Helgarpósturinn - 04.02.1983, Qupperneq 6
Föstudagur 4. febrúar 1983 17í. tbl. 263. árg.
Indriði G. Þorsteinsson
Karlar rotta
sig saman
„Við erum hérna nokkrir kari-
pungar sem höfum verið að rotta
okkur saman að undanförnu, og
erum sammála um að framboð
eins og.okkar cigi meira en rétt á
sér - það er nauðsyn*4, sagði Ind-
riðiG. Þorsteinsson rithöfundur
í samtali við Aðalblaðið, en hann
og nokkrir félagar hans cru nú að
undirbúa Karlpungaframboð hér
í Rcykjavik.
„Til að fyrirbyggja allan mis-
skilning þá viljum við taka fram
að við elskum konur. Þær eru
dýrlegar, þessar, elskur. Reyndar
alltof dýrlegar til að vera að vas-
ast í atvinnulífinu, að rnaður tali
nú ekki um stjórnmálin**, sagði
Jónas Guðmundsson, annar
aðstandandi.
í þriðju grein draga að stefnu-
skrá fyrir hin nýju samtðk segir
orðrétt: „Við ökkla allra kvenna.
eldri en 21 árs skal festa með þar
til gerðum ökklahring úr ryðfríu
stáli, keðju, tveggja tommu
þykka. Skal lengd keðjunnar
vera jöfn vegalengdinni frá vaski,
þar sem hún skal fest, og fram að
dyrum lögheimilis konunnar".
Sagði Hrafn Gunnlaugsson, einn
„(slenskra karlmanna", en svo
nefnir félagsskapurinn sig j afnan,
að þetta atriði, og sú lífsskoðun
sem íþvíbirtist; væri kjarninn
í stefnu Karlpungaframboðsins.
„Konur eiga rétt á því að vera á
heimili sínu. og fyrir því munum
við berjast", sagði hann.
Gunnar fer fram
„Á fundi í fyrrakvöld var ég
beðinn mjög eindregið að fara
fram, og ég hef ákveðið að gera
það“, sagði Gunnar Thoroddsen á
blaðamannfundi í gær. Hann hygg-
ur á framboð í Reykjavík.
Aðalblaðið hefur hinsvegar
fregnað að ósk fundarmanna hafi
verið sú að Gunnar færi fram - þ.e.
frani á gang.til að taka símtal frá
Akureyri - en að Gunnar hafi mis-
skilið óskina.
Gunnar fer fram - en kemur
hann inn aftur?
Öldungar fara fram
„Allir verða eldri - það er þunga-
miðjan í því sem við höfum fram að
færa“, sagði Karl Magnússon, 87
ára, en hann er einn af hvatamönn-
unum í framboðsflokki öldunga,
sem hyggst bjóða fram hér í þéttbýf
inu.
„Stefnuskrá okkar er að öðru
leyti ómótuð. En við áætlum að
hafa hana til fyrir kosningarnar, ef
okkur vinnst aldur til“, sagði Karl
ennfremur.
„Að lokum hvet ég alla til að
kjósa okkur strax, því framboðs-
listinn endurnýjast mjög hratt.
* Hann Siggi gamli á Hóli hrökk af
listanum í gær og Mundi, sem tók
sæti hans.er ekki vel hraustur."
Líkams-
ræktarmenn
kasta sér
í slaginn
Líkamsræktarmenn eru nú í al-
vöru að velta fyrir sér sérstöku
framboði til Alþingis hér í
Reykjavík.
„Vil teljum okkur fulltrúa allra
manna sem hafa líkama. Og þeir
eru ekki svo fáir", sagði Finnur
Karlsson kraftamaður við Aðal-
blaðið, þegar hann kom af mjög.
líkamlegum framboðsfundi lík-
amsræktarmanna í gærkvöldi.
Líkamsræktarmenn koma af fundinum, en á honum var skipst á skoðunum af óvenjulegrl
hreinskilni eins og greina má af myndinni
Sundurgerðarmenn
bjóða fram klofið
Jafnir menn
sameinast
„Bandalag jafnra manna er
stofnað utan um hugmyndir. Fínar
hugmyndir. Ég til dæmis er alltaf
að fá einhverjar skemmtilegar hug-
myndir. Ekki satt, Jói?“, sagði
Bjarnleifur Páll Markússon alt-
muligtmann þegar Aðalblaðið
spurðist fyrir um nýjan flokk sem
hyggst bjóða fram í öllum kjör-
dæmum.
„Bandalagið mun fyrst og fremst
berjast fyrir auknum réttindum
allra sem eru 178 centimetrar á hæð
á sokkaleistunum. Við erum fjöl-
margir í landinu, og teljum okkur
eiga rétt á auknu framboði af fatn-
aði í okkar stærð svo eitthvað sé
nefnt. Þetta eru ópólitísk samtök“,
sagði Bjarnleifur.
„Við eigum fleira sameiginlegt",
hélt hann áfram. „Við getum allir
látið fingurgómana snerta loft á
venjulegum íbúðum ef við stönd-
um á öðrum fæti og teygjum okkur.
Ég er umbjóðandi þessa fólks",
sagði Bjarnleifur. Hann hefur opn-
að kosningaskrifstofu á Laugavegi
„Þessi flokkur komeiginlega til
uppúr Gunnarsarminum í Sjálf-
stæðisflokknum, Vilmundarvina-
félaginu ( Alþýðuflokknum,
Möðruvallahreyfingunni í Fram-
sóknarflokknuni og Mennta-
mannaclítunni í Alþýðubandalag-
inu. Við köllum okkur klofnings-
flokkinn".
Svo segir í fréttatilkynningu sem
Aðalblaðinu barst í gærkvöldi frá
aðilum sem nefna sig „Starfshóp
um klofning".
. „Við höfum verið að reyna að
koma saman lista að undanförnu,
en sjáunt reyndar ekki frarn á að
það takist alveg. Við bjóðum því
sjálfsagt fram að minnsta kosti þrjá
lista, vegna þess klofnings sent því
miður hefur komið upp", segir
ennfremur í tilkynningunni.
ÞINGFRÉTTIR
Fundir voru í báðum dcildum
Alþingis í gær. í neðri deild var
tekið til umræðu frumvarp um
umræður við alþingi, eitt af svo-
nefndum fylgifrumvörpum
bráðabirgðalaga ríkisstjórnar-
innar unt umræður almennt.
Svavar Gcstsson h'eilbrigðis- og
félagsmálaráðherra mælti fyrir
fruntvarpinu. í máli hans kont
fram að þetta frumvarp væri
hugsað til þess að umræður á
Alþingi yrðu markvissari og
meira í takt við tímann. Sagði
hann rökin fyrir því að frumvarp-
ið yrði samþykkt vera augljós,
þvf eins og málum væri háttað nú
færi alltof langur tími í umræður
um frumvörp sem væru í eðli sínu
lítt ntarkverð.
Matthías Bjarnason (S) kvaðst
mótfaliinn umræðunni sem hæst-
virtur þingmaður væri að reyna
að koma af stað urn umræður, og
sagði það á engan hátt eðlilegt að
ríkisstjórnin væri að skipta sér af
umræðum á alþingi, og ailra síst
umræðum um umræður.
Jóhanna Sigurðardóttir (A)
sagði að Alþýðuflokkurinn
styddi þetta frumvarp efnislega,
en umræðnanna vegna gæti hún
ekki tekið undir sjónarmið sið-
asta ræðumanns. Kvaðst Jó-
hanna Sigurðardóttir telja að
þessar umræður um umræður um
umræður væru komnar á um-
deilaniegt stig.
Páll Pétursson (F) sagði aðal-
atriðið í þessu máli hafa farið fyrir
ofan garð á neðan í þessunt um-
ræðum um untræður um um-
ræður um umræður, vegna þess
að slíkar untræður ættu ekki að
fara fram fyrr en á morgun sam-
kvæmt dagskrá, og að bráða-
birgdafrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar um utandagskrárumræður
leyfði ekki að umræður um unt-
ræður urn umræður um umræður
færu fram nema utan dagskrár.
Samþykkt var með 13 at-
kvæðum að vísa málinu til ann-
arrar umræðu.
í efri deild var tekið fyrir frunt-
varp Stefáns Valgeirssonar (F)
þess efnis að einstökum þing-
mönnum yrði gert kleift að kaupa
skuttogara fyrir einstök bæjarfé-
lögþegarþeimsvo sýndist, „enda
vérði sýnt fram á að kaupin
kosti hvert mannsbarn í landinu
ekki meira en tíu þúsund krónur
árlega", eins og segir í greinar-
gerð með frumvarpinu.
Spunnust nokkrar umræður
um frumvarpið. Karvel Pálmason
(A) taldi ekki rétt að miða upp-
hæðina við tíu þúsund. Kvaðst
hann ekki skilja hvernig sú tala
væri fundin og taldi eðlilegra að
hafa þetta frjálst. Guðmundur J.
Guðmundsson (Abl) spurði þing-
heim hvort hann teldi rétt að
hinn almenni launamaöur, sern
kannski ætti fjögur börn,ætíi að
þurfa að greiða tíu þúsund krón-
ur á ári fyrir hvern togara sem
keyptur væri til landsins. Taldi
Guðmundur það fráleitt; níu þús-
und væri nær lagi. Matthías Á.
Mathicsen (S) kvaðst ekki teija að
upphæðin væri aðalatriði í mál-
inu, um hana mætti alltaf semja
síðar í frjálsum samningum.
Aðalatriðið væri að með þessu
frumvarpi væri verið að festa í lög
ástand sem lengi hefði tíðkast, og
það væri aðeins af hinu góða, því
ástand sem varað hefði lengi og
allir sættu sig við - slíkt væri sjálf-
sagt að setja í lög.
Engin nefndastörf voru á
Alþingi í dag vegna sextugsaf-
mælis fyrrverandi hæstvirts þrett-
ánda landskjörins þingsmanns.