Helgarpósturinn - 22.04.1983, Side 13
13
Helgarpóstsviðtalið: María Markan
hann Georg. En mitt Iíf og hans var ekki ein-
tómur dans á rósum. Þetta var ekki allt saman
söngur og létt líf. Og kannski hefur þetta verið
erfiðast fyrir Pétur..“
Pétur — stoltið
— Pétur, já. Hann er mikið tónlistarséní...
„Já, hann er það!“ Það Iifnaði yfir Maríu.
— Fannst þér einhverntíma koma til
greina, að hann yrði eitthvað annað en tón-
listarmaður?
„Nei, ég held að það hafi aldrei komið
annað til greina. Að minnsta kosti ekki af
hans hálfti. Hann var ekki nema fjórtán ára
þegar hann keypti sér sjálfur, fyrir sína eigin
peninga, sitt fyrsta trommusett — notað af
einhverjum öðrum. Þá var hann ákveðinn í að
fara ekki í lengra skólanám og var byrjaður að
vinna sér inn peninga með hljóðfæraleik á
Vellinum. Hann vildi mjög ungur vera sjálf-
stæður — kannski of ungur. En svo hefur
hann kannski ekki viljað vera mikið heima...“
— Mér hefur skilist að þið séuð mjög sam-
rýnd.
„Já, það er gott band á milli okkar“.
— Mer heyrist þú vera stolt af Pétri?
„Já, það er ég. Og ég heid að hann sé bara
líka stoltur af mér. Hann er titlaður lektor við
tónlistarháskólann í Stokkhólmi og hefur
kennt þar í tíu ár“. María var farin að hlæja
aftur og smitaði gestinn. Hún tók fram albúm
með myndum af Pétri og börnum hans og
konu, sænsku listakonunni Anja Notini.
„Þegar ég fæ bréf frá henni og strákunum
þeirra, þá skrifa þau aldrei annað en „Amma
María Markan" utan á!“
— Svo einkasonurinn hefur aldrei brugð-
ist?
„Pétur? Nei. Það hefur hann ekki gert.
Hann ganaði náttúrlega út í vitleysu ungur,
varð pabbi 17 ára. Það er allt liðin tíð —
drengirnir hans frá þeim tíma eru miklir
myndarpiltar. Músíkantar. Mér þykir vænt
um hvað Pétri gengur vel í Svíþjóð. Og hann
er lítið fyrir að auglýsa sig. Það er ágætt —
það er betra að það sé of lítið en of mikið. Ég
hef séð marga vitleysuna á því sviði. Það aug-
lýsir sig sjálft, sem hann gerir“.
Gudda íflóanum
— Eigum við að tala svolítið um söng og
óperu á íslandi í dag?
„Hvers vegna ekki? Ég skal ævinlega verða
fyrst til að verða hrifin af þeim sem eru góðir.
Ég vil láta þetta unga hæfileikafólk njóta
sannmælis. Það tekur ekkert af því neitt frá
mér og ég tek ekkert frá öðrum“.
— Eru til margar góðar söngkonur í dag?
„Mikil ósköp, já. Þessar ungu raddir í dag
eru svo brilljant — ég og við, sem erum eldri,
höfum kannski meiri þroska í rödd og túlkun,
en það kemur allt. Ég vil lifa og láta lifa. Og
mikið óskaplega þótti mér vænt um að heyra
hana Svölu Nielsen tala um það í þættinum
hans Sveins Einarssonar, að ég hafi getað
hjálpað henni. Hún hrósaði mér svo mikið, að
ég kafroðnaði bara! Það sama gerði Oktavía
Stefánsdóttir í þætti Jónasar Jónassonar. Og
þó hef ég gert svo miklu meira fyrir aðrar
söngkonur þótt þær hafi ekki nefnt það eða
þakkað frekar en ég væri Gudda í Flóanum“.
— Finnst þér að við eigum söngkonu í dag,
sem standi upp úr svo áberandi sé?
„Aaa — nú ertu að fara út á hálan ís góði
minn. Við eigum margar í góðum klassa,
marga söngvara sem vinna mjög vel. En það
er ekki hægt að tala svona. Þú yrðir að gista
ef ég ætlaði að fara að tala eitthvað um þessar
ungu raddir. En ég skal þó segja eitt: stundum
er ég hrædd um að við eigum of marga góða
söngvara fyrir þennan litla markað. Það er
varla að þjóðin beri þetta allt, því auðvitað
vilja allir geta lifað á sinni list og sinum söng“.
— Nú þurfum við að fara að hætta. En áð-
ur en ég kveð langar mig að spyrja um eitt: Nú
á að fara að kjósa...
..já, minnstu ekki á það ógrátandi“.
— Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að
kjósa?
„Hvað? Viltu að ég fari að segja þér frá
því?“
— Nei, alls ekki. En ertu búin að ákveða
þig?
„Já, með harmkvælum. Það versta við póli-
tíkina núna er hvað þeir tala allir fjandi vel.
Ég er eiginlega oftast á sama máli og síðasti
ræðumaður. En það sýnist vera mikill grautur
í þessu núna..“
— Ertu bjartsýn á framtíð lands og
þjóðar?
„Já, ég hef alltaf verið bjartsýnis-
manneskja. Og ég vil ekki lifa án vonar.
Maður verður alltaf að vona það besta — það
væri til lítils að vera að reyna ef maður hefði
ekki trú, von og kærleika".