Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 14
14
Föstudagur 4. febrúar 1983
rieigai-----
.pðsturinn
Kaldar
kveðjur
Starfsmenn skipasmíðastöðvar í
Suður-Afríku voru farnir að hafa
áhyggjur þegar þriðja tilraunin til
að sjósetja dráttarbátinn Voor-
trekker mistókst. Báturinn vildi
einfaldlega ekki niður. Rannsókn
leiddi í ljós, að nokkrir starfsmenn,
sem höfðu verið reknir úr vinnu
skömmu áður, höfðu logsoðið bát-
inn við dráttarbrautina áður en
þeir yfirgáfu staðinn.
Mikið
skal til
mikils
vinna
Maður nokkur í San José í Kali
forníuhefur verið handtekinn og
ákærður fyrir stórfelld trygginga-
svik.
Hann missti fótinn í bílslysi fyrir
nokkru og fékk 200 þúsund dali í
skaðabætur en var handtekinn þeg-
ar kona nokkur gaf sig fram við
lögregluna og sagði „bílslysið" hafa
verið sviðsett og að hún hefði átt
þátt í sviðsetningunni. Annar
maður var handtekinn skömmu
síðar eftir að konan hafði bætt því
við játningu sína, að fóturinn hafi
verið tekinn af með öxi áður en
bíllinn var klessukeyrður.
Steppað
gegnum
kreppuna
Nú verður hægt að fara á stepp-
dansi í gegnum kreppuna margum-
töluðu. Allt og sumt sem þarf að
gera er að fara í tíma í Dansaran-
um, nýjum dansskóla Draumeyjar
Aradóttur, sem er rekinn í
Iðnaðarmannahúsinu í Hafnar-
fírði.
Draumey kennir hverjum, sem
hafa vill, að steppa eins og gert var í
Hollívúddmyndunum, sem stund-
um eru sýndar í sjónvarpinu á
laugardagskvöldum. Draumey
varð danskennari hér heima áður
en hún hélt „westur" til að sérhæfa
sig í steppinu. Skólinn hennar,
Dansarinn, starfar eftir nýju kerfi,
sem byggist á því að í rauninni er
aldrei verið að byrja með nýjan
flokk: nýir nemendur eru alltaf
velkomnir, segir Draumey. Það fer
svo eftir þeim sjálfum hvenær þeir
telja sig orðna nógu fótalipra
til að sýna steppdansa sína opin-
berlega.
Innritun er á mánudögum og
miðvikudögum kl. 17-20 íTónabæ
og á þriðjudögum kl. 17-18 í
Iðnaðarmannahúsinu í Hafnar-
firði, þar sem kennsla fer fram.
Upplýsingar eru veittar í síma
53007.
Sænskir krakkar bálreiöír
fyrir utan kvikmyndahús í
Stokkhólmi.
SVlAR
VERÐA
SÉR TIL
ATHLÆGIS
— og Danir fylgja
i kjölfarið
Sænskir krakkar eru bálreiðir
þessar dagana vegna banns kvik-
myndeftirlitsins þar í landi á sýn-
ingum kvikmyndarinnar E.T. fyrir
börn yngri en ellefu ára. Þessi kvik-
mynd cr nú sýnd hér við góðar
undirtektir og ckkert bann - en í
Danmörku er hún bönnuð börnum
yngri en sjö ára.
Sænskir krakkar hafa safnast
saman fyrir utan kvikmyndahús,
þar sem myndin er sýnd, og mót-
Meira
rimlarokk
Rúnar Þór Pétursson rimla-
rokkari og félagar hans í hljóm-
sveitinni 3. hæð hafa verið austur í
Glóru í Hraungerðishreppi alla
þessa viku við að hljóðrita sína
fyrstu plötu, fjögurra laga. Rúnar
hefur verið á þeysispretti allar göt-
ur síðan Rimlarokk fanganna á
Litla-Hrauni kom út í vetur og í
stað þess að fylgjast með velgengn-
inni úr fjarlægð hefur hann stofnað
hljómsveit, sem heitir þessu undar-
lega nafni, 3. hæð. Lögin fjögur og
textarnir við þau eru öll eftir Rún-
ar. Ólafur Þórarinsson, vélstjóri og
forstjóri í hljóðverinu Nema í
Glóru, situr við stjórnvölinn.
mælt harðlega ákvörðun kvik-
myndaeftirlitsins. Bera þau skilti,
þar sem segir m.a.: Barnamyndir
eru fyrir börn! Burt með ónauðsyn-
lega ritskoðun! Burt með aldurs-
takmörkin! og Við viljurn sjá E.T.!
Bannið hefur vakið athygli um
víða veröld. í Bandaríkjunum hef-
ur ekki verið jafn ntikið talað um
Svíþjóð og sænsk málefni síðan
sænski flotinn var á kafbátaveiðum
í Skerjagarðinum. Flestar sjón-
varpsstöðvar vestra hafa sagt frá
sænska banninu og hlutleysistónn
fréttamanna hefur gjarnan mátt
hverfa fyrir háði og spotti þeirra.
A meðan er myndin um
geimkarlinn Iitla sýnd um víða ver-
öld. í Bandaríkjunum er E.T. allt
að því þjóðhetja - og yfirgnæf-
andi meirihluti barna þar í landi
hefur séð myndína.
Ómar Ragnarsson er engum
líkur. Eða hvaða skemmtikraftur
annar gæti hafíð skemmtun sína
eftir miðnætti, þegar talsverður
hluti 500-600 gesta er farinn að
eiga í crfíðlcikum með að fylgjast
með, svo kurteislega sé til orða
tekið, og lagt salinn að fótum sér?
Þeir eru miklu fíeiri, skemmti-
kraftarnirsem taka ekki í mál að
koma fram eftir klukkan ellefu.
Þetta gerði Ómar engu að síður
sl. laugardagskvöld, þegar Rolf
Johansen og kompaní kynntu nýj
asta umboð sitt, L’Oreal snyrti-
og hárgreiðsluvörur á Hótel
Sögu. Hárgreiðslukynningin
hafði dregist nokkuð - stóð hátt á
þriðja tíma - en Ómar lét það
ekkert á sig fá heldur stökk fram
á sviðið og reitti af sér brandara.
Hann ímyndaði sér til dæmis
hvernig brúðkaup þeirra Völu og
Gunnars Thoroddsen hefði farið
fram: Presturinn spyr Gunnar
Dýrasti
sígarettu-
kveikjari í
Jens H. Pedersen, skipstjóri á
danska kapalskipinu Peter Faber,
sem sjósett var og tekið í notkun
fyrr í vetur, er sagður nota dýrasta
sígarettukveikjara veraldar. Hann
kostaði 85 milljónir danskra króna
- og er „med et skib omkring“, eins
og danskurinn segir.
Jens H. Pedersen hefur síðan í
október siglt skipi sínu um Norður- ■
sjó og norðanvert Atlantshaf og
gert við sæstrengi. En hann fékkst
ekki til að fara af stað fyrr en hann
hafði fengið gerðar ýmsar lagfær-
ingar á skipinu og stjórntækjum
þess. Mesta áherslu lagði hann á að
kveikjari yrði á góðum stað. - Þeg-
ar ég kaupi nýjan bíl er alltaf síga-
rettukveikjari í honum, sagði Pe-
dersen við steinhissa yfirverkfræð-
inginn. - Það getur ekki verið
verra í svona fínu skipi.
Og kveikjarann fékk hann.
hvort hann vilji ganga að eiga
þessa konu og svo framvegis.
- Ja, sjáðu nú til, svarar dr.
Gunnar. Aður en ég svara spurn-
ingunni vil ég víkja að aðdrag-
anda þessa máls... Þetta gerði
feiknalega lukku.
Og ekki var að heyra annað á
fagfólki í hárgreiðslu og snyrt-
ingu en að mikill fengur væri í
L’Oreal snyrtivörunum. Þor-
björg Höskuldsdóttir, sem kunn
er sem „Doddý sem greiðir henni
Vigdísi", sýndi nýjustu hár-
greiðslutrixin ásamt fleirum og
mátti þar sjá margt fagurlega
skreytt höfuðið.
heim
Hættu að
glotta!
Það hlaut að koma að því. Nú er
orðið hættulegt að brosa of mikið.
Samtök bandarískra lækna, sem
sérhæfa sig í lagfæringu andlits og
munns, hafa gefið út tilkynningu
um að brosmildi geti verið hættu
leg.
Hún geti orsakað ofþreytu í liða-
mótum kjálkans og valdið miklum
sársauka. Það eru sagðir vera
stjórnmálamenn, flugfreyjur og
leiðbeinendur á Dale Carnegie-
námskeiðum, sem helst geta fengið
sjúkdóminn...
Jens Pedersen
kafteinn not ar
kveikjarann dýra
um borð í
kapelskipinu
Peter Faber.
Miniar um bine-
mannaheimsókn?
Hvað er það, sem er með tuttugu
og tvo heila og lögreglan er
ráðþrota yfír? Svarið er: stúdenta-
garður nærri ríkisháskólanum í III-
inois í Bandaríkjunum. Þar var
einn stúdenta að þvo af sér sokka og
nærföt nýlega þegar hann rak
augun í hvítan plastpoka uppá
hillu. Þegar hann kíkti í pokann
kom í Ijós að innihald hans var
heldur skelfílegt: 22 heilar í forma-
líni.
Lögreglan á staðnum er helst á
því að um misheppnaðan brandara
sé að ræða. „Það er augljóst að við
getum ekki skilað heilunum til
upphaflegra eigenda en við höfum
mikinn áhuga á að skila þeim til
réttra eigenda", er haft eftir lög-
regluforingja þar. Amerískt tíma-
rit stakk upp á að heilarnir yrðu
sendir til Washington, þar væru á-
reiðanlega einhverjir þingmenn,
sem gætu notað þá.