Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 19
irirtn Föstudagur 8. apríl 1983 19 Sprengileikir II Einhverm tíma um síðustu alda- mót tefldi Pillsbury skák þá sem hér fer á eftir, sennilega í fjöltefli: 1. e4-e5 2.Rc3-Rc6 3. f4-d6 4. Rd3-a6 5.Bc4-Bg4 6. fxe5-Rxe5 7. Rxe5-Bxdl 8. Bxf7 -(- Ke7 9. Rd5 mát Þessí flétta er gamalkunn og lík- lega þekkja flestir lesendur þáttarins hana. En ef við reynum að setja okkur í spor manns sem aldrei hefur séð fléttuna, verður að viðurkenna að hún er býsna óvænt og auðveJt að láta sér sjást yfir hana, enda hafa margir legið á þessu bragði í áranna rás. Læikurinn 7. Rxe5 er sannkallaður sprengileikur, hann sprengir leppunarböndin sem virtust svo traust. Og samvinna riddaranna og biskupsins um mátið er ljómandi falleg. Að vísu þarf svartur ekki að verða mát, hann þarf ekki að taka drottninguna, en hann er þá peði fátækari. Þetta gamla stef getur komið fram í ótal myndum og fáir eru óhultir fyrir því. og svartur vinnur! 19. ... Rg6 20. Hxf6! Kxf6 21 Bg5+ Kg7 Eftir Ke5 mátar hvítur í 2. Ieik. 22. Dh6+ Kg8 23. Hfl Hf8 24. Bf6 Dxf6 25. Hxf6 Hér var Tsjígórín búinn að fá nóg, hvítur hótar máti í öðrum leik (Hxg6+ hxg Dxg6 mát) og gegn því á hann enga vörn. Það er greinilega vissara að treysta leppunum ekki í blindni. Gott dæmi um það er fingur- brjótur sem kom fyrir í skák á Hastingsmóti fyrir nokkrum ára- tugum: Van Steenis - Wechsler 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. exd5 Dxd5 5. Dg4 Re7 6. Dxg7 De4 + ? Hann skákar í skjóli leppunarinn- ar. En hvítur lék 7.Kdl! og nú Nú eru liðin níutíu ár síðan þeir Tarrasch og Tsjígórín leiddu sam- an hesta sína í minnsverðu og vel tefldu einvígi. Þeir voru þá báðir í blóma lifsins og báðir svipaðir að styrkleika og sjálfur heims- meistarinn. Engu að siður lenti Tsjígórín í einu afbrigði fléttunn- ar i 5. einvígisskákinni. TARRASCH—TSJÍGÓRÍN 15.10.1893 Spænskur leikur 1. e4-e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. Rc3 Bb4 6. Rd5 Ba5 7. 0-0- b5 8. Bb3 d6 9. d3 Bg4 10. c3 Re7? m m * m AAA 1 K ■ m m m A Jií. l&A ■ & aa m&u a<s? Þarna gefur Tsjigórín höggstað á sér. 11. Rxe5! Taki svartur nú drottninguna getur hann orðið mát: llrBxdl 12. Rxf6+ gxf6 13. Bxf7 + Kf8 14. Bh6, eða tapað liði: 12rKf8 13.Rd7+(hvor ridddarinn sem er!) Dxd7 14. Rxd7+ Ke8 15. Rf6+ og Hxdl. Tsjígórín tekur því þann kost að láta peðið af hendi strax, í þeirri von að honum takist að grugga vatnið síðar. 11. ..rdxe5 12. Rxf6+ gxf6 13. Dxg4 Rg6 En ekki Dxd3 14 Hdl! 14. Bd5 Hb8 15. f4 c6 Svartur reynir af öllum mætti að flækja taflið. 16. Bxc6+ Ke7 17. Bd5 b4 18. fxe5 Db6 + 19. Khl Rxe5 19. Dh5 Þetta er líklega besti leikurinn, hvítur hótar nú Hxf6 (Dxf6, Bg5 eða Kxf6, Dg5 mát) í skýringum sínum bendir Tarrasch á skemmti- legan möguleika: 19. Dh4 Rxd3 (þetta er ekki hægt eftir Dh5, vegna Dxf7 + ) 20. Hxf6 Dxf6 22. Kgl Rh3 + 21. Bg5 Rf2+ 23. gxh3 Hg8! standa tveir menn í uppnámi, svartur gafst því upp. Og að lokum er svo rétt að líta á skák þar sem leppun er notuð á skynsamlegan og skemmtilegan hátt. Hún er frá þeim tíma þegar Keres var ungur og efnilegur skák- maður. KIBBERMANN—KERES Tartu 1935 1. d4 Rc6 2. Rf3 d5 3. c4 e5 4. Rxe5 Rxe5 5. dxe5 d4 Byrjunin minnir á mótbragð Albins. Svarta peðið er dálítið ó- þægilegt.eins og m.a. má sjá af-6. e3? Bb4+ 7.Bd2 dxe3! 8. Bxb4 exf2+ og hvítur missir drottn- inguna. 6. e4 Re7 7. Bd3 Líklega var betra að leika Bg5, því að nú kemmst riddarinn hindranalaust á g6. 7. ... Rg6 8. f4 Bb4 + 9. Bd2? Þessa leppun nýtir svartur sér laglega, betra var því Kf2 9. ... Rxf4! 10. Bxb4 Rxg2 + 11. Kf2 Eða 11. Kd2 Dg5+ 12. Kc2Re3 + 11. ... Dh4 + 12. Kgl Eða 12. Kxg2 Bh3+ 13. Kgl Dg5+ 14. Kf2 De3 mát 12. ... Dg5 13. Df3Rel + 14. Dg3 Dxg3 + 15. hxg3 Rxd3 16. Ba3 Rxe5 og hvítur gafst upp. Hann er tveimur peðum undir og staðan ekki til að státa af. „Ég er búinn að teikna Ghost. Ghost. Ghost er ekki með eyru. Þegar Ghost gefur frá sér hljóð, þá baular hún. Svona: Uhhhhúhhhú! Úhhhhúhhhúú! Og breiðir út vaengina sína. Þá segir maður: The Ghost is ready to fly!“ Mynd: Burkni Það er Ijótt að borða börn fyrir klukkan níu „Geimfar, það er spaceship á ensku. En geimskip, það heitir spacecraft“. Þessi langsótti lærdómur vall upp úr syni mínum á heimleið af dagheimilinu einhvern tíma í febrúar, en þar á stofnuninni hefur mánuðum saman gras- sérað óheyrileg geimferða- della, mikið tengd við bíó- myndina Star Wars (Stjörnu- stríð). Hún var í sjónvarpi um jólaleytið, en þetta var komið í fúll sving á dag- heimilinu áður, trúlega runnið frá krökkum sem eiga leikföng gerð eftir myndinni. Sá stutti heldur áfram upplýsingaflóðinu: „Geim- farar verða að hafa hjálm á höfðinu, svo að þeir meiði sig ekki ef þeir detta af baki. Þeir fara oft ríðandi, því það er svo langt út í ...hérna... hvað heitir...eldflaugina“. Þau leika Star Wars, krakkarnir, og skipta með sér hlutverkum. Mér skilst Burkni sé vanur að vera ein- hver Luke Skywalker, sem ég man satt að segja ekki hvort raunverulega var í myndinni, eða hvort hann er kannski úr Star Fleet, endalausum framhaldsflokki í stíl við Star Wars (en leikinn af brúðum) sem sjónvarpið er með í lok barnatíma á sunnudögum. Svo eru hasarblaða- hetjurnar greinilega mjög á dagskrá þarna á stofnun- inni, og maður heyrir dögum oftar vitnað í Superman, Spiderman og Incredible Hulk. Sá síðastnefndi (þessi græni með ferkantaða fésið og hálftunnuhnefana, Jötunninn ógurlegi held ég í einhverju íslenska blaðinu) er mér sagður bæði sterkari og grimmari en sjálfur þurs- inn Loðinbarði. Nýjustu fréttir af þeim græna eru, að hann sé genginn út, og sé kona hans hvorki meira né minna en beautiful lady. Ó- líkt Loðinbarða, sem tókst að klúðra hrapalega hjú- skaparáformum sínum og karlsdætra þriggja, Ásu, Signýjar og Helgu. Náttúru- úrvalið að verki í Jötunheim- um. Af þeim uppáhöldum sín- um fékk strákur að sjá Superman í sjónvarpi, en bara fyrstu tvo kaflana, því það var orðið svo áliðið. (Kaflana? Jú, þetta var í aug- lýsingasjónvarpinu þar sem öllu er skipt í kafla til að selja auglýsingar í hléunum). Og missti af aðal hasarnum. Hins vegar var hann svo vel upplagður kvöldið sem Jaws 11 (Ókindin önnur, er það ekki?) var á dagskrá, að hann horfði með glans til enda, um tíuleytið, og naut vel skemmtunarinnar. Þó telst víst rétt á takmörkum að sú mynd sé við hæfi barna. Útvarpsráðið (því að hér er sett opinbert útvarps- ráð yfir auglýsingasjónvarp- ið, þó það sé rekið af einka- fyrirtækjum) hefur það til viðmiðunar, að til klukkan 9 eigi allt efni að vera boðlegt börnum. En Ókindin er ein- mitt líkleg til að laða börn að skjánum, og því auðvelt að selja í hana auglýsingar um kornflex og þessar svona krakkavörur, ef hún er ekki allt of seint á dagskrá. Niðurstaðan varð sú að byrja rétt eftir átta. Fyrst í stað étur hákarlinn bara ókunnugt og fullorðið fólk, og það er víst nokkurn veg- inn við hæfi barna. Hins vegar er í myndinni hópur unglinga, sem áhorfandinn fer að þekkja og fá áhuga á, og svo var stillt til, að sá fyrsti af þeim var ekki etinn fyrr en á slaginu níu. Þannig tókst að fullnægja öllu rétt- læti. Annars höfum við verið prinsippfastir foreldrar með það að láta sjónvarpið ekki halda barninu uppi neitt verulega fram yfir 8. Ekki gátum við að því gert, þó hann væri svo andvaka eftir fyrsta þáttinn af Meistara- söngvurunum frá Nurnberg, að ekki þýddi annað en leyfa honum að horfa á næsta þátt til loka, þegar hann var bú- inn að liggja sig hundleiðan uppi í rúmi að reyna að sofna. Burkni er annars mikill aðdáandi Wagners, kannski ekki beinlínis fyrir óperurn- ar (og sá þó, auk Meistara- söngvaranna, upphafið að sumum þáttum Niflunga- hringsins meðan hann var framhaldsefni fyrr í vetur, og þótti mjög athyglissvert að sjá örlaganornirnar snúa reipi og valkyrjurn'ar dröslast með dauðar hetjur fram og aftur um sviðið í Bayreuth). Enda er honum varla svo ljóst samhengið milli tónskálds og tónverks; nógu erfitt er að skilja at- vinnu pabba síns ef hann er rithöfundur og situr allan daginn uppi í svefnherbergi að skrifa. En á undan Niflungahringnum voru stundum leiknir þættir úr ævi Wagners, og var einu sinni sýnt hvernig hann hélt upp á afmæli konu sinnar með því að stefna til sín hljóðfæraleikurum eld- snemma morguns og láta þá vekja hana með því að leika í næsta herbergi undurfagurt lag sem hann hafði samið í tilefni dagsins. Það þótti Burkna riddaralega gert. Háif átti hann erfitt með að halda þræði í Meistara- söngvurunum, og undi sér við að þykjast „vera“ hinar og þessar persónu, aðallega þeir karlar sem hann sá skartbúnasta hverju sinni. Þangað til hann áttaði sig á því, að öll sagan snerist um ást og samdrátt Walthers og Evu. Þá varð hann staðráð- inn í því, að Walther væri hann. „En þú ert þessi“, sagði hann við mig í hvert sinn sem myndavélin snerist að nýjum feitum barítón. Á endanum var þó samþykkt að ég mætti vera Hans Sachs, af því að hann hjálpar Walther að ná í Evu. Síðan kemur fyrir, þegar hann tel- ur ástæðu til að sýna föður sínum veglyndi í stórum stíl, að hann beinir talinu að Meistarasöngvurunum og bætir svo við: „Við getum alveg verið til skiptis. Stund- um mátt þú vera Walther, og þá skal ég bara vera Hans Sachs á meðan“. En síðan hann sá Mjallhvít í bíó, hefur hann ekkert slakað á því að prinsinn sé hann. Ég má bara velja, hver af dvergunum sé ég. Þegar 5 ára stelpa var hjá honum næturgestur, þá var hún Mjallhvít. Mjallhvít er fal- legust af öllum. Þyrnirós næstfallegust. (Þær eru líka kóngsdætur). En hann held- ur varla að öskubuska (kaupmannsdóttir) sé eins falleg og Lady Di (hertoga- dóttir; en allar giftast prins- um; það virðist vera algert innögnguskilyrði í þennan úrvalsflokk kvenlegrar fegurðar). Það er bara eins og blessað barnið sé farið að draga dám af höfðingja- snobbinu sem hér liggur í landi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.