Helgarpósturinn - 22.04.1983, Síða 24
joosturinn
24
Albert Guðmundsson
keppist nú við að lýsa því
yfir að auðvitað verði for-
manni Sjálfstæðisflokksins falið að
mynda stjórn eftir kosningar; ekki
sér þótt hann sitji í efsta sæti list-
ans. En nú fullyrða traustir heim-
ildarmenn í þeim herbúðum að Al-
bert muni að sjálfsögðu krefjast
formennsku í flokknum eftir
„væntanlegan“ sigur í kosningun-
um um helgina (rigni og snjói ekki
allt í kaf). Og sem formaður muni
hann að sjálfsögðu verða forsætis-
ráðherra. Sjálfstæðismenn munu á-
kveðnir í að láta kjósa tvisvar í sum-
ar. Því er væntanleg krafa um að
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
verði flýtt og hann haldinn fyrir
seinni kosningarnar. Þar yrði kraf-
ist nýrrar forystu í flokknum og
hver væri betri til að taka við af Geir
Hallgrimssyni, sem færi með nokk-
urri reisn og kannski sem forsætis-
ráðherra (eins og Gunnar), en ein-
mitt „sigurvegarinn“ í Reykjavík,
Albert Guðmundsson...
Albert hefur gætt þess
/'l að hafa nokkra sérstöðu i
kosningabaráttunni. Helena
dóttir hans stjórnar mikilli kosn-
ingaskrifstofu en samskiptin við
kosningaskrifstofu flokksins í Val-
höll eru í algjöru lágmarki. Á sum-
ardaginn fyrsta heldur Albert sína
prívat kosningahátíð. Aðrir fram-
bjóðendur flokksins vita ekki vel
hvernig á að taka slíkum glæsibrag
og kalla starfsmenn á skrifstofunni
hjá Helenu „hulduherinn“...
r* 1 Töluverð spenna ríkir nú um
/ i það hver muni hljóta stöðu
forstöðumanns Rásar tvö hjá
Ríkisútvarpinu. Djobbið er býsna
eftirsótt svo sem sjá má af því að
umsækjendur voru fjórtán talsins.
Listi með tíu nöfnum hefur verið
birtur opinberlega, en fjórir úr
hópnum óskuðu 'nafnleyndar af
ókunnum orsökum. Við höfum nú
frétt að tveir þessara fjögurra séu
þeir Einar Sigurðsson fréttamaður
og Stefán Jón Hafstein morgun-
hani, sem áður hafði lýst því yfir í
blöðum að hann hefði ekki áhuga á
þessari stöðu. Á hinn bóginn er
okkur sagt að Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, sem mjög hefur
verið nefnd í sambandi við um-
sækjendur, sé ekki meðal þeirra
sem leyna nafni sínu, og raunar að
engin kona hafi sótt um Rás tvö.
Allt strákar!
Nýjar sendingar af bómullargarni
og mohairgarni - Sjón er sögu ríkari
Póstsendum
daglega
Ingólfsstrœti 1 (qeant Gamla bíói)
Sími16764
Vortískan
í prjónagarni- Nýjar uppskriftir
Líklega verður enn um sinn
f' \ bið á því að fyrrnefnd for-
✓ stöðumannsstaða verði veitt.
Það er útvarpsstjóri, Andrés
Björnsson, sem skipar í stöðuna, en
ekki menntamálaráðherra eins og
BÍLALEIGA
Mesta úrvalið.
Besta þjónustan.
Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915
Tryggvabraut 14, 600 Akureyri
s. 96-23515
yfirleitt hefur verið talið, en út-
varpsstjóri mun ekki taka ákvörðun
fyrr en að fenginni umsögn út-
varpsráðs og einkum og sér í lagi
stjórnar útvarpsins. Því er nú beðið
eftir Guðmundi Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra útvarpsins, en hann
er um þessar mundir staddur í
Venesúela. Þar syngur hann nú
hlutverk gluggapússarans í óperu
Atla Heimis, Silkitrommunni, sem
sýnd er á mikilli leiklistarhátíð.Sem
fyrr er helst talað um að Helgi
Pétursson, fréttaritari í Washing-
ton, muni hreppa hnossið þegar þar
að kemur. Ekki ku allir útvarps-
menn vera jafnhrifnir af þeirri til-
hugsun...
r*'l Frá því Helgarpósturinn birti
/ J skoðanakönnun um fylgi
S flokkanna 15. apríl hafa tvær
aðrar kannanir fylgt í kjölfarið;
fyrst Hagvangskönnun sem birtist í
Morgunblaðinu daginn eftir og svo
könnun sem gerð var viku síðar og
birtist í DV 18. apríl. Af þessum
þrem köpnunum eru aðeins tvær
(þ.e. könnun SKÁÍS og Hagvangs,
sem birtust í Helgarpóstinum og
Morgunblaðinu), sem birta niður-
stöðurnar fyrir Reykjavík sérstak-
lega. Ef þessar kannanir eru bornar
saman kemur glöggt fram eini stóri
mismunurinn í þessum skoðana-
könnunum. Mismunurinn liggur í
hlutfalli Sjálfstæðisflokksins. í
SKÁÍS könnuninni er gert ráð fyrir
að Sjálfstæðisflokkurinn fái 40.8%
atkvæða í Reykjavík og 5 menn
kjörna. í Hagvangskönnuninni er
ráð gert fyrir að Sjálfstæðis-
flokkurinn hljóti 50.0% atkvæða
og 6 menn kjörna. Hér er því um að
ræða 9.2% mismun. Það er mjög
athyglisvert að DV birti engar tölur
eða spá fyrir Reykjavík enda þótt
könnun DV sé gerð viku á eftir hin-
um könnununum.
Ef gerður er nákvæmur saman-
burður á niðurstöðum þessara
þriggja kannana á grunvelli
atkvæðamagns er munurinn ekki
stórvægilegur fyrir landið í heild.
Mjög greinilega hefur komið fram
hjá talsmönnum allra þriggja skoð-
anakannana, að áætlun um þing-
mannatölu getur verið mjög breyti-
leg og þar ræður mestu fjöldi kjör-
dæmakosinna þingmanna Fram-
sóknarflokksins. Einnig hafa tals-
menn lagt á það áherslu að kannan-
irnar mæla fyrst og fremst stöðu
flokkanna á þeim tíma sem þær eru
gerðar. Að vísu mætti draga þá
ályktun af leiðara Jónasar Krist-
jánssonar í DV frá 18. apríl („eftir
viku fáum við að sjá hvor skekkjan
er verri“) að þetta sé einhverskonar
stjörnuspá en ekki skoðanakönn-
un. En hvað sem því líður hefur DV
ekki treyst sér enn til að birta
stjörnuspá sína fyrir Reykjavík...
Samanburður á skoðanakönnunum
SKÁÍS og Hagvangs fyrir Reykjavík
SKÁÍS Hagvangur
atkv. % þingm. atkv. % þingm.
Alþýðuflokkur 23 9.6% 1 15 5.4% 0
Framsóknarflokkur 20 8.3% 1 17 6.1% 1
Bandalag jafnaðarm. 34 14.2% 2 42 15.1% 2
Sjálfstæðisflokkur 98 40.8% 5 139 50.0% 6
Alþýöubandalag 38 15.8% 2 40 14.4% 2
Samt. um kvennalista 27 11.3% 1 25 9.0% 1
240 100.0% 12 278 100.0% 12