Helgarpósturinn - 22.04.1983, Qupperneq 16
I
Hörð á
minni
skoðun
Alveg ferlega reið
„Heima hjá mér heför alltaf verið
talað mikið um pólitík, stundum
hef ég ekki þolað það en nú er mér
farið að finnast þetta fjandi spenn-
andi. Ég hef alltaf haft ákveðnar
skoðanir og það hefur stundum far-
ið í taugarnar á félögunum. Sósía-
listar þykja nefnilega alveg stór-
hættulegir. Einu sinni var ég alveg
lögð í einelti út af þessum skoðun-
um mínum, en núna finnst mér ég
Umsjón:
Helga Haraldsdóttir
og Páll Pálsson
„Ég hef alltaf fylgst með þeim, en
var nýlega að gera verkefni í skólan-
um um stríð og frið og fékk þá
áhugann fyrir alvöru. Ég varð alveg
ferlega reið við þá tilhugsun að allt
það sem mig dreymir um geti ein-
hverjir úti í heimi eyðilagt fyrir mér.
Þið sem eruð orðin fullorðin hafið
prófað svo margt skemmtilegt og
rómantískt og mér fannst eins og ég
fengi aldrei að gera neitt svoleiðis.
Mín kynslóð fær kannski aldrei að
sýna hvað í henni býr“.
Klukkurnar í Nagasakí
— Hvernig kynna krakkar sér
þessi mál?
„Ég las greinar í Tímariti Máls og
menningar og líka bók sem heitir
„Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar“.
Þegar ég las hana gerði ég mér fyrst
grein fyrir því hvað þetta er allt orð-
ið stórt í sniðum og geigvænlegt. í
þeirri bók lýsa fórnarlömb kjarn-
orkusprengjunnar í Hírósíma
reynslu sinni og það er alveg hræði-
lega sterkt. Ég held líka alveg sér-
staklega mikið upp á ljóðið
„Klukkurnar í Nagasakí“ eftir
Hjört Pálsson; þegar maður les það
er hægt að ímynda sér svo vel hvað
þetta er hryllilégt. Annars hef ég
reynt að lesa allt sem snertir þessi
mál, í haust las ég t.d. „Blómin í
ánni“ og varð fyrir varanlegum
áhrifum af henni“.
Verða að pæla meira í
þessu
— Finnst þér unglingar hafa
mikinn áhuga á pólitík?
„Nei, mjög lítinn. Strákarnir hafa
þó oftast einhverja skoðun,' það er
meira en hægt er að segja um marg-
ar stelpur. Það er skítt hvað stelpur
pæla litið í pólitik, ég skil þetta alls
ekki, nema þeim finnist eitthvað
ókvenlegt við það. Unglingar verða
að pæla meira í þessu, sérstaklega
friðarmálunum. Þetta er heimur
sem við unglingarnir eigum eftir að
taka við“.
„Þegar ungt fólk deyr af slys-
förum segir það fullorðna: „Æ,
hvað þetta var sorglegt. Það var
í raun ekki búið að fá að njóta
sín“. Þetta er alveg satt. Einu
sinni þegar ég var lítil og vin-
kona mín var nýbúin að missa
ættingja, sagði hún við mig:
„Arna, finnst þér ekki hryllilegt
að deyja og gleymast og svo máist
kannski meira að segja nafnið af
legsteininum á endanum". Og við
strengdum þess heit að gera eitt-
hvað, sem fólk myndi síðan muna
eftir þegar við værum dánar, en þá
datt okkur ekki í hug að við fengj-
um ekki tækifæri til að afla okkur
frægðar eða það yrði kannski eng-
inn legsteinn á leiðinu okkar og
ekkert nafn til þess að mást af.
Þetta finnst mér óttalega sorglegt.
Mér finnst óttalega sorglegt, ef við
fáum kannski ekki að sýna það sem
í okkur býr“.
Þetta er bútur úr ræðu sem Arna
Kristín Einarsdóttir 14 ára nemandi
í Æfinga-og tilraunadeild K.H.Í.
flutti nýlega á fundi í Háskólabíói
þar sem krafist var kjarnorkulausra
Norðurlanda. Við fengum Örnu til
að ræða aðeins við okkur.
sósíalistar þykja alveg siórhœttulegir
..svo margt skemmtilegt og rómantískt
skítt hvað stelpur þœla lílið í pólitík
hafa lært mikið af því tímabili. Ég
stend alltaf hörð á minni skoðun“.
— Hvenær fórstu svo að hugsa
um friðarmál?
■STUða
Arna Kristín Einarsdóttir:
Segir Einar Haugur fljótlega eft-
ir að við erum sest niður til að
spjalla yfir kaffibolia á Horninu.
„Islenska nýbylgjan er runnin sam-
an við fatatískuna. Fólk kemur til
að sýna sig og sjá aðra en ekki til að
hlusta á músikina.“
Heimir Haugur: „Já, nýbylgjan
er komin í horn. Ég meina, þetta
hlýtur að vera spurning um eitthvað
annað og meira en að semja lög,
fara á Borgina og spila þau og svo
aftur heim að semja ný lög, fara
með þau á Borgina og spila þau og-
svoframvegis ogsvoframvegis. Við
viljum spila á fleiri stöðum, — ó-
líklegustu stöðum: úti í hrauni og
úti á götu..“.
Bergsteinn Haugur: „Sko,
draumurinn er að halda tónleika í
Garðakirkju, þá hljótum við að fá
annað fólk tilað hlusta á okkur en
þetta venjulega Borgargengi“
Einar Haugur: „Það er mesti
misskilningur að við séum mjög
samrýndir. Við þekkjumst varla
þegar tónlistinni sleppir. Við erum
mjög ólíkir og hljómsveitin skiptist
eiginlega í tvennt ef ekki bara alveg
í fernt. En við höfum mikla trú á
okkur og finnst við betri en margt
af því sem býðst hér.“
Heimir Haugur: „Það hvað við
erum ólíkir er miklu frekar það sem
knýr okkur áfram en sundrar okk-
ur. Tónlist okkar er mjög persónu-
leg, við höfum úr miklu að moða og
erum því bjartsýnir á framtíðina"
Einar Haugur: „Málið er að við
erum allir snillingar!1
Heirnir Haugur: „Þetta er hans
álit, það eru kannski ekki allir sam-
mála honum. En ég er næstum sam-
mála, við höfum mikið að segja
fyrir íslenska músikí*
Yið
erum
- og
við
verð-
um
Heigi Haugur: „Við erum að
minnsta kosti sammála um að vera
ósammála. Og annað sem við erum
sammála um er að við komum
aldrei til með að syngja á ensku.
Þetta er íslensk hljómsveit með ís-‘
lenska tónlist!'
Einar Haugur: „Við syngjum
mikið um karaktera sem okkur
finnast ógeðslegir. Svo eigum við
líka mikið af klámtextum!1
Heimir Haugur: „Við höfum
samt ekki komist niður á neitt fast
í textamálum. Við erum allir að
‘skrifa og viðfangsefnin eru jafn ó-
lík og við erum sjálfir. Samt viljum
við helst hafa textana mjög stutta
og hnitmiðaða, allt oní 10% af
þeim tíma sem tekur að flytja lagið.
En við notum mikið gömul sjald-
gæf orð og stuðla og höfuðstafi við
textagerðina!1
Einar Haugur: „Image? Jú,við
reynum að tengja saman músikina
og eitthvað annað, til dæmis liti.
Svo fólk heyri ekki bara heldur sjái
líka. Ég meina, við verðum að not-
færa okkur möguleika sviðsins,
ekki bara standa og spila. Við vilj-
um líka fá fólk til að rífa sig upp úr
hvítvínsmóralnum og dansa og
hrífast með. En það er alveg á
hreinu að tónlistin er númer eitt.tvö
og þrjú hjá okkur, ekki imagið!1
Helgi Haugur: „Við ætlum alls
ekki að taka upp plötu fyrst og
reyna svo að fylgja henni eftir. Við
ætlum ekki að flaska á þvi eins og
svo margir aðrir. Við viljum ekki
alltaf spila sömu lögin eins og þarf
að gera þegar verið er að kynna
plötu, við viljum sífellt halda áfram
að skapa eitthvað nýtt.“
Einar Haugur: „Við viljum hafa
sem víðtækast starfssvið. Við spil-
um allir á mörg hljóðfæri og hann
Bergsteinn syngur alveg listavel.
Við höfum því marga og góða
möguleika“
Heimir Haugur: „Við viljum gera
góða tónlist sem lifir, ekki eitthvað
sem fólk fær leiða á og ælir yfir eft-
ir að hafa heyrt tuttugu sinnum.
Við viljum vera svo góðif að fólk
geti ekki gleymt okkur.“