Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 9
.þösturinn. Föstudagur 22. arpíl 1983.
9
Þegar lygamúrjnn hrvnur
Þjóileikhúsid:
Grasmabkur eftir Birgi Sigurðsson.
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir.
Leikmynd og búningar: Ragnheiður
Jónsdóttir^
Lysing: Arni Baldvinsson.
Leikendwr: Margrét Guðmundsdóttir,
Gísli Alfreðsson, Sigurður Sigurjóns-
son, Halldóra Geirharðsdóttir/María
Dís Cilia, Hjalti Rögnvaldsson.
Til hliðar á dökku og drunga-
legu sviði, stásstofu á velmegandi
heimili iðnrekandans, stendur
rauður plussstóll í einhverskonar
rókókóstíl og stingur mjög í stúf
við þungan og klunnalegan hús-
búnaðinn umhverfis. I rauða
plussstólum situr miðaldra kona í
rauðum velúrfötum, grafkyrr að
öðru leyti en því að hún kreppir i
sífellu fingurna og réttir úr þeim.
Konan er greinilega búin að fá
sig fullsadda á því lífi sem hún lif-
ir. Drungalegt umhverfi hennar á
sviðinu er táknrænt fyrir líf henn-
ar sem einhver mara hvilir yfir og
Svo lítur út um tíma að konan
standi eftir sigri hrósandi, en það
líf sem hún hefur átt hefur eytt
henni svo að eftir að það hefur
verið gert upp megnar hún ekki að
halda áfram.
Systursonur konunnar og dótt-
irin á heimilinu eiga sér hinsvegar
lífsvon en ekki fyrr en þau hafa
losað sig við tálsýnir og blekk-
ingardrauma. Dóttirin komst að
því að draumurinn sem hún hefur
átt um gott líf með sinni fögru og
góðu móður, fyrri konu manns-
ins, er blekking. Systursonurinn
er að ná sér eftir sjálfsmorðstil-
raun sem hann gerði eftir ástar-
sorg, en hefur nú öðlast nýja trú á
lífið, þó að hann sé ekki með öllu
laus við blekkingar. Hann er
einnig í verkinu sá sem hlustar á
aðra er mestanpart hlutlaus en
verkar samt sem hvati á atburða-
rásina.
Grasmaðkur er fjórða leikrit
Birgis Sigurðssonar. Hin eru Pét-
ur og Rúna, Selurinn hefur
grafið í fortíð aðalpersónanna og
höfundur kann vel þá list að tína
það fram í hæfilegum skömmtum
og skapar þannig bæði spennu og
eftirvæntingu. Því ekki eru öll
kurl komin til grafar fyrr en rétt
undir lokin og endirinn verður
einnig óvæntur.
Leikstjórinn nýtir sér vel breidd
sviðsins í Þjóðleikhúsinu til þess
að leggja áherslu á fjarlægðina
milli hjónanna og verður oft í
sýningunni skemmtilegt sjónrænt
spil í hreyfingum leikaranna um
sviðið. Túlkun leikstjórans sýnist
mér ganga i þá átt að gera per-
sónurnar að „venjulegu fólki“
e.t.v. venjulegra fólki en textinn
gefur endilega tilefni til.
Margrét Guðmundsdóttir leik-
ur konuna. Þetta er vandasamt og
erfitt hlutverk og gerir Margrét
þvi að mörgu leyti góð skil, en ég
get ekki að því gert að mér fannst
vanta nokkra dýpt í persónuna.
Gísli Alfreðsson leikur mann-
inn og er það hlutverk ekki eins
Grasmaðkur í Þjóðleikhúsinu
ann
— vel saman sett leikrit sem á brýnt erindi við samtím-
fjölþætt og konan, a.m.k. framan
af leiknum. Gísli skapaði skýra
mynd af þessum manni og náði
mjög vel að túlka yfirborðs-
mennsku hans og sjálfbirgings-
hátt ekki síður en lítilmótleikann
sem undir býr og seinna kemur í
ljós.
Sigurður Sigurjónsson skilaði
býsna góðri mynd af frænda
konunnar og ofnotaði ekki tæki-
færi til skopfærslu.
Tvær ungar stúlkur skipta með
sér hlutverki dótturinnar og fór
Halldóra Geirharðsdóttir með
það á frumsýningu. Hún var
sannast sagna sérdeilis hress í
hlutverki táningsins og var gaman
að sjá svo unga stúlku spjara sig
jafn vel á sviðiriu.
Hjalti Rögnvaldsson brá upp
lítilli en traustri svipmynd af
bróðurnum sem kom heim.
Dæmisagan um grasmaðkinn
sem verður að fiðrildi sé hann
ekki troðinn niður er oft sögð í
þessu leikriti. Það fer að vísu öllu
meir fyrir þeim sem eru troðnir
niður eða troða sig niður en hin-
um sem verða að fallegum fiðrild-
um. Það er æskan sem á sér þessa
von. Það fer ekkert á milli mála að
höfundur á brýnt erindi við nú-
tímann og samlanda sína hér og
nú.
Er ekki einmitt nú við þessar
kosningar sem sú kynslóð»sem
lifað hefur við lífslygi og blekk-
ingu, eftirsókn eftir vindi og því
sem mölur og ryð fá grandað, er
að skila þrotabúi sínu í hendur
næstu kynslóðar og unga fólkið
skal heldur betur passa sig á því
að verða ekki lífslyginni og blekk-
ingunni að bráð. G.Ást.
stóllinn sem hún er föst í er jafn
mikið stílbrot á sviðinu eins og
draumur hennar um líf er í því lífi
sem hún lifir.
Maðurinn sem konan á er
pabbadrengurinn sem erfði fyrir-
tæki pabba og byggði það upp
með honum. Hann hefur allt sitt
líf reynt að þóknast pabba og líkj-
mannsaugu og Skáld-Rósa. Ef ég
man nógu vel þá voru fyrstu tvö
leikritin Ijóðræn og táknsæ, en
um leið raunsæisleg ádeila á lífs-
gæðakapphlaup og hlutadýrkun
nútímaþjóðfélagsins þar sem
mannleg verðmæti eiga fullkom-
lega í vök að verjast. í báðum
verkunum er eindregin boðun
ast honum. Hann var því áður
sundkappi eins og pabbi og á eitt
Viðeyjarsund að baki. Hann er
einstaklega ánægður með sjálfan
sig, er eiginlega fullkominn eða
því sem næst að eigin áliti. En
hann er ekki heill. Hann hefur úti-
lokað frá vitund sinni allt sem er
honum óþægilegt úr fortíðinni,
það er, eins og hann segir, bannað
að minnast á yngri bróður hans og
fyrri konuna á heimilinu, og það
er ýmislegt fleira sem ekki þolir
dagsins ljós.
Nú hefur konan komist að
nokkru um hann sem hún vissi
ekki áður og bróðir hans er kom-
inn til landsins eftir margra ára
útivist. Það er því farið að hitna
æði mikið undir fótunum á
manninum. Hann er neyddur til
þess að standa augliti til augliti
við sjálfan sig og sitt fólk svo að
lífslygi hans hrynur til grunna og
hann stendur berskjaldaður og
lítilmótlegur eftir.
annarskonar lífs, draums um fá-
brotið líf þar sem mannleg verð-
mæti fá að njóta sín. í Skáld-RÓsu
er lögð mun meiri áhersla á per-
sónuna sjálfa, sálarlíf hennar og
eiginleika frekar en samfélags-
lýsinguna. Rósa er manneskja
sem gengur með mannlegri reisn
gegnum líf sitt þó hún eigi mjög í
vök að verjast. Mergurinn málsins
er sá að hún er heil í sjálfri sér og
sínu lífi sem er meira en hægt er
að segja um flesta sem í kringum
hana eru.
Að þessu leyti er skyldleiki með
Skáld-Rósu og Grasmaðki, því
þar er einmitt meginatriði um-
fjöllunarinnar spurningin um að
vera heill eða ekki eða réttara sagt
hvaða afleiðingar það hefur að
vera óheill gagnvart sjálfum sér.
Grasmaðkur- er að mínu áliti
mjög vel saman sett leikrit. Per-
sónurnar eru fáar en skýrar, sam-
tölin eru mjög lifandi og eðlileg.
Það er margt sem liggur djúpt
llíóill
★ ★ ★ ★ framúrskarandl'
★ ★ ★ ágat
★ ★ gáft
★ þolanleg
Q léleg
Háskólabíó:
Leitin að eidinum (La Guerre du
Feu). Frönsk-kanadísk kvlkmynd,
árgerð 1981. Leikendur: Rae Dawn
Chong, o.fl. Leikstjóri: Jean-
Jacques Annaud.
Bráðskemmtileg mynd um hvernig
forfeður okkar fóru að því aö leita að
eldi, elskast, og margt fleira. Ný-
bakaður óskarsverðlaunahafi, sem
átti aö taka hér á landi. Sýnd.kl. 7.
Húsiö-Trúnaðarmál. fslensk kvik-
mynd, árgerð 1983. Handrit: Björn
Björnsson, Snorri Þórisson og Eglll
Eðvarðsson. Leikendur: Lilja Þóris-
dóttir, Jóhann Slguröarson, Þóra
Borg, Helgl Skúlason, Róbert Arn-
flnnsson, Brfet Héðlnsdóttlr. Leik-
stjórl: Eglll Eðvarðsson.
Húsið er vönduð spennumynd, sem
vafalaust á eftir að höfða til margra.
Hún bervitni um meiri fagkunnáttu en
aðrar islenskar myndir til þessa. Meö
skáldlegum neista I mótun viöfangs-
efnisins heföi hún oröiö verulega
eftirminnileg.
— Á.Þ.
Bíóbær:
Heitar Dallasnætur (Hot Dallas
Nights). Bandarfsk kvikmynd, ár-
gerð 1981. Leikendur: Hiliary
Summer, Raven Turner, Tara Flynn,
Leikstjóri: Tony Kendrick.
J.R. og félagar skemmta sér á heitum
sumarnóttum. Very hot.
Bíóhöllin: *
Þrumur og eldingar. — sjá umsögn í
Listapósti
Prófessorinn (Nothing Personal).
Bandarisk kvikmynd, árgerð 1981.
Leikendur: Donald Sutherland,
Suzanne Somers, Lawrence Dane.
Leikstjóri: George Bloomfield.
Sutherland er i aðalhlutverki prófes-
sors, sem getur ekki neitað neinum
um neitt. Dag nokkurn er hann beö-
inn um að fara til Washington og mót-
mæla byggingu flugvallar. Þá lendir
hann heldur betur i ævintýrum.
Njósnari leynfþjónustunnar (The
Soldier). Bandarfsk kvikmynd.
Leikendur: Ken Wahl, Alberta Wat-
son, Klaus Klnski, William Prince.
Leikstjóri: James Gllckenhaus.
Bondstællinn á fullu og má Bond
sjálfur fara að vara sig. Ævintýri og
' hasar á milli Cia og Kgb. Leikurinn
berst um allan heim eins og vera ber.
Allt á hvolfi (Zapped). Bandarfsk
kvikmynd. Leikendur: Scott Baio,
Wlllie Ames, Robert Mandan, Felice
Schachter. Lelsktjóri: Robert J.
Rosenthal.
v **
‘ Amerfskur varúlfur f London
(Amerfcan Warewolf in London).
Bresk-bandarísk árgerð 1981. Leik-
endur: Jenny Agutter, David
Naughton. Leikstjórl: John Landls.
Lltll lávaröurlnn (Llttle Lord Faun-
telroy). Bresk kvlkmynd. Lelkend-.
ur: Ricky Schroeter, Alec Guinness.
Hugljúf barnamynd um litinn lávarö,
sem hittir stóran.
Fram f sviðsljósiö (Being there).
Bandarisk kvikmynd með Peter Sell-
ers. ***
Regnboginn:
I greipum dauöans. — sjá umsögn i
Listapósti. **
Drápssveitln (Zebra Force) Banda-
rísk kvikmynd. Leikendur: Mike
Lang, Richard Scatty. Þjófnaöur, á-
tök og væntanlega eltingarleikur við
lögguna. Hörkuspenna bönnuö börn-
um.
Síðasta ókindin (Last Jaws). Banda-
rísk-ftölsk kvikmynd. Leikendur:
Hames Franciscus, Vic Morrow. Ó-
kindin lætur ekki aö sér hæöa, en viö
getum þó huggaö okkur viö, aö þetta
er sú síðasta. Syndum óhrædd á
morgun.
Frægðarverkið (Something Big).
Bandarfsk kvfkmynd, árgerð 1971.
Leikendur: Dean Martin, Brlan
Keith, Honor Blackman, Leikstjóri:
Andrew V. McLaglen. Dean Martin
leikur vondan glæpamann f villta
vestrinu f kringum 1870. Erlendir
dómar eru fremur neikvæðir, en viö
dæmum fyrir okkur sjálf.
Laugarásbíó: ***
Týndur (Misslng). Frönsk-banda-
rfsk, árgerð 1982. Leikendur: Jack
Lemmon, Sissy Spacek. Leikstjóri:
Costa Gavras.
Gráttu ekki, þetta er aðeins elding
(Don’t Cry, It’s only Thunder).
Bandarfsk kvikmynd, árgerð 1981.
Lelkendur: Dennls Christopher,
Susanne Salnt George. Leikstjóri:
Peter Wemer.
Vletnam undir lok 7 áratugarins og
stríðiö i fullum gangi. Ungur banda-
rískur hermaður stelur öllu steini
léttara og selur á svörtum markaði.
En dag nokkurn tekur hann svo upp á
þvi aö hjálpa nunnu, sem annast
munaðarlaus börn. Þeir eru góðir
strákarnir. Kl. 5 og 9.
Stjörnubíó:
Tootsie. Bandarfsk kvlkmynd, ár-
gerö 1982. Leikendur: Dustln Hoff-
man, Jessica Lange. Lelkstjórl:
Sidney Pollack. Hoffamn leikur at-
vinnulausan leikara. Til þess að
bjarga málunum setur hann á sig
gervibrjóst og rass og fær hlutverk.
Síðan verður hann/hún vinsæl(l) og
ástfangin(n). Flækja. Frumsýnd á
laugardag.
Geimstöð 53 (Adroid). Bandarfsk
kvikmynd, árgerð 1982. Lelkendur:
Klaus Klnski, Don Opper, Norbert
Weisser. Leikstjórl: Araon Llpstadt.
Hasar og daglegt líf um borð í geim-
stöö einhvers staöar lant uppi á himn-
inum. Kinski er alltaf skemmtilegur.
Saga heimslns 1. hlutl (Hlstory of
the World — Part 1) Bandarfsk. Ar-
gerö 1981. Handrlt og leikstjórn:
Mel Brooks. Aöalhlutverk: Mel
Ðrooks, Dom DeLouise, Madeleine
Khan, Harvey Korman. *
Nýja bíó:
Diner. Bandarisk kvikmynd, árgerö
1982. Lelkendur: Steve Guttenberg,
Daniel Stern, Mickey Rourke, Kveln ’
Bacon.
Handrit og stjórn: Barry Levlnson.
Fimm gamlir vinir og daglegt lif
þeirra. Vandamál i hjónabandi, hjú-
skaparhugleiðingar, veðmál og fleira
og fleira. Bráðhugguleg gamanmynd
um alvöru lífsins.
Tónabíó:
Nálaraugað (Eye of Needle). Bresk
kvikmynd, gerð eftir samnefndri
skáldsögu Ken Follet. Lelkendur:
Donald Sutherland, Kate Nelligan,
lan Bannen. Lelkstjóri: Richard
Marquand.
Síöari heimsstyrjöldin er í algleym-
ingi. Nálaraugaö er dulnefni á þýsk-
um njósnara. Hann kemur næstum
upp um mikið leyndarmál banda-
manna. Hörkuspenna.
Austurbæjarbíó: ***
Á hjara veraldar. Islensk kvikmynd,
árgerð 1983. Leikendur: Arnar
Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þóra
Friðriksdóttir.
Handrit og stjórn: Kristin
Jóhannesdóttir.
Á hjara veraldar er ótrúlega þaul-
hugsað verk, — í smáu og stóru.
Kristin leikur sér i tima og rúmi og
dregur fram fjórar megin vlddir kvik-
myndalistarinnar með sérkennilegri
hætti en ég minnist aö hafa sóö áöur
á hinu hvita tjaldi — mynd, texta,
hljóö og leik.. Hreinn galdur i lit og
cinemaskóp.
Bæjarbíó: **
Harkan sex (Sharky’s Machlne).
Bandarisk, árgerð 1982. Leikendur:
Burt Reynolds, Rachel Ward. Lelk-
stjórl: Burt Reynolds. Lögreglu-
foringi, háklassahóra og eiturlyf, á-
samt pólitík. Oft býsna snaggaraleg
ög skemmtileg. Samt ekki nógu.
MÍR-salurinn:
Trúnaður. Sovésk kvikmynd, árgerð
1977. Leikendur: Kirill Lavrov,
Margarita Terkhova, Irina Miros-
hnltsenko. Leikstjóri: Viktor Tregu-
bovits. Finnar fengu fyrirheit um fullt
sjálfstæöi i kjölfar Októberbyltingar-
innar, en þegar sendinefnd þeirra
kemur til Rússlands til aö óska eftir
formlegri fullveldisviöurkenningu,
kemur babb i bátinn. Bréf hennar er
nefnilega stilaö á vitlausa aöila. Sýnd
á sunnudag kl. 16. Öllum heimili ó-
keypis aðgangur.
viMiiinVir
Hótel
Loftleiðir:
Á laugardag kl. 14 hefst kvikmynda-
hátíð Samtaka áhugamanna um kvik-
myndagerð. Keppt veröur til verð-
launa í tveim aldursflokkum, 20 ára
og eldri og yngri en 20 ára. Sigur-
myndirnar verða sýndar i norrænni
samkeppni, sem haldin veröur hér á
landi i sumar.
tónllst
Norræna húsið:
Á laugardag kl. 13 heldur finnski bari-
tónsöngvarinn Matti Tuloisela fyrir-
lestur um helstu söngverk og tón-
skáld Finna og skýrir mál sitt með tón-
dæmum. Á laugardag kl. 15 heldur
svo finnski píanóleikarinn Gustav
Djupsjöbacka fyrirlestur um finnska
óperu og skýrir hann einnig mál sitt
með tóndæmum.
Sigtún:
Rokk gegn atvinnuleysi á föstudag-
inn kl. 21—02. Þeir, sem leika eru
Egó, Tappi tlkarrass, iss, Vonbrigði,
Bylur og Baðverðirnir. Aögöngumiði
kostar kr. 100 og aldurstakmarkið er
18 ár.
Menningarmiðstööin
í Breiðholti:
Slmon Ivarsson og Arnaldur Arnars
son halda gitartónleika á sunnudag
kl. 17. Leikin verða verk eftir Haydn,
Mozart og fleiri.