Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 13
.^pifisturinn. Föstudagur 29. október 1982 fslsviMalið: Arnl Bcrgmann lurðariynair” mikil blessun. Það er að vissu leyti alveg rétt og það er ágætt ef pólitískir foringjar eru ekki eins spéhræddir og áður og þar með afskipta- samir af sínum málgögnum. En eitt er neikvætt í þessari þróun. Hún hefur eflt sjálfsálit fjölmiðlafólks afar mikið. Það er allt í lagi í sjálfu sér að efla sjálfsálitið, en það þarf alltaf dálítið til að standa undir því. Það er dálítið áberandi að kollegar okkar belgi sig út eins og einmitt þeir séu aðalmálið. Þekking þeirra er misjöfn, en þeim hættir til að tala eins og heimurinn sé þeirra sköpun- arverk. Fjölmiðlaheimurinn verður oft voða- lega sjálfhverfur og fjölmiðlafólk verður sjálft fréttaefnið. Til dæmis hafa ríkisfjöl- miðlarnir lengi haft þá skoðun að innanhúss- mál stofnunarinnar sé það sem þjóðin vill helst skemmta sér við á hátíðisdögum.” Allial Deira lyrir 10 arum - Það er algengt að heyra fólk minnast gömlu góðudagannaþegarhvert blaðamanns- sæti var skipað höfuðsnillingi. „Já, fortíðin er oft fegruð. Auðvitað voru til ákaflega snjallir menn í blaðamannastétt fyrr á árum, eins og Magnús Kjartansson. Hann sagði mér þegar ég byrjaði á Þjóðvilj- anum að í þau 15 ár sem hann hafði þá verið á blaðinu hefði alltaf verið sagt að Þjóðviljinn hefði verið miklu betri fyrir tíu árum. Hann bjóst við því að þannig yrði það áfram. Ég hef líka heyrt þetta. Hvað Þjóðviljann snertir þá er hann vinstriblað og mönnum finnst slíkt blað alltaf betra meðan þeir eru enn ungir og eru að faðma að sér hugsjónina. Þjóðviljinn hefur gengið upp og ofan svo það er ekki spursmál um gæði hans heldur miklu frekar um það hvernig fólk upplifir sjálft sig. En ef ég á að benda á eitthvað sem hefur hnignað í tímans rás í íslenskum fjölmiðlum, þá er það helst að ýmsir þeir höfðingjar sem vitnað er til voru ákaflega góðir íslensku- menn. Magnús Kjartansson benti mér á það hvemig ensk málhugsun þrengir sér inn í text- ann. Það er gjarnan notað mikið nafnorða- farganístaðsagnorða sem eru einkenni íslenskunnar. Oftereins ogsetningarnar séu hugsaðar á ensku og síðan þýddar bókstaf- lega. Þetta hefur læðst inn í málið í kjölfar félags-, sál- og hagfræðanna.” Umburðariyndl á möryum lueðum „Enn eitt sem oft er minnst á þegar litið er til baka, er að menn fagna því að pólitískt ofstæki sé ekki eins mikið nú og þá. Ég nefni sem dæmi hatrammar deilur um bókmenntir eins og þegar deilt var um Sjálfstætt fólk og Sturlu í Vogum. Þá var Sjálfstætt fólk kallað svívirðing við íslands þúsund ár og bænda- stéttina og illt til afspurnar í útlandinu. Ég man ekki betur en að forsætisráðherra hafi eitt sinn komið í útvarpið til að mæra einstaklingsframtakið í Sturlu í Vogum, það væri eitthvað annað en vesaldómurinn í Sumarhúsum. Nú getum við horft á þetta og sagt sem svo að í gamla daga hafi menn skort yfirsýn og verið fullir ofstopa. En það var eitt jákvætt við þetta ofstæki og því megum við ekki gleyma. Þá þótti mönnum taka því að deila og rífast eins og hundar, t.d. um bókmenntir. Nú eru allir svo skelfilega umburðarlyndir að það hálfa væri nóg. En þetta umburðarlyndi erámörgum hæðum.Égskal taka dæmi. Úng- ur rithöfundur skrifar skáldsögu þar sem hann ristir auðvaldinu, Kananum og spilling- unni níð og hefur hátt um nauðsyn byltingar. Hægripressan þarf ekki einu sinni að klóra sér á bakvið eyrað, hún getur tekið þessu með stillingu og sagt að innan um séu nú góðir sprettir hjá skáldinu unga. En ef ein- hver gerir sjónvarpsmynd þar sem látið er að því liggja að ekki sé nú allt í besta lagi með menningunaí ákveðnu sjávarplássi, þá ætlar allt vitlaust að verða. Höfundur myndarinnar er sakaður um fölsun, hroka og slettireku- skap í leiðurum og lesendabréfum. Þetta sýn- ir að bókmenntirnar hafa þokað fyrír sjón- varpinu. En menn taka ekki eftir þessu.“ TœKllærlslesendup hvepia - Er bókin þá á miklu undanhaldi? „Það er nú lengi búið að spá henni miklum hrakspám. Mér finnst mesta furða hvað hún stendur sig. En ég er þó ekki alveg laus við þessa menningarbölsýni. Okkar sjónvarps- öld er svo stutt ennþá og framboð á sjón- varpsefni er ekki mikið. Myndböndin eru enn að ganga yfir. Við vitum ekki hvernig næsta kynslóð verður. En í þessum efnum hafa menn einnig hneigst til að fegra fyrir sér fortíðina. Þeir hafa búið til mynd af fagurri fortíð þar sem allir lású góðar bækur. Eitt hefur þó hjálpað bókinni á síðustu árum og það er hve geysi- lega stór hluti hvers árgangs hefur farið í gegnum menntaskóla. Þar hafa orðið til þó nokkrir lesendur sem annars hefðu varla orð- ið til. A hinn bóginn hef ég á tilfinningunni að það hafi orðið ákveðin sundurgreining í fólk sem les og fólk sem les alls ekki neitt, hvorki sér til góðs né ills. Það verður minna af þess- um tækifærisiesendum sem lásu jafnt Lax- ness sem ástarrómana." sepstaöð Djöövll|ans - Það er oft talað um sérstöðu Þjóðviljans, hvort sem menn vilja skamma hann eða hrósa. Hver er þessi sérstaða og hefur hún kannski breyst? „Ég held að Þjóðviljinn hafi þróast með ósköp hliðstæðum hætti og hin blöðin. En sérstaða hans sem vinstra blaðs hefur breyst. Áður höfðu bæði þeir sem skrifuðu hann og lásu mjög ákveðnar hugmyndir um það hvernig þjóðfélagsþróunin yrði, jafnt er- iendis sem heima fyrir, og þeir höfðu mikla og sterka trú á þessar hugmyndir. Síðan hafa sósíalistar og vinstrimenn orðið að taka mjög margt til endurmats. Ekki bara byltingarríkin íSovét og Kína heldur líka bjartsýnina á þriðja heiminn. Þeir hafa orðið að endurmeta hagvaxtarhugsjónina sem var stór partur af þeirra bjartsýnu söguskoðun. Núna síðast hafa þeir orðið að endurmeta stofnanir vel- ferðarþjóðfélagsins, með sínum hætti, vel að merkja, ekki í stíl við hægrimenn. Þeir hafa séð að það er ekki nóg að setja mikið af peningum í alls kyns stofnanir, skóla, sjúkra- hús, elliheimili, barnaheimili. Þeir trúa því ekki lengur að út úr þessum stofnunum komi einhver sjálfvirk lífshamingja, bara við að stinga í þær peningum. Þeir hafa orðið að taka aðra þætti mannlegra samskipta til um- ræðu. Já, og ekki má gleyma verkalýðs- hreyfingunni, hver er samstaðan innan hennar? Þetta endurmat birtist í blaðinu og það sést að aðstandendur þess eru meira í leit eða spurn en áður var. Þessar breytingar hafa gengið yfir á 20-30 árum og sérstaða blaðsins hefur breyst við þær, af því að menn hafa ekki viljað grafa sig í fönn. En það er til önnur sérstaða. Það hefur mikið verið talað um formúlu fyrir svona blaði eins og Þjóðviljanum sem er meira og minna pólitískur. Þær deilur geta aldrei hætt. En ef við lítum til Evrópu sjáum við að dag- blað sem gefið er út af vinstrikrötum eða öflum enn lengra til vinstri er orðið harla sjaldgæfur hlutur. Mér þótti það afar skrýtið að Socialistisk Dagblad sem gefið var út af Sósíalíska alþýðuflokknum í Danmörku skyldi fara á hausinn s.l. vor. Á síðustu dög- um blaðsins hafði grundvöllur blaðsins breikkað, vinstrisósíalistar gerðust aðilar að útgáfunni, og að baki blaðinu stóðu 200 þús- und kjósendur, langflest menntafólk sem átti að vera meðvitað um nauðsyn svona blaðs. Samt náði þetta blað aldrei upplagi Þjóðvilj- ans. Og það þurfti að leggja upp laupana á sama tíma og SF vann sinn stærsta kosninga- sigur. Þetta er eitt dæmi af mörgum. Það eru til stórir krataflokkar á Norðurlöndum sem geta gengið í sjóði verkalýðshreyfingarinnar til að kosta útgáfu blaða sinna, en eru samt í vandræðum með að halda úti dagblöðum. Með þetta f huga er sérstaða Þjóðviljans talsverð í evrópskum vinstriheimi.“ Kö skrila um þaö bök - Meðfram starfi þínu á Þjóðviljanunt kennirðu dálítið í Háskólanum, hvernig líkar þér að kenna? „Það besta við að kenna er að þú fylgist betur með ungu fólki og veist meira um það. Svo eru líkur á að þú þekkir bókmenntirnar betur en áður. Það er til ágæt kenning sem segir að eina leiðin til að vita eitthvað sé að kenna það. Svo er líka sagt að eina leiðin til að komast að sannleikanum um eitthvað sé að skrifa um það bók.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.