Helgarpósturinn - 04.02.1983, Page 11
~tpSsturinn. Föstudagur 4. febrúar 1983
11
,,Hver sýning
verði betri
en sú síðasta"
Nú þegar íslenski dansflokkurinn stendur fyrir þremur sýn-
ingum í Þjóðleikhúsinu á tíunda starfsári sínu, er akkúrat ár
síðan hann kom fram síðast (sjá umsögn hér á síðunni). Það
fmnst flokksmönnum eðlilega alltof langt hlé.
„Þetta verkefnaleysi er okkar stærsta vandamál“, segir Örn
Guðmundsson, einn úr hópnum, „ - því það gefur auga leið að
það er afskaplega erfitt að halda dönsurum við efnið þegar
tækifærin eru svona fá - að ekki sé talað um að vinna ballettinum
nýja áhugamenn, en það er honum nauðsyn“.
rætt við Örn
Guðmundsson,
dansara og
framkvæmda-
stjóra Islenska
dansflokksins
sem nú sýnir í
Þjóðleikhúsinu
Örn Guðmundsson ásamt
Ásdísi Magnúsdóttur í einu
atriði „danssmiðju" ís-
lenska dansflokksins: „Erf-
itt að halda dönsurum við
efnið þegar tækifærin eru
fá“.
Þrengsli á verkefnaskrá
Þjóðleikhússins eru helstu ástæð-
ur fyrir verkefnaskorti dans-
flokksins - hann hreinlega kemst
ekki að með sýningar, vegna þess
að leikhúsið er fullbókað öll
kvöld.
En nú hafa þrjú kvöld verið
gefin laus: ein sýning á „Dans-
smiðju“ flokksins var á miðviku-
dagskvöldið sem leið, önnur er á
sunnudaginn og síðasta sýningin
á föstudaginn eftir viku.
Tilviljun
íslenska dansflokkinn skipa tíu
manns, og hafa litlar manna-
breytingar orðið á þeim tíu árum
sem hann hefur starfað. Örn
Guðmundsson er einn þriggja
karldansara flokksins, og sá
þeirra sem mesta hefur reynsl-
una, auk þess sem hann er fram-
kvæmdastjóri íslenska dans-
flokksins.
„Það var nú tilviljun að ég fór
útí þetta", sagði Örn, þegar
Helgarpósturinn innti hann eftir
því hvernig hann hefði leiðst útí
ballettdans. „Ég er með dans-
kennarapróf, og kenndi sam-
kvæmisdansa er mér var boðið að
taka þátt í Fiðlaranum á þakinu í
Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum
árum. í framhaldi af því fór ég að
sækja tíma hjá Listdansskóla
Þjóðleikhússins, og hef loðað við
þetta síðan“, sagði Örn.
Framan af var hann í ballettin-
um samhliða danskennarastarf-
inu, en 1977 gengur hann í dans-
flokkinn, og síðan hefur ballett-
inn verið hans aðalvinna. Og
þrátt fyrir fá tækifæri til sýninga,
er það ærið starf að vera ballett-
dansari, og ekki fyrir neina
aukvisa.
„Ég held að menn verði að
hafa alveg gríðarlegan áhuga á
ballett, ef þeir eiga að endast í
þessu. Þetta kostar mikla vinnu -
stöðuga daglega þjálfun allt árið
um kring“.
Nú í haust hefur dansflokkur-
inn æft daglega frá tíu á morgn-
ana til fimm sex á daginn, og það
gefur auga leið að ballettdansarar
'hafa þrek á við þrautþjálfaða íþr-
óttamenn. „Margir karldansarar
æfa lyftingar til að halda styrk sín-
um, auk þess sem það er ágætt til
að öðlast góða tækni við að
lyfta“, sagði Örn.
Jafnræði kynjanna
í dansinum
Það stafar að sjálfsögðu af því
að karldansarar eru meira not-
aðir sem einskonar aðstoðar-
menn ballerínanna þegar þær
taka sín glæsilegu stökk, og það
leiðir hugann að því hvort það sé
ekki úr heldur litlu að moða fyrir
karldansara miðað við kven-
dansara.
„Þetta er mikið að breytast.
Síðan jazzballett og nútímaball-
ett kom til sögunnar hefur tæki-
færunum fjölgað mjög mikið.
Það er skrifað jafnt fyrir bæði
kynin.Enklassíski ballettinn gefur
kvenfólkinu miklu fleiri tækifæri,
það er rétt“.
Þau í íslenska dansflokknum
líta gjarnan á sitt starf sem
brautryðjendastarf í íslenskum
ballett, enda fyrsta fólkið sem
hefur af dansinum fulla atvinnu.
En er íslenskur ballett í framför?
„Já, ég vona það. Við stefnum
að minnsta kosti alltaf að því að
næsta sýning verði betri en sú á
undan og að áhorfendur sjái
framför. Við erum ekki eingöngu
í klassískum ballett, heldur einn-
ig í jazzballet og nútímaballett,
auk þess sem við tökum þátt í
söngleikjum, og þetta eykur
orðaforða dansaranna í dansin-
um, ef ég má komast þannig að
orði. Islenskir dansarar öðlast
þannig miklu víðari yfirsýn en
gengur og gerist sumsstaðar er-
lendis þar sem algjör skipting er
milli klassísks balletts og annarra
tegunda. Sú ýfirsýn getur komið
sér vel þegar fara á að semja“,
sagði Örn að lokum.
-GA
Listdans er fajlegjjr
Þjóðleikhúsið:
Danssmiðjan.
Listdanssýning íslenska dans-
flokksins.
Dansahöfundar: Ingibjörg
Björnsdóttir, Nanna Ólafsdóttir
og meðlimir dansflokksins.
Tónlist: Gunnar Reynir Sveins-
son, Leifur Þórarinsson, Þórir
Baldursson Edvar Elgar, Aram
Katsjatúrian og Jean Sibelius.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Svið og búningar: Guðrún Svava
Svavarsdóttir.
íslenski dansflokkurinn: Asdís
Magnúsdóttir, Ásta Henriksdótt-
ir, Birgitta Heide, Guðmunda Jó-
hannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir,
Helena Jóhannsdóttir, Ingibjörg
Pálsdóttir, Katrín Hall, Lára Stef-
ánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir,
Friðrik Thorarensen, Haukur
Klausen, Jóhannes Pálsson,
Ólafur Ólafsson og Örn Guð-
mundsson.
Börn úr Listdansskóla
Þjóðleikhússins.
Mér finnst alltafjafn gaman að
horfa á sýningar Islenska dans-
flokksins. Það er ekki bara vegna
þess að gaman sé að horfa á
föngulegt fólk hreyfa sig uppi á
sviði heldur vegna þess að vel
gerður listdans er í eðli sínu fal-
legur. Yfir hreyfingum dansins er
seiðmögnuð formfegurð þar sem
mannslíkamanum einum er beitt
í beinni sjónrænni tjáningu.
Það krefst að sjálfsögðu þess
að dansararnir hafi nánast full-
komið vald yfir líkamanum, búi
yfir þeirri þjálfun og ögun sem
áralangt nám og ástundun list-
dans krefst. Ekki ætla ég að halda
því fram að dansarar í íslenska
dansflokknum séu fullkomnir,
enda má nú fyrr gagn gera, en
þeir hafa samt undravert vald á
tjáningartæki sínu og það vald
hefur sífellt verið að aukast í
áranna rás. Þetta er eitt af því
sem gerir listdansinn svona heill-
andi, að dansararnir eru á plani
sem maður getur alls ekki dreymt
um að ná sjálfur, jafnvel þó menn
séu ballettlegar vaxnir en ég,
maður finnur til fullkominnar
minnimáttarkenndar og getur
kannski þessvegna gefið sig al-
gjörlega á vald upplifunarinnar.
Á sýningu dansflokksins sem
eftir Gunnlaug Astgeirsson
frumsýnd var á miðvikudags-
kvöld, voru fjórir sjálfstæðir
dansar.
Fyrsta atriðið hét Dansbrigði
og var samið af dönsurunum við
tónlist eftir þá Elgar, Katsjatúri-
an og Sibelius. Var hér um að
ræða mjög fallegan klassiskan
ballett sem veitti dönsurunum
gott svigrúm til þess að sýna hvað
í þeim býr.
Annar dansinn heitir 20 mín-
útna seinkun og er samin af Ingi-
björgu Björnsdóttur við tónlist
Gunnars Reynis Sveinssonar.
Dansinn er einskonar svipmynd
af því sem gerist í flugstöð þegar
tilkynnt er um 20 mínútna
seinkun. Þetta atriði var mjög
fjölbreytt og fjörlegt og töluvert
kómískt á köflum. Uppistaðan í
tónlistinni voru stef úr alþekktum
lögum tengd með djasslegum
spuna og var hún oft harla kími-
leg. Dansatriðin voru síðan í
mjög skemmtilegu samspili við
þau hugrenningatengsl sem tón-
listin vakti.
Þriðja dansatriðið nefndist
Hvar? og er samið af dönsurun-
um við tónlist eftir Þóri Bald-
ursson.
Síðasti dansinn á dagskránni
heitir Largo y largo, saminn af
Nönnu Ólafsdóttur við tónlist
Leifs Þórarinssonar. Þessi dans
er fremur hægur en ákaflega vel
út færður og gerir í rauninni meiri
kröfur til dansaranna en fjörlegri
dansar. í dansinum er lýst ævi-
skeiði mannsins frá æsku til elli.
Hann hófst á einkar fallegu atriði
þar sem dönsuðu einvörðungu
börn úr Listdansskóla Þjóðleik-
hússins og lokaatriðið var einnig
þeirra.
íslenski dansflokkurinn á tíu
ára starfsafmæli í vor. Hann er
fyrir löngu orðinn fullgildur og
ómissandi þáttur í íslensku menn-
ingarlífi. Hann hefur fram til
þessa sífellt verið að vaxa að
þreki og hæfni og bendir þessi-
nýja sýning hans ekki til annars en
að hann eigi fyrir sér bjarta
framtíð ef ytri skilyrði hamla ekki
viðgangi hans. Það er metnaðar-
mál þjóðarinnar að búa vel að
þessu agaða og vaxandi listafólki.
Tíu ára afmælið er kjörið tækifæri
til þess að skapa flokknum viðun-
andi starfsaðstöðu, sem hann býr
ekki við núna.
Þeim sem ætla sér að sjá þessa
ágætu sýningu skal bent á að drífa
sig strax því ekki er gert ráð fyrir
að hún standi oft til boða.
G. Ást.
Ur atriðinu 20 mínútna seinkun við tónlist Gunnars Reynis
- fjölbreytt og fjörlegt, segir Gunnlaugur m. a. í umsögn
sinni.
f.ÞJÓOLEIKHÚSHl
Garðveisla
í kvöld kl. 20
Síðasta sinn
Lína
langsokkur
laugardag kl. 15 uppselt
sunnudag kl. 15 uppselt
Jómfrú
Ragnheidur
laugardag kl. 20
Danssmiðjan
sunnudag kl. 20
Næst síðasta sinn
Litla sviðið:
Tvíleikur
sunnudag kl. 20.30
Fjórar sýningar eftir
Súkkulaði
handa Silju
þriðjudag kl. 20.30.
Miðasala 13.15-20.
Sími 11200.
LEiKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍM116620
Salka Valka
sunnudag kl. 20.30
Forsetaheimsóknin
föstudag Uppselt
þriðjudag kl. 20.30
Skilnaður
laugardag kl. 20.30
Jói
aukasýning
miðvikudag kl. 20.30
Miðasala í Iðnó kl. 14 - 20.30.
HASSIÐ
HENNAR
MÖM
MIÐNÆTURSÝNING
í
AUSTURBÆJARBÍÓI
LAUGARDAG KL. 23.30
Miðasala í
Austurbæjarbíói.
Kl. 16 - 21. Sími: 11384.
||[~ÍSLENSKA ÓPERAN
TÖFRAFLAUTAN
föstudag kl. 20.00 Uppselt
Sunnudag kl. 20.00 Uppselt
Fáar sýningar eftir.
Miðasalan er opin milli kl. 15 -
20.00 daglega.
Sími 11475.