Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 5
"pncrfr irinn Fimmtudagur 23. júní 1983
Þór Guðmundsson
Ingvar Birgir Friöleifsson
Magni Kristjánsson
5
Baldvin Gíslason
Baldur Óskarsson
Pétur Reimarsson
Gestur Gíslason
Erling B. Snorrason
FLYMOGLE-S
Fljúgandi furðuhlutur eða hvað?
1. Flymo GLE-S er lauflétt loftpúðasláttuvél búin 1400w rafmótor
(fæst einnig með bensínmótor).
2. Flymo GLE-S slær í aUar áttir undirþinni stjóm, jafnt hávaxið
gras sem lágvaxið, blautt eða þurrt.
3. Flymo GLE-S slær kanta og toppa milli garðheUnanna eins og
ekkert sé og smýgur undir runna og tré án þess að skUja eftir
sig sár.
4. Flymo GLE-S er jafn auðveld í garðinum eins og ryksuga innan
dyra því hún er með rafmagnstengingu sem hægt er að fram-
lengja.
5. Flymo GLE-S er öflugasta rafmagnssláttuvélin á markaðnum.
6. Flymo GLE-S tekur sama og ekkert pláss í geymslunni þvíþú
leggur handfangið alveg saman.
7. Flymo GLE-S hefur marga fleiri kosti. Littu inn á næsta útsölu-
stað ogkynntu þér þá.
FLYMO - Erþað nokkur spurning?
RR BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.
Gestur Gíslason og Halldór Ármannsson
starfsmenn Orkustofnunar fóru í fyrra til af-
ríkuríkisins Burundi og könnuðu möguleika á
nýtingu jaröhita þar. Við náðum tali af Gesti
og báðum hann að segja frá helstu niðurstöð-
um.
„Við skiluðum skýrslu um ferð okkar um
u'ðustu mánaðamót. Þar sögðum við að í
ðurundi væru engir augljósir kostir að því er
/arðar nýtingu háhita til raforkuframleiðslu,
;n landsmenn hugsa fyrst og fremst til slíkrar
nýtingar, ekki svo mjög til iðnaðarnota.
Landið liggur að hluta í sigdal sem teygir sig
inn í Rwanda og Zaire og lögðum við til að
svæðið yrði tekið sem ein heild. Einnig bent-
um við á möguleika til iðnaðarnýtingar jarð-
hitans. En það er ekkert útilokað að nýta hit-
ann þarna til raforkuframleiðslu, það er unn-
ið á svæðum sem ekki líta betur út en þarna!1
— Hvernig gekk ferðin og samskiptin við
íbúa landsins?
„Það var gaman að koma til Burundi og öll
samvinna við landsmenn gekk vel. Við heim-
sóttum alla þekkta jarðhitastaði í landinu og
tókum sýni sem svo voru greind hér á landi.
Það komu engin alvarleg vandamál upp. Við
fórum með allan þann útbúnað sem við þurft-
um að nota héðan að heiman, en gerðum þó
ráð fyrir að hægt yrði að fá ílát undir sýni í
landinu. Því var ekki að heilsa svo við urðum
að hringja í Ingva Þorsteinsson ræðismann ís-
lands í Kenýa og biðja hann að útvega þau. Á
meðan urðum við að notast við tómar flöskur
undan Johnny Walker viskíiý sagði Gestur.
Erling B. Snorrason:
— Bestu launin eru
þakklæti fólksins
Sjöunda dags Aðventistar hérlendis hafa
undirbúið þátttöku í vatnsöflun fyrir kennslu-
miðstöð í Gambíu. Var þeim veittur fjárstyrk-
ur til þess verkefnis gegn mótframlagi. Með
þessari fjárveitingu var mörkuð sú stefna að
veita félagasamtökum styrki eftir því sem
fjárveitingar leyfa til þess að örva og stuðla að
því að sjálfboðaliðastarf og söfnunarfé á
þeirra vegum nýtist til þróunarverkefna.
„Vatnsöflunin er hluti af stærra verkefni sem
Sjöunda dags Aðventistar hafa unnið að í
samstarfi við Hollensku Þróunarstofnunina“,
segir Erling B. Snorrason forstöðumaður
Sjöunda dags Aðventista við Helgarpóstinn.
„Verið er að reisa skóla í Gambíu; fræðslu-
um vorum við pirraðir á seinaganginum, t.d.
reyndist ýmis þjónusta, svo sem sími, vera
stirð í vöfum“.
— Finnst þér þessi ferð hafa verið árang-
ursrík?
„Um það er erfitt að segja, mengunarvarnir
skila ekki árangri strax, það líður tími þangað
til landsmenn geta nýtt sér það sem við höfum
fram að færa. En það sem Finnarnir eru að
gera hefur skilað góðum árangri. Það hefur
verið byggð upp þekking og góður tækjakost-
ur og vinnueftirlit Kenýa er sennilega það öfl-
ugasta í Afríku“, sagði Pétur.
Gestur Gíslason
— Engin ílát undir
sýnin
miðstöð sem hlotið hefur enska nafnið „New
Jeshwang Educational Center“. Aðventistar
hafa stundað trúboð og hjálparstarfsemi í
Gambíu og víðar í Afríku. Þessar fram-
kvæmdir eru unnar af söfnuðinum og lúta því
þeirri yfirstjórn sem fyrir er. Því má segja að
peningarnir nýtist mjög vel, þar eð öll yfir-
byggingin er þarna fyrir og féð rennur án allra
millihanda beint í framkvæmdir. Aðventistar
hafa lagt mikla áherslu á sjálfshjálp í þró-
unarvinnu sinni; þeas. við höfum ekki verið
með háþróuð tæki, heldur miðum við þá
vinnugetu og þekkingu sem fyrir er á staðnum
þannig að innfæddir verði óháðir kunnáttu
hvíta mannsins".
— Hver er reynsla ykkar af þessari hjálpar-
starfsemi?
„Árangurinn er góður; ýmsir draumar hafa
orðið að veruleika eins og verklegir skólar,
sjúkraskýli og áveitur. Bestu launin eru þakk-
læti fólksins sem sýniríríkum mæli gleði yfir
breyttum högum“, segir Erling B. Snorrason.
Baldur Óskarssón:
— Öflum dýrmætrar
reynslu
Baldur Óskarsson á sæti í stjórn ÞSSÍ og
vann um tveggja ára skeið við norræna sam-
vinnuverkefnið í Tanzaníu. Þar var hann for-
stöðumaður útgáfudeildar í fræðslumiðstöð
samvinnuhreyfingarinnar. Var starf hans
fólgið í að annast útgáfu kennsluefnis og út-
varpskennslu. Við báðum hann að segja stutt-
lega frá samvinnuverkefninu í Tanzaníu.
„í Tanzaníu búa 95% íbúa í sveitum og
Framh. á síðu 23
fiskveiðum og skyldum greinum í 6—7 ár.
Fýrst var hann í tvö ár í Norður-Yemen á veg-
um Matvælastofnunar SÞ, FAO, en svo í fjög-
ur ár í Kenýa á vegum ÞSSÍ, var reyndar fyrsti
starfsmaður stofnunarinnar. Auk þess hefur
hann farið styttri ferðir til Grænhöfðaeyja og
Máritíus til að undirbúa íslensk þróunarverk-
efni.
„í Kenýa var aðsetur mitt hafnarborgin
Mombasa við Indlandshaf. Þar var ég ráðinn
til að stjórna rannsóknaskipinu Shakwe. Ég
kenndi mönnum sjómennsku og skipstjórn —
útskrifaði m.a. nokkra með pungapróf —
gerði endurbætur á veiðarfærum og kenndi
mönnum að setja upp troll. Einnig skrapp ég
upp að Viktoríuvatni þar sem eru miklir fisk-
veiðimöguleikar kenndi fiskimönnum þar og
endurbætti veiðarfæri með góðum árangri“.
— Hvernig gekk samstarfið við lands-
menn?
„Mér gekk vel að vinna með sjómönnun-
um, ég gerði þá að vinum mínum og það var
engin fjarlægð milli mín og þeirra. Hins vegar
gat stjórnkerfið verið ansi seinvirkt og ég
þurfti að fara margar ferðir til höfuðborgar-
innar Nairobi til að kippa málum í liðinn. Það
fór því stundum talsverður tími í hluti sem ég
átti í raun réttri ekki að sinna.
Einnig varð ég nokkuð var við ættbálkaríg-
inn sem ríkir í landinu. Ég mátti t.d. ekki ráða
til mín fólk úr næsta nágrenni heldur varð að
ráða fólk af sama ættbálki og viðkomandi
ráðherra. Yfirmaður hafrannsóknastöðvar-
innar á staðnum var ættaður frá Viktoríu-
vatni sem er í yfir 700 km fjarlægð og starfs-
menn stofnunarinnar voru að 90 hundraðs-
hlutum ættaðir þaðan, en ekki af staðnum".
— Fannst þér aðstoðin koma að gagni?
„Já, mér fannst mjög skemmtilegt vit í
henni, þótt í smáum stíl væri. Þeir sem ég
kenndi fóru með sína þekkingu á aðra staði og
þannig breiðist þetta út. Ég er á því að við eig-
um að einbeita okkur að því að miðla því sem
við kunnum best og einskorða okkur við
minni lönd, eins og Grænhöfðaeyjar. Þar er
betur tekið eftir okkur en í stærri löndum eins
og Kenýa þar sem fjölmargar þjóðir og stofn-
anir sinna þróunaraðstoð“, sagði Baldvin.
Pétur Reimarsson:
— Vinnulagið er allt
annað
Pétur Reimarsson efnaverkfræðingur hjá
Vinnueftirlitinu fór í vetur við annan mann til
Kenýa í því skyni að aðstoða landsmenn við
að vinna bug á mengun frá kísilgúrverk-
smiðju, en á því sviði hefur stofnunin nú tölu-
verða reynslu.
„Aðdragandi þessarar ferðar var sá að
finnska vinnueftirlitið, sem verið hefur með
þróunaraðstoð í Kenýa, benti á okkur. Eftir
að við vorum beðnir að fara gerðum við Iaus-
legt skipulag og þegar út kom reyndust lands-
menn hafa gert sínar áætlanir sem komu að
mestu leyti heim og saman við okkar. Við
heimsóttum ýmsar verksmiðjur og gerðum
mælingar og úttekt á kísilgúrverksmiðjum
svipað því sem við-erum vanir hér heima. Sýn-
in sem við tókum voru send til Svíþjóðar og
bíðum við eftir niðurstöðum af greiningu
þeirra“.
— Hvernig gekk samstarfið við lands-
menn?
„Það gekk vel, var lítið um árekstra. Enda
vissum við til hvers var ætlast af okkur. En
vinnulagið er allt annað þarna syðra og stund-