Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 17
17 -tpfisiurinn Föstudagur 29. október 1982 Popp 7 inn um annað eyrað og út um hitt. Þetta eru þó ágætlega samin lög en útsetningar þeirra miðast um of við að særa nú engan í eyrun. Einn af stærri kostum plötunn- ar tel ég vera saxófónleik Kristins Svavarssonar, sem gefur tónlist- inni mannlegan blæ, sem hana mundi tilfinnanlega skorta á köfl- um ef saxinn kæini ekki til. Grunnurinn er svobassaleikur Jóhanns Ásmundssonar og trommuleikur Gunnlaugs Briem. Jóhann er lipur bassaleikari en hann má þó passa sig á að vera ekki að negla bassan um of, eins og t.d. í Sprett úr spori, því það verður heldur hvimleitt áheyrnar. Gunnlaugur er ágætur trommuleikari en þó er stundum sem það vanti meira svif í leik hans. Einnig koma einhverjir gesta- leikarar við sögu, svo sem áslátt- arleikarinn Louis Jardin, Shady Owens og einhverjir fleiri, sem ég get ekki nefnt hér, þar sem platan er ekki komin út þegar þetta er skrifað og ég aðeins haft kassettu af henni undir höndum en engar upplýsingar aðrar hvorki um hljóðfæraleikara né lagahöfunda. Ætlunin var að fjalla einnig um afmælistónleikana á Broadway hér, en það hefði nánast orðið endurtekning á því sem hér hefur á undan farið, þar sem mér fannst, svona í fljótu bragði, ekki sérlega mikið brugðið út af því sem á plötunum gefur að heyra. Hljórriurinn var góður og þetta skilaði sér allt ágætlega. Pað var helst að mér þættu kynningar þeirra hálf fáránlegar, þar sem þeir voru alltaf hálf flissandi en brandararnir voru bara svo inn- viklaðir að enginn skildi þá. Kannski voru þetta ekki brandar- ar heldur gætu þeir bara hafa ver- ið svona feimnir eða, það sem lík- legra er, taugaóstyrkir. Pað er þá bara að óska strákun- um til hamingju með afmælið og hvað sem öðru líður er virðingar- vert að þeir skuli hafa verið nógu þverir til að fara sínar leiðir, því það hafa þeir gert hér á heima- markaðnum, og gefast ekki upp þó byrinn hafi verið á móti þeim í upphafi. Ég er á því að þeir hafi nú góðan meðbyr, þó að mitt álit á þeim sé kannski mikið til fokið út í veður og vind. Ég bjóst jú jafnvel við að þeir yrðu einhvern tíma boðberar góðrar skapandi tónlistar en ekki bara gott diskó- band. Bjöm Thoroddsen - Svif Þó að Mezzoforte hafi verið eina fusion hljómsveit landsins sem einhverjar sögur hafa farið af, er því (miður) ekki að neita að fleiri hafa fengist við að leika þessa tegund tónlistar hér, þó minna hafi fyrir þeim farið. Éinn þessara manna er gítarleikarinn Björn Thoroddsen en hann nam um tíma gítarleik í Bandaríkjun- um, heimalandi þessarar iðnað- arframleiðslu sem kölluð hefur verið fusion en þó hefur verið reynt að telja fólki trú um að þetta sé eitthvað sem heiti jazz. Nokkuð hefur borið á Birni í tónlistarlífinu hér síðan hann snéri heim að nýju. Hann hefur m.a. leikið inn á plötu með Fræb- bblunum (???!!!), leikið með göntlum jazzbrýnum í Djúpinu, og kannski víðar, og síðast en ekki síst hefur hann verið einn af meðlimum Hljómsveitar Björg- vins Halldórssonar, fór með þeim hér um landið en síðan héldu þeir í austurvíking til Ráðstjórnarríkj- anna, en sagan sú ku víst vera framhaldssaga Moggans um þess- ar rnundir og ætla ég mér ekki að ræna þá glæpnum. Björn hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu. Nýtur hann þar að- stoðar ýmissa fimra en að sama skapi ekki jafn skapandi hljóð- færaleikara. Kannski er þó ekki rétt að dæma sköpunargáfu þeirra af verki þessu til þess fá þeir raunar of fá tækifæri. Piata þessi, sem nefnd hefur verið Svif, er fyrst og fremst plata gítarleik- arans Björns Thoroddsen. Lagl- ínur eru allar kynntar af honum og sóló hans eru einna mest áber- andi, hvort sem það er nú vegna þess að hann sé besti hljóðfæra- leikarinn á plötunni eða ekki. Ekki get ég nú sagt að ég sé neitt yfir mig hrifinn af þeirri tón- list sem gefur að heyra á Svif. Hún er þegar á heildina er litið heldur bragðdauf og lítt eftir tektarverð en þó ekki alvond því inn á milli eru líflegir sprettir. Á fyrri hliðinni er nú fátt sem situr í manni. Pað eru helst lögin Heitur ís (hvað sem það á nú að tákna) og Sjálfvirkur símsvari og það síðarnefnda þá fyrst og fremst fyrir að það er öðruvísi. Seinni hliðin eröllu betri, lögin lieldur lengri og betur úr þeim unnið. Upphafslag hliðarinnar er t.d. þokkalegt en bestu lög plöt- unnar eru tvö síðustu lögin, Brot- hætt og Djúpið, þar sem Björn kemst einna næst jazzinum. Svíarnir Hans Rolin og Mikael Berglund leika hér með Birni á trommur og bassa og skila þeir sínu hlutverki ágætlega. Hins vegar er ég á því að margir aðrir sem korna frani á plötunni leiki undir getu og því til stuðnings má t.d. nefna að saxófónleikur Kri- stins Svavarssonar er heldur bragðdaufur. Og það sama er einnig að segja unt hljómborðs- leikinn. Á heildina litið er þetta sem sé heldur lítilfjörleg plata en hún á þó sína spretti. ýja leðurdeildin býður ú upp á rmrgar gerðir af homsófunrog feðursófasettui HRINGBRAUT 121 SÍM110600 Smíóum timburhús klædd utan með timbri, stáli eða áli, - eftir okkar teikningum eða yðar. Ennfremur önnumst við alla aðra tré- smíðavinnu. BYGGINGAVÖRUR m.a. vörur innfluttar af okkur og oft á mjög hagstæðu verði. Við bendum m.a. á eftirfarandi byggingavöru auk þess sem er að finna ívöru- og þjónustuskrá þessa blaðs: Hurðir: Bilskúrsrennihurðir, útidyrahurðir, innihurðirog fylgihlutir Gluggar: Allar gerðir úr timbri ásamt fylgihlutum Handrið: Fyrir svalir og stiga, úr timbri Timbur: Harðviður, krossvióur, límtré, sperruefni Stigar úr timbri Auk þess: Einangrunarefni, fúavarnarefni, fylli- og þéttiefni, silicone, trétex, veggklæðningar og loftaklæðningar, saumur Stöðluð hús, en sérsmíðuð! Við bjóðum þá þjónustu að byggja hús yðar eftirstaðlaðri teikningu. Það má kalla það sérsmíðað einingahús. Reynsla húsbyggjenda afþessu fyrir- komulagi er mjög góð. Þér ættuð að hafa samband við okkur hið fyrsta og ræða málið. TRÉSMIÐJA ÞÓRÐAR - STRANDVEGI79 VESTMANNAEYJUM - SÍMI (98)2640 Heimasímar: Þórður Karlsson sími 1756 Þórður Sigursveinsson sími 2057 Þórður Svansson sími 1646

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.