Helgarpósturinn - 04.02.1983, Page 10
10
Andspænis fordómum
Leikfélag Öngulsstaðahrepps,
UMF Arroðinn:
Hitabylgja
Höfundur: Ted Willis
Pýðing: Stefán Baldursson
Hönnun leikmyndar: Theódór
Júlíusson
Lýsing: Halldór Sigurgeirsson og
Pétur Haraldsson
Leikstjóri: Theódór Júlíusson
Á síðasta ári var mjög vinsælt
lag víða um heim sem sungið var
af þeim félögum Paul McCartney
og Stevie Wonder. Boðskapur
textans við þetta fallega lag var sá
að mannkynið eigi að lifa í sátt
ogsamlyndi,„vera samhljómaán
tillits til litarháttar líkt og hinar
svörtu og hvítu nótur píanósins“.
f Hitabylgju Ted Willis er víst
óhætt að segja að samhljómur
hinna svörtu og hvítu nótna sé
harla lítill. Reyndar er því lýst í
leiknum hversu mannkynið á óra-
langt í land að ná þessum sam-
manns sem á yfirborði er tnikill
sósíalisti og baráttumaður fyrir
réttlæti í heiminum allt þangað til
vandamálin fara að snerta hann
persónulega. Að sumu leyti rek-
umst við á sama viðfangsefnið í
leikriti Vésteins Lúðvíkssonar
Stalín er ekki hér. Manninn sem
er svo mikill hugsjónamaður og
sósíalisti útávið en rammasta
íhald heimafyrir. Manninn sem
algerlega hefur vanrækt heimili
og fjölskyldu í hita baráttunnar.
En þessi saga er sögð blessunar-
lega laus við prédikanir á borð
við það að hann hefði nú átt að
vera meira heima með konunni
og börnunum, þótt hinsvegar sé
engin dui dregin á það að í fari
hans gæti æði mikils tvískinn-
ungs. Að hann hafi látið undir
höfuð leggjast að huga að bjálk-
anum í eigin auga áður en hann
fór að fást við flísarnar allt í
kringum sig.
Á sama hátt er eiginkonunni
hljómi. Það kann að vera að við
getum haldið hjartnæmar ræður
gegn kynþáttamisrétti, og jafnvel
tökum svari litaðs manns sem við
teljum misrétti beittan á vinnu-
stað okkar. En hvernig
bregðumst við við því þegar
kynþáttavandamálið kemst inn
fyrir hin helgu vé heimilis okkar.
Erum við eins fordómalaus gagn-
vart öðrum kynþáttum og við
viljum vera láta? Erum við menn
til þess að standa andspænis eigin
fordómum? Það er hollt fyrir
okkur íslendinga að hugleiða
þessi mál. Það kann að vera styt-
tra í það en margan grunar að
vandamáli Paimerfjölskyldunnar
skjóti upp á fjölmörgum íslensk-
um heimilum og þá er eftir að sjá
hvort við erum eins fordómalaus
gagnvart lituðu fólki og við þykj-
umst vera til dæmis á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna. Það er
annars furðulegt hvað þessi mál
eru lítið rædd hér á landijjafnvel í
öllu félagsmálaútvarpinu okkar
hefur tæpast verið á þessi mál
minnst. Höfum við ef til vill
eitthvað að fela?
En hið magnþrungna verk Ted
Willis fjallar um fleira en kyn-
þáttamálin þótt umfjöllunin um
þau sé ein sér nægilega mikilvæg
til þess að maður undrast hvernig
verkið komst í gegnum nálaraugu
ritskoðaranna í Suður-Afríku.
Að sögn höfundar sjálfs var höf-
uðtilgangur verksins að segja
sögu af hjónabandi, og sögu
og Emilía Baldursdóttir í
Hitabylgju hjá Leikfélagi
Öngulsstaðahrepps -
einkar eftirminnileg sýn-
ing, segir Reynir m.a. í
umsögn sinni.
lýst af innilegri samúð án þess þó
að um einhverja væmna vor-
kunnsemi sé að ræða. Þó svo við
finnum til með henni í ein-
stæðingsskap hennar, þá læðist
samt einhvernveginn sú hugsun
að manni að þessi einstæðings-
skapur sé að minnsta kosti að ein-
hverju leyti sjálfskaparvíti. Hún
virðist aldrei hafa haft neinn sér-
stakan áhuga á því að fylgja
manni sínum eftir í baráttumál-
um hans. Hún er sýnd okkur sem
fordómafull, þrasgjörn leiðinda-
skjóða, en þrátt fyrir allt fyrst og
fremst mannleg vera sem á alla
samúð skildasem slík.
Leikurinn gerist svo sem nafn-
ið bendir til á stuttum tíma þegar
mikil hitabylgja gengur yfir. Og
þessi hitabylgja virðist hafa afar
örvandi áhrif á tilfinningalíf per-
sónanna. Sá eini sem heldur sínu
eðlilega tilfinningajafnvægi er
svertinginn Sonny sem auðvitað
er vanur miklu meiri hitum. Þeg-
ar svali blærinn af hafi berst í lok
leiksins er það merki þess að
aftur ríki jafnvægi, að allt falli í
sinnfyrri farveg. Ekkert hafi í
rauninni breyst, þó svo í rauninni
allt hafi breyst og geti aldrei orðið
eins og það var áður.
Það hafa eflaust verið einhverj-
ir sem hafa hrist höfuðið vantrú-
aðir þegar þeir fyrst heyrðu að
setja ætti upp Hitabylgju í
Öngulsstaðahreppi, og víst er um
það að djarft var teflt. Hitabylgja
er ekki verk af því tagi sem oftast
má sjá á verkefnaskrám áhuga-
leikfélaga, getur jafnvel sjálfsagt
vafist fyrir mörgu atvinnu-
leikhúsinu. En það er ekki annað
hægt að segja en að aðstandendur
þessarar sýningar hafi komist
mjög þokkalega frá þessu vanda-
sama verki. Theódór Júlíusson
hefur að því er manni virðist fylli-
lega uppskorið laun erfiðis síns. í
sýningunni er aldrei dauður
punktur, og ef maður ætti að
finna eitthvað að leikstjórnTheó-
dórs þá er það helst að hann
hefur allt að því tilhneigingu ti! að
ofkeyra. Maðurerstundum alveg
á nálum um að hraðinn reynist
leikurunum um megn. Þetta ger-
ist þó ekki, meðfram vegna þess
að hann hefur valið þann
skynsamlega kost, viljandi eða
óviljandi,að gefa sýningunni allt
að því tragikómískan blæ sem
einkum er áberandi framan af
sýningunni, draga fram hinar
skoplegu hliðar hlutverkanna,
enda reynsla leikaranna flestra
hverra mest á skopleikjasviðinu.
Þetta verður þó alls ekki til að
eyðileggja hina dramatísku hlið
verksins. Leikmyndin sem leik-
stjóri hefur sjálfur hannað er ef til
vill full yfirþyrmandi fyrir ekki
stærra hús en Freyvang, en er
engu að síður raunsæisleg um-
gjörð um þann heim sem leikur-
Framhald á bls. 15
Föstudagur 4. febrúar 1983
^piffsturinn
Fréttamynd ársins 1981: Byltingartilraun
Antonio Tejero Molina ofursta í þinghús-
inu á Spáni. Ljósmyndari: Manuel Perez
Barriopedro.
World Press Photo:
Fjölmiðlamönnum til heiðurs
Fréttaljósmyndun er grein
biaðamennsku sem löngum hefur
verið í litlum metum á Islandi. I
augum flestra þeirra sem stjórna
daglegri efnisöflun á íslenskum
blöðum eru Ijósmyndararnir
aðeins „sendisveinar með mynda-
vélar á maganum“, eins og einn
ágætur blaðaljósmyndari orðaði
það.
Fréttamyndin er þó víðast ann-
arsstaðar talin óaðskiljanlegur
hluti af blaðamennsku. Texti,
myndir og uppsetning (útlits-
teikning) styðja hvert annað og
mynda þá heild sem er ætlað að
koma á framfæri þeim boðskap eða
þeim upplýsingum sem um er að
þessu sinni varð fyrir valinu mynd
af Antonio Tejero Molina ofursta
þar sem hann stendur í ræðustól
þinghússins í Madrid og veifar
byssu sinni í misheppnaðri bylting-
artilraun. Auk þess eru á sýning-
unni allar verðlaunamyndir fyrri
ára, 23 að tölu.
Þegar þessi sýning er skoðuð
leynir sér ekki það eðli hreinrækt-
aðrar fréttaljósmyndar, að hún
varðveitir fréttnæm og oft söguleg
augnablik. Þá er Ijósmyndarinn
fyrst og fremst réttur maður á rétt-
um stað, sem ýtir á takkann á réttu
augnabliki.
En starf fréttaljósmyndarans er
meira en festa söguleg augnablik á
ræða. En sé einum þessara þátta
ætlað að lifa sjálfstæðu lífi verður
það hvorki textinn né uppsetningin-
þá er það myndin sem gildir.
Það er lofsvert framtak hjá Arn-
arflugi að fá hingað til lands frétta
myndasýninguna World Press
Photo ’82 og sýna hana í samvinnu
við Listasafn alþýðu. Það var tími
til kominn, að við íslendingar fengj -
um að sjá þessa árlegu sýningu,
sem hollenskir blaðaljósmyndarar
gerðu að alþjóðlegum viðburði ár-
ið 1956.
Á þessari sýningu á fréttamynd-
um ársins 1981 eru 160 myndir,
sem valdar eru úr 5319 myndum
915 ljósmyndara frá 51 landi.
Þeirra á meðal er einn íslenskur
Ijósmyndari, Ragnar Axelsson
ljósmynílari á Morgunblaðinu.
Enga mynd eftir hann er þó að
finna á þeirri sýningu sem hangir
uppi í sýningarsal Listasafnsins.
Eins og sjá má af þeim fjölda
mynda sem WPP berst er þarna um
að ræða samkeppni, og er á hverju
ári valin fréttamynd ársins. Að
filmu. Það er eilífar tilraunir til að
skrásetja samtímann, daglegt líf
okkar á þann hátt að „þær geti
brennst inn í vitund manna, breytt
skoðunum þeirra, aukið fordóma
eða eytt þeim“, einsog Sigurjón Jó-
hannsson fyrrum blaðamaður og
kennari við blaðamannaháskóiann í
Osló segir í sýningarskrá.
Aðal hlutverk íslenskra blaða-
ljósmyndara virðist vera að taka
myndir af ræðumönnum á blaða-
mannafundum og „sólarlagsmynd-
ir“ á forsíðuna. Það er ekki vegna
þess að þeir geti ekki annað. Þvert
á móti eigum við marga góða
blaðaljósmyndara. Að þeir geta
betur vitum við meðal annars
vegna þess að undanfarin ár hafa
þeir haldið sýningar á myndum sín-
um. Fæstar þær bestu sem þar hafa
verið sýndar hafa birst í blöðum
þeirra, þær eru teknar í frí:-
stundum.
World Press Photo ’82 lýkur nú
um helgina, og mér er tjáð að hún
hafi verið vel sótt. Vonandi hafa
Framhald á bls.15.
IIT'Vill'P
Föstudagur 4. febrúar.
9.05 Samræmt grunnskólaprof i ensku.
Aumingja krakkarnir. Parna sitja þau og
svitna á meðan við slötrum í okkur hafra-
grautinn.
10.30 Pað er svo margt að minnast á. Torfi
Jónsson fyrrum starfsmaður segir frá upp-
lifunum og endurholdgunum.
11.30 Frá norðurlöndum. Borgþór Kjærnested
leikur við hvern sinn fraendafingur, frænd-
inn okkar sá.
16.20 Ráðgátan rannsökuð. Timi til kominn, en
hvernig er með tilgátuna? Barnasaga eftir
skandinaivista?
17.00 Með á nótunum. Doremífasolatído. Do.
Do. og Pú þú. Umferðarlagaþáttur, en ekki
frá alþingi.
17.30 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Por-
steinsdóttir kynnir okkur nýlegar afurðir
afþreyingariðnaðarins í auðvaldsrikjun-
um. Tæma, tæma. Hahaha!
21.40 Viðtal. Spennandi. Langstökkvarinn og
þrístökkvarinn ræðir við þóndann.
23.05 Kvöldgestir. Jónas Jónasson er svo þægi-
legur maður.
01.10 Á næturvaktinni. Sigmar og Ása lika. Pau
er svo þægileg.
Laugardagur 5. febrúar
9.30 Óskalög sjúklinga. Hvað er að nenni Lóu.
Getur hún aldrei fengið sér fri? Er hún ekki
orðin þreytt?
11.20 Hrímgrund. Blanda og blanda. Ekki sama
hver blandan er. Rennur hún eða rennur
hún ekki?
15.101 dægurlandi. Uppi og niðri. Svavar Gests
rifjar upp niðritónlist áratuganna 30-60.
16.40 Islenskt mál. Eg nenni ekki að segja það,
en Mörður Árnason meikar ekki frikið.
Fyndið? Ónei!
19.35 Á tali. Kjahagangurinn í þessu fólki er að
verða að þjóðarböli.
20.30 Kvöldvaka. List eða leirburður? Þeirrar
spurningar mættu margir spyrja sjálfa sig
og aðra. Pjóðleg blanda.
21.30 Gamlar plötur og góðir tónar. Sveitaþátt-
ur frá Akureyri.
23.05 Laugardagssyrpa. Allir hressir? Strákarnir
I útvarpinu eru líka hressir og ætla að
syngja fyrir okkur svaaaaaðalega söngva.
00.55 Dagskrárlok. Þó fyrr hefði verið.
Sunnudagur 6. febrúar.
10.25 Út og suður. Enn og aftur. Stundum ekki
meir. Friðrik Páll.
11.00 Messa. Biblíudagur I Laugarneskirkju.
13.10 Frá liðinni viku. Eg er að líða undir lok.
13.55 Allar þessar konur. Mér llður svo vel. Leik-
rit. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Hún
er líka kona.
16.20 Kommúnistahreyfingin á íslandi. Voru
kommar þjóðlegir verkalýðssinnar eða
handbendi Stalins. Dr. Svanur gerir tilraun
til að svara.
19.25 Veistu svarið? Stutt og laggott: 75 gráður.
21.30 Kynni mín af Kína. Maðurinn er með efni í
ferðabók.
23.00 Kvöldstrengir. Helga A. Jóhanns segir
sögur.
SJÓKVAKI*
Föstudagur 4. febrúar.
20.40 Á döflnni. Hvað annað en svartasta svart-
nætti er nú framundan I menningarmálum
þjóðarinnar? Hátiðinni að Ijúka. Guð hjálpi
okkur. Birna er hluti hans, hún er guðdóm-
lega sæt.
20.45 Prúðuleikararnlr. Erkifjandinn er hins veg-
ar mættur aftur ti! leiks, eins og svo oft
áður. En Marty Feldman reynir að bjarga
þessu i horn. Blessuð sé minning hans.
21.10 Kastljós. Bogi Ágústsson og Helgi E. Helg-
ason varpa Ijósi á atburði liðinna daga og
vikna og hver má vita hvað. Kannski varpa
þeir líka nýju Ijósi. Ég vona það.
22.15. Ragnarök (The Damned). Itölsk-þýsk bíó-
mynd, árgerð 1969. Leikendur: Dirk Bog-
arde, Ingrid Thulin, Helmut Griem, Helmut
Berger, Charlotte Rampling. Leikstjóri:
Luchino Visconti. Yndislega dekadent
mynd eftir meistarann mikla. Hér er það
þýsk auðjöfrafjölskylda á timum Hitlers.
Fólkið er spillt og dásamlegt. Undursam-
leg upplifun á mannlegu eðli.
Laugardagur 5. febrúar.
16.00 íþróttir. Hvar er fyrri leikurinn Bjarni? Voru
Danir spældir? Það hlýtur að vera. Eða er
það ég, sem er svona vitlaus?
18.00 Hildur. Alla vega ekki hún Hildur, því hún
skilur dönsku svo vel, þar sem allir ern svo
góðir. I dönskunni meina ég. Enda Danir.
18.25 Steinl og Olli. Þeir hafa stundum hausavíxl
og hér er eitt þeirra atvika. Skemmtileg
uppátæki lýsa upp skammdegið. sic. ugh.
18.50 Enska knattspyrnan. Eigi skal höggva.
20.30 Löður. Heldur spyrna við fótum. Osóminn
ríður yfir oss. Hvernig væri að mennta-
málaráðherra athugaði þetta?
21.00 Gettu hver kemur i kvöld? (Guess Who's
Coming to Dinner?). Bandarisk bíó-
mynd, árgerð 1968. Leikendur: Katherine
Hepburn, Sidney Poitier, Spencer Tracy.
Leikstjóri: Stanley Kramer. Hvit stúlka og
svartur piltur ætla að eigast. Átök og tilfinn-
ingaofsi. Alltílagi mynd. Kannski dálítið
gömul.
22.45 Ef... (If„) Bresk biómynd, árgerð 1968.
Leikendur: Malcolm McDowell, David
Wood, Richard Warwick. Leikstjóri: Lind-
say Anderson. Uppreisn í heimavistar-
skóla. Skemmtileg mynd eftir einn fremsta
leikstjóra Bretlands. Endursýndur ofsi.
Sunnudagur 6. febrúar.
16.00 Sunnudaghugvekja. Blessað fólkíð. Alltaf
jafn guðhrætt.
16.10 Bitbein á Bakkafirði. Ömar Ragnar Agn-
arsson og stiklar á stóru og stórum yfir
sögu kaupfélagsins og stofnendur þess.
17.00 Listbyltingin mikla. Byggingarlist: nýjar
stetnur og vaxandi ásmegin.
18.00 Stundin okkar. Stebbi stokkar, staðfastur i
dag.
20.30. Sjónvarp næstu viku. Magnús Bjarn-
freðsson sýnir okkur nokkra tertubita. En
verða terturnar jafn góðar? Ég mjókka
stöðugt að innan.
20.45 Glugginn. Listir og menningarmál. Listar
og ofbeldi. Menningarmál og ofbeldi. Ég
grennist stöðugt I huga mér.
21.30 Landlð okkar. Hinn áhrifamikli kyrrmynda-
flokkur hreyfimyndamiðils.
21.55 Kvöldstund með Agötu Kristí. Þegar
magnolían blómstrar verður meira bensin-
magn hjá Sjell. Eiginmaður eða elskhugi?
Að velja er að kvelja. Sjálfan sig.
22.45 Picasso - Dagbók málara. Amerisk mynd
um þennan látna snilling myndmálsins.
Var hann kannski fúskari?