Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 7
7
Þórir Steingrímsson og framkvæmdastjóri Islensku óperunnar undirrita
leigusamning um afnot Revíuleikhússins af Gamla bíói.
Revíuleikhúsið
í Gamla bíó
Revíuleikhusið er loksins komiö
inn úr kuldanum. Um stundarsakir
að minnsta kosti. Síðastliðinn
mánudag var undirritaður leigu-
samningur við íslensku óperuna
um afnot af Gamla bíói fram eftir
vori.
„Gamla bíó er athyglisvert hús
fyrir verkefni okkar, en við ráðumst
ekki á garðinn, þar sem hann er
lægstur, því þetta er dýrt húsnæði.
Við ætlum að gera tilraun til að vita
hvort fólk vill revíu í svona hús-
næði“, sagði Þórir Steingrimsson
hjá Revíuleikhúsinu í samtali við
Helgarpóstinn.
Þetta leysir þó ekki vanda Revíu-
leikhússins né annarra frjálsra leik-
hópa á höfuðborgarsvæðinu.
Samningurinn við óperuna er að-
eins gerður til eins mánaðar í senn,
ef sambúðin skyldi ekki ganga.
Þórir sagði þó, að viðræður hefðu
farið fram við ýmsa aðila um fram-
tíðarskipan húsnæðismála leik-
hópanna, en ekkert hefði enn verið
ákveðið.
Revíuleikhúsið æfir nú af fullum
krafti nýja íslenska revíu, sem hefur
það einfalda nafn „Revían“ og er
hún eftir mann, sem kallar sig Geir-
harð markgreifa. Þar segir frá
frjálsum leikhópi, sem er að æfa
revíu, en allt gengur á afturfótun-
um. Aðalhlutverkið er í höndum
Ladda, en meðal annarra leikenda
má nefna Pálma Gestsson, Örn
Árnason og Kiartan Bjargmunds-
son. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jóns-
son, leikmynd er eftir Steinþór
Sigurðsson og tónlist er eftir
Magnús Kjartansson. Frýmsýning
er áætluð í kringum 5. maí.
„Þetta er hundrað prósent revía
með tónlist og gríni“, sagði Þórir
Steingrímsson.
Sigtún á föstudag:
Rokk gegn hægri sveiflu
„Þessum tónleikum er stefnt
gegn hægri sveiflunni, sem nú er í
gangi“, sagði Ásmundur Jónsson í
samtali við Helgarpóstinn, en hann
hefur ásamt Þorláki Kristinssyni
undirbúið rokktónleika, sem
haldnir verða í Sigtúni á föstudags-
kvöldið.
Tónleikar þessir bera yfirskrift-
ina Við viljum ekki atvinnuleysi og
þar verður leikið vinstra rokk. Þetta
er þó ekki G-lista pæling.
Fjölmargar hljómsveitir koma
fram og er þar m.a. að finna vinsæl-
asta rokkfólkið í dag. Bubbi og Egó
leika, Tappi tíkarrass, Iss, Einars
Arnar, Vonbrigði, Bylur og Bað-
verðirnir, sem hefur að geyma lið úr
Q4U.
Aldurstakmark er 18 ár og verð
aðgöngumiða er eitt hundrað krón-
ur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og
standa til kl. 02 eftir miðnætti. A
eftir verður lauflétt diskótek.
Gróf áferö — meira líf
Þorbjörg Pálsdóttir sýnir höggmyndir á
Kjarvalsstöðum
„Það spyrja mig allir hvers vegna
ég hafi höggmyndir mínar holar að
innan og með grófri áferð; mönn-
um finnst þær óhugnanlegar. En
það vakir allt annað fyrir mér en að
vekja óhugnað. Mér finnst grófa á-
ferðin gefa meira líf en slétt“.
Þetta sagði Þorbjörg Pálsdóttir
myndhöggvari í samtali við Helgar-
póstinn, en Þorbjörg opnaði högg-
myndasýningu á Kjarvalsstöðum á
sumardaginn fyrsta.
Sýningin ber yfirskriftina Börn
að leik og eru þar 18 höggmyndir,
eintóm börn og ein ófrísk kona.
Myndirnar eru gerðar á síðustu ár-
um utan tvær, sem Þorbjörg gerði
fyrir þrem árum.
Höggmyndir Þorbjargar eru all-
ar í fullri stærð og hún byrjar vinn-
una á því að móta likamsstellinguna
í vír. Síðan vefur hún blautu gifs-
bandi utan um vírinn. Að lokum
klippir hún niður glerræmur, sem
dýft er í pólýester og vefur þeim ut-
an um gifsið, og myndin er tilbúin.
Þorbjörg hefur stundað högg-
myndagerð um langt árabil. Hún
bjó 16 ár r Svíþjóð, þar sem hún var
við nám og vinnu. Þá hefur hún
stundað nám hér heima hjá As-
mundi Sveinssyni, Sigurjóni Ólafs-
syni og Jóhanni Eyfells, sem nú er
prófessor vestur í Bandaríkjunum.
í tengslum við sýninguna kemur
út bók um Þorbjörgu og verk henn-
ar. í bókina rita greinar um lista-
konuna þeir Ernir Snorrason sál-
fræðingur og Jóhann Eyfells pró-
fessor, og eru greinarnar á íslensku,
frönsku og ensku. Útgefandi er
Listhús.
Neöanjaröarlest og tískuljón
— Nýstárleg leiksýning á Hótel Borg
„Hótel Borg hentar ágætlega
fyrir uppákomu af þessu tagi,“
sagði Lárus Ýmir Óskarsson. Upp-
ákoman er sýning Alþýðuleik-
hússins á leikritinu Neðanjarðar-
lestin eftir Imamu Amiri Baraka +
jass-tónlist sem Tískuljónin, eða
Quartetto di Jazz, leika bæði fyrir
og eftir sýninguna.
Imamu Amiri Baraka er betur
þekktur undir nafninu Leroy Jones,
þó hann vilji nú ekkert við það
kannast. Hann er bandarískur
svertingi og kom fram á sjónar-
sviðið sem leikritahöfundur fyrir
rúmum tuttugu árum og bar þá
Leroy nafnið. Hann fjallaði mjög
um hlutskipti svartra Bandaríkja-
manna í verkum sínum, þótti vera
herskár nokkuð og er fram liðu
stundir tók hann sér nafnið Imamu
og svo framvegis, í því skyni að vera
trúr afrískum uppruna sínum.
Leikritið Neðanjarðarlestin var
frumsýnt fyrir tuttugu árum og
fékk þá verðlaun sem besta nýja
leikritið i Bandaríkjunum.
Leikarar eru aðeins tveir; Guð-
rún Snæfriður Gísladóttir leikur
hvíta konu, en Sigurður Skúlason er
í hlutverki ungs blökkumanns. Þau
hittast af hreinni tilviljun í klefa
neðanjarðarlestar og taka upp hjal
sem í meðförum Leroy Jones - af-
sakið, Imamu Amiri Baraka verður
táknrænt fyrir samskipti, og um
leið átök, hvítra og svartra í guðs
eigin landi. Gengur á ýmsu og verða
lesendur og væntanlegir sýningar-
gestir ekki upplýstir um endalokin
hér. Lárus Ymir sagði að leikritið
þætti afar gott, það væri vel skrifað
og magnað, auk þess að varpa ljósi
á fyrrgreind kynþáttaátök. Lárus
Ýmir er, meðal annarra orða, leik-
stjórinn.
Og svo er það jassinn-Gert er ráð
fyrir að dagskrá Alþýðuleikhússins
hefjist á að giska klukkan níu á
kvöldin og þá með því að hljóm-
sveitin Tískuljónin leiki jass; am-
erískan jass svertingja, að sjálf-
sögðu. Tískuljónin er hljómsveit
sem var mynduð sérstaklega í tilefni
sýningarinnar og er nafnið fengið
úr leikritinu. Það mun vera Tómas
Sigurður og Guðrún á æfingu á Neðan-
jarðarlestinni...
R. Einarsson sem er aðalsprauta
Tískuljónanna, sem einnig nefna
sig Quartetto di Jazz upp á ítölsku.
Eftir að þau ljónin hafa lokið leik
sínum hefst svo sjálft leikritið en
það er fremur stutt og tekur ekki
nema rúmar fjörutíu mínútur. Að
því loknu koma Tískuljónin aftur
fram og Ijúka kvöldinu.
Eins og menn vita hefur Alþýðu-
leikhúsið verið á hrakhólum und-
anfarið en hefur fengið inni á Hótel
Borg, að minnstakosti um stundar-
sakir. Neðanjarðarlestin hefur ferð
sína þar næstkomandi mánudags-
kvöld, þann 25. apríl.
Tveir glataðir snillingar
Eins manns stríðsvél
- í_ petta sirm
Þrumur og eldingar (Creepshow).
Bandarísk kvikmynd, árgerd 1982.
Handrit: Stephen King. Leikendur:
Hal Holbrook, Adrienne Barbeau,
Leslie Nielsen, Carrie Nye, Viveca
Ltndfors, E.G. Marshall, Stephen
King EdHarris. Leikstjóri: GeorgeA.
Romero. '
George A. Romero er einn
fremsti hryllingsmyndasmiður
Ameríku og hefur- m.a. gert eitt
meistaraverk, sem er Night of the
Living Dead. Stephen King er
frægur hrollvekjuhöfundur og á
að baki bók eins og Shining, sem
margir kannast við. Sem sagt tveir
góðir.
Að óreyndu mætti því halda, að
hér væri á ferðinni toppmynd. Svo
er þó ekki, því miður. Romero
sýnir þó og sannar að hann getur
haft mjög næmt skyn fyrir hryll-
ingsmyndum og þeim brellum,,
sem þar gefast vel, eins og t.d. alls
kyns dularfullum hljóðum. Hann
kann sitt fag. Handrit Stephen
King er hins vegar ekki eins gott,
hryllingurinn er allt of áþreifan-
legur, og þegar manni hefur
brugðið einu sinni, bregður
manni ekki aftur.
Þrumur og eldingar er að því
leytinu óvenjuleg mynd, að í stað
einnar langrar sögu koma fimm
stuttar og umgjörðin um þær er
ungur piltur, sem í leyfisleysi les
eitt af þessum gömlu góðu hasar-
blöðum, þar sem sögurnar lifna
við.
Það var yfirlýstur tilgangur
höfunda, að gera jafnframt
gamanmynd og svo fyndna að
áhorfandinn öskraði af hræðslu í
staðinn fyrir að hlæja. Eitt er víst,
að aldrei er hægt að hlæja og
varla brosa. En viðkvæmir fá
sjálfsagt gæsahúð einu sinni til
tvisvar. Og þá fá þeir nokk fyrir
sinn snúð. Tæplega hinir.
-G.B.
Regnboginn: I greipum dduðans
(First Blood) Bandarísk. Argerð 1982.
Handrit: Michael Kozoll, William
Sackheim, Sylvester Stallone, eftir
skáldsögu David Morell. Leiksljóri Ted
Kotcheff. Aðalhlutverk: Sylvester
Slallone, Brian Dennehy, Ridhard
Crenna, Jach Slarreit.
Hvað gerist þegar þrautþjálfað-
ur, löggiltur vígamaður úr her-
sveitum Sáms frænda í Víetnam
lendir uppá kant við helgar-
hermenn úr lögregluliði smábæj-
ar heima í Ameríku? Svarið fæst
í myndinni First Blood. Myndin
er að frádregnu fyrsta korterinu
einn samfelldur skæruhernaður
Sylvester Stallorie gegn því væru-
kæra en ruddafengna samfélagi
sem ól hann og gerði úr eins
manns stríðsvél. Þegar þessi
stríðsvél er stuðuð má verksmiðj-
an biðja guð að hjálpa sér.
Þetta er ágætlega gerður hasar,
ekki sérlega frumlegur að efni en
skemmtilega útfærður. Kanda-
díski leikstjórinn. Ted Kotcheff
sýnir að hann er býsna fjölhæfur
fagmaður með jafn ólíkar myndir
og The Apprenticeship of Duddy
Kravitz og North Dallas Forty að
baki. Og Sylvester Stallone, jafn
þykkur og freðinn leikari og hann
er, þjónar hér mjög þokkaiega
hlutverki sínu. Aukaleikarar gera
vel við sín hlutverk og gaman að
sjá B—myndaleikstjórann Jack
Starrett spreyta sig á leik sem
löggutuddi sem reyndar drepst
heldur snemma.
First Blood er sumsé góð af-
þreying fyrir þá sem unna hörku-
legum hasar. Sem umfjöllun um
það hversu stríð er mikill ábyrgð-
arhlutur er myndin hins vegar
ekki mikið marktækari en of-
beldismyndir eru yfirleitt.
—ÁÞ.
Jack Starrett þjarmar að
Sylvester í First Blood