Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 29.10.1982, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Qupperneq 14
14 Föstudagur 29. október 1982 y// irinn m*rnam „Þetta er Gunnar Kvaran, sem talar frá Alþingi“ (mynd: Jim Smart) Gunnar Kvaran þingfréttamaður Útvarpsins: ungi. Þar var ég í tvo mánuöi, áður en ég tók mig upp og hélt til Noregs ásamt eiginkonu og barni, segir Gunnar. í Noregi vann hann í fyrstu sem „sporvagnskonduktör“ eða miðasali hjá Sporvögnum Os- lóar, en hóf síðan tveggja ára nám í Blaðamannaháskólanum þar í borg. Og öil þrjú árin í Nor- egi var hann fréttaritari útvarps- ins í Noregi. „Ég var í sumarafleysingum á Vísi meðan ég var á skólanum úti, en fékk starf við útvarpið eftir að ég kom alkominn heim, sumarið 1981“. — Nú ertu kominn í starf þing- fréttamanns. Er það ekki frá- brugðið annarri fréttamennsku sem þú hefur stundað? Jafnvægið kemur af sjálfu sér „Þetta er Gunnar Kvaran, sem talar frá Alþingi". Fólk er sjálf- sagt farið að kannast við þessa „afkynningu“ á frcttum úr stjórn- málaheiminum í hinum nýju Kvöldfréttum útvarpsins. Frétt- um sem eru raunvcrulcga talaðar beint úr blaðamannastúkunni í Alþingishúsinu, um línu niður í Útvarpshúsi við Skúlagötuna. Og þcir sem muna dálítið lengra aftur i tímaiin muna el'tir fréttapistlum frá Norcgi sem enduðu á: „Þetta er Gunnar Kvaran scrn talar frá Osló“. Hann tók við starfi þingfrétta- manns útvarpsins við þingbyrjun í haust af Stefáni Jóni Hafstein, sem nú sér um morgunþáttinn Gull í mund. Á undan honum sátu I lalldór Halldórsson og þar áður Ólafur Sigurðsson, núver- andi fréttamaður á Sjónvarpinu, við hljóðnemann í Alþingis- húsinu. ff „Undanfarin ár hafa verið ör mannaskipti í þessu starfi, þessir fyrirrennarar mfnir hafa ekki ver- ið nema eitt þing hver. Ætli ég verði ekki aö fara að Jeita mér að annarri vinnu til að brjóta ekki þá hefð?“, segir Gunnar Kvararv, Gunnar var lausráðinn á frétta- stofunni í rúmt ár, en var ráðinn í fast starf í haust. En fjölmiðla- feril sinn hóf hann vorið 1976 á Alþýðublaðinu, þcgar enn ein til- raunin var gerð til að efla það ágæta blað, þá undir ritstjórn Arna Gunnarssonar sem líka hóf feril sinn á Alþýðublaöinu og endaði hann í útvarpinu. „Mér fannst sú tilraun takast vel, á þessum tíma kom margt ungt fóik á blaðið og salan jókst. Hinsvegar fór margt úrskciðis, m.a. dreifingin og vorið 1978 flutti ég mig yfir á Ttmann, þegar stefndi að því að Alþýðublaðið gufaði upp og yrði aðfjórblöð. „Breytingin var sú, að ég fór út af föstum vöktum, en þingið byrj- ar klukkan tvö og stendur eitthvað frameftir degi. Talsvert mikið af þessu er hreint af- greiðslustarf, það eru ákveðin mál sem þarf að geta um og eru eiginlega bara skrifstofuvinna. Síðan er ætlunin að ég fylgist með því sem fram fer í þingsölum og heist öllu því sem gerist á göngum þinghússins og bakatii, þessum margfrægu gluggakistu- umræðum. Þetta er alveg yfirdrifið starf fyrir einn rnann, og þegar rnikið er að gerast get ég kallað til auka fólk“. — Hvernig er samstarfið við þingmennina í þessari frétta- öflun? „Það hefur nú lítið reynt á það ennþá. Ég er enn að komast inn í gang máia á þinginu og starfs- hætti,það tekur marga mánuði og þeir eru lítið farnir að þekkja mig ennþá þingmennirnir. En það sem af er hefur mér fundist þeir þægilegir í umgengni og góðir í samstarfi". — Nú dynur sífelit á ykkur út- varpsmönnum krafan um jafn- vægi í pólitískum fréttaflutningi. Getur ekki stundum verið erfitt að uppfylla allar þessar kröfur? „Það kemur mest af sjálfu sér. Ef maður kemur auga á frétta- punkta hljóta þeir að hafa for- gang án tillits til pólitíkurinnar. En maður verður að gæta þess vandlega þarna niðurfrá að ræða við menn úr ölium flokkum, það má engin frétt fara út nema það sé öruggt að hún sé alveg rétt. Þingmenn líta alltaf á sín mál út- frá pólitískum skoðunum og sjá þau kannski í öðru ljósi en andstæðingarnir. Þess vegna verður að vera tryggt að allar hlið ar málanna komi fram. Sjálfur er ég ekki í vandræðum með að gæta þessa jafnvægis þar sem ég er hvergi flokksbundinn og ekki með yfirlýsta pólitíska skoðun", segir Gunnar Kvaran frétta- maður að lokum. ÞG Konunglegur málsverður — fyrir konunglegt verð Þeir kalla ekki allt ömmu sína i olíubænum Houston í Texas allra síst í peningamálum, en þar munu vera fleiri milljónamæringar en í nokkurri borg annarri í heiminum. Samt var nýverið sett nýtt met í miðaverði að matarboði með kóngi lítils ríkis norður í höfum - Ólafi fimmta Noregskóngi. Það kostaði hvorki meira né minna en 14.500 krónur norskar eða rúmlega 29.000 íslenskar að sitja við háborðið með kóngi, tígul- borðið svonefnda. Jafnvel borð- hald með sjálfum Ronald Reagan kostaði á sínum tíma ekki „nema“ um 15 þúsund krónur íslenskar eða þúsund dollara. Það er algengt, að seldur sé að- gangur að slíkum matarboðum með frægu fólki, sérstaklega póli- tíkusum úr heimspólitíkinni. Tilgangurinn er að safna fé til góðgerðarstarfsemi með því að spila á þennan hátt á snobb ríka fólksins í Houston. 1 þetta sinn var.verið að safna peningum til Tryggingar norskrar sjómannakirkju í Houston, sem Olafur lagði einmitt hornsteininn að í þessari ferð. Og matarboðið með norska kónginum hefur greinilega verið vel sótt. Tígul- borðið var fullt sama er að segja um gullborðið þar sem maturinn var eitthvað ódýrari. Aðrir greiddu „bara“ 250 dollara eða 3750 ís- lenskar krónur fyrir að fá að borða í námunda við þennan gamla sæ- garp, og gróðinn af öllu saman varð um tvær milljónir íslenskra krónar. Hollenskir dátar fylgja tískunni Gleðikonur og viðskipta vinir þeirra til læknis Andrés prins og Elísabet Knglandsdrottning ætti ekki að verða í vandræðum með öskubakka næst þegar hún fær reykjandi gest á rúmstokkinn. Fregnir hafa nefnilega borist af því frá Buckinghamhöll, að And- rés prins hafi fært móður sinni gagnmerkan öskubakka að gjöf. Og auðvitað er þetta enginn venju- leguröskubakki, neiónei. Hanner búinn til úr notuðu skothylki, sem Andrés prins fann á Falklands- eyjum í stríðinu þar á dögunum. Þeir gátu ekki verið óheppnari, eigendur Wisdom Bridge- leikhússins í Chicago. Nýtt leikrit var frumsýnt þar einn dag í síðasta mánuði. Gagnrýnendur tóku því vel og uppselt var á nokkrar næstu sýningar. En sýningar voru felldar niður strax eftir frumsýningu og ekki einu sinni kveikt ljós í leikhúsinu. Fyrir um einum áratug þurftu hollcnskir hermenn að bera hárnet til að forða axlasíðu hári sínu frá því að lenda í tannhjólum skrið- drckanna. Nú cr hártískan styttri og hárnetin að mestu úr sögunni. í staðinn hafa hollenskir hermenn unnið til nýrra réttinda í gegnum verkalýðsfélag sitt: þeir mega bera eyrnarlokka. Herforingjar höfðu um tíma reynt að fá hermennina til að hætta við að bera eyrnarlokkana, sem til- heyra tísku dagsins, enda gætu þeir flækst í tannhjólum stríðsvélanna ekkert síður en síða hárið. Þá tók hermannaforystan sig til og skrif- aði varnarmálaráðherranum bréf með ósk um að fá að bera eyrna- Hér er örlítið innlegg í umræð- una um „frjálst“ útvarp og auglýs- ingamennsku. Ameríkanar hafa nefnilega komist að þeirri niður- stöðu, að sjónvarpsstöðvar, sem gera ekkert annað en að sýna aug- Hvers vegna? Jú, leikritið heitir Princess Grace and the Fazzaris og fjallar um ungt par, sem var gefið saman sama dag og Grace heitin prinsessa af Mónakó gekk að eiga furstann Rainier. Og frumsýningin var daginn áður en Grace fórst í bílslysi. Eftir viku hófust sýningará ný og hafði ieikritinu þá verið breytt örlítið — en heiti leiksins er óbreytt... lokka. Gjörið þið svo vel, svaraði ráðherrann. Holienskirstjórnmálamenn hafa á undanförnum árum orðið að taka verulegt tillit til óska æskufólks, enda hefur kosningaaldur þar í landi verið lækkaður úr 21 ári í 18 ár. Konur í herþjónustu eru ekki síður kátar yfir þessari ákvörðun varnarmálaráðherrans, því þær höfðu áður átt í mesta basli með að fá að bera nýju eyrnalokkana sína. Nú ríkir jafnrétti á þessu sviði og allir eru ánægðir. Meira að segja Bernard W. Rogers, hershöfðingi NATO í Evrópu, sem segir að holl- enskir hermenn séu hinir vöskustu — þrátt fyrir útlitið. lýsingar, geta orðið býsna vin- isælar. Það er a.m.k. niðurstaðan í Pea- body, Massachusettes. Síðan í mars hafa þrjár rásir kapalsjón- varpsstöðvar einnar sýnt sömu 50—60 auglýsingarnar daginn út og daginn inn. Tilraunasendingarnar stóðu í sex mánuði og á þeim tíma hafa tveir þriðju hlutar áskrifend- anna horft á þessar auglýsingar a.m.k. einu sinni. Þrír fjórðu hlutar þessara áhorfenda stilltu á auglýsingarásirnar að minnsta kosti einu sinni í viku. Og til að þjónusta auglýsingasjúklingana enn betur er um að velja fjórðu rásina, þar sem birt er yfirlit yfir auglýsingarnar og nákvæm tíma- setning á því hvenær uppáhalds auglýsingarnar birtast. Sé það ekki nóg má einnig hringja í sérstakt númer til að biðja um tilteknar auglýsingar snemma.... Bæjarstjórnin í San Bernardino í Kaliforníu hefur sett reglur sem kveða svo á að vændiskonur og við- skiptavinir þeirra sem neita að gangast undir læknisskoðun eigi fangelsisvist yfir höfði. Reglur þessarganga ígildi ílok októberog eftir það mun lögreglan senda heil- brigðisyfirvöldum borgarinnar nöfn og heimilisföng allra vændis- kvenna og viðskiptavina þeirra sem handtekin eru. Síðan eru þau kölluð í læknisskoðun og ef þau Þessar föngulegu konur cru ekki beint hættulegar á að sjá og minna ekki beinlínis á hættulega glæpa- menn. En það er einmitt það sem þær eru, eða öllu hcldur eiga að vera. Þetta er „fjórmenningaklíkan hin önnur“, fjórar lítt þekktar breskar leikkonur í nýjum glæpa- þáttum sem verið er að taka í London um þessar mundir og verða væntanlega sýndir í sjón- varpsstöðinni ITV í byrjun næsta árs. Leikkonurnar heita Ann Mitc- hell, Maureen O’Farrell, Fiona Hendley og Eva Mottley og leika hlutverk ekkja eftir bankaræn- ingja, sem létu lífið í misheppnaðri tilraun við að ræna sendiferðabíl, sem flutti peninga milli banka. Frúrnar ákváðu að „gráta ekki Björn bónda“ en taka upp þráðinn þar sem eiginmennirnir hættu — nauðugir - og ná þessum milljón pundum sjálfar, sem þarna voru í veði. Tilgangurinn með því að gera þessa sjónvarpsseríu, sem verður í sex þáttum, er að friða þær raddir sem að undanförnu hafa gagnrýnt framleiðendur glæpaþátta fyrir að kvenhlutverk skipta sjaldnast miklu máli fyrir framgang sögunn- ar í slíkum myndum, eru mest til | skrauts. neita að gangast undir hana vofir yfir þeim allt að hálfs árs fangelsi. Borgarstjórinn í San Bernar- dino, Bob Holcomb, segir að þess- ar reglur séu nauðsynlegar sem lið- ur í baráttu gegn því sem hann nefnir faraldur kynsjúkdóma. Ýmsir hafa þó mótmælt reglunum og segja að með þeimslé heilbrigð- isyfirvöldum gert kleift að fylgjast með og skrásetja kynlífshegðan fólks. Þetta eru semsé glæpaþættir jafnréttis kynjanna, og eins og við vitum geta konur verið harðar í horn að taka ef því er að skipta. Hér á íslandi bíðum við því unn- endur breskra glæpamynda og von- um að íslenska sjónvarpið kræki í þessa mynd, sem er framleidd af Euston Film. Hin fögru glæpakvendi,sem ákveða að ná í þau milljón pund, sem eiginmenn þeirra létu lífið fyrir. Martröð í leikhúsinu Sér rás fyrir þá auglýsingasjúku KVENNAFRAMBOD AF KRIMMUM

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.