Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 10

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 10
10 ‘^WÓÐJ.EIKHÚStéi Grasmaðkur Blá aðgangskort gilda. 4. sýning föstudag kl. 20. 5. sýning laugardag kl. 20. Lína langsokkur sumardaginn fyrsta kl. 15. Uppselt. laugardag kl. 12. sunnudag kl. 15. Jómfrú Ragnheiður sumardaginn fyrsta kl. 20 sunnudag kl. 20. Síðasta sinn. Litla sviðið: Súkkulaði handa Silju sumardaginn fyrsta kl. 20.30 Miðasala kl. 13.15—20. Sími 11200 . LEiKFÉlAG REYKjAVÍKUR •- SÍM116620 Skilnaður í kvöld kl. 20.30 laugardag kl. 20.30 Guðrún 10. sýn. fimmtudag kl. 20.30 Bleik kort gilda sunnudag kl. 20.30 Salka Valka 60. sýn. föstudag kl. 20.30 fáar sýningar eftir. Miðasala í Iðnó kl. 14—20.30 Óperetta Næsta sýning föstudag kl. 20.00 Ath.: Breyttan sýningartíma. Miðasalan er opin milli kl. 15.00—20.00 daglega. Sími 11475. hlelgai--------- Föstudagur 22. apríl 1983 Qosturínn Það er sálin sem blífur The Undertones - The Sin Of Pride Hljómsveitin The Undertones kemur frá Derry á Norður-Irlandi og er reyndar vinsælasta hljóm- sveit sem þaðan hefur komið frá því um miðjan sjöunda áratuginn, þegar Them voru upp á sitt besta, með Ván Morrison í broddi fylk- ingar. Undertones slógu fyrst í gegn árið 1978 með laginu Teenage Kicks en á eftir komu hvert vin- sælt lagið á fætur öðru. Þetta voru lög eins og Fa'mily Entertain- ment, Here Comes The Summer, Jimmy Jimmy, My Perfect Cousin eftir Gunnlaug Sigfússon og Wednesday Week. Því miður er ég hræddur um að heldur fáir kannist við þessi lög hérlendis, því þau eru þeirrar gerðar sem land- inn flokkaði undir pönk og neðar var nú varla hægt að komast í tón- listarsköpun að mati íslendinga á þessum tíma. í raun eru lög þessi, þó undir pönk áhrifum séu, ekkert annað en hörð popplög og það af betri gerðinni. Þess ber einnig að geta að tvær fyrstu breiðskífur hljómsveitar- innar fóru inn á topp tíu í Eng- landi. Árið 1981 stofnaði hljómsveitin sitt eigið útgáfufyrirtæki, Ardeck.og sattað segja bjuggust menn við að vinsældir þeirrs myndu nú frekar aukast en hitt.. En margt fer á annan veg en ætlað er. Mörgum brá heldur en ekki í brún þegar næsta litla plata þeirra, sem lagið It’s Going To Happen var aðallagið á, kom út. Hljómlist þeirra var gjörbreytt og nær óþekkjanleg frá því sem áður hafði verið. Lag þetta fór aldrei hærra en í 18. sæti vinsæld- arlistans, þrátt fyrir einróma lof gagnrýnenda, og það þótti engan veginn nógu gott, þar sem allar fyrri plötur þeirra höfðu selst mun betur. Á eftir litlu plötunni fylgdi svo stór plata, sem ber heitið Positive Touch. Þeir sem vit þóttust hafa á voru nær allir sammála um að þetta væri það lang besta sem frá hljómsveitinni hefði komið, en aftur skellti almenningur skolla- eyrum við lofmælum gagnrýn- enda. Platan komst í 17. sæti vin- sældarlistans en hvarf þaðan fljótlega aftur og eiginlega gleymdist. Enginn virtist vilja vita af Undertones og þeir urðu að hætta við hljómleikaferð, sem þeir fóru í um þessar mundir, því áheyrendur létu bara ekki sjá sig. Frá því að þetta var eru nú liðn- ir um það bil 18 mánuðir og eng- inn virðist hafa saknað Under- tones, sem þó hefði verið full ástæða til að gera, miðað við fyrri afrek þeirra. Loksins er nú samt komin ný plata og ef fólk tekur ekki við sér núna má það taka all- ar sínar Hjúman Líkur, Fil Kollinsa og eitthvað þaðan af verra og stinga þeim þar sem það vill. Ég held ég haldi mig við Undertones, vegna þess að The Sin Of Pride, en svo heitir nýja platan þeirra, er einfaldlega besta poppplata sem ég hef lengi heyrt. Á Positive Touch var það bítla- tímabilið sem greinilega var aðal- áhrifavaldur tónlistarinnar, en nú hafa þeir snúið við blaðinu og halla sér frekar að soul tónlist og það með skínandi árangri. Þó að Motown tónlistin sé kannski helsti áhrifavaldurinn verða áhrif- in aldrei svo mikil að um hreina stælingu sé að ræða. Sem lagasmiðum hefur þeim farið mikið fram frá því sem áður var en þar eru þeir fremstir í flokki Damian og John O’Neill. Fjölbreytni í útsetningum hefur aukist ótrúlega og bregður þar hinum ýmsu tónbrigðum fyrir. Áberandi er meiri hljómborðs notkun en áður en einnig njóta þeir aðstoðar strengja tríós, blásara og síðast en ekki síst söng- sveitarinnar Silvia & the Sapp- hires. Öll lögin eru frumsamin, ef frá eru taldir tveir gamlir standardar, sem eru Isley Brothers lagið Got To Have You Back og Smokey Robinson lagið Save Me, en bæði falla þau vel að heildarmynd plöt- unnar. Annars er plata þessi svo jafngóð að engin leið er að segja að eitt lag sé endilega betra en annað. Þau sem ég hef þó einna mestar mætur á enn sem komið er, eru auk gömlu laganna tveggja, Valentines Treatment, Bye Bye Baby Driver, Love Parade og ekki síst ballöðurnar tvær Before Romance og Soul Seven, sem Feargal Sharkey syngur frá- bærlega. Raunar er hans hlutur á plötunni sér kapítuli út af fyrir sig, því hann hefur aldrei sungið betur en nú. Honum hefur stund- um verið líkt við Roger Chapman, fyrrum söngvara Family, og að mörgu leyti er sú samlíking ekki út í hött. Þeir hafa báðir sérstaka vibrandi rödd Rödd Sharkeys er þó öllu hærri og mér væri nær, að minnsta kosti á köflum, að líkja honum við Tim heitin Buckley. Ef einhvert réttlæti væri í henni veröld væri nú margt öðru vísi en það er. Til dæmis hefði The Sin Of Pride átt að fljúga beint í fyrsta sæti vinsældarlistanna, en svo var þó auðvitað ekki. En von- andi rætist nú hið fornkveðna „réttlætið það sigrar að lokum“. Eða var það annars ekki forn- kveðið? Hvernig á ég annars að vita það. Dexys Midnight Runners - Geno Dexys Midnight Runners sló í gegn árið 1980 með laginu Geno, sem um nokkurra vikna skeið vermdi efsta sæti breska vin- sældarlistans. Þeir þóttu þá und- arlegir í meira lagi í ýmsum gerð- um sinum. Til dæmis neituðu þeir algerlega að ræða við blaðamenn, en þess í stað keyptu þeir sér pláss á síðum poppblaðanna og birtu þar ýmsar skrautlegar yfirlýsing- ar. Undarlegast uppátækja þeirra þótti þó það að þegar þeir höfðu lokið gerð fyrstu breiðskifu sinn- ar, rændu þeir böndunum (hinum svokallaða master) og neituðu að láta af höndum fyrr en útgáfu- fyrirtæki þeirra hefði endur- skoðað samninginn við hljóm- sveitina og hækkað þá upphæð sem þeir skyldu fá í sinn hlut. Fyrirtækið gekk að samningum við þá og platan Seaching For The Young Soul Rebels leit dagsins Ijós og gerði það bara nokkuð gott.Hinsvegar reyndist þeim er- fitt að fylgja Geno eftir og það var ekki fyrr en á síðasta ári, þegar Come On Eileen kom út, að hjólin fóru að snúast að nýju, en þá var nánast enginn eftir af uppruna- legum meðlimum hljómsveitar- innar, að söngvaranum Kevin Roland undanskildum. Hann mun víst einstaklega erfiður í umgengni drengurinn sá. Það var ekki fyrir það að Dexys reyndu ekki að gera neitt, sem hljómsveitin varð svo lítið áber- andi sem raun ber vitni. Þeir sendu frá sér álitlegan fjölda lítilla platna, sem einhverra hluta vegna gengu bara alls ekki, þrátt fyrir að þær væru margar hinar ágætustu. Árið 1981 yfirgáfu Dexys Parlophone, sem fram að því hafði gefið út plötur þeirra og gerðu samning við Mercury. Það virtist þó ekki ætla að breyta neinu til að byrja með, því plötur þeirra seldust ekkert betur en áður þrátt fyrir t.d. útgáfu jafn ágæts lags og Celtic Soul Brot- hers. En Come On Eileen breytti öllu og önnur breiðskífan þeirra Too Rye Ay fór í fyrsta sæti breska listans. Vafalaust hefur Parlophone þótt súrt í broti að missa hljóm- sveitina frá sér svona rétt áður en gæfuhjól hennar fór að snúast á ný. Þeir áttu þó alltaf einn ágætan leik í stöðunni og þann leik hafa þeir nú leikið. Það hefur nefnilega verið safnað saman þeim lögum sem út komu á litlum plötum, svo og þeim sem mestrar hylli nutu af Soul Rebels. Auðvitað ber platan nafnið Geno og þar er það lag að finna fyrst á fyrri hlið. Ekki get ég annað en lýst hrifningu minni á þéssu framtaki, því flest þessi lög hafa ekki fengist hér áður, að minnsta kosti ekki í þeim útgáfum sem hér eru á ferðinni. Geno og There There My Dear eru í sömu útgáfu og er að finn á Soul Rebels. Hins vegar er á plötu þessari eldri gerð af laginu Dance Stance, sem reyndar hét Burn It Down á Soul Rebels. Einnig virð- ist I‘m Just Looking vera hér í eldri gerð en ég er þó ekki viss um að það sé annað en hljóðblöndun- in sem er önnur en sú sem síðar kom út. Lagið Keep It var einnig að finna á Soul Rebels en í allfrá- brugðinni útgáfu með allt öðrum texta. Plan B var í endurgerð á Too Rye Aye, þar sem strengir eru komnir til sögunnar en hér er það gamla blásturssveitin sem er mest áberandi, svo sem í öðrum lögum á Geno, því ekki voru strengir komnir við sögu Dexys á þeim tíma sem þessi lög komu fyrst út. Þá eru einungis óupptalin fjög- ur lög af þeim tíu sem á plötunni er að finna og eru tvö þeirra að- eins leikin. Allt eru þetta ágæt lög þó óneitanlega sé ég hrifnari af þeim sem getið er í upptalning- unni. Það kann að vera að það líti ekki vel út að sex af tíu lögum hafi fengist hér áður i einni eða annarri mynd. Raunin er hins vegar sú að plata þessi er hin þokkalegasta og velkomin við hlið þeirra tveggja stóru platna sem áður hafa komið frá hljómsveitinni. Hún hlýtur þó óneitanlega að koma siðust í röð- inni, án þess þó að það dragi nokkuð úr gildi hennar, því hún er góð. SJÓiWAKI1 Föstudagur 22. apríl 20.40 Á dötinni. Birna Hrólfsdóttir les enn og aftur i henni er alltaf hinn sami kraftur. Kraftakona hún Birna og skemmtilegur þáttur. Nauðsyn- legur listviðburður. 20.50 Prúðuleikararnir. Hver er svona skynsamur? Að koma með streng- brúðurnar á undan trúðunum? Linda Ronstadt syngur nokkur lög til að redda ástandinu. 21.15 Hringborðsumræður. Formenn fimmflokkanna ræða saman um mál málanna, kosningarnar. Hvernig eigum við að skipta kök- unni strákar? Strákarl? Hvar eru konurnar? Ha? Magnús Bjarn- freösson stjórnar umræðunum. Nú fer hver að verða síðastur að taka afstöðu. Eflum sameiginlegt átak. 22.45 Skákaö í skjóli nætur (Night Moves). Bandarísk kvikmynd, ár- gerö 1975. Leikendur: Gene Hack- man, Susan Clark, Jennifer Warren, Edward Binns. Leikstjóri: Arthur Penn. Einkaspæjari leitar að ungri stúlku, en lendir þá á alls kyns listmunasmyglurum. Hæfi- leikamikill leikstjóri, en myndin ekki alveg í samræmi við þaö. Hér má þó alla vega fá dágóða skemmtun, svona til að búa sig undir morgun- daginn. Laugardagur 23. apríl 16.00 iþróttir. Bjarni Felixson hressir upp á andlega líðan landsmanna. Ekki er hún nú góð, líðanin sú. Kosning- ar I dag, spenna I kvöld. 17.20 Enska knattspyrnan. Hér kemur þaö, betrumbætt og uppbyggt. 18.20 Fréttir. Tölur af kosningaþátttöku,, Slæmar horfur. 19.00 Söngvakeppni sjónvarpsstööva í Evrópu. Bein útsending frá stærsta bakarii í Munchen í Vestur- Þýskalandi. Rétturdagsins: Sykur- húð með glassúri. 21.40 Fréttir. Aftur tölur. Fortölur. 22.00 Þriggjamannavist. Spékoppur á spékopp ofan. 22.30 Kosningasjónvarp. Guðjón og Ómar stjórna kvöldinu, sem allir hafa beðið eftir. Hver stendur með pálmann í höndunum? Pálmi? Friö- jón? Hjörleifur? Svavár? Gunnar? Ragnar? Steingrímur? Tómas? Ingvar? Allir hinir: Geir? Friðrik? Albert? Kjartan? Jón Baldvin? Nei og aftur nei: églll Sunnudagur 24. apríl 18.00 Sunnudagshugvekja. Ekki veitir .nú af. Þeir eru líklega margir sem vakna upp af vondum draumi nú. Skúli Svavarsson ætlar að reyna að hugga þá. 18.10 Stundin okkar. Það er líklega best aö ganga bara aftur í barndóm. /Eskan er áhyggjulaus. Engar kosningar, engin verðbólga (aö minnsta kosti ekki fyrr en á morg- un), eilif sæla. 22.55 Sjónvarp næstu viku. Tekur þaö strax miklum breytingum? Maggi Bjarnfreðs segir okkur allt af því. 21.10 Glugginn. KemurÁslaug Ragnars í síöasta sinn, rétt eins og Svein- björn? Um margt fróðlegir og skemmtilegir þættir. 21.55 Ættaróðaliö. Áfram með breska framhaldsflokkinn, sem þjóöin gapir yfir. Ég nenni ekki að horfa á þetta. Allt of hægfara fyrir minn smekk. Ég vil bara pang og pang og bomm, bomm, bomm. ÚTVAKI’ Föstudagur 22. apríl 9.05 Barnaheimilið. Heldur betur barnasaga I lagi. Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir skráði. 10.30 Mérerufornuminninkær. Égeris- lendingur. Allir frændur fjær og nær. Fitj’uppásinnfingur. Einarfrá Hermundarfelli segir frá. 11.05 Ég man þá tfð. Hermann Ragnar Stefánsson fyrrum danskennari syngur gömlu lögin. 11.30 Frá Norðurlöndum. Þáttaskil við vatnaskil. Borgþór Kjærnested segir frá óvenjulegum atburðum og venjulegum. 17.00 Með á nótunum. Ragnheiður Davíðs og Tryggvi Jakobs beina okkur frá umferðarteppunum, eða reyna að róa taugar okkar. 17.30 Nýtt undir nállnni. Tilraun til að grípa í hraöfleygan timann. Laf- móður og illa til reika. Ný lög á nýj- um tímum. 20.40 Frá Bach-sumarskólanum í Stutt- gart. Ungirtónlistarmennglimavið risann góöa. 21.40 Hve létt og lipurt. Höskuldur Skag- fjörö í fyrsta sinn, en ekki hiö síð- asta. Vísur? 23.00 Kvöldgestir. Jónas rekur garnirnar úr... Laugardagur 23. apríl 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns- dóttir segir allt af létta. 11.20 Hrimgrund. Mikið eiga börnin gott að þurfa ekki að kjósa. 13.15 Helgarvaktin. Byrjar hún annars svona snemma? Beta er alltaf góð. 15.10 I dægurlandi. Svavar Gests undir- býr okkur undir kosninganóttina og kjörklefarápið með Ijúffengri tónlist Góður maöur Svavar. 16.40 íslenskt mál. Margrét Jónsdóttir segir okkur frá nýjustu uppgötvun- um I sniðafræöum. íslenskt mál er nefnilega annaö en franskt mál. Viö erum breiðari. 19.35 Á tali. Vonandi gekk ykkur vel I dag stelpur og I kvöld. Þaö var slæmt með hringborðið. En við sjáum ráð viö því. Kaupum bara ferhyrnt I staðinn. 20.30 Sumarvaka. Eitthvað ruglaðir -greyin. Hvenær kom sumariö? Ég er bara farinn til suðurfrans. 22.00 Kosningaútvarp. Þá ráöast örlög okkar. Veslings íslendingar. Þeir kunna ekki fótum sínum forráö. Kári JÓnasson ætlar að miðla okk- ur. Aörir og fleiri miðlar taka þátt í skemmtuninni. Sunnudagur 24. apríl 8.10 Fréttir og kosningaúrslit. Æ, þess- ir timburmenn sigurvímunnar. Þaö fara margir flatt á þeim núna. Ekki ég. 10.25 Saltkjöt i beinni útsendingu. Eða oft má saltkjöt liggja I pækli. Laddi og Jörundur fara með gamanmál. Guölast á slíkum degi. Mér er ekki hlátur I huga. 11.00 Messa. Hugga mig við guösorö i Dómkirkjunni. 13.30 Úrslitkosninganna. Kári Jónasson stjórnar þætti með kosningatölum og viðtölum við frambjóðendur. Gaman. 14.15 Frá landsmóti fslenskra barna- kóra. Það er eins með þetta og vin- ið: batnar meö aldrinum. Þetta er nefnilega frá 1981. 15.20 Mærin á kiettinum. Lorelei eftir Heine I islenskum búningi sjö skálda. Gunnar Stefánsson tekur saman dagskrá og les ásamt Hjalta Rögnvaldssyni og Ævari Kjartans- syni. 16.20 Þankar um Erasmus frá Rotter- dam og áhrif hans. Séra Heimir Steinsson flytur siðara erindi sitt. 18.00 Saltogpiparogsitrónusmjör. Það vantar ekki. Helga Ágústsdóttir les eigin smásögu. 19.25 Veistu svarið? Það skánar með hverjum þætti. 21.30 Um sfgauna. Einarskáld Bragi flyt- ur erindi númer tvö. Góður maður.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.