Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 4
±________________ texti lilugi Jökulsson Föstudagur 8. april 1983 -yíncýf/ irihn myndir Jim Smart „TÍKALL FYRIR Ekkert gengur að hala inn aur. KAFFI” Helgarpósturinn gerir út betlara Aðkaliandi þótti að fá hið bráðasta svör við eftirfarandi spurningum: 1 JL • Hvernig myndu reykvískir góðborg- arar taka því ef við sendum mann út á götu að betla? Myndu þeir veita bágstöddum bróður af gnægtum sínum, ellegar forakta neyð hans og ganga hjá með yfirlætissvip hins metta? 2 Jm • Hversu árvökul er lögregian hér í borg? 1 hinni góðkunnu lögreglusamþykkt Reykjavíkur mun blátt bann vera lagt við snikjum á götum og strætum; myndu borð- umprýddir laganna þjónar grípa gæsina hafa hendur í hári betlarans okkar og setja bak við lás og slá um ófyrirsjáanlega framtíð? 3 • Myndu þau málalok þýða að einmitt þessu eintaki Helgarpóstsins yrði alls ekki dreift um landið endilangt? Maðurinn sem við sendum niður í Austurstræti til að prófa gjafmildi og hjartagæsku borgaranna, ekki síður en viðbrögð lögreglunnar, var nefni - lega enginn annar en dreifingarstjóri blaðs- ins, Sigurður Steinarsson, sem lesendur þekkja líkiega flestir fyrir fórnfúst starf i þágu ljósmyndalistarinnar. Myndi hann gista Síðumúlann á næstunni? Það var einn vondan veðurdag í þessari viku að við héldum á vit bæjarbúa. Kalt var, ískalt og vindurinn blés óhroða um göturnar; allir kragar voru uppbrettir og fólk hraðaði sér milli húsa í miðbænum; ekkert vor í aug- sýn enn. Á leiðinni ofan eftir bar okkur ekki saman um hver áhrif kuldinn myndi hafa á betl dreifingarstjórans. Sumir töldu að í svona veðri væri fólk afundið og ekki í skapi til að leggja lið; aðrir hölluðust að því að akkúrat vegna kuldans myndi fólki renna vesaldómur Sigurðar enn meir til rifja en ella, og gefa ó- sparlega. Við höfðum komið okkur saman um að hann skyldi jafnan biðja um „tikall fyrir kaffi“, og að auki var tilbúin „goðsögn“ (þetta er komið úr Smiley-bókunum) ef fólk færi að spyrja út í erfiðleika hans — hann átti sem sé að vera atvinnulaus verkamaður úr ál- verinu I Straumsvík; hafði verið sagt upp störfum fyrir nokkru og ekki séð krónu með gati síðan. Þetta fannst okkur harla trúverðug lýgi, en til þess kom aldrei að hana þyrfti að brúka. Fólk reyndist ekki vera forvitið um fé- leysi Sigurðar Steinarssonar, hvort heldur það gaukaði að honum tíkalli eður ei. Til að full- komna svo mynd okkar af hinum reykvíska fátækling lagði Sigurður til hliðar úr sitt, gull- hring og seðlaveski; þetta þrennt þótti ekki vænlegt til að auka tiltrú fólks á uppátækinu. Vont fólk? Við komum okkur sem sé fyrir í Austur- strætinu. Klukkan i dómkirkjunni hafði ný- lega slegið tvö og það voru talsvert margir á ferli, þrátt fyrir napurleikann. Sigurður stóð í miðju strætinu, Mr. Smart með Ijósmynda- apparatið leyndist í anddyri ferðaskrifstof- unnar Útsýnar, og sjálfur hímdi ég við blaða- söluna hjá Eymundsson. Það var ekki laust við efasemdir hjá okkur, en spurningunum þremur skyldi svarað. Sigurður vatt sér að vel klæddri konu með hatt og spurði blíðlega: „Geturðu gefið mér tikall fyrir kaffi?“ — eins og um hafði verið samið. Konan sneri upp á sig. „Nei“, og strunsaði burt. Frakkaklæddur maður á miðjum aldri: ,,Nei“. Annar nokkru yngri, ansaði ekki. Gömul kona hristi bara höfuðið. „Held nú ekki“, var það eina sem þriðji karlmaðurinn, ungur og reffilegur, vildi Ieggja í púkkið. „Nei“. Þetta var þreytuleg kona með barn. Og þar fram eftir götunum. Þetta ætlaði hreint ekki að ganga. Nokkrir brostu dálítið og litu hissa á betlarann, fleiri settu í brúnir og hreyttu út úr sér „nei“-inu sínu, og stöku menn létust alls ekki sjá hinn nauðstadda. Lögreglu- maður var um hríð á sveimi í Austurstrætinu; hann tók ekki eftir þessu alvarlega broti gegn fyrrnefndri samþykkt og fór á endanum sína leið — sennilega inn á Miðbæjarstöð að sötra kaffið sem Sigurði virtist meinað að fá. Vont fólk víðar en á Snæfellsnesi, sýndist okkur. Eftir tæpt kortér, og eitthvað um tuttugu árangurslausar tilraunir, var lýst yfir smók- tæm í betlinu og við leituðum skjóls í anddyri Reykjavíkurapóteks. Endurnærður og ekki alveg eins kaldur fór Sigurður að horninu undir pósthúsinu og þá og þar brá svo við að uppgrip urðu í betlinu. Uppgrlp í betlinu Fyrsta bar að unga stúlku. „Áttu tikall fyrir kaffi“ spurði betlarinn okkar og gerði sig aumlegan í framan. „Alveg sjálfsagt“, svaraði stúlkan brosandi, fiskaði tiu krónur upp úr pússi sínu og afhenti Sigurði. Hér er rétt að vekja athygli á því að við skiluðum tíkallinum aftur undir eins og stúlkan tók þessum atburði bara vel. „Ef fólk er í nauðum statt finnst mér alveg sjálfsagt að hjálpa því“, sagði hún,Guðlaug Gísladóttir að nafni. Hún fyllti okkur aftur trú á mannfólkið og það fór strax að ganga- betur. Rúnar Óskarsson var til að mynda ekki lengi að finna tíkall til að gefa Sigurði þegar röðin var komin að honum. „Ef manninn vantar fyrir kaffi, þá munar mig ekkert um tíu krónur“, sagði hann til skýringar, og enn lyft- ist á okkur brúnin. Næst urðu nokkrir til að neita bón betlar- ans, eða þar til Gerði Bjarklind varð gengið fram hjá. Hún átti að vísu bara fimmtíukall, en var á leiðinni til að skipta þegar r\ henni var'sagt satt um þetta. „Nú, P/ Þessi fyllti okkur trú á mannfólkið: Guðlaug Gísla- dóttir gefúr hrjáðum betlara tíkall. Óli blaðasali taldi fráleitt að gefa Sigurði tíkall. hann gaf tuttugu krónur. Tíkall í viðbót....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.