Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 22
22 í 50 ár hefur Grjótaþorpið verið hálfgert „vandræðabarn" í Reykjavík. Hver skipulagstillagan eftir aðra hefur verið gerð um þessa húsaþyrpingu milli Aðalstrætis og Garðastrætis, og lengi vel voru þær hug- myndir sem þar voru settar fram þær, að hverfið yrði jafnað við jörðu. Hugmyndir þessar komust þó aldrei lengra en á pappírinn, og smám saman varð Grjóta- þorpið að elstu heillegu byggð í Reykjavíkur- borg, eina „sýnishornið“ af því hvernig bær- inn leit út á seinnihluta siðustu aldar og fram eftir þessari. Fleiri og fleiri hafa gert sér grein fyrir þessu, og í síðustu skipulagstillögunni um Grjótaþorp, sem verið hefur til umræðu, var einmitt tekið tillit til þessara breyttu við- horfa. Þessar tillögur að nýju deiliskipulagi á Grjótaþorpi voru unnar í tíð fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta og samþykktar í borgarstjórn í vor. Hinsvegar tókst ekki að fjalla um athugasemdir hinna ýmsu borgar- Grjótaþorpið - elsti hluti Reykjavíkur í hættu Ætlar Davíö að grafa Grjótaþorpið? stofnana um það fyrir kosningar, sem þýddi að skipulagsstjóri ríkisins gat ekki auglýst skipulagið þannig að það fengi endanlega staðfestingu. Sigurður Harðarson arkitekt og borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins segir mér, að ástæðan hafi einfaldlega verið sú, að borgarlögmaður hafi tekið sér lengri tíma til að setja saman sína umsögn en aðrir, og það verið nóg til þess að borgarstjórn hafi ekki getað fjallað um athugasemdirnar fyrir kosn- ingarnar. -Ég tel að þarna hafi borgarlögmaður ein- faldlega verið að eyðileggja málið og ástæðan var sú, að tillögur okkar voru ekki í samræmi við hugmyndir hans, segir Sigurður Harðarson. Flestum er kunnugt framhaldið. Núverandi meirihluti í borgarstjórn hefur ekki fallist á að taka deiliskipulagið til umræðu á ný, og Davíð Oddsson borgarstjóri hefur lýst því yfir, að fyrst þurfi að skipuleggja götulínuna við Aðalstræti - og taka þar tillit til Morgunblaðshallarinnar. - Það eru rangfærslur, að málið hafi verið tafið, það var sjálftafið, sagði borgarstjóri við mig þegar ég bar undir hann kvartanir fulltrúa núverandi minnihluta í borgarstjórn þess efnis. - Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru ekki sammála vinnubrögðum fyrrverandi meirih- Iuta en ákváðu að láta kyrrt liggja eftir að breytingartillaga kom frá Alþýðuflokknum um að beðið skyldi með skipulag Aðalstrætis og það tengt við skipulag kvosarinnar í heild, auk þess sem efnt yrði til samkeppni um það skipulag, sagði borgarstjóri. Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Borgar- skipulags er á öðru máli. - Það er afskaplega bagalegt ef ekki er hægt að ljúka þessu máli. Hefði náðst sam- komulag um þetta hefði það verið góður áfangi í áttina að því að vernda þessa byggð að fá staðfest í borgarstjórn. Ef þess gerist þörf má alltaf taka málið upp og endurskoða skipulagið í samráði við þá sem hefðu áhuga á að gera eitthvað þar, annað hvort endurbæta gömul hús eða byggja ný, segir Guðrún Jóns- dóttir. - Þó má segja, að ekki sé óeðlilegt að nýr meirihluti skoði slíkar tillögur upp á nýtt. En ég á ekki von á því að það þýði samt að miklar breytingar verði gerðar, samstaða allra flokka var um forsögn deiliskipulagsins, segir húm_ Þó náðist ekki samkómulag um eitt atriði. Það er bílageymsluhús það, sem Sjálfstæðis- menn vilja byggja á horni Vesturgötu og Garðastrætis. Og það virðist einmitt eiga að vera snúningspunkturinn í málinu. Hefnd í stað réttarfars leidd í lög i íran Barátta íraks og írans um drottnunarað- stöðu við Persaflóa, og þar með tangarhald á olíuauðæfum landanna sem að fjóanum liggja, hefur staðið í rúm tvö ár. Því sést nú haldið fram, að úrslitaorustan í þessu stríði hafi þegar verið háð. Fyrir mánuði lagði her írans til atlögu við landamærin, þar sem leið er styst og greiðust til Baghdad, höfuðborgar íraks. Harðir bardagar stóðu á aðra viku, og lauk svo að sóknaraðilinn vann ekki á. Sadd- ad Hussein, forseti íraks, fór á vígvöllinn að þakka hersveitum sínum og lét í ljós að héðan af væri aðeins tímaspursmál, hvenær Khom- eini erkiklerkur yrði að gefast upp á hernaði til að steypa núverandi stjórn í Baghdad af stóli. Áður en þessar síðustu stórorustur í Persa- flóastríðinu voru háðar, kom fram hjá fyrr- verandi sendiherra Bandaríkjanna í Saudi- Arabíu sú skoðun, að her írans hefði einung- Khomeini is mátt til einnar höfuðatlögu gegn írak, og færi hún út um þúfur yrði það upphafið að endalokum stjórnar Khomeini. James A. Akins lét þessi orð falla á ráðstefnu í London um ástandið í olíulöndunum við Persaflóa, sem blöðin International Herald Tribune og Oil Daily efndu til. /Vkins var nýkominn úr ferðalagi til landa við Persaflóa, og kom þá við í Baghdad. Hann skýrði svo frá, að mannafli sem stjórn írans hefur aflögu til að senda fram í sjálfs- morðssveitum yfir jarðsprengjusvæði fraka, í því skyni að ryðja þjálfuðum hersveitum með þungavopn braut að íröksku víglínunni, væri á þrotum. Takmörk væru fyrir, hve lengi væri unnt að smala unglingum og jafnvel börnum út í slíka slátrun, jafnvel þótt skírskotað sé til trúarofstækis og gefin fyrirheit um tafarlausa sæluvist í Paradís eftir fórnardauðann. Að auki kemur það til, að upp á síðkastið hefur írak gengið betur en íran að endurnýja vopnabúnað hers síns. írakar hafa algera yfirburði í lofti og sovétmenn eru orðnir ör- látari á varahluti í skriðdrekaflota þeirra en fyrst eftir að stríðið hófst. Þá hefur dregið úr vopnaútvegun ísraelsku leyniþjónustunnar 1 Mossad fyrir íransher, eftir að verkefni henn- ar jukust mjög við innrásina í Líbanon. Akins, og fleiri sem rætt hafa ástandið í íran upp á síðkastið, telja vaxandi líkur á , uppreisn gegn klerkastjórninni. Tilefni henn- ar gæti annað hvort orðið vonlaust en mann- frekt stríð við írak eða fráfall Khomeini erki- klerks. Undirrótin væri þó fyrst og fremst óvinsældir stjórnkerfis islömsku klerkanna, sem gerist því grimmara sem dugleysi þess gerir daglegt líf almennings erfiðara. Mujahedin-hreyfingin berst gégn klerkas- tjórninni með hermdarverkum, og hefur á síðustu vikum ráðið nokkrum nánum sam- starfsmönnum Khomeini bana á bænasam- komum. Tilræðismaðurinn faðmar þar að sér fórnarlambið, en sprengir um leið hand- sprengju sem verður báðum að bana. Muja- hedin gerir sér vonir um að ná höndum saman við óánægð öfl í hernum um aðgerðir til að steypa klerkastjórninni af stóli. Svar Khomeini og nánustu samstarfsmanna Föstudagur 29. október 1982 JjosturinrL Davíð Oddsson borgarstjóri upplýsir að næsta skref sé að nefnd á vegum borgarverk- fræðings leggi fram tillögur um tilhögun þess, og niðurstöðu hennar sé að vænta á næstu dögum. Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Borgar- skipulags á einmitt sæti í þeirri nefnd, en þegar ég innti hana eftir gangi málsins vildi hún lítið gera úr starfi nefndarinnar. - Þessari nefnd er ætlað að fara yfir þær tillögur sem fyrir lágu um þetta bílageymslu- hús, en ekki veit ég hvort niðurstaðan verður sú, að við gerum einhverjar endanlegar til- lögur, segir hún um það. Þannig virðist sem deilurnar um skipulagið á Grjótaþorpinu snúist ekki lengur fyrst og fremst um það hvort gömlu húsin þar eiga að standa eða ekki, heldur um umferðarmál og nýtingu lóðanna við Aðalstræti. Sjálfur segist Davíð vera því fylgjandi að sum húsin þar fái að standa, „en önnur naumast“, eins og hann sagði, en benti jafnframt á nauðsyn þess að laga götulínuna við Morgunblaðshöllina. Að hans mati þarf að viðurkenna tilvist þess húss þar á þann hátt að leyfa hærri byggingar á lóðunum sitt hvoru megin við hana. -En tillaga fyrrverandi meirihluta er dauðadæmd vegna þeirrar forsendu hennar, að þar sem húsin ættu sér merkilega sögu bæri að varðveita þau, en jafnframt mætti rífa þau og byggja önnur jafnhá í staðinn, segir Davíð Oddsson. Sigurður Harðarson borgarfulltrúi segir aftur á móti að þarna gæti tvískinnungs í mál- flutningi borgarstjóra. Vitanlega væri best að friða húsin alveg að hans mati, en það legði jafnframt skaðabótaskyldu á borgina. - Því var talið réttast að setja málið fram þannig, að mönnum væri leyfilegt að rífa hús- in, en mættu ekki byggja stærri hús í staðinn. Þannig er tryggt að húsin fái „sjens“, hús- eigendum er stillt upp frammifyrir þeim val- kostum að gera gömlu húsin upp eða leggja í þann kostnað að reisa jafn stór hús á lóðun- um, segir Sigurður Harðarson borgarfulltrúi og arkitekt. En eins og fyrr segir er í tillögum fyrrver- andi meirihluta borgarstjórnar tekið tillit til þeirra verndunarsjónarmiða, sem eiga vax- andi fylgi að fanga, ekki bara hér á landi, heldur um allan heim, og sér helst stað í INNLEND VFIRSVINI hans er að herða tökin á írönsku þjóðinni sem mest þeir mega. Nú hefur klerkastjórnin kunngert, að í næsta mánuði falli úr gildi öll fyrri hegningarlög, dómstólar séu afnumdir og lögfræðingastéttin leyst upp. í staðinn skulu koma tafarlaus málagjöld fyrir mis- gerðir, byggð á hefndarrétti sem ríkti með hirðingjum eyðimerkurinnar áður en Mú- hameð setti þeim lög. Hefndarrétturinn, eða „qisas”, er í orði kveðnu viðurkenndur í Kór- aninum, en í raun og veru ýtti Múhameð honum til hliðar með fyrirmælum um vand- aðri rannsókn mála og mannúðlegri hegning- ar en tíðkuðust í „qisas”. Þetta er ein ástæðan til að Khomeini hefur ekki tekist að fá aðra erkiklerka írans til að samsinna því að „qis- as” skuli ríkja í landinu, en hann virðist samt staðráðinn í að fara sínu fram. í næsta mánuði skal því öllum réttarhöld- um með vörn og sókn hætt, dómstólar leystir upp og lögfræðingar sendir í endurhæfingu. í stað þeirra koma 1200 faranddómarar klerkavaldsins, sem setið hafa þriggja vikna námskeið í nýja réttarfarinu í hinni helgu borg Qom. Dómsmeðferð þeirra skal vera svo skjót, að unnt sé að uppfylla kröfu eyðim- erkurlaganna um að enginn sakamaður skuli þurfa að bíða dóms í haldi lengur en tvö sólarlög. Dómar hinna nýju dómara eru endanlegir og verður ekki áfrýjað. Sakborn- ingur hefur engan rétt til að ráða sér verj- anda. Dómum ber að fullnægja tafarlaust. Dauðarefsing er lögð við 109 afbrotum, samkvæmt réttarfari Khomeini. Þar á meðal eru nokkur sem gefa til kynna, að með því eru lögð drög að útrýmingu allra sem núver- andi yfirvöld líta hornauga. Til að mynda skulu þeir láta iífið sem „vinna gegn islam,” hafa sýnt „merki um satanskar tilhneigingar” eða þá „fara ómaklegum orðum um hin is- lömsku stjórnvöld." Fyrir ópólitísk afbrot skal refsað með fé- sektum eða Iíkamsmeiðingum, fangavist er afnumin. „Markmið okkar er að skapa þjóðfélag án fangelsa,” segir Moussavi- Ardabili yfirdómari. „Því skyldu guðhræddir múslímar kosta framfærslu glæpamanna, sem Reykjavík í endurreisn gömlu húsanna á svonefndri Bernhöftstorfu. í tillögunni er gert ráð fyrir því, að húsin standi að mestu leyti óbreytt og sömuleiðis gatnakerfið, að undanskildu því að Mjóstræti verði framlengt upp á Vesturgötu. Þessar götur verði síðan ýmist göngugötur eða aðeins ætlaðar fyrir umferð að húsunum. Fljótlega eftir að vitnaðist um þessar nýju skipulagstillögur hófust íbúar í Grjótaþorpi handa við að endurbæta hús sín, enda þóttust menn þá sjá fram á að tryggt væri að þau fengju að standa. En nú, þegar afturkippur virðist vera kominn í málið enn á ný, eru þeir orðnir uggandi um sinn hag á ný. En málið snýst um annað og meira en þá sem eiga hús í Grjótaþorpinu nú. - Málið snýst um elstu byggð í Reykjavík og hvort Reykvíkingar vilja halda í þessa fortíð eða sleppa henni og segja, að í borginni sé ekkert hús að finna nema frá þessari öld, eins og Guðrún Jónsdóttir orðar það. Hún segir líka, að eftir miklar umræður þeirra sem unnu að tillögunni hafi niðurstað- an orðið sú, að ekki sé rétt að undirstrika stærð Morgunblaðshallarinnar með því að hækka byggðina sitthvorumegin við hana, heldur varðveita þessa byggð í upprunalegri mynd þrátt fyrir þetta stóra hús. -Einhverntímann verður Morgunblaðs- höllin gömul, og þá er hugsanlegt að menn vilji að hún hverfi. Annað eins hefur gerst, meðal annars í Færeyjum. Færeyingar rifu nýlegt stórt hús sem þeim fannst eyðileggja gömlu byggðina í Þinganesi, segir Guðrún Jónsdóttir. Og það að tengja saman Grjótaþorpið og miðbæjarkvosina er dálítið að gera málið ó- þarflega flókið, breiða yfir það hvað við vilj- um raunverulega í þessu máli, segir hún enn- fremur. - Það er biðstaða í Grjótaþorpsmálinu, eina ferðina enn. Þó erum við nær því en nokkru sinni fyrr að varðveita elsta hluta Reykjavík- ur, og það væri mjög miður - raunar stórslys, ef hann hyrfi undir umferðargötur, bílastæði og stórhýsi. Það væri andstætt þeirri þróun sem er að gerast í borgum allt í kringum okkur. verðskulda að för þeirra til helvítis sé flýtt tafarlaust.” Við þriðja þjófnaðarbroti liggur missir hægri handar. Sá sem veitir öðrum áverka getur valið um að sæta samskonar meiðslum af fórnarlambinu eða selja því sjálfdæmi um fébætur. Hórkonur skulu líflátnar en hór- karlar hýddir með priki opinberlega svo næst gangi lífi þeirra. Líflátsrefsing liggur við fíkniefnasölu, bruggun eða sölu áfengra drykkja, fjárhættu- spili og matarhamstri, svo nefnd séu dæmi af handahófi. í fangelsum írans er talið að sitji 120.000 manns, þar af 80.000 sakamenn og 40.000 pólitískir fangar. Klerkastjórnin virðist hafa í hyggju að láta sakamennina lausa gegn því að þeir fari sem „sjálfboðaliðar” á vígvöllinn í stríðinu við írak. Stjórnarandstæðingar óttast að pólitísku fangarnir eigi líflát í vændum. Formlegum, kunngerðum aftökum hefur að vísu fækkað í íran að undanförnu, en það stafar af því einu að byltingarverðir klerkastjórnarinnar skjóta fólk strax við handtöku, undir því yfirskyni að um hafi verið að ræða „vopnaðan mót- þróa”. Svo er að sjá sem stjórn Khomeini sé ekki með öllu ónæm fyrir viðbrögðum sem böð- ulsveldi hennar vekur utan írans. Því var komið til leiðar að Mannréttindanefnd SÞ og Evrópuráðið ályktuðu um ofsóknir erkikl- erkanna gegn trúflokki baha’ia. Var fram- kvæmdastjórn SÞ falið með samþykkt Mann- réttindanefndarinnar að fylgjast með með- ferð á baha’ium í landinu. Gerald Knight, sem talar máli baha’ia á vettvangi SÞ, skýrði frá því fyrir viku, að eftir þessa samþykkt hefði dregið verulega úr aftökum á fulltrúum í þjóðarráði og svæðisráðum baha’ia í íran. Hins vegar er ekkert lát á upptöku eigna safnaðarins eða einstakra baha’ia, vanhelgun grafreita og helgistaða, atvinnubanni og við- leitni til að knýja baha’ia, einkum börn og unglinga, til að afneita trú sinni. 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.