Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 10

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 10
10 Mikið líf er nú að færast í starf- semi Sambands íslenskra mynd- listarmanna - SÍM - en samtökin voru stofnuð fyrir ári. SÍM hefur m.a. undirbúið launataxta mynd- listarmanna varðandi störf við sýn- ingar og fleira, unnið að leigu á myndlist, lagt drög að stofnun sér- staks myndlistarsjóðs og barist fyrir lækkun á tollum á efni til myndlistar. SÍM samanstendur af sex mynd- listarfélögum: FÍM, Myndhöggv- arafélaginu, íslenskri grafík, Hags- munafélagi myndlistarmanna, Textílfélaginu og Leirlistafélaginu. í Fulltrúaráði SIM sitja tveir full- trúar úr hverju félagi; alls 12 full- trúar. Fulltrúaráð skipar fimm manna stjórn SÍM en auk stjórnar er kosinn einn varaformaður og einn vararitari. Formaður SÍM er Sigrún Guðjónsdóttir. Fjáröflunarleiöir SÍM hefur fengið skrifstofuað- Föstudagur 13. maí 1983!p8sturinn- SÍM færir út kvíarnar stöðu í Ásmundarsal og mun í framtíðinni ráða starfsmann í hálft starf. Félögin kosta rekstur SÍM en þar sem samtökin eru stéttarfélag hljóta þau engan ríkisstyrk. SÍM hefur ýmsar hugmyndir á prjónun- um varðandi fjáröflunarleiðir til starfseminnar. SÍM berst nú hart fyrir því að ríkið. myndi sérstakan launasjóð myndlistarmanna sem yrði í líkingu við Iaunasjóð rithöfunda. Hug- mynd SÍM er sú að minnst séu 200 mánaða laun (miðuð við launa- flokk menntaskólakennara) í sjóðnum og að sögn stjórnar SIM er það mál komið á góðan umræðu- grundvöll, við ráðuneyti og aðra opinbera aðila. SÍM er einnig með í undirbúningi leigu á íslenskri myndlist til sýn- inga. Enn hefur ekki neinn taxti verið ákvarðaður í sambandi við slíka útleigu listaverka, en hann liggur fyrir innan tíðar, og verður að einhverju leyti tekið mið af sams konar myndlistarleigu á öðrum Norðurlöndum. Kynning og tollamál Stjórn SÍM vinnur einnig að kynn- ingu á íslenskri myndlist erlendis jafnt sem innanlands. Fyrirhugað- ar eru svonefndar „pakkasýning- ar“ um landið og er hugmyndin sú að viðkomandi hreppar eða sýslur taki þátt í sýningarkostnaði hverju sinni. Þá berst SÍM fyrir lækkun á toll- um á innfluttum efnivið til mynd- sköpunar.Myndlistarefni sem olíu- litir, léreft, penslar og þess háttar er flokkað undir lúxus - og hátollavör- ur (75 -110% tollur) og er mikil greiðslubyrði fyrir listamenn. Þetta gildir ekki síst um þá sem lifa af list sinni einni saman. Inntökuskilyröi og launataxti Að sögn stjórnar SÍM hefur hið nýja samband hlotið mikinn með- byr menntamálaráðuneytisins, en nú er mun einfaldara að semja við einn aðila myndlistarmanna en ýmis félög eins og áður fyrr. Inntökuskilyrði nýrra félaga hafa verið samræmd. Afnumið hefur verið hið gamla atkvæðakerfi þar sem umsækjandi varð að hljóta helming eða tvo þriðju hluta at- kvæða. Hin nýju inntökuskilyrði eru unnin eftir norskri og sænskri fyrirmynd og byggja á ákveðnu punktakerfi. Tekið er tillit til skóla- menntunar, sýningahalds og ann- ars er telst umsækjanda til fram- dráttar. Þeir sem fullnægja ekki al- mennum skilyrðum geta gert grein fyrir verkum sínum og sent inn sér- staka inntökubeiðni. Innan SÍM vinnur nefnd sem á- kveður taxta myndlistarmanna við störf sem tengjast myndlistarsýn- ingum, svo sem dómnefndarstörf, sýningargjald, hönnun sýninga o.s. frv. Til að mynda mun almenn vinna við sýningar (án ábyrgðar) teljast til 17. launaflokks en hönn- un sýninga og dómnefndarstörf heyra undir almennan taxta arki- tekta og auglýsingateiknara. Nefndastörf um menningarmál flokkast undir almennar funda- greiðslur ráðuneyta. — IM. Liturinn fæddist af dufti Frá sýningu Hafsteins Austmann í Listasafni ASI — skipar sér í hóp fremstu vatnslitamálara okkar, segir Guðbergur m.a. í umsögn sinni. í upphafi máluðu menn andlit sitt með dufti. Og Iitið var á and- litið sem ljóð mannsins. Það vakti sömu kenndir og hljómurinn. Þeir lituðu þetta ljóð með dufti til þess að leggja áherslur á ljóðlínur, einkum augnanna, munnsins og kinnanna. Þetta gera menn enn í dag, jafnvel þótt þeir beri ekki lengur neitt skynbragð á ljóðlist, hárfínar tilfinningar. Táknið og efnið verða samt eftir - og andlit manna þótt þeir hafi glatað því fyrir löngu. I upphafi máluðu aðeins heim- spekingar og ljóðskáld. Nú mála allir. Og heimspekingarnir leiða sjaldan hugann að Ijóðlistinni, þeir eru aliir í hinni „rökréttu hugsun“: ef A er B, hvað er þá C? Svar: Hvorki A né B né AB. En það hvernig vatnsliturinn varð til, elsti liturinn, er jafn rök- rétt og þetta en þó miklu ljóð- rænna, ef svo er hægt að segja um eitthvað sem er rökrétt. Liturinn varð til með þessum hætti: Kona hafði farðað andlit sitt með dufti. Hún beið unnusta sins und- ir steini, og þegar hann kom ekki þá grét hún og tár rann í litinn. Hún strauk það af með vísifingri og sá litinn og brá fingurgóminum á steininn og dró þar mynd af unnusta sinum. Þetta er nú min kenning um uppruna litanna, og ég sel hana ekki dýrt. Hitt er víst að í Þriðju bók Anakletas er Iitar fyrst getið í sögu mannkynsins, í umræðum Konfúsíusar og námsmanns, á sjöttu öld fyrir Krist. Náms- maðurinn Tse-hsia sagði þegar hann braut heilann um Ijóð í Ljóðabókinni: Hvað merkir þessi lína? Og Konfúsíus svarar: í málaralistinni er hvíti liturinn notaður síðast’. Eru athafnir við fórnir þá orðnar í öðru sæti? spyr námssveinninn. Og Konfúsíus- svarar að nú sé námssveinninn orðinn fær um að ræða um Ljóðabókina. Af þessu er auðsætt að liturinn er orðinn æðri efniviðinum, litur- inn eða hughrif ljóðsins er höfuð- atriðið, eða hefur að minnsta kosti öðlast visst sjálfstæði; hann er ekki aðeins notaður til að lýsa öðru líkt og hjálpargagn. Ljóð- lína og myndlína eru það sama. Næst segir Chuangtse frá því að Yúan konungur hélt samkeppni meðal málara. Fjöldi málara kom, en einn síðastur. Sá fór af- síðis og fór úr fötunum og stóð nakinn. „Hann er hinn sanni mál- ari“, sagði konungurinn. Þetta gerðist á fjórðu öld fyrir Krist. Han Fei sagði á þriðju öld fyrir Krist að það að mála skugga (sem merkir líka vofur) sé auðvelt. Skuggi málverksins er andi lit- anna og sálin sem býr handan við dauðann, og dauðinn er líf. Konfúsíus, Chuangtse og Han Fei voru heimspekingar. Og sögurnar sem ég stytti og segi frá eru dæmigerðar sögur um lista- menn enn í dag. En látum þetta nægja um kín- verska bleklist. Verulegur áhugi á henni vaknaði ekki fyrr en í Iok síðustu aldar með hinum kynlega spánverja Fenollosa sem fluttist til Bandaríkjanna og Ezra Pound sótti næstum allt ljóðvit sitt i. Höfuðeinkenni á kínverskri málaralist eru þau að hin auðu svæði á myndfletinum skipta jafn miklu máli og hin sem litir þekja. I augum vestræns manns er slíkt ófullgert málverk, en hið ófull- gerða, auða er jafn mikil full- komnun og hið þakta; og jafnvel kannski enn meiri raunveruleiki. Hinum vestræna manni finnst þó oft eitthvað vera heillandi við „ófullgerð" málverk á lokastigi, en málarinn „lýkur“ þeim jafnan. Vestræn hugsun og verkvit erú sí- fellt að fylla tóm. Hafsteinn Austmann er vest- rænn málari, hann þekur þess vegna allan flötinn með litum. En með sama hætti eða svipuðum og hinn kínverski notar hann pensil- inn til þess að teikna með honum eða draga oftast grófar línur. Auðsætt er þó að hann beitir ekki penslinum með sama hætti og reglur segja fyrir um í kínalist, en það er í sjálfu sér talsverð íþrótt að beita pensli að kínverskum hætti. Af þessum sökum gerir Hafsteinn lítinn greinarmun á notkun pensils við olíumálverk og vatnslitapensils. Það gildir sama um hann og fjölmarga íslenska málara, þeir eru í hinum ýmsu greinum málaralistarinnar en nota sömu aðferðirnar við þær allar. Þannig vinnur grafíklista- maður málverk eins og það væri grafíkmynd, teiknarinn teiknar eins og hann væri að reyna að líkjaeftir málverki o.s. frv. En það er Hafsteini til happs að málverk hans eru í eðli sínu náskyld vatns- litamyndum, vegna þess að hann leggur höfuðáherslu á blæbrigði og gagnsæi í staðinn fyrir and- stæður eða stranga formbygg- ingu. Málverk hans og vatnslita- myndir eru þess vegna miklu fremur mynstur en formbygging. Hafsteinn nýtur sín einstaklega vel í vatnslitamyndum, einkum þeim þar sem hann „teiknar" ekki um of og leyfir vatnslitunum að flæða. Því það er eðli vatnsins að flæða fremur en safnast í tjarnir, og á jafnt við um það þótt það hafi fengið í sig aukalit. Ýmsir málarar, Iíkt og Turner, teiknuðu undir en leyfðu vatns- litnum síðan að flæða yfir blý- antsteikninguna. En þau undur- samlegu áhrif hverfaef penslinum er beint sem blýantur væri, jafnvel þótt litir flæði síðan yfir pensil- förin. Vatnslitamyndir eru viðkvæm- ar, gæddar duttlungum og draumum fremur en ríkri skap- gerð fullri af andstæðum. En kannski er mikil skapgerð einslags yfirborðsform sem leynir blæ- brigðum, jafnvel litleysi, sem get- ur verið einkar fagurt í vatnslita- myndum og Hafsteinn nálgast það aðeins á köflum. Kannski er þetta skýringin á því að bretar eru bestu vatnslitalistamennirnir. Því miður hafa íslenskir lista- menn ekki lagt mikla stund á það að mála vatnslitamyndir, og ef þeir gera það þá draga þeir næst- um undantekningarlaust línur með penslinum, líkt og Gunn- laugur Scheving. Ásgrímur er þó undantekning í síðustu myndum sínum, sem sýndar voru hjá List- vinafélaginu árið 1953 að mig minnir, en síðan ekki söguna meir. Hafsteinn Austmann skipar sér í hóp fremstu vatnslitamálara okkar. En okkur vantar hugsuði sem fjalla um flæði og litinn og eiginleika beggja og andstæður. Því ef vatnið í vatnslitnum er flæði, þá er litarefnið festan í hon- um. Og það eru þessir andstæðu eiginleikar sem gera litinn svo vandmeðfarinn og heillandi. Listamaðurinn sem notar vatns- litinn verður að íhuga. Vatnslita- myndin er íhugun. S.IOkVVAKI* Föstudagur 13. maí 20.40 Á döfinni. Birna Hrólfsdóttir kynnir i þætti, sem Karl Sigtryggsson sér um. Menningarumræöan á fullum dampi. 20.50 Steinl og Olli. Hafa verið færðir fram, fræknir kappar stuttir. Botn- inn er einhvers staðar fyrir norðan. Hver vill reka smiðshöggið á vfsu- tetrið? 21.15 Myndbandavæöingín. Myndbönd eru útbreidd vfðar en á islandi. Hér ætla Danir að skýra okkur frá reynslu sinni. Hvort er þaö klám eða heilaleikfimi? 22.05 Ég söng aldrei fyrir föður minn (I Never Sang for My Father). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1969. Leikendur: Melvyn Douglas, Gene Hackman, Estelle Parsons, Dorothy Stickney. Leikstjóri: Gilbert Cates. Hrífandi mynd um fertugan mann, sem reynir að vera sonur átt- ræðs föður síns. Gamli maðurinn er ráðrikur og næstum þvi snargeggj- aöur. Frábær leikur hjá Hackman og Douglas. Mynd, sem menn minnast. Laugardagur 14. maí 17.00 íþróttir. Bjarni Fel er þá búinn að fá nóg af lyftingum í bili. Hvernig væri að fá innanhússknattspyrnuna i beina útsendingu? Og taka sóns- inn á að brjóta tækin? Nei! 18.45 Enska knattspyrnan. Nú fer þessu aö Ijúka og enn hef ég ekki tippað. 20.35 Þriggjamannavist. Síðasti þáttur- inn. Skyldi gamli maðurinn þá hrökkva upp af? Ég vona ekki. Hann er eina manneskjan með viti. Og svo segja menn að kynslóða- bilið sé ekki til! Ésús minn. 21.00 Suörænir samkvæmisdansar. Fengum við ekki nóg af þeim um daginn? Hér er það keppni um heimsmeistaratitilinn. Hún fórfram í Danmörku. 22.00 Að tjaldabaki (Curtain Up). Bresk gamanmynd, árgerð 1952. Leik- endur: Robert Morley, Margaret Rutherford, Olive Sloane. Leik- stjóri: Ralph Smart. Ánægjuleg gamanmynd um litiö leikfélag, sem ætlar sér aö setja á svið hroöalega lélegt leikrit. Frænka höfundarins er alltaf að angra leikarana. Út- koman veröur ekki sem skyldi. Ég meina myndarinnar. Hæ Smart beibi! Sunnudagur 15. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Ólafur Oddur Jónsson úr Kefflavick Æsland predikar. 18.10 Alein heima. Og býður hættunni heim. Finnsk barnamynd um fót- brotna stelpu, sem veröur að hanga heima. Hundleiðinlegt. Ég meina fyrir stelpuna. 18.25 Daglegt Iff í Dúfubæ. Fuglarnir fljúga og menirnir með. Brúðu- barnamyndafuglaflokkur frá Eng- landi. 18.40 Palli póstur. Hann er góöur maður. Hann kemur með bréfin frá rlka frænda í Ameríku. 18.55 Sú kemur tfð. Þeir eru búnir að eyöileggja myndina með þvi að taka franska taliö út. Annars er þetta geimferðamynd fyrir börn. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Guðmundur Ingi er enn á ferð. Hann er alltaf að ferðast. 20.50 Bústaðir á floti. Fuglinn flakkar á liljunum. Dýralifsmynd frá Sri Lanka. 21.20 Ættaróðalið. Áfram með smjörið. Þetta tekur senn enda. 22.10 Nat Adderley. Bróðir Fallbyssu- kúlunnar heitinnar. Leikur á sax og fílar þetta vel. Viö líka. IIÍVAIM* Föstudagur 13. maí 7.10 Gull i mund. Stefán Jón og vin- konur hans eru skemmtilegt fólk, svona rétt eins og ég, nema hvað þau eru hressari aö morgni dags. 10.35 Það er svo margt að minnast á. Torfi Jónsson sér um kennsluþátt i hóþefli minnis. Gamlar minningar rifjaðar upp. 11.35 Frá Noröurlöndum. Borgþór bregður sér út fyrir steinana. 14.30 Sara. Er fönguleg stúlka. Hún varð efni í sögu eftir Johan Skjaldborg. 15.00 Mlðdegistónleikar. Corelli, Vivaldi, Hummel. Hvar er Adidas? 16.40 Litll barnatfminn. GrétaÓlafsdóttir leitar aö Hansa litla fyrir norðan. 17.00 Með á nótunum. Fyrst til hægri og siðan tvisvar til vinstri. Þannig er pólitíkin í umferðinni. Og endar allt- af á sama stað. 23.00 Kvöldgestir. Jónas með gráa skeggið og huggulega brosið, sól- brúni strákurinn að norðan. 01.10 Á næturvaktinnl. Yfirsælkerinn er líka sællegur. Ása Jónsdóttir lika líka. Laugardagur 14. október- 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guöjóns. Ég þarf ekki að segja meira. 11.20 Hrfmgrund. Solla Halldórs er frá- bær fyrir krakkana. Enda vön manneskjan. 13.25 Helgarvaktin. Hrói og Marion leika sér. 15.10 I dægurlandi. Svavar Gests er alltaf að koma manni á óvart. Síðast meö Doris Day og Frankie Lane. Hvað gerist í dag? 16.40 Islenskt mál. Kannast lesendur við orðatiltækið: Að kasta keilu í túni og hvað merkir þaö? 19.35 Á tall. Helga og Edda. Ég segi nú ekki meir. Svo laumast ég til að hlusta á þær, en var staöinn aö verki um síðustu helgi. Ég lofaði bót og betrun. 20.30 Sumarvaka. Hrærigrautur. 23.00 Laugardagssyrpa. Páll og Þorgeir. Til hamingju strákur. Sunnudagur 15. maí 10.25 Út og suður. Hver kemur núna? Spennan magnast sífellt. Friörik Páll og fólagi. 11.00 Messa Árni Bergur Sigurbjörnsson og félagar syngja og leika. 13.30 Frá liðinni viku. Páll Heiðar og fé- lagar skrafa og skjalla. 14.10 Dagskrárstjóri í klukkustund. Sig- uröur Helgi Guðmundsson prestur velur og velur og kvelur sjálfan sig. 15.15 Söngvaseiður. Trausti veður- barningur og félagar. Þeir tala um Jón Laxdal, íslenskan sönglagahöf- und. 16.20 100 ára mlnníng fyrsta íslenska blaðsins í Winnipeg. Enn einn presturinn. Séra Björn Jónsson á Akranesi flytur sunnudagserindi. 17.00 Tónskáldakynning. Sonur prests- ins, Guðmundur Emilsson,talar viö Jón Ásgeirsson og kynnir verk hans. 19.25 Myndir. Jónas er nu alltaf notaleg- ur rabbari. Ekki rabbarbari. 21.30 Hin týnda álfa Tyrkjaveldis. Kristján Guölaugsson, Peking? Flytur fyrsta þátt sinn. Gátan mikla leyst.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.