Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 17
17 jpfisturinn- Föstudagur 8. apríl 1983 Vilmundur 18 en einum lista, þá geti hann gert það, allt upp í tölu kjörinna full- trúa, og skiptist þá atkvæðið ann- ars vegar milli þeirra einstaklinga sem hann hefur kosið, reiknað með þremur aukastöfum, og hins vegar milli þeirra lista sem kjósandinn hefur ákveðið. Með þessu er verið að leggja til, 'að ef fólk vill kjósa öðru vísi, aðra einstaklinga eða önnur sjónarmið en flokkarnir halda að því, þá geti fólk gert það. Ef flokkarnir, hver um sig standa fyrir raunveruleg sjónarmið, þá kemur það væntan- lega í ljós með því að fólk mun kjósa þá sem slíka. Ef hins vegar flokkarnir standa ekki fyrir slík sjónarmið; ef það, sem þeir sjálfir halda fram, reynist eintóm blekk- ing, þá mun það einnig koma í ljós; þá mun fólk væntanlega í stórum stíl nota atkvæði sitt til þess að kjósa á milli flokka, eða á milli lista. Þessar hugmyndir eru ofurein- faldar, og byggja á þvi að flokkarnir sem slíkir mynda ekki valkosti; þeir þvert á móti halda þvinguðum skoðunum að fólki. Vestfirðingar, sem kjósa Karvel Pálmason, gætu átt á hættu að kjósa Jón Hanni- •balsson óvart á þing, þó svo þeir hafi öndverðar skoðanir í öllum ungu leikkonunnar, sem bæði fara vel með lítil hlutverk. Táknrænn texti Textinn er kapítuli út af fyrir sig — upphafinn eins og áður sagði, ákaflega ljóðrænn og bók- menntalegur — iðulega byggður á löngum eintölum í laxness/ meiri háttar málum. Húnvetningur, sem ætlar að kjósa Pálma Jónsson, er óvart að kjósa Eyjólf Konráð. Húsvíkingur sem ætlar að kjósa Guðmund Bjarnason verður fyrir því að gera Stefán Valgeirsson að þingmanni. Atkvæði greitt Þorsteini Pálssyni er í raun atkvæði greitt Eggert Haukdal. Er það ekki augljóst? Þetta kerfi gengur ekki lengur upp. Að aflokn- um kosningum situr þjóðinn uppi með einhvern sundurþykkan hóp þingmanna sem menn ætluðu alls ekki að kjósa, en allt byggir það á flokkakerfi sem heldur sér að fólki, reynir að halda öðrum frá. - Það er þetta sem gengur ekki, hvernig sem á er litið. Þess vegna leggjum við til nýjar leiðir, að menn geti valið á milli persónukjörs og listakjörs. Einfald- lega vegna þess, að það er hróp- legasta blekking í heimi að flokka- kerfið sem slíkt standi fyrir sjónar- mið, að flokkarnir séu valkostur hver gegn öðrum, Lýðræði verður bæði að laða sig að nýjum sjónarmiðum og laða að ný sjónarmið. Þess vegna viljum við nýja kosningaaðferð. En fjór- flokkarnir - þeir vilja ekki nýja kosningaaðferð. Vilmundur Gylfason. taóískum stíl, svo að það læðist að manni sá grunur að þarna sé verið að tákna bókmenntaþjóð- ina miklu og alltumlykjandi áhrif nóbelsskáldsins á bókmenntir okkar tíma. Þessi texti er oft á tíð- um alveg óháður myndmálinu í tíma og rúmi. í fyrstu virkar þetta ákaflega truflandi (og ekki bætir úr skák að hljóðið er á köflum ekki alveg í lagi) — en í annarri til- raun gengur þessi að hálfu alvar- legi og að hálfu paródíski galdur upp og breytir býsna miklu um skilning manns á verkinu í heild. Hljóðrásin — fjórða víddin — er oft notuð skemmtilega til áhrifsauka. Upptaka á samtölum hefur þó ekki alltaf tekist full- komlega en Kristín notar tónlist— aðallega óperutónlist gamalla meistara og nýrri verk íslenskra nútíma tónskálda af mikilli hug- kvæmni en þá ekki síður um- hverfishljóð úr hinni óblíðu íslensku náttúru með eftirtektar- verðum hætti. Eg minnist þess heldur ekki í fljótu bragði að búningar og hár- greiðsla hafi áður sett jafn mikið mark á heildarsvip kvikmyndar og hér er. Ég nefni aðeins sem dæmi um táknræna notkun þessa tveggja hvernig systirin er jafnan látin klæðast kald-blárri dragt og með hárið bundið í hnút meðan hún stendur í veraldarvafstrinu innan veggja Alþingis — sem sagt kona í karlmannslíki. Þegar hún hefur aftur á móti fundið leiðina til frelsisins er hún orðið KONA, hvítklædd með fellt hárið og breytingin sem orðin er á henni er enn frekar undirstrikuð með því að láta hana hitta stallsystur sína, gráhærða, snöggklipta í grárri dragtinni, i stigagangi þinghúss- ins og þær mæla hvor aðra út með augunum þar sem systirin er á leiðinni út — í lífið. Akademískur leikur I bókaskápnum heima er til Völuspá í útgáfu Sigurðar Nordal og með skýringum eftir hann upp á einar 200 blaðsíður. Mynd kvik- myndafélagsins Völuspár er svo rík af torræðum táknum og skír- skotunum að ekki kæmi á óvart að íslenskir kvikmyndafræðingar framtíðarinnar ættu eftir að eyða öðru eins púðri á kvikmyndina Á hjara veraldar og pundað hefur verið á Eddukvæðið forna. Kristín Jóhannesdóttir er líka kvikmyndafræðingur og þótt hún hafi að sönnu búið til magnað listaverk má helst finna það að Kvikmyndir 7 NÝKOMIN BELGÍSK RÚM úr kirsjuberjaviði JioVtVtatV'a9S'®ÖU w\o\a'a \ao9at0 rA A A A A A uuE'^13 r^Y Jón Loftsson hf. OLjnLjTíí u oaQajjTl □ uugjj;n,a m m n u *■ «1 u u n 11H i«i i HRINGBRAUT 121 - SÍM110600 HÚSGAGNADEILD. SÍMI 28601 sköpunarverki hennar að fræðin hafi flækst fyrir henni á stundum, þ.e. að hún hafi gleymt sér svo stöku sinnum í akademískum leik og sprelli, að boðskapur myndar- innar sé ofurliði borinn, þegar hún er skoðuð í fyrstu atrennu. Kristínu liggur mikið á hjarta og boðskapur hennar á fullt erindi við okkur: Við erum að virkja ranga krafta. Við erum að virkja náttúruöflin og ganga á auðlindir landsins okkar meðan við ættum fremur að einbeita okkur að því að virkja manneskjuna í sjálfum okkur. Eða eins og sitjarinn á miðils- fundinum segir: — Fólk kann ekkert lengur með krafta að fara... Núna eru aðeins til fáeinir kuklarar sem rugla saman valdi og krafti. Eftir stendur að Á hjara verald- ar er magnað sveinsstykki — hreinn galdur í lit og cinemaskóp. Og eins og allur góður galdur magnast hann eftir því sem þulan er höfð oftar yfir. Líkt og hljómkviðan vinnur á við hlustun. Að sönnu óttast maður um markaðshorfur tormelts verks á borð við Á hjara veraldar. En það hefði verið í hróplegri mótsögn við inntak þessa listaverks, hefðu markaðshorfur ráðið ferð við gerð þess. Þetta er ekki mynd málamiðl- ana. Klukkur sem skrifa! — fermingargjöfin í ár Já, þu færö margt skemmtilegf i STUÐ-búðinni. Þar færð þú t.d.: * Klistraðar köngulær sem skríða. * LAST-vökvann sem gerir plötuna betri en nýja. * Leigöar videospólur (VHS) með Bob Marley, Black Uhuru, Grace Jones, Joy Division, Ca- baret Voltaire, Kid Creola, Doors, Madness, Kate Bush, Siouxie & The Banshees og mörg- um mörgum fleiri. * Flestar — ef ekki bara allar plöturnar með: Stranglers • Doors • Tangerine Dream • D.A.F. • Art Bears • David Bowie • P.I.L. • Pere Ubu • John Lennon • Beatles • Rolling Stones • Brian Eno • Kizz • Mike Oldfield • Iron Maiden • Mississippi Delta Blues Band • Work • Killing Joke • Misty • Defunkt • * Vinsælustu plöturnar frá Skandinavíu: I ■ Á 4iwnwíi«« DAVE VAN RONK: Sunday Street Virtasti blússöngvari heims meö sína allra bestu plötu. /MEMltK RAR’s Greatest Hits Safnplatan vinsæla meö Clash, Tom Robinson, Stiff Little Fingers, Elvis Costello, Gang of 4 o.m.fl. til hvers? fyrir hvern? urTh^«AbUrlnn er P'öfuklúbb- Vló b?“bUr^ bæ" Wónustfl Þa sem aðhyllast framsœkið rokk. STUDklúbburJnn er tvrir bá viHa fylfljas, með þv|- he|sÞa að 9Sras' a svlðt framsækln- nar rokktónllstar. 1 STUOklúbbnum fá refllulega he/msendar upp|ýs- ingar um hvaða plötur eru á inn? STUO ' hl'ómP|ö,uverslun- h^stu hrl væn,anlesar P»'ur. nelstu hrœnngar i bransanum O.s.frv. um aí7a ,éíaaar ' STUDklúbbn- um afstatt a öllum fáanlegum vörum iSTUDI, þeim gefs, k7s,u™ aö Mrpanta sjaldflæfar piötur; p«r fa marflvislegar piötur á melrlhattar tllboösveröi svo aðelns fétt eltt sé nefrit. Velkomin/nl Laugavegi20 Sími2J670

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.