Helgarpósturinn - 13.05.1983, Síða 6

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Síða 6
6 Föstudagur 13. maí 1983 lrjnri Þeir auðguðust á leiktækjum eiga nú virðulegasta hótel borgarinnar. Ef ekki er hægt að réka hótel á þessum stað, er það hvergi hægt“ Hvort er hollara börnum og unglingum að leita sér afþreyingar í leiktækjasölum eða að horfa upp á nakta erlenda listamenn leika kúnstir sínar við Útvegsbank- ann? Sigurður Kárason er ekki i nokkrum vafa um það. „Þeir sem predika mest á móti leiktækjasölunum, hafa aldrei komið inn í þá“, segir hann og er ekki myrk- ur í máli. „Þeir hinir sömu og standa fyrir komu ofan- greindrar tegundar listamanna til landsins, hafa barist fyrir opnun brennivínshúsa í borginni. En ef minnst er, á stað fyrir krakkana, ætlar allt um koll að keyra“. Sigurður og félagi hans, Pálmar Magnússon, fengu nýlega leigt húsið Aðalstræti 10 og ætla að reka þar leiktækjasal. Hús þetta er elsta hús borgarinnar og til skamms tíma var þar verslun, sem bar nafn Silla og Valda. Þegar það spurðist út hvaða starfsemi ætti að fara þar fram með nýjum húsbænd- um, urðu margir til að mótmæla. Finnst Sigurði sjálfum þetta ekki fremur óvirðuleg starfsemi í þessu merkilega húsi? Sigurður og félagar keyptu Borgina á 50 milljónir: Við ætlum að reyna að fríska upp á húsið, segir hann. segir Sigurður Kárason annaraf tveimur aðaleigendum Hótel Borgar og tveggja leiktcekjasala. „Langt í frá. Sextán til átján ára unglingar eiga sama tilveru- rétt og fullorðnir, sem eru búnir að leggja öll elstu hús borgar- innar undir brennivínshús", segir Sigurður. Þeir Pálmar ráku áður leiktækjasal í Aðalstræti 8 en fengu leyfi borgaryfirvalda til að flytja leyfið yfir á 10. Þar verða gerðar smávægilegar breytingar á innréttingum, og þeir von- ast til að geta opnað staðinn sem allra fyrst. Nótt og dag Sigurður Kárason og Pálmar Magnússon eru tæplega þrítugir. Litið hefur farið fyrir þeim í fjölmiðlum og þannig virðast þeir vilja hafa það, því Sigurður var ófáanlegur til myndatöku fyrir þetta viðtal. Sigurður er húsamálari að mennt, en Pálmar bifvélavirki. Það var á árinu 1976 að þeir félagar opnuðu leiktækjasal í Einholti 2 og er það upphaf þeirra í þessum „bransa“. Þeir keyptu gömul tæki af sams konar fyrirtækjum, sem höfðu lagt upp laupana, og gerðu upp. Fyrirtækið lifir ennþá og eru leiktækin rúmlega þrjátíu, auk þess sem þar er rekin sælgætisverslun. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því þeir opnuðu í Einholtinu, hafa margir slíkir salir sprottið upp, en hætt eftir skamman tíma. „Það sem hefur haldið lífinu í okkur, er að við höfum verið í þessu dag og nótt allt árið, 16-18 tíma á sólarhring. Við höf- um skilað um sjö þúsund vinnustundum á ári á meðan venju- legur maður skilar um tvö þúsund. Við höfum ekki einu sinni komist upp í Hvalfjörð“, segir Sigurður. Hann bendir hins vegar á, að á meðan hafi aðrir leiktækja- salaeigendur kannski bara setið heima hjá sér. Slíkt þýði ekki neitt, því þetta sé „harðasti bissness, sem hægt er að komast í“. Starfsemi leiktækjasalanna í borginni hefur sætt nokkurri gagnrýni og því haldið fram, að unglingar væru þar hafðir að féþúfu. Sigurður Kárason er ekki alls kostar sammála þessu. Hann heldur fram hinu gagnstæða og segir, að leiktækin séu ódýrasta afþreyingin, sem unglingar eiga völ á. „Sæmilega leikinn maður getur setið í þrjá til fjóra tíma og eytt aðeins tíu krónurn", segir hann, en viðurkennir þó að við- komandi þurfi að eyða nokkru meira til að ná meiri leikni. Það sé þó alla jafna ekki meira en sem svarar einni bíóferð, þegar allt er talið með. Sigurður visar einnig á bug gagnrýni foreldra, sem segja að börnin fari með stórar peningaupphæðir í þessi tæki.Hann spyr hvar börnin fái þessa peninga og segir að það hljóti þá að vera eitthvað bogið við rekstur heimilanna, ef börnin hafa stórfé á milli handanna. En verða menn ríkir af rekstri svona leiktækjasala? „Því fer fjarri“, segir Sigurður. „Þetta hefur skilað okkur þokkalegum vinnulaunum, en við fengum meira fyrir þessar vinnustundir hjá ríki og bæ, fyrir utan atvinnuöryggið“. En það er ekki nóg með það, að unglingar eigi að eyða miklu fé í leiktækjasalina, heldur á þar einnig að þrífast alls kyns óregla. Sigurður segir, að þeir félagarnir hafi þurft að loka salnum í Einholti kl. 19 á föstudögum vegna drykkju og óláta. Hann vill þó líka vekja athygli á því, að lögreglan hefur aldrei verið kvödd í salina tvo sem þeir reka, hvorki í Einholt- ið né Aðalstræti 8. Og það segir sína sögu. „Krakkarnir hafa ekki viljað missa staðina og því hafa þeir hagað sér skikkanlega", segir Sigurður. Stórt verkefni Hverfum frá leiktækjunum, því þeir félagar hafa fleiri járn í eldinum, og engin smá járn heldur. Sigurður og Pálmar festu nýlega kaup á Hótel Borg, ásamt mæðrum þeirra beggja og fyrirtækjunum Kauplandi sf., sem rekur leiktækjasalina, og Verðbréfaversluninni. Kaupverðið var fimmtíu milljónir króna. „Við kaupum gamla félagið og allt hlutafé Hótel Borgar. Rekstur fyrirtækisins hefur staðið i járnum í mörg ár og við lítum á þetta sem stórt verkefni", segir Sigurður og bætir við, að tíminn verði að leiða í Ijós hvort grundvöllur sé fyrir rekstri svona hótels. Sigurður telur að kaupverð hótelsins hafi verið gott. „Það náðist samkomulag um að greiða 10% kaupverðsins á fyrsta árinu, en eftirstöðvarnar eru verðtryggðar til tólf ára“. Sigurður er harðorður í garð Flugleiða vegna þeirrar ein- okunaraðstöðu, sem félagið hefur. Ekki nóg með að félagið komi farþegum til landsins, heldur reki það einnig bílaleigu og veitinga- og gistiþjónustu. „Flugleiðir eru búnar að mergsjúga túrismann áður en kom- ið er út fyrir Vatnsmýrina", segir hann og álítur að annað hvort eigi Flugleiðir að halda sig eingöngu að flugrekstrinum eða hótelrekstrinum, en ekki hvorutveggja. Guð og lukkan Stórvægilegar breytingar verða ekki gerðar á rekstri Hótel Borgarí allra nánustu framtíð,og sögusagnir umaðstaðnum eigi að fara að loka eru ekki á rökum reistar að sögn Sigurðar. „Hið eina, sem við höfum hugsað okkurað gera er að fríska húsið upp með smá breytingum, sem eru aðallega fólgnar í málninguog þrifnaði.og við ætlum að reyna að kappkosta að hafa alla þjónustu í lagi. Við höfum ýmsar hugmyndir, en það er ekki timabært að tala um þær nú, Við ætlum að reyna að halda því rekstrarformi, sem hefur verið“, segir hann. Sigurður er annars bjartsýnn á framhaldið og segir að þeir stóli á að koma inn á réttum tíma. „En þetta fyrirtæki verður ekki rétt af á einu ári. Hér þarf að gera margt og það kostar stórfé. Ef það er ekki hægt að reka hótel á þessum stað, miðað við einokunarstarfsemi Flug- leiða, er það hvergi hægt. Meiningin er að reyna að leysa þetta verkefni sómasamlega og guð og lukkan verða að leiða í ljós hvort þar er hægt“, segir Sigurður Kárason. eftir Guðlaug Bergmundsson myndir: Jim Smart. Aðalstræti 10: Elsta hús borgarinnar verður gert að leiktækjasal og ekki eru allir hressir með það. Krakkarað leikí Einholti 2: Ódýr afþreying, segir Sigurður Kárason um leiktækjasalina.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.