Helgarpósturinn - 22.04.1983, Page 8

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Page 8
r 8 sÝniiiyarkalir Listasafn ASÍ: Hjörleifur Sigurösson sýnir máiverk, vatnslitamyndir og teikningar. Opiö kl. 14-19 alla daga nema mánudaga og kl.14-22 um helgar. Lýkur 1. maí. Mokka: Ásgeir Lárusson sýnir 32 guassmynd- ir. Sýningin stendur út þennan mánuö. Gallerí Gangurinn Mávahlíð 24: Hollenski listamaöurinn Pieter Hol- stein sýnir og selur myndir eftir sig. Sýningin er .opin til 20. maí. Gallerí islensk list: Fjöldasýning félagsmanna úr List- munafélaginu að Vesturgötu 17 í splunkunýju galleríi. Listmunahúsið: Ágúst Pedersen skyggnist undir skelina og sýnir mannamyndir. Opið kl. 10—18 virka daga nema mánu- daga, þá er lokað og kl. 14—18 um heigar. Nýlistasafnið: Kristinn Guðbrandur Haröarson sýnir málverk og teikningar. Frábær sýn- ing, sem lýkur á sunnudagskvöld. Opiö kl. 16—20 virka daga og 14—20 um helgar. Listasafn íslands: Auk mynda i eigu safnsins eru sýndar höggmyndir eftir Ásmund, Einar og Sigurjón, svo og Ijósmyndir eftir Bandaríkjamanninn David Finn, Ijós- myndir af höggmyndum. Opið virka daga kl. 13.30—18 og 13.30—22 um helgar. Gallerí Lækjartorg: Samsýning 15 listamanna til styrktar SATT, málverk og fleira. Allar myndir til sölu. Opiö til 1. maí. Kjarvalsstaðir: Fjórar sýningar. Guömundur Björg- vinsson sýnir málverk, Vilhjálmur Bergsson sýnir einnig málverk, Þor- björg Pálsdóttir sýnir skúlptúr og Frakkinn Yves Pedron sýnir Ijós- myndir. Norræna húsið: Þórður Hall sýnir grafík I kjallara til 1. mai. í anddyri er hins vegar sýning á blaðaúrklippum og Ijósmyndum frá Noregi á hernámstímum nasista. Den illegale presse heitir sýningin. Gallerí Langbrók: Brynhildur Þorgeirsdóttir opnar sýn- ingu á laugardag kl. 16. Þetta er fyrsta einkasýning Brynhildar og sýnir hún glerskúlptúra. Opið kl. 12—18 virka daga og 14—18 um helgar til 6. mai. Gallerí Austurstræti 8: Haukur Friöþjófsson sýnir myndverk tvö. í tvær vikur. Iciklnís Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Grasmaðkur eftir Birgi Sigurösson. Laugardagur: Lfna langsokkur eftir Lindgren, kl. 12. Grasmaðkur kl. 20 Sunnudagur: Lfna langsokkur kl. 15. Jómfrú Ragnheiöur eftir Guömund Kamban kl. 20. Litla sviðið: Súkkulaöi handa Silju eftir Ninu Björk Árnadóttur. Sýning á sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Salka Valka eftir Halldór Laxness. Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson Sunnudagur: Guðrún eftir Þórunni Sigurðardóttur. íslenska óperan: Míkadó eftir Gilbert og Sullivan. Sýning á föstudag kl. 20. Revíuleikhúsið: Karlinn f kassanum eftir Arnold og Bach. Sýning í Hafnarbíói á föstudag kl. 20.30. Drifið ykkur áður en það verður um seinan. Hótel Borg: Neðanjarðarlestin eftir Imamu Amiri Baraka. Frumsýningávegum Alþýðu- leikhússins á mánudagskvöld. Jafn- framt verður leikinn djass af Tisku- Ijónunum. Föstudagur 22. april 1983 irinn Um undrageim L himinveldi háu Auðvitað á málverkasýning Vilhjálms Bergssonar að Kjarvalsstöðum fátt skylt með þessari ljóðlínu. En gömlu ljóð- skáldin leituðu að því í hæð himinsins sem nútímalistamaður- inn fann í djúpi sálarinnar. Lista- maðurinn leitar ævinlega að undrum, tign og einhverju há- leitu, þótt slíkt kunni að birtast í hinu smæsta eða undir yfirborði ljótleikans. Satan er samfara guði og ljótleikinn fagurfræðinni. Öll listaverk eru áf landslagi sálarinnar. En þau eru það í mis- jafniega miklum mæli. Hugar- sýnin sér það í ljóðinu, en augað sér það í málverkinu. Aðferðir ljóðs og málverks eru ætíð örlítið flúraðar. . Undirstaða allra málverka Vil- hjálms er kyrrðin. Formin synda inn í þögn hugans, dvelja þar inni í rökkrinu og renna eða hníga svo líkt og þungur dropi inn í landslag þinnar eigin sálar. Súrrealistarnir notuðu svipaða töfraaðferð, en þeir voru ólíkir Vilhjálmi í því að gæða oft venju- lega hluti huglægu eðli og hnutu að lokum um sínar eigin mót- sagnir og list þeirra leystist upp í grátbroslega tilgerð. Hér eru engin úr, tákn tímans, sem bráðna. Tíminn er, eins og ég hef sagt; ljós, birta. En Vilhjálmur er þeim líkur í því að sundurgreina ekki litina, sem varð að venju eftir starfsdaga Cézanne, heldur er notuð svipuð aðferð og Cara- vaggio notaði og síðan aðrir dul- hyggjumálarar, eins og La Tour, og hægt væri að kalla birtu-og- skugga-aðferðina. Það er alltaf Vilhjálmur Bergsson að Kjarvalsstöðum — málverk hans læðast með ísmeygilegum hætti inn í þögn hugans. inn í víðáttuna sem er endalaus og lýst upp af birtu sem berst frá ein- hverjum óþekktum stað; tíma málverksins sem er tímaleysi þess og þess vegna guðlegs eðlis. Tím- inn er auðvitað ljós, birta... Eins og jafnan vill verða í mik- illi kyrrð, og þá kyrrð þekktum við íslendingar, er óróleiki snar þáttur annað hvort í henni eða þeim sem hlustar á kyrrðina. Um leið fer eitthvað á kreik. Þögnin á það sameiginlegt myrkrinu. Á- horfandinn gerir sér ljóst, ef hann gefur sér tíma, að innan skamms eignast málverkið hliðstæðu sína í huga hans. Málverk Vilhjálms læðast með ísmeygilegum hætti vottur af afbroti í þessari aðferð, sambland af helgidómi og and- stæðu hans. Þess vegna var hjá súrrealistunum gjarna meiri dýpt eða súrreöl áhrif í litnum en hin- um draummótuðu formum. Vil- hjálmur reynir hins vegar að sam- ræma þetta tvennt: magn litanna og magn formánna. Og hann sækir ekki í raunheiminn önnur form en hringinn og ferhyrning- inn, sem hægt er að breyta í þrí- hyrninga. Önnur form eru alger- lega það sem hægt er að nefna hugarsmíði og reyna ekki að líkj- ast neinu. Einstaka sinnum grípur þau Iöngun til að hverfa úr form- líkama sínum og Jeysast upp eins og mökkur eða stjörnulíkami eða stjörnuþoka. Við þetta myndast flæði inn í kyrrt úthaf litanna. Mörgum kann að virðast vera farið langt frá raunveruleikanum, náttúrunni og hversdagnum. En slíkt er fráleit skoðun. Slík- mál- verk eru miklu meir í ætt við raun- sæi en þau sem við flokkum gjarna undir „raunsæi“ og eru venjulega verk klaufanna. Ef venjulegt „landslagsmálverk" til að mynda af Esjunni væri borið út undir heiðan himin og borið saman við fjallið, þá sæist strax hvílíkur reginmunur væri á því og fjallinu. Meðal annars vegna þess að fjöll og landslagið yfir höfuð eru aldrei klaufaleg, en það geta málverk því miður verið. Auk þess væru litirnir ósköp óraunsæir í samanburði við hina raunveru- legu liti fjallsins. En ef einhver bæri málverk eft- ir Vilhjálm út undir bert loft, und- ir kvöld, og léti það gnæfa upp móti himninum, þá sæi sá sami að málverkið mundi renna saman við náttúruna, þannig að varla sæjust skil milli náttúru og listaverks. Listaverkið mundi bara kannski lífga örlítið upp náttúruna. Slíkt er eðli listar og náttúru: samruni. Og við reynum að finna heildar- kerfi þessa samruna. Það er eng- inn ókostur við listaverkið eða líf- ið að maður þarf að brjóta örlítið heilann yfir því eða líta stöku sinnum í eigin barm. Um leið og við íslendingar menntumst í fagurfræði og raun- veruleikaskyn okkar kemst á það stig að vera í einhverjum tengslum við raunveruleikann en ekki ein- tóm taugaveiklun, þá fáum við áhuga á náttúru okkar og lands- lagi og eðli beggja, og safnstjórnir sem verða eitthvað annað en guf- ur eða svefnprukur, eins og núna, þeir skipuleggja sýningu á ís- lensku landslagi, ekki bara fjalla- myndum, heldur hverskyns lands- lagi lands og þjóðar. Þeir munu halda fyrirlestra og reyna að gera sér grein fyrir lífinu, litnum og formunum hjá þessari þjóð, sem er ekki sú formleysa sem halda mætti. Allir sem hafa áhuga á lands- lagi í víðustu merkingu ættu að sjá sýningu Hjörleifs í Listasafni Alþýðu og Vilhjálms að Kjarvals- stöðum. 77/ hvers eru fiöllin Til þess að málarar máli myndir af þeim. Yfir Iandslagi Þórðar Hall á sýningu hans í Norræna húsinu er allt annar blær en hjá Hjörleifi og Vilhjálmi. Þetta er að mestu fjallaheimur og oft í all efna- laugarlegum nýtískulit. Oft hefur maður á tilfinningunni að lista- maðurinn hafi meiri áhuga á litn- um í túpunni en því að láta tilfinn- ingarnar síast gegnum hann. Af þeim sökum verður á myndunum iðnaðarmannsbragur. Það er engu líka'ra en að liturinn sætti sig ekki algerlega við listamanninn og listamaðurinn sætti sig ekki við eða hafi ekki umgengist olíu- liti eins og þeir væru eðlilegt við- fangsefni. En engir Iitir eru jafn sveigjanlegir og olíulitir, og á enga liti er komin jafn mikil mannleg og listræn reynsla. Olíuliturinn er litur málverka vestrænnar menn- ingar. Akríllitir og aðrir „nútímalitir“ eru uppfinning yfirborðsins, og rannsóknir á litum hafa leitt í Ijós að til að mynda fuglar sækja meira í akrílliti en aðra liti. Fuglar bera lítið skynbragð á list, en þó fer það dálítið eftir tegundum. Flugur forðast að mestu bláan lit, einkum hin venjulega húsfluga. Að þeirri niðurstöðu komust bændur við Miðjarðarhafið, löngu á undan Beisl og Schuster, og klína bláum lit kringum glugga á húsum sínum, til að fæla burt flugur. Það getur sólarlandafólk dæmt um, ef það kemur í fátæk þorp til að mynda á Spáni. Hou- ben komst ekki að þessum sann- leika fyrr en 1971. Því miður er líklega ekki hægt að læra að hafa smekk fyrir litum, menn verða að hafa tilfinningu fyrir þeim, meðfædda. Ef það er rétt væri rangt að halda því fram að með aukinni iðnvæðingu og skorti á blæbrigð- um í lit í borgarumhverfi muni maðurinn smám saman fara að hafa sama litasmekk og til að mynda dýrin. Ekki veit ég með vissu, hvers vegna eldhús voru oftast höfð í bláum lit hérlendis á meðan fólk erfiðaði. Stafaði það af því að konurnar sem biðu með kaffið í eldhúsinu handa erfiðis- manni sínum höfðu komist að sömu niðurstöðu og Itten (1961) að blár litur hefur betri áhrif á veðhlaupahesta en aðrir litir? Blái liturinn sefar þá eftir veðhlaupin, en hins vegar hefur þessi sami lit- ur gagnstæð áhrif á dráttarklára, hann lífgar þá. Ég veit ekki hvort íslenskir málarar hafa nokkra hliðsjón af rannsóknum Heimendahl, Itten, Birren og Houben, en eitthvað hljóta þeir sem stunda auglýs- ingateiknun að hafa fengið nasa- sjónir af þeim. Bandarískirmálar- ar mála oft eftir niðurstöðumlita- sálarfræðinganna og málverkin hafa kórrétt áhrif á áhorfandann, með örlítilli hjálp frá auglýsinga- vélinni, auðvitað, að „listfræð- ingunum“ ógleymdum. Hinir fávísari meðal listunn- enda vita ekki að þeir eru að horfa á niðurstöður rannsókna en ekki „málverk“ í okkar evrópska skiln- ingi þegar þeir horfa á málverk eftir t.d. Warhol, og verða þess vegna fyrir hárréttum vísindaleg- um áhrifum og niðurstöðum sem ekki verður haggað, enda benda rannsóknir Johannesar Ittens til þess að þær séu réttar. Allt hefur þetta borist sem ör- lítill ómur til íslenskra málara, en þeir eru enn of mikil náttúrubörn til að láta heillast inn í vísinda- fjöllin og flokkunarkerfi lista- postulanna úr háskólunum og hinum „opnu“ listaskólum. Flest- ir listaskólar eru miklu fastari í formi sjálfsfróunar og auðnar en akademíurnar voru hér áður. Enginn hefur bara komið auga á það eða þorir að skera upp herör gegn hinum „frjálsu, skapandi listaskólum“. . í akademíunum ríkti þó agi en í listaskólunum stjórnlaus ömurleiki. Þess vegna er gaman að sjá hvernig Þórður Hall skopast að til dæmis Snæfellsjökli, með því að beita hann „skólun". Þessi hæðni er einnig með í ráðum þegar hann fæst við annað Iandslag. Hann lætur eins og hann ráði ekki við landslagið og fer þá að kássa upp á það hvers kyns skrauti úr flatar- málsfræðinni að hætti landmæl- ingamanna og dengir á það élja- gangi úr penslinum í formi punkta sem iða í ætt við landslag á Frakklandi á tímum síðim- presionismans. Klifin eru samt íslensk en þokuliturinn fránsk- ættaður. í teikningum sínum leyfir Þórð- ur Hall sér ekki að skopast. Allt er blýgrátt eins og blýið og sú nátt- úra sem listamaðurinn er að fást við. Samræmi er milli aðferðar, atvinnutækja (blýantsins), hugar- fars Iistamannsins, fyrirmyndar- innar og listvilja. Og niðurstaðan er sjálfri sér samkvæm, listræn. Það er þó ekki skilyrði fyrir list- rænni niðurstöðu að niðurstaðan sé sjálfri sér samkvæm. Oft sá listamenn korni ósamkvæmninn- ar í enda samkvæmninnar, og er það þá rúsínan í pylsuendanum. Þórður Hall í Norræna húsinu — meiri áhugi á litnum í túpunni en því að láta tilfinningarnar síast í gegnum hann.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.