Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 20
20
Föstudagur 4. febrúar 1983
.-0S
’ar-——
stunnn^
Risið
Fyrrverandi drykkjumenn komu upp
dvalarstað fyrir fyrrverandi drykkju-
menn:
er stökkpallur
Eitt af heimsmetum okkar ísiendinga er sagt vera i fjölda endurreistra
ofdrykkjumanna - alkóhólista. Freeport og SAÁ eru tvö lykilorð sem allir
þekkja.
Flestir vita líka um Sogn, Silungapoll, Staðarfell í Dölum, meðferðar-
stöðina að Vífilsstöðum og göngudeild fyrir áfengissjúklinga á Landspítal-
anum.
Á öllum þessum stöðum fá áfengissjúklingar meðferð sem er ætlað að
hjálpa þeim til að hætta að drekka. Og árangurinn er talinn ganga kraftaverki
næst.
En að lokinni meðferð á slíkum stofnunum losna menn úr því verndaða
umhverfi sem þær veita þeim. Á þeim tímamótum geta margir þeirra spurt
sjálfa sig: „Hvað nú?“ Mörgum veitist erfitt að komast yfir þann þröskuld
sem þá er yfir að fara. Takast á við lífið á ný.
í rauninni eiga margir aðeins um tvennt að velja: Eiga á hættu að falla enn
fyrir Bakkusi eða fá inni á öðru þeirra tveggja heimila sem er ætlað að styðja
fyrrverandi drykkjufólk fyrstu sporin í nýju lífi - áfengislausu og oft líka
einmana, eigna- og aðstöðulausu lífi.
Annað þessara heimila hefur verið rekið á vegum borgarinnar í húsi við
Ránargötu undanfarin sjö eða átta ár. Hitt er til húsa að Stakkholti 3 og
nefnist Risið.
Nafnið hefur loðað við heimilið frá því
starfsemi þess hófst árið 1977 í risi í húsi við
Brautarholt og flutti seinna niður í
Tryggvagötu. Og þá eins og nú voru það
einstaklingar, sem ráku heimilið; fyrrver-
andi áfengissjúklingar sem höfðu farið í
meðferð.
Áttu i ekkert hús
að venda
Ólafur Grímsson geðlæknir á göngudeild
Landspítalans hefur verið með í þessu frá
byrjun. Ekki sem fulltrúi heilbrigðiskerfis-
ins, heldur sem einstaklingur sem hefur
áhuga á málefnum drykkjumanna.
„Þetta byrjaði með því, að nokkrir menn
sem höfðu verið í meðferð á Vífilsstöðum
höfðu áhuga á að koma upp heimili fyrir
menn sem áttu ekki í neitt hús að venda
eftir veru sína þar. Ég kom inn í þetta nán-
ast strax, því þeir höfðu samband við mig og
spurðu hvort ég gæti verið þarna til aðstoð-
ar ef eitthvað kæmi uppá og þeir þyrftu að
leita til læknis", segir Ólafur við Helgar-
póstinn.
Síðan hefur hann verið í stöðugum tengsl-
um við Risið, sækir þangað vikulega hús-
fundi, sér um að afgreiða allar umsóknir um
dvöl 'þar, er læknisfræðilegur ráðgjafi og
situr í stjórn Líknarfélagsins Rissins, sem
sér formlega um rekstur heimilisins.
Segja má, að Jón Guðbergsson sjúkraliði
og starfsmaður Félagsmálastofnunar
Reykjavíkur.sé kominn inn í rekstur Rissins
á svipaðan hátt og Ólafur - en úr „hinum
enda“ heilbrigðiskerfisins.
„Ég hef vitað af Risinu síðan það byrjaði í
risinu. En þá hafði ég meira afskipti af því
sem starfsmaður Félagsmálastofnunar. Það
var ekki fyrr en heimilið flutti þaðan niður í
Tryggvagötu og reksturinn var stokkaður
upp, fjórum árum síðar, að ég varð „hús-
maður“ og fór inn í stjórn Líknarfélagsins.
En þá kom ég líka inn sem einstaklingur,
ekki sem „kerfiskall", og það má kannski
segja, að ég hafi troðið mér þarna inn, fyrst
og fremst vegna þess mikla áhuga sem ég
hef á þessum málum. Ég hef líka gagn af
þeim í starfi mínu, get vísað skjólstæðing-
um mínum í Risið eigi þeir í ekkert hús að
venda“, segir Jón Guðlaugsson við Helgar-
póstinn um tengsl sín við Risið.
Og þeim ber saman um það, Ólafi og
Jóni, að það sé einmitt afar mikilvægt fyrir
heimilið að þar líti enginn á þá sem fulltrúa
„kerfisins" né sérfræðingasem geti allan
vanda leyst. Þeir koma þar sem einstak-
lingar, og þeir sem búa í Risinu taka þá eins
og hverja aðra félaga, enda sinna þeir
þarna hugðarefni sínu endurgjaldslaust í
frítíma sínum.
„Er fyrírliði þessa hóps“
Risið hefur yfir að ráða 23 herbergjum,
rúmgóðri setustofu, borðstofu og eldhúsi á
þremur hæðum í annarri álmu þessarar
stóru byggingar við Stakkholt, sem er í eigu
Hampiðjunnar, og einni hæð í annarri álmu
hússins. Þetta eru samtals um 1500 fermetr-
ar. Þar ræður ríkjum Guðlaugur Sveinsson,
sjálfur fyrrverandi drykkjumaður, mat-
reiðslumaður að iðn.
„Ég vil nú alls ekki kalla mig forstöðu-
mann. Ég er bara fyrirliði þessa hóps, enda
bý ég ekkert öðruvísi en þeir“, segir Guð-
laugur við Helgarpóstinn, þegar við lítum
inn til hans. Og mikið rétt. Herbergið hans
er ekki öðruvísi en önnur herbergi að öðru
leyti en því að þar er reiknivél á skrif-
borðinu og bunkar af nótum og reikn-
ingum.
„Hér eru núna 24 menn, einum fleiri en
við höfum eiginlega rúm fyrir, en á hinn
bóginn höfum við tekið allt að 25 menn
inn á heimilið. Það hefur verið mikil ásókn
að komast hingað og við höfum ekki nándar
nærri við; menn bíða vikum saman eftir
plássi", segir Guðlaugur.
Og hann heldur áfram:
„Aðal atriðið er, að þetta er stórt heimili,
ekki stofnun. Hér búa menn og stunda
héðan vinnu meðan þeir eru að átta sig og
venjast því að standa einir.
Við gerum aðeins þær kröfur sem eru
gerðar á öllum venjulegum heimilum. Þær
eru fyrst og fremst í því fólgnar að menn
geri grein fyrir sér ef þeir eru fjarverandi,
láti vita af sér til að við þurfum ekki að hafa
neinar óþarfa áhyggjur af þeim. Og að sj álf-
sögðu bönnum við meðferð áfengis og ann-
arra vímugjafa hér innan húss og gerum auk
þess þá kröfu að menn mæti á húsfundum
sem eru haldnir vikulega og komi einu sinni
í mánuði á fund með heimilislækninum þar
sem farið er yfir heilsu manna. Þeir sem
biðja um að reglur séu hengdar upp eru að
kasta ábyrgðinni á aðra.
Varðandi dvölina hér setjum við engin
tímamörk. Slíkt væri aðeins til að byggja
upp kvíða hjá mönnum strax - það væri að
byrja á öfugum enda. Það er einmitt ein-
Það eru ekki margir sem halda
Risinu gangandi: Frd vinstri eru
Ólafur Grímsson lœknir, Jón
Guðlaugsson, Þráinn Ingimund-
arson, félagi í Líknarfélagi Riss-
ins, og Guðlaugur Sveinsson
yjyrirliði hópsins“ eins og hann
kallar sig sjálfur. Fleiri eru þeir
ekki!