Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 12

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 12
12 Fimmtudagur 23. júní 1983 .fJústurinn. „...en í hábœnum iðkaður ómstríður söngur var fyrr...“ Þessum línum úr „útumholt &hólablús“ Megasar skaut upp í huga mér þegar ég gekk til fundar við Valbjörn Þorláksson til að eiga við hann viðtal, daginn fyrir þjóðhátíð. Og eflaust taka sumir undir með skáldinu, þegar það segir: „ langt er nú um liðið síðan láréttum í hinzta sinn mér verðirþar vörþuðu á dyr“, ogfyllast trega. Já, af er sú tíð þegar menn sátu við sþaklegar umrœður uþþi undir súð eða hlýddu á Hauk Morthens syngja „Horfðu á mánann“ innan um þlastblómin í Garði hins himneskafriðar. En hvað á þetta tal skylt við Valbjörn Þorláksson? Jú, síðustu árin hefur hann rekið mini-golf ígróðurhúsinu þar sem Haukur söng fyrrum. Plastblómin eru enn á sínum stað og litla tjörnin einnig en hvergi sá égþlast- öndina sem áðurfyrr lónaði um hana. Þarna var slangur af ungum drengjum að sþila mini-golf þegar mig bar að garði. Valbjörn bauð mér til sœtis í þröngri komþu og dundaði sér við að gangafrá veiðistöngum íþar tilgerðaþoka meðan ég mundaðiþenn- ann. „Mcr nægir ao fara flt á VÖII — Er hann á leiðinni í lax? „Nei, við förum stundum niður á bryggju nokkrir félagar á kvöldin og sitjum þar með stengurnar". Þarna í garðinum hefur Valbjörn rekið mini-golfið í ein átta ár. Staðurinn er opinn svona fimm mánuði á ári eftir því hvernig viðrar. Þarna kemur blandaður hópur fólks, mest börn og unglingar, en Valbjörn segir að stundum reki keppnismenn í golfi inn nefið og reyni sig við brautirnar sextán. Þegar Hábæ var lokað fyrir átta árum var Valbjörn þjónn á staðnum. Þá stóð til að rífa gróðurhúsið sem hýsti Garð hins himneska friðar, en hann afstýrði því og keypti húsið. Síðan hefur hann rekið mini-golf meðfram því að stjórna frjálsíþróttadeild KR og þjálfa ungviðið sem á eftir að stökkva, hlaupa og kasta fyrir íslands hönd á íþróttavöllum heimsins næstu árin. En hvaðan er hann hann, þessi Valbjörn Þorlákss'on? Sundlaugarvörður og módelsmiður Ég er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs. Foreldrar mínir voru Þor- lákur Þorkelsson skipstjóri og Ásta Julíus- dóttir kona hans. Frá Siglufirði fluttum við til Keflavíkur þar sem ég fór að vinna í frysti- húsi. íþróttirnar drógu mig til Reykjavíkur þar sem ég vann fyrst á bílaverkstæði hjá Þóri Jónssyni. Svo vann ég í Sundhöll Reykjavíkur í 10-11 ár, smíðaði líkön af bæjarhlutum og götum fyrir skipulagið. Síðasta árið sem Há- bær var rekinn starfaði ég þar sem þjónn“. Það er víst á engan Iogið þótt fullyrt sé að Valbjörn sé mesti afreksmaður sem ísland hefur átt á sviði frjálsíþrótta. Hann heldur merkinu enn á lofti því hann er margfaldur heimsmeistari öldunga. Einhvern veginn finnst manni öldungsnafnbótin óviðeigandi, því þrátt fyrir þá staðreynd að Valbjörn verði fimmtugur á næsta ári mættu margir yngri menn öfunda hann af útlitinu. — En hvenær kviknaði íþróttaáhuginn? „Það var strax á Siglufirði. Ég man að þegar ég var 11 eða 12 ára kom ég mér upp aðstöðu til að iðka stangarstökk, með gryfju og öllu tilheyrandi. Það var þó ekki fyrr en í Keflavík sem ég fór að stunda íþróttir af alvöru. Ég byrjaði í knattspyrnu og varð íslandsmeistari með Keflavíkurliðinu - 2. f!okki“. — Svo einbeittir þú þér að frjálsíþróttum. „Já. Fyrsta mótið sem ég tók þátt í var drengjamót í Hafnarfirði árið 1952. Þar varð ég drengjameistari í stangarstökki. Um svipað leyti tók ég þátt í bæjarkeppni Keflavíkur og Selfoss og varð annar á eftir Kolbeini Krist- jánssyni. Þá stökk ég 3,40 m og þótti efnileg- ur“. — Hvað réði því að þú fluttir til Reykjavík- ur og gekkst í KR? „I Keflavík kynntist ég Þorsteini Löve kringlukastara sem vann suðurfrá, en æfði með KR. Honum fannst ég svo Éjótur að hlaupa og vildi endilega að ég færi til Reykja- víkur að stunda frjálsar íþróttir. Ég fór að ráðum hans og byrjaði að æfa með KR, sem þá var aðalliðið. Ég lagði mesta áherslu á stangarstökk. Það nægði mér þó ekki, ég fór vcrta mcislari að taka þátt í flestum keppnisgreinum og end aði sem tugþrautarmaður. Ég var svo keppn- isglaður..;* — ...og metnaðarfullur? „Já, ákaflega. Ég man að einhvern tímann heyrði ég að heimsmeistarinn í stangarstökki hefði hæsta gripið á stönginni, 4,23 m, svo ég ákvað að bæta um betur og valdi mér gripið 4,25. Hélt því eftir það“. Helgarpóstsviðtalið: Valbjörn Þorláksson íþróttamaður Upp á skaftið Þannig færði Valbjörn sig upp á skaftiðí bókstaflegri merkingu og brátt fóru verð- launapeningarnir að hrúgast upp hjá honum. Hvað skyldi hann hafa unnið til margra titla? „Ég hef ekki tölu á því, en þeir skipta hundruðum. Einu sinni varð ég tífaldur íslandsmeistari og sjö- eða áttfaldur mörg ár í röð. Ég keppti í stangarstökki, 100 og 200 metra hlaupum, 110 og 400 metra grinda- hlaupi, tugþraut, fimmtarþraut, spjótkasti og var með í tveimur boðhlaupssveitum. Ég tók fyrst þátt í íslandsmótinu árið 1954 og var með þar til fyrir örfáum árum, þeir gátu alltaf fyllt upp með mér“. — Og enn ertu meistari, nú í öldunga- flokki. „Já, mér var sagt um daginn að ég ætti heimsmet í 13 greinum í þeim flokki. Mér nægir næstum því að fara út á völl til að verða meistari“. — Þú tókst þátt í fjölmörgum erlendum stórmótum. Hve oft fórstu á Olympíuleika? „Þrisvar. Reyndar átti ég rétt á að fara til Melbourne árið 1956, lágmarkshæðin í stang- arstökki var þá 4, 30 og ég stökk 4, 40, svo ég hefði haft góða möguleika þar. En af því varð ekki, þeir báru við pengingaleysi. Á þessum árum var mikill rígur á milli félaga og hann átti sinn þátt í að ég fékk ekki að fara. Þetta hefur sem betur fer breyst. Ég fór fyrst á Ólympíuleika árið 1960. Lengst náði ég árið 1964 í Tókió þegar ég lenti í 12. sæti af 38 keppendum í tugþraut. Reynd- ar var ég í 5. sæti fyrir síðustu greinina sem var 1500 metra hlaup. Það var mín lélegasta grein, ég hafði á orði að tugþrautin hjá mér væri níu greinar og ganga. Það var eitthvert viljaleysi sem réði þessu“. Stokkið fyrir blaðamenn — Var ekki gaman að taka þátt í þessum mótum? „Jú, þetta var stórkostleg upplifun. Fyrsta mótið var þó ekkert sérlega spennandi. Það var í Noregi árið 1955 en þangað fór KR í keppnisferð undir stjórn Benedikts Jakobs- sonar þjálfara. Þá voru einhverjir blaðamenn að tala við okkur á æfingu daginn fyrir mótið. Ég stökk fyrir þá og fór léttilega yfir 4,10. En þegar sjálft mótið hófst komst ég ekki yfir byrjunarhæðina. Eftir þetta gætti ég þess vel að hvíla mig í tvo daga fyrir mótin“. — Hafa ekki orðið miklar breytingar á að- stöðu til iðkunar frjálsra íþrótta frá því þegar þú varst að byrja? „Jú, geysilegar, það er ekki hægt að bera það saman. Þá gátum við ekkertæft á veturna, það var í ekkert hús að venda. En það var mik- ið á sig lagt, ég man td. að við smiðuðum okk- ur tréfleka fyrir atrennuna og settum stokk í gólf til að geta æft stangarstökk og með þetta keyrðum við um allan bæ til æfinga. Það þýddi lítið að bjóða fólki upp á slíka aðstöðu í dag. Svo hafa líka orðið miklar breytingar í sum- um greinum íþrótta. Til dæmis stangarstökki. Þegar ég var að keppa notaði ég stálstöng. Þá komst ég yfir 4.50 sem nægði mér til að kom- ast í hóp 10 bestu stangarstökkvara heims. Nú eru notaðar stangir úr trefjaplasti og ég þyrfti að stökkva 5,50-60 til að komast í sama hóp. Á stálstönginni var gripið hjá mér 4,25 eins og ég nefndi áðan en nú er gripið um og yfir 5 metrar. Þetta er ekki sambærilegt“. Vandalátir KR-ingar — Nú tíðkast það allnokkuð að efnilegt iþróttafólk fari til annarra landa til að stunda nám og æfingar í íþróttum. Öfundarðu ekki þetta unga fólk? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég hefði getað komist til útlanda á sínum tíma. Eftir að ég komst í heimsklassa stóð ekki á tilboðum". — En hvernig líst þér á árangur fólksins sem hefur verið að keppa í Bandaríkjunum að undanförnu? „Það eru nokkrir góðir íþróttamenn þarna fyrir vestan. Óskar Jakobsson og Einar Vil- hjálmsson hafa náð lengst, en Þórdísi Gísla- dóttur vantar enn svona 5 sentimetra til þess

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.