Helgarpósturinn - 13.05.1983, Page 14
14.
Föstudagur 13. maí 1983 Jp&sturinrL
Skattalögregla
og klósettpappír
Þegar ég tók þá ákvörðun að
flytja að heiman — það var eigin-
lega 1976-þá korn skattalögregl-
an á mína skrifstofu, tætti allt þar
og reif og leit á mig og allt í kring-
um mig sem einhvern glæpalýð.
Það var þannig, að maður, sem
vann hjá skattalögreglunni —
Ríkisskattstjóraembættinu heitir
það víst — kom á skrifstofuna til
að taka bókhaldið. Jújú, gjöriði
svo vel, sagði ég.
Það var mikið krítiserað hjá
mér bókhaldið. Það var meira að
segja þannig, að þegar ég kom á
skrifstofuna hjá þeim, þá sögðu
þeir: Hvernig er það með þig,
Ágúst. Þú kaupir allt of mikinn
klósettpappír. Þú kaupir svona og
svona mikið á mánuði — okkur
líkar þetta ekki, þetta er allt of
mikill kostnaður hjá þér.
Ég spurði á móti hvað þeir væru
margir, sem ynnu hjá
skattalögreglunni. Eruð
þið hver um sig með
klósettrúlluna í vasanum?
spurði ég. Að sjálfsögðu borgið
þið hana sjálfir — ekki látið þið
ríkið borga það, sagði ég. Þeir-
umræðu — þeir tóku ekki nema
aðra nótuna til greina.
Við svona aðstæður er ekki
hægt að vinna. Þegar maður þarf
að verja kannski 60 eða 70% af
sinni orku í að rífast við skatta-
yfirvöld, þá hugsar maður sem
svo: Heyrðu, það er bara best að
koma sér úr landi“.
Þori ekki að
leggja inn
gjaldeyri
Ágúst Hróbjartsson tekur
undir þá skoðun, sem oft heyrist
að á íslandi sé allt bannað: „Á ís-
landi má ekkert. Það má enginn
eiga neitt... íslendingar eru alveg
sérstök þjóð úti í Ballarhafi... Við
höfum talað hér við Svía, Dani,
Englendinga, Þjóðverja, Frakka
allra þjóða kvikindi. Hvergi
nokkurs staðar þekkist það, að
maður megi ekki eiga íbúð er-
lendis eða aðrar eignir. í lönd-
um þessa fólks má eiga íbúðir er-
lendis, fólk getur gert grein fyrir
þeim og telur fram á sínum skatta-
skýrslum — en heima er allt bann-
að nema að eiga sumarbústað á
Þingvöllum eða kjallaraíbúð í
Reykjavík. Þetta er bara stein-
aldarhugsunarháttur — við lifum
á 20. öldinni og erum að nálgast
þá 21.
Þetta hefur þó aðeins skánað,
færst í réttlætisátt þegar leyft var
að íslendingar gætu átt gjaldeyr-
isreikninga heima. En þótt ég ætti
— sem ég á — fullt af gjaldeyri, þá
þori ég ekki að Ieggja hann inn í
íslenska banka. Einn daginn kem-
ur ríkisstjórnin og segir manni að
nú fái maður ekki að taka þá pen-
inga út nema í verðlausri mynt.
Maður getur ekki treyst þeim“.
— En eigið þið ekki ennþá
eignir á íslandi?
Sigrún: „Þær voru nú ekki
margar“.
stjóra. Svo fiðu sjö eða átta mán-
uðir þar til nefndin hafði afgreitt
málið þótt hún eigi skv. lögum að
gera það innan sex mánaða. Þá
var ég búinn að eiga fjórar millj-
ónir hjá gjaldheimtunni í allan
þennan tíma. Og þegar nefndin
hafði úrskurðað þá átti ég ekki að
borga nema eina og hálfa milljón.
Hálf þriðja milljón hafði því legið
hjá gjaldheimtunni vaxtalaust í
allan þennan tíma. Ég óskaði eftir
að fá vexti borgaða af þessu fé en
fékk neitun.
Sadistar
Ég fékk því góðan vin minn,
Helga V. Jónsson lögfræðing og
endurskoðanda til að fara í mál
við gjaldheimtuna. Og málið
vann ég! Þá kom það í lög að fólk
ætti að fá vexti af umframfé hjá
gjaldheimtunni ef það hefur
borgað af ófrjálsum vilja“.
— Þannig að þú ert ekkert
mjög hrifinn af skattrannsókna-
deildinni?
„Þetta virðast vera sadistar upp
til hópa. Þessir menn, sem safnast
saman inn á þessar skrifstofur,
eru allir sammála um að allir sem
reka fyrirtæki séu glæpamenn.
Og það sem verra er: þetta eru
tómir kommúnistar. Ef maður
kemur á skrifstofu hjá ríki eða bæ
þar sem vinna tólf manns, þá eru
sjö kommúnistar. Þeir sjá allt
rautt. Þeir vilja byggja allt á fé-
lagslegum grundvelli, fá allt upp í
hendurnar og ekki að hafa fyrir
neinu. Það er þetta, sem er að
drepa allt. Ég er ekkert á móti
skattayfirvöldum og skattaeftir-
liti. Ég er ekkert á móti því að fólk
borgi sina skatta. En ég skal segja
þér eitt: það er ekki eitt einasta
fyrirtæki í Reykjavík, hvort sem
það heitir Flugleiðir eða Sam-
band íslenskra samvinnufélaga
eða eitthvað annað, sem er hægt
skuli það leyft. Eg vil ekki eiga
sumarbústað við Þingvallavatn
því þar er aldrei sól. Alltaf rigning
og rok. Ef einhver vill kaupa sér
sumarbústað á Spáni, á þá að
segja við hann: Þú ert glæpa-
maður og föðurlandssvikari? Það
ætti að leyfa fólki að verja sínum
peningum til að kaupa eitthvað,
sem það gæti nýtt sér, í staðinn
fyrir að vera að flytja inn kex og
kökur og allskonar helvítis rugl
og vitleysu. Á íslandi er allt sem
heitir lýðræði og frjálsræði bann-
að. Landsbankinn má kaupa hús í
útlöndum og jafnvel einhverjir
gæðingar innan kerfisins en ein-
staklingurinn má ekki gera neitt.
Ef hann fer upp fyrir aðra tröppu
þá fær hann hamarinn í hausinn
og svo er sagt: Nú drepum við þig.
Það er þetta, sem mér líkar ekki
við“.
— En hér líður ykkur vel?
Lýðræðið
og Franco
„Já, hér er ekkert stress, alltaf
gott veður og fínt að vera. Ég hef
betri afkomu hér en í fasteigna-
bransanum heima. Konan er leið-
sögumaður. Ég leigi hér íbúðir
fyrir útlendinga, sem eiga íbúðir
er þeir nota ekki nema í skamman
tíma á hverju ári. Þeir biðja mig
að annast reksturinn á þessu fyrir
sig og fyrir það fæ ég 10% af
brúttóinnkomu. Ég hef meira að
segja leigt íslenskum ferðaskrif-
stofum. Og ef ég á að segja eins og
mér býr í brjósti, þá er það þannig
að fyrir helmingi minni vinnu
heldur en heima þá þéna ég tíu
sinnum meira. Við erum resident-
ar hér þótt við séum íslenskir
ríkisborgarar. Hér borgum við
okkar skatta og skyldur og hér er
okkar lögheimili. Ég flyt ekki
heim fyrr en þar er komið meira
lýðræði og frjálsræði“.
Miklu meira lýð-
ræði hjá Franco
heldur en á íslandi
— segir Ágúst Hróbjartsson fasteignasali sem fluttist til Mall-
prca undan skattpíningu og haftastefnu „kommúnistaríkisins
íslands"
Það munu vera um tíu þúsund
íslendingar í útlöndum. Þótt
flestir séu í nokkrum helstu ná-
grannalöndum okkar má finna Is-
lending í hvaða heimshorni sem
er. Og þetta fólk hefur farið að
heiman af margvíslegum ástæð-
um — margir í nám, margir í
vinnu, sumir hafa gifst eða
kvænst til útlanda og svo fram-
vegis.
Sumir hafa farið vegna þess að
þeir hafa einfaldlega ekki þolað
við á íslandi lengur. Einn þeirra er
Ágúst Hróbjartsson, fyrrverandi
fasteignasali, sem undanfarin
þrjú ár hefur búið á Mallorca á-
samt konu sinni, Sigrúnu Guð-
mundsdóttur. Útsendari Helgar-
póstsins staldraði við í Palma á
dögunum og hitti þau hjón og bað
þau að segja frá veru sinni á
Mallorca og ástæðunni fyrir
brottförinni að heiman.
„Ástæðan fyrir því að ég fór frá
íslandi var ekki sú, að mér þætti
ekki vænt um landið mitt“, sagði
Ágúst. „Mér líkaði bara ekki
skattpíningin, sem er á íslandi og
allir þar vita um. Ég rak fasteigna-
sölu fíeima í sautján ár, fyrst með
lögfræðingi en síðan tók konan
mín próf, fékk löggildingu í fast-
eignasölu og var eina konan á ís-
landi með slík réttindi.
vildu vita hvers vegna ég spyrði að
því og ég sagði að það væri nú
þannig hjá mér, að á skrifstofuna
kæmu 50-60-70 manns á hverjum
degi, og það fólk þyrfti sumt að
fara á klósettið. Þá yrði náttúrlega
að vera til klósettpappír þar.
Þetta var bara eitt af því, sem
þeir voru að setja út á. Þeir settu
út á heimasímann, sem ég notaði
mikið við fasteignasöluna. Um-
framsímtöl voru borguð af fast-
eignasölunni. En þeir vildu ekki
taka það til greina þótt þeir vissu,
að í fasteignasölu notar maður
heimasímann ekkert minna en
vinnusímann. Þannig er það ein-
faldlega — þetta skilja allir, sem
einhverntíma hafa þurft að skipta
við fasteignasala.
Þeir gerðu athugasemdir við að
einn daginn hafði ég tekið bensín
tvisvar sama daginn. Þegar mað-
ur var að flytja fólk á milli íbúða
í Hafnarfirði, Reykjavík og Mos-
fellssveit þá eyddi bíllinn að sjálf-
sögðu bensíni. En það var ekki til
Ágúst: „Við eigum íbúð í Skip-
holtinu. Ég reiknáði það út, að ef
ég myndi selja hana, þá tæki það
mig 15—20 ár að flytja peningana
yfir til Spánar. Ég reiknaði því
dæmið þannig, að fyrst ég kem til
íslands einu sinni á ári þá get ég
alveg eins átt íbúðina. Þar erum
við með mikið af okkar húsgögn-
um og vetrarfötum — við höfum
ekkert við þau að gera hér, hérna
er enginn vetur!“
— Hvernig fór mál þitt hjá
skattalögreglunni sem þú kallar
svo?
„Já, ég ætlaði einmitt að koma
að því. Þegar ég var tekinn af
skattalögreglunni þá Ienti ég í ein-
hvers konar reglu, sem gerir ráð
fyrir að maður eigi kost á að
borga fjórar eða fimm milljónir
— ég tala í gömlum peningum, því
við vorum farin fyrir myntbreyt-
inguna. Á þeim tíma borgaði ég
fjórar milljónir gamlar til gjald-
heimtunnar — ríkisskattstjóri
sagði að þetta ætti ég að borga og
hefði verið vanáætlað á mig.
Þessu gat ég náttúrlega mót-
mælt og sagt: Jæja, við skulum
láta þetta bíða þangað til ríkis-
skattanefnd er búin að afgreiða
málið. En ég borgaði þessa pen-
inga, því að öðrum kosti hefði ég
þurft að borga dráttarvexti ef úr-
skurður nefndarinnar hefði verið
samhljóða úrskurði ríkisskatt-
að reka samkvæmt skattalögum.
Það er þá dauðadæmt fyrirfram“.
Kommúnlstaríkið
ísland
— Þú hefur verið ósáttur við
ríkisstjórnina...?
Sigrún: „Allar ríkisstjórnir"
(Hlær).
Ágúst: „Nei nei. Málið er að ís-
land er að verða — og er orðið —
eitt stórt kommúnistaríki. Ég vil
meina að fólk á íslandi fatti ekki
hvað er að ske. Með sama áfram-
haldi kemur að því að útifundir
verða bannaðir. Ef einhver vill
haldaútifundverður hann barinn
niður. Þetta er að ske á íslandi.
Kommúnisminn er ekkert annað
en einræði".
— Hvernig vilt þú þá breyta?
„Ég vil breyta Islandi í meira
lýðræðisríki. Það er alltaf verið
að tala um Iýðræði, lýðræði og
lýðræði. En lýðræði heima er ekki
til. Því miður“.
Sigrún: „Ég myndi segja að það
vantaði einræðisherra á Islandi —
einhvern, sem stjórnaði með
harðri hendi. Það veitir ekkert af
því, þetta er allt svo stjórnlaust.
Það eru svo margir i ríkisstjórn að
ef einhver vill gera eitthvað, þá
kemst aldrei neitt í framkvæmd".
Ágúst: „Ég vil að þessu sé
breytt þannig, að ef maður vill
eiga sumarbústað á Spáni, þá
— Var ekki Spánn einræðis-
ríki?
„Jú, það er verið að tala um að
Spánn hafi verið einræðisríki þeg-
ar Franco var. Þegar hann var
hérna á sínum tíma þá var Spánn
miklu meira lýðræðisríki heldur
en ísland. Ég hef haft gaman af
því hérna niður í bæ, þar sem
stöðumælar þekkjast ekki, að
gera samanburð. Eg þekki þetta
svolitið heima og ég veit að þar er
sagt við lögreglumenn á morgn-
ana: Farið þið nú út með illu blóði
og sektið nógu marga bíla svo að
það komi eitthvað í kassann hjá
okkur. Herna bíða þeir stundum
fimm og tíu mínútur við bíla, sem
hefur verið lagt ólöglega, til að sjá
hvort eigandinn kemur ekki.
Heima eru þeir eins og naut í
flagi. Bara að sekta og sekta nógu
mikið. Maðurinn á götunni er eins
og fórnarlamb. Það á bara að ná
út úr honum peningum“.
— Hvað er, að ykkar mati,
mest unnið með því að búa hér?
„Þetta er ekki spurningin um
það að vera rikur og allt það.
Þetta er spurningin um að lifa líf-
inu. Það getum við hér —
áhyggjulaus. — Nú, þetta samtal
er búið að vera mjög ánægjulegt.
Ég vona að það komist sæmilega
til skila. Og hvað varðar skattinn
og lýðræðið, þá þarftu ekki,að
klípa neitt af þvi!“ — JG/ÓV.