Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 8
8 sÝniiifjiirsnlir Listmunahúsið: Franska sendiráöið er með sýningu um sögu rokksins. Húsið er opið kl. 10-18 virka daga Kl. 14-22 um helgar. lokað á mánudögum. Ásmundarsalur Hans Kristian sýnir 30 vatnslitamyndir. Fimmlu- dag til þriðjudags frá kl. 14-22. Sölusýning. Gallerí Lækjartorgi Svava Sigríður Gestsdóttir opnar sýningu á vatns- litamyndum, pastelmyndum og blekteikningum á laugardag. Sýningin veróur opin kl. 14-21 dag- lega og stendur til 7. nóv. Kjarvalsstaðir Síðasta sýningarhelgi á sýningu á verkum Bertel Thorvaldsens og sýningum sjö Akureyringa, Norðan sjö. Árbæjarsafn Opið samkvæmt umtali. Upplýsingar I síma 84412 kl. 9-10 alla virka daga. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga kl. 14-16. Skruggubúð Sýning á málverkum og teikningum enska súrre- alistans, John W. Welson. Opið laugardag og sunnudag frá kl. 15-21. Síðasta sýningarhelgi. Norræna húsið Sýningin Snjógöngur; 20 olíumálverk og 23 kol- teikningar, eftir Sviana Erland Cullberg og Peter Tillberg, opin til 7. nóv. frá kl. 14-19. í anddyrinu gefur að líta færeyska myndlist eftir Amariel Norðoy. Sýning hans stendur til 1. nóv. Símon ivarsson verður með gitartónleika á laugardaginn. Heilsuhæli NLFÍ Hveragerði Sýning á skúlptúr og málverkum Gríms Marinós Steindórssonar. Hann sækir fyrirmyndir sínar i náttúruna. Opið alla virka daga frá kl. 14-18, en Heilsubúðin sér um sölu á listaverkunum. Mokka Enskar biblíumyndir frá 1775, gerðar af fjórum listamönnum. Og alltaf heitt á könnunni. Gallerí Langbrók Grafíksýning Ásdísar Sigurþórsdóttur er opin frá 30. okt-14. nóv. Galleríið eropið um helgar frá kl. 14-18, og virka daga frá kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar Myndir Einars eru til sýnis tvo daga í viku. Miðviku- dag og sunnudag frá kl. 13.30-16. Kirkjumunir í versluninni Kirkjumunir, Kirkjustræti 10, stendur nú yfir sýning á list- og kirkjumunum eftir Sigrúnu Jónsdóttur. Hún er opin á verslunartíma og auk þess til kl. 16 laugardaga og sunnudaga. Nýlistasafnið Um helgina verður opnuð sýning á verkum Guð- rúnar Ragnarsdóttur og Guðjóns Ketilssonar, frá og með föstudeginum 29. okt.-6. nóv. Opið verð- nrfrákl. 16-22. Djúpið: Magnea Hallmundsdóttir opnar sýningu á vatnslitamyndum, teikningum og skúlptúrum á laugardaginn. Sýningin veröur opin daglega kl. 11—23.30 til 7. nóv. og er aðgangur ókeypis. Ásgrímssafn: Haustsýning Ásgrímssafns hefur veriö opnuð í safninu aö Bergstðastraeti 74 og verður opin á sunnudögum, þriðju- dögum og fimmtudögum kl 13.30-16.00. Aðgangur er ókeypis. Iciklnís Leikfélag Akureyrar Atómstöðin eftir Halldór Laxness i leikgerð Brietar Héðinsdóttur, sýningar föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Miðasalan er opnuð alla daga kl. 17. Simi 24073. Félagsbíó Keflavík Litla leikfélagið Garði sýnir fjölskylduleikritið Litli Kláus og Stóri Kláus í leikgerð Lizu Teztner laugardaginn 30. okt. kl. 14. Miðasala hefst klt 13. Leikstjórn Herdis Porvaldsdóttir. Tónlist eftir Val- geir Skagfjörð. Ath. Siðasta sýning á Suðurnesjum. Þjóðleikhúsið Föstudagur kl. 20 Hjálparkokkarnir. Frumsýning. Laugardagur kl. 20 Garðveisla eftir Guðmund Steinsson. Sunnudagur kl. 14 Gosi. Supnudagur kl. 20 Hjálparkokkarnir. Alþýðuleikhúsið PældTði hópurinn sýnir leikritið Bananar á þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 8.30, í Hafn- arbíó. Hresst fólk með góðum lögum fyrir unglinga á öllum aldri. íslenska óperan Föstudag kl. 20 er sýning á Töfraflautunni eftir Mozart. 3. sýning sunnudag kl. 20. Litli sótarinn veröur sýndur á laugardag kl. 14 og 17, og kl. 16 á sunnudag. Leikfélag Reykjavíkur Föstudagur kl. 20.30: Jói eftir Kjartan Ragnars- son. Uþþselt. Laugardagur kl. 20.30: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Upþselt. Hassið hennar mömmu í Austurbæjarbíói kl. 23.30. Sunnudagur kl. 20.30: Irlandskortið eftir Brian Friel. Leikfélag Selfoss Leikritið Dagbók Önnu Frank verður frumsýnt í Selfossbíói a sunnudagskvöldið kl. 21, 2. sýning verður á þriðjudagskvöld og þriðja sýning föstu- dagskvöldið 5. nóvember. Föstudagur^29^októbeM982^^^SturHin, Afrakstur vikunnar Ef gera ætti skil öllu helsta músíkkraðaki, sem nú þyrmist vikulega yfir á blaðsíðuparti, sem aðeins kemur út einu sinni í viku, gæti það orðið eitthvað á þessa lund: Einar Markússon Hádegishljómleikar fyrirbær- isins Háskólatónleikar hófust fyrir alvöru á miðvikudaginn var í Norræna húsinu og verða flest miðvikuhádegi á sama stað lung- ann úr vetrinum frá kl. 12.30— 13. IJm mánaðamótin höfðu Þóra S. Johansen og Hollending- urinn Johan Donker Kaat reyndar riðið á vaðið með sam- tíðarmúsík á sembal horn og rafurmagn. Nú kom hinsvegar þjóðsagna- píanistinn Kinar Markússon austan úr Ölfusi og spilaði nokk- ur stutt verk eftir tónsmiði, sem ekki eru á hvers manns nótna- borði. Honum þykir gaman að slíku Þessir höfundar voru föð- ursystir hans María Markan, ein af meintum ástkonum Goet- hes María Szymanowska (1790— 1832), einn af kennurum Einars í Los Angeles Rússinn Kuplonoff, sá rússnesk-pólski Godowsky (1870—1938) og þýski snillingur- inn og svindlarinn Daniel Steibelt (1765—1823). Það er alltaf spennandi að koma til að hlusta á Einar spila, því maður veit aldrei fyrirfram, hvort snillipúkinn er í honum þá stundina eður ei. En þá er veru- lega gaman. Þegar Einar spilaði á sama vettvangi fyrir ári, var drís- illinn með, en ekki núna. Sinfóníuhljómsveitin Tónleikarnir á fimmtudags- kvöld hófust með Karnival í París frá 1871 eftir Norðmanninn Jo- hann Severin Svendsen (1840— 1911) sem einmitt lék á fiðlu í Parísarhljómsveit veturinn 1868—69. Hann starfaði hinsveg- ar lengst eða í 25 ár hjá því kon- unglega í Kaupinhafn. Mig minnti þetta endilega vera bráð- skemmtilegt verk, enda virðist norska þjóðin hafa verið á býsna hressilegu skeiði um þessar mundir. En einhvernveginn tókst að klúðra þessu, svo að lítið varð gamanið og skal engum getum að því leitt, hvort Jegn-Pierre Jacq- uillat hefur misskilið skynjun Norðmannsins í heimaborg sinni eða hvat. Þá var fluttur píanókonsert nr. 1 eftir Ungverjann Ferencz Liszt. Bókum virðist ekki bera saman um hvenær hann var saminn eða frumfluttur, enda má einu gilda, hvort það var 1848, 1855 eða 1857. Hér var hann fiuttur af hálf- nafna meistarans, bandaríkja- manninum Eugene List.Það var að vísu bráðgóð meðferð, en maður hrópar ekki húrra fyrir mörgu, þegar svo síheyrt verk er á döfinni. Kannski var það nýjabrumið sem olli því, að 1. píanókonsert- inn eftir Dmitri Sjostakovitsj þótti langtum skemmtilegar spil- aður. Hann hafði ég ekki heyrt fyrr, og þetta verk er fullt af æskugleði snillingsins, sem enn hafði ekki að neinu ráði orðið fyrir barðinu á forheimskun so- véskra stjórnvalda. Það mun nefnilega rangt, sem stóð í tón- leikaskránni, að hann sé saminn 1935 „eða um það leyti sem hann TIME Þessi mynd af Sjostakovitsj með slökkviliðshjálm frá Leningrad birtist á forsíðu Time árið 1942, þegar hann var um allan heim orð- inn tákn um andspyrnu Sovétríkj- anna gegn herjum Hitlers. fékk sína fyrstu og kannski verstu ádrepu". Samkvæmt endurminn- ingum Sjosta, skráðum af Solo- mon Volkoff, er konsertinn sam- inn 1933. Eitt af uppátækjum hans er að hafa enga blásara, nema eitt trompett, sem í staðinn fær nokkra sólóspretti. Og þá rann Lárus Sveinsson með ágætum. 4. sinfónía Schumanns, sem að aldri er reyndar nr. 2, er með því unaðslegra, sem sá góði mann bjó til. Hún var það líka þetta kvöld, en samt skilaði hljóm- sveitin henni ekki alveg nógu vel. HIÐ AUÐUGA MYNDVIT Sýning Eddu Jónsdóttur í Ás- mundarsal ber vott um afar auðugt og innhverft myndvit sem jaðrar við einsemd. En ein- semdin er einhvers konar innri gleði. Þótt sýningar á myndverk- um séu að mestu gerðar fyrir augað, þá liggur þessi sýning gó- ðu heilli ekki strax í augum uppi og hún hverfur ekki heldur strax úr huganum. Öll fjallar hún um fjöll eða fjall og umhverfi fjalla. Hún er tilbrigði við stefið fjall. gerðu hann að kjarnanum í list sinni. Til að mynda endurtók Michelangelo concetti (hug- myndir) af svo miklu ofurkappi í ljóðum sínum að öfgakennt var. Um tíma var hugmyndin ríkj- andi. Þeir sem lesa Don Kíkóta rekast stöðugt á hvernig höfund- urinn skopast að hinum ítalskætt- aða manierisma þ.e. aðferða- stefnunni. Innan hen.nar skipti meira máli meðferðin og hug- myndin en til að mynda hvort lík- Samt eru fjöllin ekki náttúruleg þótt oft eða oftast séu þau dregin af háraunsæi, og litirnir sem hún notar eru svo léttir eða daufir að þeir nálgast liti náttúrunnar. Þetta eru litir innsæisins, í ætt við andblæ. Til að undirstrika að myndirn- ar séu ekki af raunveruleikanum sem slíkum eru teiknaðar á lands- lagsmyndirnar ljósmynd eða ljós- myndir. Leikið er á augað stund- um með því að láta teiknaðar ljósmyndir vera límdar þar á fjall- ið sem í það vantar. Teiknaða límbandið tekur af allan efa og leiðir augað í sannleika um að þetta er mynd af fjalli á fjalli sem er fjall á mynd. Svo er teikn- aða ljósmyndin ljósari en fjallið sjálft, líkt og yfirlýst ljósmynd. Það kann að hljóma fráleitt, ef eftir því sem myndlist er nátengd- ari ljóðlist er erfiðara að lýsa henni í orðum. En um hvað fjall- ar sýningin, ef svo mætti segja? Hún bregður upp spurningunni: Hvað er raunveruleikinn? Þekkt- ur myndkönnuður, fremur en listfræðingur, hefur sagt, að mál- arinn máli aldrei mynd af fyrir- myndinni heldur máli hann þá mynd sem er á nethimnu augans. Að svipaðri niðurstöðu virðist Edda Jónsdóttir komast^ hún er ekki að færa fjallið inn í ramma heldur hugmynd af fjalli: veru- leika myndlistarinnar. Þegar á Endurreisnartímanum komust listmálarar og ljóðskáld aðsannleika hugmyndarinnarog amsformin væru rétt dregin. Há- stig aðferðastefnunnar var hið svonefnda concetto, hugmyndin í ljóðlistinni. Á sýningu Eddu er þá concetto oftast fólgið í teikningunni af ljósmyndinni sem er fest með teiknuðu límbandi á teikninguna. Ofnotkun concetto og kenninga í myndlist og ljóðlist getur orðið afar þreytandi. Sú þreyta erti Cervantes en gladdi E1 Greco. Á sýningu Eddu vekur hugmyndin kitlandi gleði, vegna þess að Edda veit hvar hún á að nema staðar og forðast ofhlæði. í íslenskri ljóðlist gætir lítilla áhrifa frá aðferðastefnunni og concetto líklega vegna þess hvað heiti og kenningar eru rótgrónar þar, nema þá helst í öfgum rímnanna. Hins vegar hefur talsvert borið á þessu í íslenskri málaralist, eink- um í nýlistinni og verkum ann- arra sem eru ekki beinlínis tengd- ir henni, svo sem hjá Hring Jó- hannessyni, Einari Hákonarsyni, Vilhjálmi Bergssyni og Jóni Reykdal. Þessi áhrif eru þó hverfandi og oft ekki af vilja gerð heldur hendingu. Ef nefna á gott dæmi um á- þekka aðferð og Edda notar þá er það Venusmynd Valazquez Speg- ill er notaður þar sem Edda mundi nota teikningu af ljós- mynd. Frumleiki í listum er að tengja á sjálfstæðan hátt verk sín heildinni, öðrum listum. Heim-' óttarlegt er hins vegar það að vilja ekki vera neinum líkur og halda sig vera einstætt fyrir- brygði. Góðu heilli er sú afdalahugs- un að hverfa úr huga íslenskra listamanna. Andspænis verkum góðra íslenskra listamanna finnst að hugarfarið sem ríkir þar er ís- lenskt með alþjóðlegum hætti tengt menningarsögunni. Á sýn- ingunni Ljóð og land er rofið og auðgað hið fábrotna viðhorf sem íslenskir listamenn hafa til fjöl- breytni íslenskrar náttúru og náttúrunnar yfir höfuð. Hér er engin tignun heldur fær náttúran líkamlega nálægð með þungri þéttri teikningu sem litir létta og gæða íhugun. Þeim sem hafa áhuga á aðferða- stefnunni skal bent á bók Arn- old Hausers: Aðferðastefnan, Sýning Eddu Jónsdóttur i Asmundarsal - liggur góðu heilli ekki strax í augum uppi og hverfur ekki heldur strax úr huganum, segir Guðbergur m.a. í umsögn sinni. kreppa Endurreisnarinnar og upphaf nútímalistar. Orðið conc- eptlist (sem við nefnum nýlist) er dregið af ítalska orðinu concetto og inntak hennar er runnið frá ákveðnum þáttum í aðferðastefn- unni sem upp reis við lok endur- reisnarinnar helst með Parmigi- anino. Polaroidmyndavélina er óhætt að kalla skoðunartæki einsemd- arinnar og narsissanna. Vélin leysti vanda fólks sem áræddi 1 ekki að ljósmynda það sem leynt er og æsandi, af ótta við fólkið sem framkallar hjá Hans Peter- sen. En framhald sýningarinnar í Ásmundarsal sem haldið er í Gallerí Langbrók á aðeins örlítið skylt við þá ögrandi dirfsku sem innhverft fólk er oft gætt, þess í stað heldur íhugunin áfram: að þessu sinni er mannslíkaminn skoðaður í líki sjálfsmyndar. Sjálfsmyndagerð hafa flestir list- málarar stundað. Filman, gljái framköllunarpappírsins er hér notaður sem flöturinn sem narc- issus skoðaði sig í, spegilfagur. Með einhverjum hætti tekst Eddu að gefa líkamanum þann einkennilega líkblæ sem er oft á líkneskjum og einkennir tíðum ljóð Bjarna Thorarensen. í önn- ur skipti notar hún niðurröðun ljósmyndarammanna á sama hátt og kúbistarnir létu andlit hníga með síendurteknum ferhyrning- um, teningum. Jafnframt þessu er leikið stöðugt á augað. Það flækist inn í leik sem er í senn óþægilegur og æsandi. í önnur skipti er ljósmyndin látin segja frá vináttutengslum við stóla. Aðferðirnar sem notaðar eru líkjast þeim sem veggspjalda- gerðarmenn nota, þó eru verk Eddu listaverk en ekki skemmti- leg og jafnvel snjöll auglýsinga- teiknun, eins og sú sem birtist í gerð veggspjalds Heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu á þessu ári og er frábært. Hver er þá mun- ur á auglýsingateikningu og myndum Eddu? Svarið er: Hver er munur á jöklum, gígum, gilskorningum og fellingum, höndum, brjóstum, hári og konunni sem hefur verið einhvern veginn lögð til eins og ástarljóð eftir Bjarna Thoraren- sen? Landslag er höggmynd veðra, vinda og regns. En maðurinn og líkami hans er höggmynd lífsins, tímans, tilfinninganna, segir Edda. Veggspjöld hugsa ekki. Á þau ber að horfa. Listaverk hugsar um leið og horft er á það.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.