Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 24
Reikningar Listahátíðar í
/'1 Reykjavík fyrir 1982 voru
ekki samþykktir á fulltrúa-
ráðsfundi hátíðarinnar sem hald-
inn var í síðustu viku. Þar var lagt
fram endurbætt uppgjör frá Endur-
skoðunardeild Reykjavíkurborg-
ar, sem gert var að beiðni Davíðs
Oddssonar borgarstjóra, en í bréfi
til Bergs Tómassonar, borgarend-
urskoðanda frá því í nóvember
segir borgarstjóri m.a. að hann
treysti sér ekki til að boða til full-
trúaráðsfundarins fyrr en nánari
upplýsingar og sundurliðun liggi
fyrir á reikningum hátíðarinnar. í
bréfinu, sem er all gagnrýnið á
reikninga hátíðarinnar, segir borg-
arstjóri að það „stingi mjög í augu“
að gjöld hennar hafi farið kr.
946,132 fram úr áætlun, þ.á m.
ýmsir liðir sem ætla mætti að hægt
væri að áætla býsna nákvæmlega
fyrirfram, t.d. þóknun til lista-
manna sem fer kr. 238,387 fram úr
áætlun og uppihald 141,662 kr.
fram úr áætlun sem þó hafi verið
allrúm fyrir. f endurbætta uppgjör-
inu sem lagt var fyrir í síðustu viku
er samkvæmt beiðni borgarstjóra
m.a. sundurliðaður kostnaður við
uppihald einstakra listamanna,
greiðslur til einstakra verktaka
(129,000 rúml. fram úr áætlun) og
við akstur sem fór 47,855 framúr
áætlun („geysihá tala við ekki
stærra fyrirtæki"). Þá segir borgar-
stjóri að auglýsingar hafi „verið
BÍLALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
hömlulausar gjörsamlega", en þær
fóru 255,000 framúr áætlun. Stað-
fest er í uppgjörinu að tap hátíðar-
innar nam kr. 750,941. Talsverðar
umræður urðu um þessa reikninga
á fundinum og það gagnrýnt hve
víða kostnaður er umfram áætlun,
jafnframt sem gerðar voru athuga-
semdir við liði sem taldir voru ó-
þarfir svo sem auglýsingasöfnun
utan fasts starfsliðs hátíðarinnar.
Niðurstaðan varð semsagt sú að
reikningarnir voru ekki sam-
þykktir....
Þótt Gunnar G. Schram gefi
/ 1 engar ákveðnar yfirlýsingar í
S Helgarpóstsviðtali í dag um
framboð sitt til næstu kosninga höf-
um við það eftir áreiðanlegum
heimildum, að hann hyggi einmitt
á slíkt. Heimildir okkar segja, að
hann sé þegar farinn að undirbúa
þátttöku sína í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjaneskjör-
dæmi....
Úr heimi stjórnmálanna er
/ J það líka tíðinda, að á
S miðvikudagskvöldið kom
saman á Hótel Esju hópur 110-120
manna, sem stofnuðu með sér nýtt
jafnaðarmannafélag, sem ætlunin
er að sæki síðan um aðild að
Bandalagi jafnaðarmanna Vil-
mundar Gylfasonar. Á fundinum
var kosin undirbúningsnefnd til að
huga að drögum að reglum félags-
ins og boða til næsta fundar, sem
væntanlega verður í næstu viku. f
nefndina voru kjörnir: Kristján
Jónsson, Sigurjón Þorbergsson,
Marinó Birgisson, Skæringur
Hauksson og Agúst Einarsson,fyrr-
verandi gjaldkeri Alþýðuflokksins
og fjórði maður í prófkjöri Al-
þýðuflokksins í Reykjavík í síðasta
prófkjöri. Enn hefur þessu nýja fé-
lagi ekki verið fundið nafn, en á
fundinum komu upp margar til-
lögur. Þar á meðal voru nefnd nöfn
eins og Félag jafnaðarmanna,
Landsfélag jafnaðarmanna,
Landsmálafélag jafnaðarmanna,
og eins var stungið upp á því að
nota eitthvert allt annað nafn, sem
væri í engum tengslum við
jafnaðarstefnuna. Til að byrja með
er nýja félaginu ætlað að vera
landsfélag, en vitað er að víða um
land eru í undirbúningi félög sem
ætlað er að tengist bandalagi Vil-
mundar. Þannig er vitað, að í
Kópavogi verður jafnvel stofnað
slíkt félag í næstu viku, og einnig
hafa Húsvíkingar og Akureyringar
hugsað sér til hreyfings. Ef af slík-
um félagsstofnunum verður er ætl-
unin að Reykjavíkurfélagið hætti
að vera landsmálafélag....
Föstudagur 4. febrúar 1983
o
STOPPAR
LEKANN STRAX
WATERPLUG
Sementsefni sem þenst út
viö hörönun og rýrnar ekki
Viðgerðarefni sem
stöðvar rennandi vatn
Öruggur árangur
AA
N r inn
V' u ttl
!i steinpryði
STHORO
SYSTEM
PRODUCI'S
Steinprýöi Stórhöfða 16 sími 83340 - 84780
VT Eins og fram kemur í Inn-
f~ J lendri yfirsýn Helgarpóstsins í
V dag eru íslenskir stjórnmála-
flokkar meira og minna allir í sár-
um vegna úrslita prófkjara. Og ef
þeir eru það ekki vegna úrslita
prófkjara þá eru þeir það vegna
þess að prófkjör höfðu ekki verið
viðhöfð. Til dæmis er Eggert
Haukdal síður en svo sæll með út-
komu sína í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins á Suðurlandi og því varð
hann hvumsa og hvekktur við þeg-
ar formaðurinn, Geir Hallgrímsson
hitti hann niðrí þingi í vikunni og
sagði að bragði: - Óska þér til ham-
ingju með árangurinn. Eggert svar-
aði fúll: - Hann náðist nú án mik-
illar aðstoðar frá Reykjavík. Og
Geir, frekar fúll: - O, aldrei hef ég
nú fengið sérstaka hjálp frá þér
Eggert minn. Og skildu þar svo
tveir prófkjörskandítatar,
grautfúlir....
Eggert mun hafa rætt það
undanfarið með sínu fólki að
bjóða fram sérstaklega á
Suðurlandi með sínum heima-
mönnum eins og síðast, en þar er
hins vegar svolítil fýla líka vegna
þess að varamaður hans Siggeir
Björnsson sagði sig óbundinn af yf-
irlýsingum Haukdals. Einnig er
orðrómur á kreiki um að
stuðningsmenn Óla Þ. Guðbjarts-
sonar og Guðmundar Karlssonar
velti fyrir sér sérframboði. En
þetta eru mest vangaveltur, enn
sem komið er a.m.k....
Vangaveltur eru einnig hafnar
varðandi eftirmann sigurveg-
ara prófkjörsins, Þorsteins
Pálssonar í stöðu framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands ís-
lands. Hafa heyrst nöfn gamalla
starfsmanna VSÍ, eins og Brynjólfs
Bjarnasonar, áður hagfræðings
sambandsins en nú framkvæmda-
stjóra Almenna bókafélagsins, og
Baldurs Guðlaugssonar, áður lög-
fræðings þess en nú starfandi lög-
manns. Áf núverandi innanhúss-
fólki er nefndur Þórarinn Þórarins-
son, lögfræðingur.
Þetta eru mest 15
• FOST VERÐTILBOÐ
MEÐ UPPSETNINGUM
• Margra ára reynsla, og
afgreiöslufrestur 4—5 vikur
• Lituð eik eöa Ijós fura.
• Greiöslufrestur allt
aö 7 mánuöir.
HRINGIÐ OG VIÐ KOMUM OG HÖNNUM
OPIO LAUGARDAGA kl. 9—4.
ViT| X f| I
llfjl mn mi mhljTjEEnjQjmS i [I i