Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 10
10 Lífsvon leiklistar Leikfélag Reykjavíkur sýnir írlandskortið eftir Brian Friel í leikstjórn Eyvindar Erlends- sonar Nemendaleikhúsið sýnir Prestsfólkið eftir Minnu Canth ' í leikstjórn Ritvu Sikkala Leiksviðið er riki ieikarans. Þetta eru einföld sannindi, en því miður ekki sjálfsögð. Á þingi listamanna og gagnrýnenda ný- lega deildu menn t.d. nokkuð um það hvort skipti meira máli í leiksýningunni, leikstjórnin eða list leikarans. Einn af leikhús- mönnum okkar - sem er sjálfur allt í senn leikari, leikstjóri og höfundur - hélt því fram að auðvitað væri leikstjórnin númer eitt. Ég leyfði mér að vera ósam- mála og er enn á sömu skoðun. Sem gagnrýnandi finn ég mig vissulega oft knúinn til að fara í saumana á leikstjórninni, fremur en tíunda kosti og galla hvers ein- staks leikara, en það stafar ekki af vanþóknun á leiklistinni. Ástæðan er einfaldlega sú að í leikhúsi nútímans er leikstjórn grundvöllur leiks og því óhugs- andi að sýning sé öll vel leikin sé leikstjórinn ekki starfi sínu vax- inn. Aðalatriði málsins er vita- skuld að hver einasti leikari nái sem bestum árangri innan ramma þess skáldverks sem sýningin túlkar og það á góður leikstjóri að ábyrgjast. Allt of margir nú- tíma leikstjórar liugsa hins vegar ekki um annað en troða misjafn- lega gáfulegum leikstjórnarhug- myndum uppá grandalausa áhorf- endur sem eru komnir í leikhús til þess eins að horfa á gótí leikrit og njóta góðs leiks. Það hefur víst ekki farið frarn hjá neinum að nýtt blóð er nú tekið að streyma inn í íslensku leikhúsin. Þegar Leiklistarskóli íslands tók til starfa á sínum tíma höfðu menntunarmál leikara- stéttarinnar verið í slíkum ólestri um langt skeið að af því súpum við í rauninni seyðið enn.Nú hef- ur Leiklistarskólinn sent frá sér stóran hóp ungra leikara sem margir hafa fengið góð tækifæri í atvinnuleikhúsunum. Því er orð- ið tímabært að spyrja hver sé list- ræn staða þessarar nýju kynslóð- ar; hvað þurfi til að hún nái full- um þroska. íslensk leiklistar- gagnrýni hefur enn leitt slíkar spurningar hjá sér, enda er hún yfirleitt ekki annað en færibanda- framleiðsla á meira eða minna hroðvirknislega unnum leikdóm- um. Vitaskuld er nauðsynlegt að hver einstaklingur sem á annað borð nær fótfestu í greininni fái traust - og ef nauðsyn ber til al- veg miskunnarlaust-aðhald í op- inberri gagnrýni. Menn verða ekki listamenn við það eitt að fá skírteini frá ríkis- stofnun og þær eru margar hætt- urnar sem leikarans bíða. Tilefnið til að ég vek hér máls á þessari hlið íslensks leikhússlífs eru frumsýningar síðustu helgar. Þær eru sem sé báðar til þess fallnar að vekja mann til umhugs- unar um framtíð leiklistar okkar, hvor með stnum hætti. í Nem- endaleikhúsinu leggur enn einn árgangur ávöxt þriggja ára náms í dóm okkar.Og sýning Leikfélags- ins er að miklu leyti borin uppi af leikurum sem eru annaðhvort al- veg nýbakaðir eða eiga sér mjög skamman feril að baki. Það er ansi fróðlegt að bera þessar tvær sýningar saman. Önnur er gerð af prýðilegri fag- mennsku; myndræn og fáguð á ytra borði, en staðnæmist ekki við það, heldur leitast af einurð og einlægni við að miðla inntaki verksins, drama þess, í gegnum lífræna leiklist. Hin er ekki annað en dæmigert íslenskt hálfkák. Og þá endurtekur sagan sig á sama tíma og lágkúran ræður ríkjum í stofnanaleikhúsunum birtist Nemendaleikhúsið eins og frelsandi engill. Ég hef margsinn- is lagt áherslu á að íslensku leikhúsin verði að gera meira að því að fá til liðs við sig góða er- lenda leikstjóra. Prestsfólkið í Lindarbæ er enn ein sönnun þess hversu mikinn rétt sú krafa á á sér. Leiklistarskólinn á lof skilið fyrir að fá Ritvu Sikkala hingað og er þá ekki minnst í það varið að hún flytur með sér hugmyndir og vinnuaðferðir sem íslenskt leikhús þarf nú mjög á að halda. Ritva Sikkala er raunsæissinni af skóla Stanislavskys, eins og eftir- farandi orð hennar sýna, en þau eru tekin úr fjölriti sem gagnrýn- endur fengu í hendur á frumsýn-' ingunni fyrir viku: „Ég hef reynt að gefanemendumundirstöðuí að vinna að raunsæjum mannlýsing- um, en undirstaða raunsærra mannlýsinga er virðing fyrir lífinu og virðing fyrir manninum og þær gera þá kröfu til listamannsins að hann sé ætíð að kanna lífið, manninn og tilveruna. Raunsæis- stefna í listum er viðhorf til lífsins og listarinnar og ber í sér að þegar fólki er lýst sé það gert með vænt- umþykju og reynt að sjá athafnir þess í tengslum við aðstæður, leita andstæðna í þeim og forðast þá hugsun að maðurinn sé aö upplagi annað hvort illur eða góður." í svipuðum anda eru um- mæli hennar í Morgunblaðsviö- tali nýlega, en þar lýsir hún við- horfi sínu til íslenskrar leiklistar með þessum orðum: „Á hinn bóginn finnst mér að það þurfi að byggja meiri dýnamík á leikaran- um, til þess að lýsa lífinu. Það sem ég á við er að leikararnir seu notaðir á annan hátt, að meiri áhersla sé lögð á leikarann og líf- inu sé lýst gegnum hann, að leikverk miði meira að sam- skiptum nrilli fólks og það sem ég sakna stundunr hjá ykkur er ein- hvers konar alvara og heiðarleiki í því að nálgast persónuna. Undir tilvitnuð orð Ritvu Sikk- ala skal hér tekið af alhug. Leiklistin er umfram allt hæfileiki og geta til að miðla af sjálfum sér; vera heill og sjálfur, en lifa þó lífi annarrar mannveru um leið. Þetta getur leikarmn í krafti á- kveðinnar náðargáfu sem hann þroskar með þrotlausri ögun .tjáningartækjanna, könnun eigin sjálfs og þess veruleika sem hann á að endurskapa og afhjúpa á leiksviðinu. Honum ber að standa með persónu sinni hvað sem á dynur, hvernig sem hún er innrætt og það getur hann hæg- lega gert, án þess að draga fjöður yfir bresti hennar. Hann má aldrei sýna henni fyrirlitningu eða hatur eins og þeir gera iðu- lega, sem þekkja ekki mun á list- sköpun og áróðursstarfsemi. Um og upp úr síðustu alda- mótum tóku að koma fram kenn- ingar um að leikarinn ætti að vera eitthvað allt annað en sá mann- lífsspegill sem hann að réttu lagi er: líflaus strengbrúða í höndum guðdómlega alviturs leikstjóra (Craig), akróbat (Meyerhold) eða organdi táknfígúra (Ártaud). Angi af þessari nýjungaviðleitni eru fræði Brechts um Verfremd- ung, þ.e. óinnlifaðan leik, sem hafa verið vinsælt tískufyrirbæri á seinni árum. Hér á landi áttum við til skamms tíma nokkuð styrka raunsæishefð, sem úrætt- aðist því miður í höndum lélegra leikstjóra. Þar með skapaðist jarðvegur fyrir aðfluttar formúl- ur, sem hafa grassérað í íslensku leikhúsi um nokkurt skeið og birtast nú sumar í sinni sjúkustu mynd á sviði Þjóðleikhússins. Nú verður íslensk leiklist að endurfæðast undir merki nýrrar raunsæisstefnu og er með því ekki átt við að við eigum að hverfa aftur til natúralisma sem hrærir saman aukaatriðum og að- alatriðum í misskilinni viðleitni við að koma veruleikanum óm- enguðum til skila. Átt er við það eitt að hver einstakur leikari öðl- ist þjálfun í að finna í sjálfum sér tengsl á milli leikrænnar persón- usköpunar og þeirrar lífsbaráttu sem fram fer í kringum hann - eins og snillingurinn mikli, Kon- stantín Stanislavský, lýsir svo vel í bókum sínum urn starf leik- arans. Af þessum sökum er sérstök ástæða til að fagna því að lista- menn eins og Ritva Sikkala skuli koma hingað, en æ fleiri munu nú gera sér grein fyrir því hversu margt við lslendingar gætum lært af ágætustu leikhúsmönnum Finna. Hitt er svo annað mál að afdankað kvennaleikrit finnsku skáldkonunnar Minnu Canth (1884-1897) hentar ekki að öllu leyti vel til að búa til jafn raun- sæja leiksýningu og leikstjórinn stefnir að. Prestsfóikið er í meg- inatriðum ibsenismi, útþynntur eftir brandesíanskri forskrift í hástemmda boðun um kærleik og fyrirgefningu. Kvenréttindi eru höfundi ofar- lega í sinni og er kúgun konunnar og spillingu karlveldisins hér lýst með skýrum og afdráttarlausum hætti. Til að koma boðskap sín- um á framfæri grípur Minna Canth auðvitað til þess ráðs að einfalda karllýsingarnar úr hófi fram, svo að lítil von er til þess að áhorfandinn fái samúð með þeirn. Sumar kvenlýsingar eru hins vegar gerðar af mikilli nær- færni, samtvinnaðar af umburð- arlyndum skilningi og gagnrýni, eins og allur sannur realismi á að vera. Prestsfólkið hjá Nemendaleikhúsinu: Vilborg Halldórsdóttir og Sigurjóna Sverrisdóttir í hlutverkum sínum — „á sama tíma og lágkúran ræður ríkjum í stofnanaieikhúsunum birtist Nemenda- leikhúsið eins og frelsandi engill“, segir Jón Viðar m.a. í umsögn sinni. Föstudagur 29. október 1982,rjnn Það sannast hér sem stundum áður að leikarar og leikstjóri reisa ekki hærri byggingu en þá sem grunnur höfundar þolir. Þeir Eyþór Árnason, Kristján Frank- lín Magnús og HelgiBjörnssonfá hér ekki tækifæri til að skapa minnisverðar persónur. Einkum er Helgi í erfiðri aðstöðu, því að hann er látinn leika langt upp fyrir sig í aldri og býr auðsæilega ekki yfir þeim eiginleikum sem hljóta að auðkenna strangan heimilisföður af geistlegri stétt. Kvenfólkið fer hins vegar á kost- um, cinkum þær María Sigurðar- dóttirog Vilborg Halldórsdóttir. Það væri í meira lagi hæpið að gefa hverjum og einum almenna einkunn eftir svo stutt kynni, en kannski verður þess freistað síðar í vetur, þegar staða þessa leikara- efna er orðin ljósari. Það fer þó ekki milli mála nú þegar að sum eru mjög efnileg. Og sem heild stendur hópurinn sig afburðavel. Verður ekki á milli séð hvort veg- ur þyngra, dugnaður hans eða föst tök leikstjórans, því að alveg er óhætt að fullyrða að enginn gæti náð meiru út úr þessum hópi í þessu leikriti og við þessar að- stæður en Ritva Sikkala gerir. Sviðssetning hennar kemur í sjálfu sér ekki á óvart þeim sem haft hefur kynni af finnskri leik- list: hún vegur salt á milli raunsæ- is og stílfærslu, beitir t.d. ljósum og tónlistar-„effektum” sem stundum má deila um hvort eigi verulegan rétt á sér. Snjallast af öllu er þó nýting hins ólánlega húsnæðis í Lindar- bæ: áhorfendasvæðið er sem sé látið mynda eins konar odd- myndaðan fleyg á milli leiksvæ- ðanna, þannig að ekki er leikið beint fyrir framan áhorfendur, heldur til hliða við þá. Drifhvít leikmynd Pekka Ojamaa seiðir vel fram hið kuldalega andrúms- loft þess fjölskyldulífs sem leikur- inn lýsir e.t.v. ekki síst þegar kol- svörtum búningum er teflt gegn henni. í Iðnó er allt með öðrum brag. Mér hefur löngum virst sem Eyvindi Erlendssyni væri ein- kennilega ósýnt um að skapa samstillta heild úr því sem fram fer á leiksviði og hefur sú skoðun styrkst til muna eftir sviðssetn- ingu hans á írlandskortinu. Leik- rit Brian Friels, sem snýst um samskipti írskrar alþýðu og breska hervaldsins í kringum 1830, er samið af miklum hagleik og leikur enginn vafi á því að úr því mætti gera bæði fallega og á- hrifamikla leiksýningu. Frum- skilyrði þess er þó að leikstjóra og leikendum takist að skapa spennu á milli persónanna, en það virðist hvergi hafa verið reynt hér. Afleiðingin er sú að atriði sem eru mjög dramatísk í texta falla flöt niður og að sýning- in verður ekki annað en til- breytingarlaus langloka frá upp- hafi til enda. Þegar leikstjórinn bregst verð- ur leikarinn að treysta á sjálfan sig. Því rniður er nú orðið ljóst að Leiklistarskóli íslands hefur ekki skilað öllum nógu vel búnum út í slaginn mikla. Ýmsir tæknilegir ágallar eru býsna áberandi hjá mörgum gömlum nemendum skólans og almennt virðist sem mun meiri rækt sé lögð við lík- amsþjálfun en beitingu raddar; framsögnin, geta leikarans til að tjá hugsanir og tilfinningar með rödd sinni, er æði oft ekki það sem maður vill heyra hjá lærðum leikara. Emil Gunnar Guð- mundsson, sem er á ýmsan hátt mjög efnilegur leikari, er glöggt dæmi um þetta; framsögn hans hefur oft verið þvinguð, en þó aldrei jafn slæm og á frumsýningu írlandskortsins. 1 þessum efnum verður Emil Gunnar því að taka sjálfunt sér tak og ætti raunar leikhúsið sjálft að telja sér skylt að aðstoða leikara sem eiga í erf- iðleikum af þessu tagi. Mér er t.d. kunnugt um að ýmis erlend leikhús hafa í sinni þjónustu tal- kennara, sem halda leikurum í þjálfun, en hér mun ekkert slíkt tíðkast, hvort sem fremur má kenna um fjárskorti eða fyrir- hyggjuleysi. Karl Ágúst Ulfsson, sem er annar ungur leikari í stóru hlutverki í írlandskortinu, hefur einnig átt við að stríða vandamál á því sviði þar sem tækni og túlk- un haldast í hendur, en virðist nú á nokkuð góðurn vegi með að sigrast á þeim. Hlutverk Owens í Irlandskortinu er að vísu ekki eins átakamikið og hlutverk Ebens í Undir álminum og reynir því ekki eins á leikarann, en allt um það ber hér miklu minna á þeirri óeðlilegu stífni sem spillti svo fyrir Karli Ágústi í þeirri sýn- ingu. Tveir nýliðar eru í stórum hlut- verkum í írlandskortinu, Pálmi Gestsson og Ása Svavarsdóttir. Pálmi, sem útskrifaðist frá L.í. í vor, hefur sem leikari margt til brunns að bera: maðurinn er all- ur hinn vörpulegasti, framgangan óþvinguð og rómurinn styrkur og viðfelldinn. Stundum fannst mér eins og hann væri að hlusta á sjálfan sig tala, sem má aldrei henda leikara á leiksviði, en að öðru leyti hef ég ekkert nema gott um frammistöðu hans að segja. Ása, sem mun vera mennt- uð í Bretlandi, var mjög hressileg sveitastúlka í fyrstu atriðum - tal- aði að vísu stundum allt of hratt sem hlýtur að vera leikstjórnar- legt atriði - en mistókst að lýsa niðurbældri örvæntingu konunn- ar síðar í leiknum. Ekki má þó dæma hana of hart fyrir það; eitt hið vandasamasta í öllum leik er að slá tvær andstæðar nótur í senn, sýna annað en það sem maðursegir, en í því sýna fullþro- skaðir leikarar snilli sína oft hvað best. Eitt af helstu auðkennum góðs leiks er að áhorfandinn trúi því að persónan eigi sér sjálstæða tilvist utan sviðs; komi ekki inn á það utan úr einhverju tómarúmi, heldur beri með sér ákveðin tengsl við ytri veruleika. Þetta tókst hjá tveimur leikurum í um- ræddri sýningu, þeim Ragnheiði Steindórsdóttur og Harald G. Haraldssyni í fremur litlum en einkar skýrum hlutverkum. Bæði sýndu þau mjög vel jarðbundið alþýðufólk, andvaralaust gagn- vart framandi ofurvaldi, sem er að byrja á því að svipta heila þjóð menningarlegu sjálfstæðinjeðsak leysislegum breytingum á örnefn- um landsins. En þetta fólk á einn- ig sinn styrk og Harald var fylli- lega trúverðugur þegar galsinn fer af Dolta í lokin og hann afræð- ur að ganga til liðs við þá sem berjast gegn kúgurunum. Þeir Karl Guðmundsson og Steindór Hjörleifsson gerðu hins vegar ekkert annað en skringilega furðufugla úr persónum sínum og ekki var heldur hægt að hugsa sér hjákátlegri fulltrúa breska heims- veldisins en Kjartan Ragnarsson í hlutverki kafteinsins. Hanna María Karlsdóttir, sem er hér í hlutverki málhaltrar stúlku, hef- ur þegar náð langt sem leikari, en 'gagnrýnandi, sem holað er niður á þrettánda bekk, á ekki hægt með að leggja mat á leik sem fer að mestu fram í þögn og hlýtur því að vinna meö fínlegustu meðulum. Allir sem hafa haft löng kyrini af leiklist vita hversu bestu leik- urum hættir til að festast í ein- hvers konar „manér”. Ur þessari hættu dregur mjög ef leikarinn kann að hagnýta sína eigin lífs- reynslu og mannþekkingu við mótun hlutverks síns; gætir þess að eiga ævinlega vísan hjá sjálf- um sér þann varaforða sem aldrei gengur til þurrðar. Ég er ekki viss um að allir yngri leikarar okkar séu vakandi gagnvart þessari „innri uppbyggingu" sjálfra sín, kannski af því að skóli þeirra og leikhús örva þá ekki nægilega til þess. Tilfinnanlega oft skortir dýpt í persónutúlkunina - sem getur vitaskuld stundum stafað af almennu reynsluleysi - og ekki er heldur óalgengt að manni finnist athygli leikarans of einskorðuð við tæknilegri atriði; eins og hann geti ekki slakað á og runnið saman við hlutverkið á þann ein- falda og fyrirhafnarlausa hátt sem góður leikari er fær um. Or- sakirnar eru auðvitað ætíð ein-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.