjálfun og góöan undirbúning. Leggumst á eitt og styðjum þátttöku íslenskra ung- menna á næstu Ólympíuleikum”. B7 I2B4IAR 2 BMW315 2 BUICK SKYLARK 3 ESCORTGL 2SAAB900GL 3 SUZUKIFOX HAPPDRÆTTI ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.