Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 3
3
Helgar—*,
-Pðsturinn-
Föstúdagur 8. apríl '1983
BARNSSKÓRNIR ÞEGAR SLITNIR?
hlelgai----
pústurínn
Blað um þjóðmál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guölaugur Bergmundsson,
Ómar Valdimarsson, lllugi
Jökulsson
Útlit:
Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auður Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur
Gunnarsson, Sigríður Halldórs-
dóttir, Sigurður A. Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Siguröur
Svavarsson (bókmenntir &
leiklist), Siguröur Pálsson
(leiklist), Árni Björnsson (tón-
list,) Sólrún B. Jensdóttir
(bókmenntir & sagnfræöi),
Guðbergur Bergsson (mynd-
list), Gunnlaugur Sigfússon
(popptónlist), Vernharöur
Linnet (jazz), Árni Þórarins-
son, Björn Vignir Sigur-
pálsson, Guðjón Arngríms-
son, Guölaugur Berg-
mundsson, Jón Axel Egilsson
(kvikmyndir).
Utaniandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,
Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga
Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun-
um, Helgi Skúli Kjartansson,
Bretlandi, Ólafur Engilbertsson,
Spáni.
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Helga Haraldsdóttir
og Páll Pálsson.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjami P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigurður Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Lausasöluverð kr. 20
Ritstjórn og auglýsingar eru aö
Ármúla 38, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru aö
Ármúla 38. Símar 81866
og 81741.
Prentun: Blaðaprent hf.
Islensk kvikmyndalist hefur slit-
ið barnaskónum, eða hún er að
minnsta kosti í óða önn að gera það.
Þær tvær kvikmyndir sem frum-
sýndar hafa verið á síðustu vikum
sýna, hvor með sínum hætti, hversu
ótrúlega langt okkur hefur miðað á
aðeins fáeinum árum. Húsið og Á
hjara veraldar eru afar ólíkar bíó-
myndir, þó þær eigi miðilsfundinn
sameiginlegan. Það sem gleðilegast
er við Husið er hversu okkar mönn-
um hefur gengið vel að ná valdi á
þeirri flóknu tækni sem þarf til að
gera góða kvikmynd. — Á hjara
veraldar er allt annars eðlis þótt
tæknivinna sé þar lika að flestu
leyti til fyrirmyndar. Eins og kvik-
myndagagnrýnandi Helgarpóstsins
bendir á í umsögn sinni um mynd-
ina, sem birt er í blaðinu í dag, hef-
ur Á hjara veraldar mikla sérstöðu
meðal íslenskra kvikmynda, og
óskandi er að sú sérstaða verði
henni ekki til trafala á almennum
markaði. Myndin sú á erindi til
allra sem láta sig nokkru varða á
hvaða braut íslenskt þjóðfélag er,
og er þar að auki ósvikin kvik-
myndalist. Það er fátítt að kvik-
myndahöfundar hefji feril sinn
með jafn metnaðarfullu og vel
unnu verki og Kristín Jóhannes-
dóttir hefur nú gert.
Margumtöluð gróska í íslenskri
kvikmyndagerð komst einnig í
fréttirnar þegar kvikmyndasjóður
úthlutaði styrkjum sínum í þessari
viku. Hvorki fleiri né færri en 42
umsóknir bárust, svo Ijóst er að á-
hugann skortir ekki. Peningar hafa
hins vegar verið af skornum
skammti hingað til, en nú hefur það
gerst að fé ríkisins til sjóðsins var
aukið. Það er að sjálfsögðu gleði-
efni fyrir unnendur þessa nýjasta
vaxtarbrodds íslenskrar menningar,
en auðvitað má sem fyrr betur ef
duga skal. Sennilega er það þrátt
fyrir allt rétt stefna hjá stjórn kvik-
myndasjóðs að leitast við að veita
fremur fáa, en stóra, styrki í stað
þess að láta fjölda manns hafa ein-
hverja smáaura. Auðvitað leiðir
þessi stefna til þess að einhverjir
verða útundan sem fyllilega eiga
skilið að fá aðstöðu og fé til að
framkvæma hugmyndir sinar, en
við því er ekkert að gera eins og
þessum málum er nú háttað.
Þá er það ánægjulegt að kvik-
myndasjóður hefur nú tekið upp á
því að leggja sérstaka upphæð til
hliðar, sem nota skal til kynningar á
íslenskum kvikmyndum erlendis.
Það er að sönnu rétt sem fram kem-
ur í Innlendri yfirsýn Helgarpósts-
ins í dag, sem fjallar um útblutun
kvikmyndasjóðs, að slíkt kynning-
arstarf ætti að vera í verkahring
Kvikmyndastofnunar íslands, en
meðan hún hefur ekki verið stofn-
uð er frumkvæði kvikmyndasjóðs
til fyrirmyndar. Það er deginum
ljósara að íslenskar kvikmyndir
geta ekki til lengdar búið við þau
skilyrði að einn þriðji til helmingur
þjóðarinnar þurfi að borga sig inn
á þær svo þær megi bera sig, og þvi
þarf að koma til stóraukið kynning-
arstarf í útlöndum. Kvikmynda-
sjóður hefur nú lagt sitt af mörkum
til þess, en krafan hlýtur að vera að
Kvikmyndastofnun íslands verði
stofnuð sem fyrst, og allsherjar
stefna mótuð i málum islenskra
kvikmyndagerðarmanna.
Hið pólitíska
(Á hjara veraldar)
Að setjast við hringborð
makindalesenda Helgar-
póstsins - í miðjum orr-
ustugný og orðaflaumi
kosningabardagans? Frá-
leitt. En ritstjórinn gefur
engin grið. O, jæja. Ein
andvökustund í viðbót við
allar hinar skiptir varla
sköpum. Kannski dagur í
lífi frambjóðenda hræri
hjörtu makindalesenda til
meðlíðunar með oss, þess-
ara margfyrirlitnu iðkenda
hrinQborðió
í dag skrifar Jón Baldvin Hannibalsson
þjóðaríþróttarinnar - sem
er ekki fótbolti heldur póli-
tík? Ég á nú svo sem varla
von á því, enda má samúð-
in éta það sem úti frýs, mín
vegna. Frelsi, jafnrétti og
bræðralag - það er annað
mál. Enda krepputímar í
hönd.
Ég fór niður á höfn um
daginn. Það var ca. fimm-
tugasti vinnustaðafundur-
inn fyrir páska. Þrír á dag
er „normið", ef menn sjá
eitthvað normalt við þessa
iðju. Fimm er hámarkið.
Þá geturðu líka undið
skyrtuna þína áður en þú
skreiðist í sjóðandi heitt
bað rétt fyrir kvöldsnarlið.
Áður en ég vatt mér nið-
ur á Sundahöfn, barst
Þjóðviljinn upp í hendurn-
ar á mér. Þar var Svavar
húsnæðiskommissar að
byggja hundruð íbúða
handa ungu fólki - þarna á
forsíðunni. Kvöldið áður
hafði ungur frændi minn,
hálfþrítugur maður með
fjögur börn á framfæri, 10
stunda vinnudag og úti-
vinnandi konu borið undir
mig húsnæðisdæmi sitt.
Hann verður að fara að
byggja. En það er vita von-
laust. Dæmið sýndi að
90% af tekjum beggja færi
í afborganir og vexti, jafn-
vel þótt lánin fengjust.
Restin í skatta. Honum er
úthýst - eins og allri hans
kynslóð í þessu verðbólgu-
spilavíti - sem kallar sig vel-
ferðarríki, sjálfu sér til
háðungar.
Eg dreifði Þjóðviljanum
niður á höfn og hellti úr
skálum reiði minnar yfir
öllu því róttæka kjaftæði
og skrumi, sem Þjóðviljinn
er málsvari fyrir og hefur
fyrir löngu komið óorði á
alla vinstri stefnu. Svo fékk
ég mér snarl á eftir og út-
býtti rauðu kveri, sem heit-
ir: Betri leiðir bjóðast.
Sumir glugguðu í kverið.
Aðrir bönduðu því frá sér
og hreyttu út úr sér: „Iss,
þið eruð allir eins þessir
andskotar. Þetta er allt
komið til helvítis, hvort
sem er. Það væri rétt mátu-
legt á ykkur, ef við kysum
bara hann Vimma. Þetta
getur ekki orðið vitlausara,
hvort eð er“.
Ég spurði nokkra gamla
kreppukarla, herta í eldi
lífsbaráttunnar, hvort þeir
byðu virkilega lengur i ein-
ingu um „íslenzka neyð“?
Einingu um pólsku leiðina
- Solidarnos með öfugu
formerki?
Þeir voru þreyttir. Þetta
er allt svo skelfing von-
laust. Auðvitað er búið að
koma óorði á alla vinstri
stefnu. Þetta ástand er ó-
verjandi. Hvers vegna get-
um við ekki haft almenni-
legan krataflokk eins og í
Skandinavíu?
Hálfrar aldar saga um
klofning og aftur klofning
í nafni byltingarinnar,
Sovéttrúboðsins; misskiln-
ingur og lífslygi tveggja
kynslóða menntamanna
endar hér i sárum von-
brigðum yfir öllu þessu
róttæka kjaftæði, sem hef-
ur ekki staðið við neitt og
stendur ekki fyrir neinu.
Verkalýðshreyfingin í rúst-
um. Og ráðherrasósíalism-
inn hefur endað í verð-
bólguspilavíti þar sem þeir
einir lifa af, sem hafa
landslag
hreiðrað um sig í neðan-
jarðarhagkerfi skyndi-
gróða og braski. Og ungu
kynslóðinni úthýst.
Svo byggja kommissar-
arnir í blöðunum og endur-
prenta kosningaloforðin
frá ’78. Svei því öllu sam-
an.
Sumir mundu ennþá
Héðinn, aðrir nefndu
Hannibal. „Þetta voru fin-
ir karlar. Við eigum ekki
lengur svona menn“.
„Nú var það ekki Héðinn,
sem klauf þetta allt í tætlur
og eyðilagði þennan krata-
flokk, sem þig var að
dreyma um upphátt áðan?
Og endaði ekki Hannibal
sem pólitískur flóttamað-
ur, viðskila við þann krata-
flokk, sem hann hafði
reynt að byggja upp í 30 ára
stríði, og þú varst að harma
áðan að væri ekki til“?
„Mér er alveg sama. Þetta
voru fínir karlar fyrir því.
Þá var það harkan sex, sem
gilti og ekkert andskotans
gauf. Nú er þetta allt búið
að vera. Við treystum eng-
um lengur".
„Það versta er að þið
treystið ekki sjálfum ykkur
Iengur. Kreppan var ekki
bara flokkadrættir og bar-
smíðar. Hún var líka sam-
staða - neyðin kenndi
mönnum að standa saman.
Héðinn byggði ekki verka-
mannabústaðina einn. All-
ur verkalýðurinn í Reykj-
vík stóð með honum.
Hannibal slóst ekki einn í
fjöruborðinu fyrir vestan.
Þá hefði hann fljótlega
verið kaffærður. Þeir
fylgdu honum fast eftir.
Þið eigið ekki að bíða neins
lausnara. Þið eigið að taka
málið í eigin hendur. Hvað
ætlið þið lengi að horfa
upp á þessi dauðyfli í Dags-
brún? Það er ekki nóg með
að þið sofnið sjálfir í fund-
unum hjá þeim, tvisvar á
ári; þeir eru farnir að sofna
sjálfir í miðjum ræðum.
Þið þurfið ekkert lengur að
bíða eftir kreppunni. Hún
er komin - hún bíður hérna
fyrir utan dyrnar. Og
hún var kölluð yfir okkur
af „þeim“ sem þið hafið
stutt gegnum þykkt og
þunnt - hingað til. Nú dug-
ir það ekki lengur".
Og svo tókum við upp
léttara hjal., Þeir sögðu mér
lífsreynslusögur úr krepp-
unni og ég endurgalt með
framboðssögum að vestan.
Æ, hvað ég stríddi honum
Vimma oft, þegar hann
kom með sjálfsmorðssveit-
inni móti okkur Karvel ’74
með gömlu limrunni hans
Þorsteins Valdimarssonar:
Gamla Vilmundar vitið/
er vitanlega orðið slitið / á
stöku stað / svo þeir stíga
ekki í það / nema stundum
/ kratarnir / eins og þið vit-
ið.
Nú dauðsé ég eftir þess-
ari ertni. Gamla Vilmund-
ar vitið stendur nefnilega
enn fyllilega fyrir sínu. Það
er meira en sagt verður um
það nýja.
Svo kvöddumst við. Um
kvöldið dró Bryndís mig
niður í Iðnó til að rifja upp
kynnin af Guðrúnu Ósvíf-
ursdóttur og þeim var ég
verst. Laxdæla stendur fyr-
ir sínu þótt hún hafi aldrei
orðið að leikriti þarna uppi
á sviðinu. Skiljið þið ekki
að þetta er kvikmynda-
handrit, ekki stofudrama.
Þá gæti líka landslagið
leikið aðalhlutverkið rétt
eins og „á hjara veraldar".
Á meðan ég sat af mér sýn-
inguna var spurningin í
mínum huga ekki lengur,
hverjum Guðrún var verst,
Bræðravígin eru verst.
—JBH