Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 22
22
armanna 6—8 þingmenn og Kvennalistar
3—5. Þótt þetta séu vissulega ekki endanlegar
tölur er þó lítill vafi á að þær fara nærri lagi.
í fljótu bragði kann að virðast að þessar
kosningar boði því stórtíðindi í íslenskum
I stjórnmálum. Fjórflokkakerfið sem við höf-
! um búið við um nokkurt skeið, þar sem visst
jjafnræði hefur verið með flokkunum, þó
stærð þeirra hafi verið misjöfn, virðist vera að
riðlast og upp að koma sú staða að einn stór
hægriflokkur standi andspænis mörgum litl-
um „félagshyggjuflokkum". Þetta getur þó
engan veginn talist öruggt. Áður hafa komið
Quo vadis?
Geir Hallgrímsson og Albert
Guðmundsson eiga annríki fyrir
höndum eftir kosningar
„Við svíkjum aldrei vini okkar“, sögðu Ól-
afur Jóhannesson og Albert Guðmundsson
um leið og þeir brostu og horfðu kumpánlega
hvor í annars augu í umræðuþætti sjónvarps-
ins í fyrrakvöld.
Það vakti nokkra athygli hve vel þeir Iétu
hvor að öðrum, Albert fór hörðum orðum um
Vilmund fyrir að skrifa illa um Ólaf, og Ólaf-
ur lagði áherslu á að flugstöðvarmálið væri
hann búinn að klára fyrir stjórn, sem ekki
innihéldi Alþýðubandalagið.
Nokkrum af stjórnmálafréttamönnum
blaðanna þótti þetta gagnkvæma bakklapp í
sjónvarpsþættinum aðeins enn ein vísbend-
ingin um það hvert stefndi eftir kosningar: í
„sterka" stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks.
ótt vissir meinbugir hafi verið á öllum
þremur skoðanakönnununum sem birtar
voru um fylgi flokkanna í kringum síðustu
helgi, sýndu þær allar mjög svipaðar niður-
stöður. Þær eru sjálfsagt flestum kunnar.
Kannanirnar sýndu að Alþýðuflokkurinn fær
u.þ.b. 4—6 þingmenn, Alþýðubandalagið
8—11, Sjálfstæðisflokkurinn 24—26, Fram-
sóknarflokkurinn 10—14, Bandalag jafnað-
Þegar Reagan Bandaríkjaforseti ákvað að
senda þrjá ráðherra sína til Mexíkó, létu tals-
menn hans í veðri vaka að erindi utanríkisráð-
herrans, fjármálaráðherrans og viðskiptaráð-
herrans til nágrannaríkisins í suðri væri að
leiða Mexíkómönnum fyrir sjónir villu síns
vegar í málefnum Mið-Ámeríku og beita til
þess viðskiptaþvingunum ef annað ekki
dygði. Nú er bandarísku ráðherraheimsókn-
inni í Mexíkóborg lokið, og í ljós kemur að
það er bandaríska ráðherranefndin sem látið
hefur í minni pokann.
r
I yfirlýsingu frá utanríkisráðherrum land-
anna fellst Shultz utanríkisráðherra á það
sjónarmið Mexíkóstjórnar, að nauðsyn beri
til að koma á viðræðum og samningaumleit-
unum, til að stilla til friðar í innanlandsófriði
og milliríkjaværingum í Mið-Ameríku. Und-
anfarnar vikur hefur verið mikið um funda-
höld forseta og utanríkisráðherra þeirra landa
á svæðinu sem búa við þjóðkjörnar stjórnir.
Þar hafa tekið þátt forustumenn Mexíkó,
Costa Rica, Panama, Venesuela og Kólumbíu.
Niðurstaða af fundahöldum þeirra er yfirlýs-
ing, birt fyrir viku siðan, þar sem hvatt er til
að allir erlendir hernaðarráðunautar verði á
brott úr löndum Mið-Ameríku, stöðvaðar
verði vopnasendingar þangað erlendis frá og
stríðandi aðilar gangi til samninga um frið.
Með yfirlýsingunni eftir fundinn í Mexíkó-
borg hefur Bandaríkjastjórn gefið ádrátt um
inn ný öfl í íslensk stjórnmál og náð verulegri
fótfestu, án þess að staða gömlu flokkanna
breyttist verulega. Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna eru síðasta dæmið um þetta.
Hvort kvennalisti verður t.d. boðinn fram í al-
þingiskosningum um næstu framtíð er í besta
falli mjög óvíst, og sömuleiðis er Bandalag
jafnaðarmanna alveg óráðin gáta þegar til
lengri tíma er litið. Það eru því skiptar skoð-
anir um það hvort þessar niðurstöður skoð-
anakannananna tákni tímamót í íslenskri
pólitík.
Ef svo fer sem horfir, er enginn vafi á því að
forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir mun
veita Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálf-
stæðisflokksins, umboð til að mynda ríkis-
stjórn eftir kosningar. Nota bene: Ef Gunnar
Thoroddsen biðst lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt strax þegar úrslit liggja fyrir. Slíkt er
auðvitað venjan. Alltjént mun þó stjórn hans
sitja áfram þar til ný stjórn hefur verið mynd-
uð, og sú starfsstjórn getur gert þær ráðstaf-
anir sem hún telur þurfa þykja.
Að Geir fái umboð til stjórnarmyndunar
eftir kosningar er hægt að sjá fyrir með nokk-
urri vissu. Þá taka hinsvegar spádómarnir við.
Hvað gerir hann við umboðið? Líkastil mun
að vinna að friðargerð, hverjar svo sem efnd-
irnar verða.
Staða bandarísku ráðherranna til að beita
þrýstingi í viðræðum við Mexíkóstjórn varð
að engu, þegar New York Times birti leyni-
skjöl frá fundum Reagans forseta með ráðu-
nautum sínum frá síðustu tveim árum, þar
sem Iögð eru á ráð um starfsemi leyniþjónust-
unnar CIA í Mið-Ameríku. Þar er fjallað um
undirróður gegn stjórn Sandinista í Nicara-
gua, stuðning af Bandarikjanna hálfu við
valdarán herforingja í Guatemala, viðleitni til
að etja fylkingum skæruliða í E1 Salvador
hverri gegn annarri og loks átti að reka smiðs-
höggið á þessar hernaðaraðgerðir með póli-
tískri viðleitni til að „einangra Mexíkó“.
Hernaðarstefnan, sem Reagan fól CIA að
framkvæma i Mið-Ameríku, hefur þvert á
móti orðið til að einangra Bandaríkin, en
fylkja um afstöðu Mexíkó þeim ríkjum
Rómönsku Ameríku sem búa við sæmilega
traust stjórnarfar og liggja að ófriðarsvæð-
inu. Þar á ofan hafa uppljóstranir banda-
rískra blaða og þingnefnda orðið til þess, að
upp er komin á Bandaríkjaþingi hreyfing til
að taka fram fyrir hendur Reagans og CIA í
Mið-Ameríku.
í gildi er lagaákvæði, kennt við Edw.ard P.
Boland, formann eftirlitsnefndar Fulltrúa-
deildar þingsins með leyniþjónustustarfsemi.
hann sjálfur fara á stúfana með Albert Guð-
mundsson sér við hlið. Hvert forsætisráð-
herraefni flokksins er veit líklega enginn nú.
Samkvæmt skoðanakönnunum mun Sjálf-
stæðisflokkinn vanta 5 til 7 þingmenn til að
ná hreinum meirihluta á þingi. Það er þvi
ljóst, ef við höldum okkur áfram við niður-
stöður skoðanakannanna, að Alþýðuflokkur-
inn mun ekki fá nógu marga þingmenn til það
dugi flokkunum tveimur í 32 þingmanna
meirihluta. Ný viðreisn virðist því ekki koma
til greina. Samstarf við kvennalistann mun
ekki heldur duga Sjálfstæðisflokknum á
sömu forsendum. Ef þingmenn Bandalags
jafnaðarmanna standa við yfirlýsingar sínar
fyrir kosningar, eins,og verður að ganga útfrá
að þeir geri, fara þeir ekki í stjóm, hvorki með
Sjálfstæðismönnum né öðrum.
Þá komum við að Alþýðubandalaginu. Á
tímabiii í vetur voru uppi raddir í flokknum
um að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í rík-
isstjórn væri ekki óhugsandi, einkum ef haft
væri að leiðarljósi að slíkt samstarf væri
myndað í kringum ákveðnar aðgerðir í efna-
hagsmálum og því væri ekki ætlað að standa
yfir nema í eitt til tvö ár. Núna þegar Alþýðu-
bandalagsmenn sjá fram á slæma kosningu
eru slíkar hugmyndir að mestu úr sögunni.
Þar á bæ þykir ekki vænlegt að hlaupa í fang-
ið á íhaldinu eftir að hafa tapað í kosningum.
Töluvert margir virðast hinsvegar á því að
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks liggi á borðinu og benda gjarnan á
hluti eins og þá sem grein þessi hófst á máli
sínu til stuðnings. Innan þess flokks eru þó
æði margir á þeirri skoðun eins og í Alþýðu-
bandalaginu að eftir tapkosningu, ef t.d.
þingflokkurinn fer niður í 12 til 13 manns, þá
sé það hið mesta glapræði að verða „hækja"
Sjálfstæðisflokksins. Orð Ólafs og Alberts
byggist meir á persónulegum kunningsskap
þeirra tveggja en pólitískum líkindum. Þá sé
8NNLEND
VFIRSVN
Þar er Bandaríkjastjórn bannað að verja fé til
aðgerða, sem beinast að því að kollvarpa
stjórn Nicaragua eða egna til illinda milli þess
og grannríkisins Honduras. Þingmenn úr eft-
irlitsnefndinni með leyniþjónustustarfsemi
hafa farið um þessi lönd til að kynna sér mála-
vexti, og þeir staðfesta að Boland-ákvæðiðl
hafi verið þverbrotið. CIA veitir skæruhern-
um Contra, sem berst fyrir að steypa stjórn
Sandinista, bæði þjálfun, vopn og fé, sér hon-
um fyrir hæli í Honduras og lætur forustunni
í té vitneskju um ferðir og viðbúnað stjórnar-
hersins en hennar er aflað með AWACS könn-
unarflugvélum.
Boland þingmaður er ekki á því að láta
Reaganstjórnina hafa sig og þingið að fíflum
með þessum hætti. Hann hefur efnt til funda
í eftirlitsnefndinni, með leyniþjónustustarf-
semi og boðað þar nýja tillögu, með orðalagi
sem útilokar að unnt sé að fara í kringum nú-
gildandi lagaákvæði með þeim hætti sem rík-
isstjórnin og CIA hafa gert.
Tveir af fulltrúum í eftirlitsnefnd Öldunga-
deildarinnar með leyniþjónustustarfsemi,
þeir Moynihan frá New York og Leahy frá Ver-
mont, hafa lýst sig sammála sjónarmiðum
Bolands, sem njóta stuðnings flestra ef ekki
allra í nefnd hans. Sömuleiðis hefur Howard
Baker, leiðtogi repúblikana í Öldungadeild-
inni látið í ljós áhyggjur af leynistarfsemi á
vegum Bandaríkjastjórnar í Mið-Ameríku.
Á fundi í þeirri undirnefnd utanríkismála-
nefndar Fulltrúadeildarinnar, sem fjallar um
samskipti Bandaríkjanna við önnur Iönd í
Ameríku, var í síðustu viku tekist á um af-
stöðuna til aðfara stjórnar Reagans í Mið-
Ameríku. í hverri atkvæðagreiðslunni af ann-
arri voru tillögur forsetans felldar. Bæði var
þar um að ræða beiðni um 50 milljóna dollara
aukafjárveitingu til hernaðaraðstoðar við
stjórnina í E1 Salvador og fjárveitingar í sama
skyni á árunum 1984 og 1985. Þar á ofan sam-
þykkti nefndin, að taka fyrir alla aðstoð,
„beina eða óbeina“ við uppreisnarmenn í
Nicaragua, nema skýlaus samþykkt beggja
deilda Bandaríkjaþings kveði á um annað.
Bandarískir þingmenn hafa gert sér tíðför-
ult til E1 Salvador, síðan ríkisstjórn þeirra tók
að hlutast til um borgarastyrjöldina þar í
landi. Rökstuðningur stjórnar Reagans fyrir
stuðningi við innrás skæruliða frá Honduras
í Nicaragua, er að með því sé verið að hindra
liðveislu Sandínistastjórnarinnar við skæru-
liða í E1 Salvador. Bandaríkjaþing hefur aftur
á móti byggt sínar heimildir til hernaðarað-
stoðar við stjórnina í E1 Salvador á því, að ó-
friðurinn þar sé af innlendum rótum runninn,
mestu skipti að grafast fyrir þær með pólitísk-
um breytingum, eigi friður að fást.
Traust bandarískra þingmanna á heildind-
um og stefnu Reagan-stjórnarinnar í Mið-
Ameríku hefur ekki eflst við framkomu henn-
ar í þeim tveim málum, sem mesta athygli hafa
vakið á áralöngu blóðbaði í E1 Salvador.
Morð á bandarískum nunnum varð fyrst til að
Með allt á hælunum í Nicaragua. (Teikning úr Philadelphia Inquirer).
Þingmönnum hrýs hugur við
kviksyndinu í Mið-Ameríku
mun vænlegra fyrir flokkinn að taka sér frí,
eftir 12 ára stjórnarsetu. Um þetta eru þó
skiptar skoðanir. Einnig hefur verið bent á að
þegar Geir Hallgrímsson, Albert Guðmunds-
son, Steingrímur Hermannsson og Ólafur Jó-
hannesson fari að ræða saman í alvöru um
stjórnarmyndun þá muni persónuleg tog-
streita vefjast fyrir.
Að öllu samanlögðu má vera ljóst að stjórn
verður ekki mynduð án Sjálfstæðisflokksins.
Forystumenn hans munu hinsvegar ekki eiga
sjö dagana sæla að fá aðra flokka til liðs við
hanrt. Auðvitað eru til fleiri möguleikar en hér
hafa verið nefndir — þriggja flokka stjórn t.d.
og minnihlutastjórn flokksins með stuðningi
Bandalags jafnaðtu-manna. Stjórnarmyndun-
in verður samt erfið.
Eins og ástand mála er í dag þykir ekki lík-
legt að gengið verði til annarra kosninga strax
í sumar vegna kjördæmamálsins. Brýnna er
talið að gera efnahagsráðstafanir sem duga á
verðbólguna, og það mun taka lengri tíma en
nokkra mánuði að sjá árangur af slíku.
Stjórnarkreppa gæti hinsvegar orðið til þess
að þessar kosningar færu fram í sumar. Ef
ekki tekst að mynda nýja ríkisstjórn í maí-
mánuði er óliklegt annað en gengið verði til
seinni kosninganna, sem kemur hvort sem er
að fyrr eða seinna.
Á meðan sæti ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsen, nú eða utanþingsstjórn, sem ýmsir
eru farnir að tala um sem raunhæfan mögu-
leika. Sá sami Gunnar Thoroddsen, sem eftir
kosningar verður utan þings er gjarnan nefnd-
ur sem leiðtogi slíkrar stjórnar. Það yrði ef til
vill endir við hæfi á kænskufullum stjórn-
málaferli Gunnars Thoroddsen að hann sæti
enn um sinn í forsætisráðherrastólnum.
beina athygli bandarísks almennings á aðför-
um morðsveita hægri manna í landinu. Þær
starfa undir verndarvæng hers og stjórnvalda
og hafa tugi þúsunda mannslífa á samvisk-
unni. Eftir morðin á nunnunum var um skeið
tekið fyrir alla bandaríska aðstoð við stjórn
E1 Salvador. Hernaðaraðstoð hófst á ný, þeg-
ar fjórir menn voru handteknir og sakaðir um
ódæðið. Allt voru þetta óbreyttir byssumenn
og ekki blakað við neinum foringja. Mál sak-
borninga er enn óútkljáð. Nú hafa þau tíðindi
gerst, að skipt hefur verið um hermálaráð-
herra í E1 Salvador. Við tekur Vides Casa-
nova, yfirforingi þjóðvarðliðsins, og segja
talsmenn skæruliðahreyfingarinnar, að hann
sé einmitt sá sem ábyrgð ber á nunnumorðun-
um.
Hinn atburðurinn sem heimsathygli vakti,
var morðið á Romero erkibiskupi. Hann var
skotinn fyrir framan altari í dómkirkjunni i
San Salvador 24. mars 1980. Engin eftirmál
urðu eftir það víg, og ekki vitað að nein við-
hlítandi rannsókn hefði farið fram.
Nú er komið á daginn, að bandaríska sendi-
ráðið í San Salvador kannaði málið niður í
kjölinn, en skýrslum þess var stungið undir
stól í Washington, og Reagan svipti embætti-
sendiherrann sem fyrir rannsókninni stóð.
Romero erkibiskup beitti áhrifum embætt-
is síns til að vekja athygli á hryðjuverkum
dauðasveitanna og stemma stigu við atferli
þeirra. Skýrsla bandaríska sendiráðsins skýrir
svo frá tildrögum að biskupsmorðinu, að tylft
foringja í öryggissveitum yfirvalda hafa kom-
ið saman í mars 1980, til að ræða viðbrögð við
mannréttindabaráttu erkibiskups. í forsæti á
fundinum var Roberto d’Aubuisson, núver-
andi forseti stjórnlagaþings E1 Salvador.
Fundarmenn komust að þeirfi niðurstöðu, að
erkibiskup væri maður þjóðhættulegur, og
vörpuðu hlutkesti um hver í hópnum skyldi
„njóta þeirrar sæmdar“ að vinna á honum.
Los Angeles Times, sem birtir þessar upp-
lýsingar, segir að hvorki utanríkisráðuneytið
né CIA hafi gert nokkurn skapaðan hlut til að
fylgja eftir vitneskju sem í skeytum sendiráðs-
ins felst, og verið hefði gullvæg fyrir hvern
þann sem fletta vildi ofan af dauðasveitunum
og stemma stigu við illvirkjum þeirra. Blaðið
bendir einnig á álit þingnefndar í Washington,
sem í fyrra átaldi CIA og aðrar leyniþjónustur
Bandaríkjanna fyrir að leiða hjá sér hryðju-
verk hægri manna í E1 Salvador, þar á meðal
morðið á Romero erkibiskupi, svo og vitn-
eskju um þátt d’Aubuisson í athæfi morð-
sveitanna. Þvert á móti ákvað stjórn Reagans,
að veita ráðbana erkibiskups vegabréfsáritun
til að heimsækja Bandaríkin.