Helgarpósturinn - 13.05.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Blaðsíða 17
hlelgai------ ,posturinn. 17 fT'l Mörgum kemur spánskt fyrir J sjónir skipulagsbreyting sú á y Bæjarútgerðinni í Reykjavík sem borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur látið vinna og virð- ist staðráðinn í að berja í gegn. Mönnum er nefnilega fyrirmunað að sjá annað en að i reynd þýði þetta aðeins aukna yfirbyggingu hjá fyr- irtækinu og hefur læðst að mönn- um sá grunur að allt sé þetta ekki annað en heljarmikið sjónarspil, gert í þeim tilgangi einum að koma Ragnari Júlíussyni á toppinn í fyr- irtækinu en hann þykir metnaðar- fullur maður í meira lagi... Undanfarna viku hefur hér á h \ landi verið staddur forstöðu- .S maður nútímalistasafns Am- sterdamborgar, Fodorsafnsins, og vinnur hann að undirbúningi fyrir gagnkvæma kynningu á því sem er efst á baugi í þessari grein hérlendis og í Hollandi. Velur hann átta ís- lenska myndlistarmenn til að sýna í safninu næsta haust, en þeir Sig- urður Guðmundsson og Magnús Pálsson velja síðan jafnmarga hollenska listamenn til að sýna hér um svipað Ieyti. Það er Nýlistasafn- ið í Reykjavík sem skipuleggur ís- Ienska þáttinn í þessu máli, en verið er að leita fjárstuðnings ríkis og borgar við þetta skemmtilega fram- tak. Hollenska ríkið veitir fjár- stuðning við þarlenda þáttinn. Ým- islegt fleira er í athugun í sambandi við þessa gagnkvæmu myndlistar- kynningu, þ.á m. verður sýning á ís- lenskum bókverkum í Amsterdam og hollensk vídeólist sýnd hér... Hópur ungra Iistamanna / \ vinnur nú ötullega að því að koma á fót nýjum stað sem sameini lista- og skemmti- þörf Reykjavíkurbúa. Heyrst hefur að hópurinn hafi fengið augastað á húsnæði við Hringbraut (við hlið JUhússins) en meðal eigenda þess er Jón Hjaltason Óðalsbóndi.Lista- mennirnir ungu hafa hug á að þarna fari fram ýmisleg listastarf- semi svo sem leiksýningar, mál- verkasýningar, tónlistarkvöld, upp- lestur og uppákomur ýmislegar. Aðstandendur hafa einnig áhuga á að stunda veitingasölu en á þar við erfiðleika að etja, því eitthvað virð- ist vínsala veia annmörkum háð í okkar ágæta landi... Hljóðlát bylting varð í tón- J listarheiminum íslenska um S daginn þegar samningar náðust milli Tónskáldafélags ís- lands, fámenns nóps klassískra tón- skálda, sem ráðið hefur ferðinní í STEF og þar með sjóðum og fjár- munum sem allir höfundar afla, og FA, Félags alþýðutónskálda, sem í eru höfundar léttrar tónlistar. í framhaldi greinar Helgarpóstsins um þessi mál í vetur var boðað til samningafunda og eftir nokkurt þref var samþykkt að höfundar léttrar tónlistar öðluðust jafnan rétt og höfundar klassískrar til að ráð- stafa tekjum tónskálda af opinber- um flutningi, þ.e.a.s. tekjum STEF... Starfsvikur svokallaðar eru /' farnar að setja mikinn svip á skólastarf víða um land. Austan frá Höfn í Hornafirði heyr- um við, að þar hafi nemendum gagnfræðaskólans tekist að fá eina slíka eftir nokkurt þref við skóla- yfirvöld. Nemendum níunda bekkjar átti síðan að vera í sjálfs- vald sett hvert þeir færu þessa vik- una. Meðal nemenda var stúlka nokkur, sem vildi endilega fara á sjóinn. Þegar hún bar þessa ósk upp við einn kennaranna, fékk hún blákalt nei, hún hefði ekkert að gera á sjóinn. Stúlkan sagðist þá mundu kæra þetta fyrir jafnréttis- ráði, sem hún og gerði. Jafnréttis- ráð hringdi austur og stúlkan fór á sjóinn og var þar alla vikuna... rjA Fátt hefur vakið eins mikla at f~J hygli í íslenska „viðskipta S heiminum" að undanförnu og skipting stórfyrirtækisins Karnabæjar. Mun Guðlaugur Berg- mann taka við rekstrinum að mestu leyti, en hinn aðaleigandinn, Hauk- ur Björnsson, fékk stórhýsi fyrir- tækisins við Fossháls í sinn hlut. Sagt er ástæðan fyrir skiptunum hafi verið sú að þeir Guðlaugur og Haukur hafi ekki átt skap saman, og greint á um Ieiðir í rekstri fyrir- tækisins. Er sagt að Haukur hafi viljað breyta rekstrarfyrirkomulagi fyrirtækisins verulega og leggja aðaláhersluna á innflutning tísku- varnings, en Guðlaugur hafi hins vegar viljað halda áfram eigin framleiðslu og saumaskap, þótt illa áraði fyrir slíkan rekstur... r« 1 Nokkrir aðilar, m.a. Um- 1 ferðarráð og samtök öku- kennara hafa nú hafið undirbúning að gerð æfingasvæðis fyrir ökukennslu á höfuðborgar- svæðinu, og vonast þessir aðilar til þess að fá stuðning Reykjavíkur- borgar og sveitarfélaganna á svæð- inu, auk ríkisins. Talið er að kostn- aður við gerð æfingabrauta verði um ein og hálf milljón króna, og er þá m.a. gert ráð fyrir að hluti bún- aðar svæðisins verði vatnsúðunar- og frystikerfi, þannig að unnt sé að búa til svell og hálku á brautinni, jafnvel í sól og sumaryl. Þess má geta að slík æfinga- og kennslu- svæði eru mjög víða erlendis og er ungum ökumönnum víða ekki sleppt út í umferðina fyrr en þeir eru taldir hafa sannað hæfni sína á æfingabrautunum.... r< 'l Leikfélag Akureyrar hefur YJ nú ákveðið að ráðast í það S stórvirki að færa upp söng- leikinn „My Fair Lady“ næsta haust. Munu æfingar hefjast á næstunni og mun Þórhildur Þor- leifsdóttir verða leikstjóri. Gera Akureyringar sér vonir um að „Lady-in“ verði álíka kassastykki hjá þeim og var hjá Þjóðleikhúsinu hér á árum áður, en fá verk sem tek- in hafa verið þar til sýninga munu hafa gefið af sér eins góðar tekjur. Akureyringar hyggjast fá liðsstyrk „að sunnan“ við sýninguna og allar líkur eru á því að Ragnheiður Stein- dórsdóttir fari með hlutverk Elísu í sýningunni. Þá er einnig búist við því að Hjalti Rögnvaldsson gangi til liðs við norðanmenn og fleiri leik- arar hafa raunar verið tilnefndir... Allar líkur eru taldar á / 1 því að pólski handknattleiks- S\ þjálfarinn Bogdan sem náð hefur frábærum árangri með Vík- ing undanfarin ár muni taka við þjálfun Garðabæjarliðsins Stjörn- unnar næsta ár, auk þess sem hann mun þjálfa íslenska handknatt- leikslandsliðið. Fiögur eða fimm félög báru víurnarí Bogdan þegar ljóst var að hann myndi ekki endur- nýja samning sinn við Víking, og mun kappanum hafa litist best á Garðabæjarliðið, ekki síst vegna þess að það mun eiga efnilega yngri menn sem sá pólski er sagður hafa áhuga á að móta... Það vakti töluverða athygli f' I á sínum tíma þegar Vik- vr|unni tókst að krækja í Ford-models-keppnina frá Tísku- blaðinu Líf en þátttaka í keppni þessari þykir mjög eftirsóknarverð fyrir ungar stúlkur enda góð verð- laun og vel launuð atvinna í boði fyrir þær sem lengst ná. Nú mun Tískublaðið Líf koma með krók á móti bragði og er sagt að það hafi náð samningum við eitt stærsta og þekktasta fyrirsætufyrirtæki í heirni sem efnir til svipaðrar keppni og Ford-models hefur verið með. Munurinn mun þó fyrst og fremst vera sá, að fyrirtækið sem Líf samdi við er miklu stærra en Ford- models, og verðlaun Ford að- eins smápeningar hjá því sem í boði er hjá hinu. Eæp nu geta allir farið að mála - Hér kemur tilboð sem erfitt er að hafna. ALNINGAR- TILBOÐ ‘J Ef þú kaupir málningu fyrir 1.500 kr. eða meir færðu 5% afslátt. O Ef þú kaupir málningu fyrir 2.200 kr. eða meir færðu 10% afslátt. O Bf þú kaupir málningu fyrir 3.600 kr. eða ^ ■ meir færðu 15% afslátt. Ef þau kaupir málningu i heilum tunn- um, þ.e. lOOIitra, færðu 20% afslátt og i kaupbæti frían heimakstur hvar sem er á Stór-Reykjavikursvæðinu. HVER BYÐUR BETUR? Auk þess ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar. Ath.: Sama verð er í versluninni og málningarverksmiðjum. OPIÐ: mánud.—fimmtud. kl. 8 — 18. Föstudaga kl. 8—19. Laugardaga kl. 9—12. BYGGINGAVORUR Munið aðkeyrslu frá Sólvallagötu Hringbraut 120 Sími málningardeild: 28605. BÖRNIN FÁ 50% AFSLÁTT DRAUMAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR TIL MALLORKA 27. maí SANTA PONSA: Ein allra vinsælasta bað- strönd á Mallorka. Jardin del sol — Nýtt og glæsi- legt íbúðahótel alveg við sjóinn. PUERTO DE ANDRAITX: Mini folies lúxusvillur í fjölskylduparadís. Á skrifstofu okkar erum við með myndband frá gististöðum okkar. FERÐASKRIFSTOFAN Verið velkomin og fáið nánari upplýsingar um liagstætt verð og kjör. LAUGAVEGI 66 SIMI 28633 ✓

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.