Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 21

Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 21
21 Hélöa'r—'" vV r 4 _posturinn Föstudagur 4. febrúar 1983 eftir Þorgrím Gestsson kenni alkans að hugsa um það hvert hann á nú að fara næst“. Sem minnst hjálp utan frá Að sjálfsögðu kostar það sitt að reka þetta heimili eins og önnur. Stærri herberg- in, sem eru yfir 14 fermetrar að stærð, kosta kr. 146.60 á sólarhring, þau minni kr. 136.60. í þessu verði eru morgunmatur og kvöldmatur og auk þess hádegismatur um helgar - og kaffi eins og hver vill. Og þarna geta menn þvegið af sér í þvottavél og horft á litasjónvarp á kvöldin sem vilja. Það er ekki annað að heyra en reksturinn standi undir sér, að vísu með einhverjum fjárstuðningi frá borginni. „Það hefur verið leitað eftir fjárstuðningi frá borginni og nokkrum öðrum aðilum, þó ekki neinum af þessum góðgerðarklúbb- um. Að öðru leyti þykir okkur rétt að leita sem minnst hjálpar utanfrá“, segir Guð- laugur. Það er líka bjart í honum hljóðið og hann segir að eina áhyggjuefnið sé hvort húseig- andinn vill endurnýja húsaleigusamning- inn, sem rennur út í júní. Stökkpallur Árangurinn af starfsemi þessa óvenju- lega heimilis? „Það er erfitt að nefna nokkrar tölur. En ég tel að hann sé nokkuð góður. Það eru kannski ekki svo ýkja margir „þarna úti“ sem hafa farið hér í gegn, en ég tel að heim- ili sem þetta eigi fullan rétt á sér sem stökk- pallur út í lífið. Það er nefnilega bara fyrsta stigið að hætta neyslu áfengis. Síðan er að aðlaga sig þjóðfélaginu. Einstaklingurinn hefur ekki öðlast fullt frelsi fyrr en hann kann að fara með það, kann fótum sínum forráð úti í lífinu og getur rækt skyldur sínar við sjálfan sig, heimilið og þjóðfélagið", segir læknir- inn. - En Guðlaugur hefur handbærar tölur: „Frá því 14. október 1977 til 26. janúar í ár hafa 299 innritast á heimilið. En frá því ég fór að taka þetta út hafa komið hingað 199 menn og af þeim tel ég að helmingur sé að mestu leyti búinn að ná sér upp úr drykkj- unni og um fjórðungur hafi náð þó nokkr- um árangri. Þetta tel ég góðan árangur, ekki síst ef við athugum að þarna er um að ræða fólk sem er „sett í samband" í þjóðfé- laginu ef svo má að orði komast. Gerum við ráð fyrir því að þeir sem hér eru greiði að meðaltali 20 þúsund krónur á ári í skatta og útsvar fær samfélagið í sinn hlut nærri hálfa milljón króna. Það er dálítið annað en að greiða mörg þúsund krónur á dag fyrir sjúkrarúm!" Haraldur Jónasson lögfræðingur: „Gott að koma hingað - líka gott að fara héðan” Rúnir trausti, vinum og ættingj- um, atvinnu og eignum. Og ekki síst mannorði. Þannig er komið fyrir þeim sem fá inni í Risinu, nýkomnir úr meðferð við áfengissýki. En þeir eru lausir við brennivínið, það telja þeir sína gæfu. Og fortíðin er að baki, gleymd og skiptir ekki lengur máli. Það er forsendan fyrir því að geta lifað í nútíðinni - og byggt upp framtíðina. Haraldur Jónasson lögfræðingur er einn þeirra sem halda til í Risinu. Hann kom þangað 15. janúar 1982 og er því búinn að eiga þar heima í rúmt ár. „Ég kom utan úr óreiðunni og var oft búinn að fara í gegnum prógrömm. Loks tengdist ég göngudeild Landspítalans fyrir drykkjusjúka og þaðan kom ég í Risið. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað hefði gerst hefði ég ekki komist hér inn“, segir Haraldur við Helgarpóstinn. - Heldurðu að þú sért sloppinn? „Já, alfarið. Ég var á botninum, þar sem fólk þarf oftast að lenda, og þaðan er aðeins ein leið. Það er uppleið. Haraldur Jónasson lögfrœðing- ur: „Eg var ú botninum þar sem fólk þarf oftast að lenda, ög þaðan er aðeins ein leið. Uppleiðu. Ég var í drykkjunni í 23 ár en fór að taka við mér 1975. Þá komst ég í tengsl við Flóka deildina og eftir það tók við þessi venju- legi ferill: Ég fór á Freeport, með til- heyrandi kollsteypum eftir mismunandi langan tíma. Sigurinn er fólginn í því að langa ekki lengur í hlutina, ekki að vera edrú með áreynslu og einbeitni. Maður þarf að gleyma þessu." Það tók Harald tíma að átta sig á þessu. Hann taldi sér óhætt að fá sér glas, en það endaði með ósköpum. Loks lá leiðin á Geð- deild Landspítalans þarsemhannfékkenn eina meðferðina og var raunverulega skikk- aður til að lifa í því verndaða umhverfi sem þar er nánast allan sólarhringinn. - Hvernig var svo að koma hingað að þessari meðferð lokinni? „Dálítið framandlegt í byrjun. En núna líður mér eins og á stóru heimili. Nema hvað hér er aldrei rexað og rifist. Þurfi menn að fá útrás fá þeir hana á reglulegum fundum sem hér eru haldnir. Það var gott að koma hingað en það er líka ánægjulegt að fara héðan með sóma. Rúnar Brekkan jdrniðnaðarmað- ur: „Það er ósköp auðvelt fyrir fyllibyttur að lifa eðlilegu lífi. En eitt verðum við að muna: Við get- um ekki drukkið“. Hvorttveggja er áfangi uppávið. Það er öm- urlegtað standa uppi alheilbrigður rúinn stöðu, trausti og ættingjum og geta ekki undið sér í að vinna og gerast venjulegur þjóðfélagsþegn", segir Haraldur Jónasson lögfræðingur, og bætir því við, að nú þegar hafi hann hellt sér út í skattavertíðina - eins og hver annar lögfræðingur. Rúnar Brekkan járniðnaðarmaöur: #■ „Egreikna með framtíðarveru hérna" Rúnar Brekkan járniðnaðarmaður var búinn að vera drykkjumaður í myndir: Jim Smart tuttugu ár þegar hann fór fyrst í meðferð fyrir fimm árum. Hann var edrú í tvö ár. „Ég missti þetta út úr höndunum á mér aftur og sá að það þýddi ekki annað en koma sér á réttan kjöl og fara í meðferð. Eftir að hafa verið á Sogni kom ég svo hingað í byrjun október". - Eftir að hafa reynt að hætta drykkjunni og mistekist, telurðu að það skipti sköpum að hafa komið hingað eftir meðferð? „Ég á yfirleitt gott með að vera einn, svo kannski hefði ég sloppið. En ég veit um fullt af fólki, sem ekki „meikar það“ að vera einsamalt. Og það er víst að það að komast hér inn gerir það að verkum, að það er ekkert mál að halda sér þurrum. Það gerir það svo létt, að ég hef ekki fundið fyrir því á nokkum hátt. Hér er að sjálfsögðu ekki haft vín um hönd né heldur aðrir vímugjafar. Auk þess er samkomulagið sérlega gott og árekstrar- laust, allt gengur létt og fyrirhafnarlítið fyrir sig. Ég hef aldrei heyrt mönnum verða sundurorða síðan ég kom hingað. Hér ríkir mikill fjölskylduandi, og ég vil meina að það sé líka ákaflega mikils virði, að hér er lítið um boð og bönn. Eins að hér er fylgst með því hvernig mönnum líður. Margir eru ákaflega illa staddir fjárhagslega þegar þeir koma hingað, og því er það líka ákaflega mikils virði að komast af á ódýrari hátt,tel ég“, segir Rúnar Brekkan, sem stundar vinnu hjá blikksmiðjunni Glófaxa. „En þegar ég kom hingað var ég líka búinn að læra af biturri reynslu. Það er ákaflega létt að hætta að drekka. Þegar ég gerði það fyrst taldi ég málið afgreitt, ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því meir“, heldur Rúnar Brekkan áfram. „Þar af leiðandi gerði ég ekkert til þess að halda mér við efnið. Það er nefnilega ósköpl auðvelt fyrir fyllibyttur að lifa eðlilegu lífi. En eitt verðum við að muna: Við getum ekki drukkið", segir Rúnar, og að þessu sinni ætlar hann enga áhættu að taka. „Það er alveg óákveðið hvað ég bý hér lengi. Eins og stendur reikna ég með fram- tíðarveru hérna“, segir hann. FÚSTUDAGSKVÖLD IJIiHUSINU 11 Jl! HUSINU 0PIÐ1!,llduu" ™KL10 I KVÖLD ÞORRAMATUR IÚRVALI ÞORRABAKKAR ITVEIMUR STÆRÐUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL |HR [cdúl;-jojgJ; » Lúczcuuucjuqiij^ Jón Loftsson hf. OTTOPTFI1111 'l'nl U m Hringbraut 121 Sími 10600 0PIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 9-12

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.