Helgarpósturinn - 23.06.1983, Síða 22

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Síða 22
22 Fimmtudagur 23. júní '1983Jjrfflc-i-i irinn Geir Haltgrímsson Steingrímur Hermannsson Albert Guðmundsson Sverrir Hermannsson Ragnhildur Helgadóttir Friðurinn fallvalti á stjórnarheimilinu Sú ákvörðun forsætisráðherra og ríkis- stjórnarinnar að kalla ekki saman alþingi í sumar hefur mælst misvel fyrir, þó ekki sé meira sagt. Aðeins þingmenn Framsóknar- flokksins og nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins voru því fylgjandi að fresta öllu þingstandi frammí október, en öll stjórnar- andstaðan og verulegur hluti sjálfstæðis- manna — þ.e. meirihluti þingsins — var þvi fylgjandi að kalla saman þing í sumar. And- staðan gegn þessu í Sjálfstæðisflokknum var veruleg, eins og endurspeglast í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins, þar sem færð eru ýmis rök fyrir því að þessi ákvörðun hafi verið röng, ekki aðeins vegna virðingar alþingis og stjórnmálamanna, heldur einnig vegna þess hve.sumarþing hefði getað verið áróðurslega sterkt fyrir ríkisstjórnina. I Tímanum hefur aftur á móti verið haldið fram annarri skoð- un, semsé að engum tilgangi þjónaði að kalla saman þingið; sú væri ósk stjórnarandstöð- unnar og augljóst að tíminn færi eingöngu í málþóf um bráðabirgðalögin. XJm þetta hafa staðið deilur í blöðunum, og einstakir ráðherrar, jafnvel flokksbræðurnir Sverrir Hermannsson og Albert Guðmunds- son hafa lýst yfir gagnstæðum sjónarmiðum. Það er reyndar alveg augljóst af flokks- blöðunum Tímanum og Morgunblaðinu, að hvorugum aðilanum finnst hinn æskilegur samstarfsaðili í ríkisstjórn. Fréttaflutningur þeirra einkennist síður en svo af samhug og velvilja heldur þvert á móti. Hún angaði t.d. ekki beinlínis af velvilja frétt Morgunblaðsins um togarana þrjá sem Steingrímur „gleymdi" — þar fór háðski tónninn ekki framhjá nein- um. Það verður því ekki sagt að stjórnarsam- starf flokkanna tveggja fari af stað í blíðu og bróðerni. Flestir eru sjálfsagt búnir að gleyma því að í upphafi var ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen mjög samhent útávið, og fór vart styggðaryrði á milli aðila stjórnarinnar fyrsta árið. Sú stjórn hafði líka þrjá oddvita — Gunnar, Steingrím og Svavar, sem yfirleitt komu sér saman um hlutina, og sáu hver um sig um sína flokksmenn, vandræðalaust til að byrja með. Þeir voru óumdeildir foringjar sinna flokksmanna í ríkisstjórninni á þingi jafnt sem ríkisstjórnarfundum. N úverandi ríkisstjórn er allt öðruvisi saman sett, og þær deilur, sem nú þegar eru orðnar býsna áberandi i flokksblöðunum, geta varla boðað gott fyrir stjórnarsamstarfið. Að vísu kemur Steingrímur líklega til með að hafa góða „stjórn“ á framsóknarráðherrunum, en öðru máli gegnir um sjálfstæðismennina. Enda er nú þegar, eftir aðeins nokkrar vikur farið að bera á sólóspili einstakra ráðherra. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er ekki óumdeildur leiðtogi sjálf- stæðismanna, og ekki heldur þeirra sem sitja í ríkisstjórninni, auk þess sem hann á ekki sæti á alþingi. Hann og Steingrímur mynda engan veginn álíka póla og Gunnar, Svavar og Steingrímur gerðu i síðustu ríkisstjórn. Meðal ráðherra sjálfstæðisflokksins eru menn sem yfirleitt láta ekki vel að stjórn annarra. að var sagt um knattspyrnumanninn Al- bert Guðmundsson á sínum tíma að hann hafi aldrei verið fyrirliði, en alltaf stjarnan. Allur hans ferill einkennist raunar af þessu, og hann ætlar augljóslega ekki að láta sitt eftir liggja í ríkisstjórninni. „Flestir telja að Albert eigi eftir að verða í vandræðum með þetta starf, en ég er sannfærður um að hann á eftir að standa fyrir sínu, og gera nauðsynlegan skurk í mörg- um málum“, sagði samþingmaður hans í Sjálfstæðisflokknum. Ekki virðist vanta skurkinn, ef marka má fyrstu vikur hans í starfi. Hann hefur verið nánast daglegur gest- ur á siðum dagblaðanna — er þegar orðinn „stjarna" ríkisstjórnarinnar. Yfirlýsing hans um sölu ríkisfyrirtækja er það verk einstakra ráðherra sem mesta athygli hefur vakið, og þaðjafnvelþótt flestum kunn- ugum sé ljóst að slík yfirlýsing er i raun aðeins stefnumótun, en ekki ákvörðun. Samkvæmt landslögum þarf samþykki alþingis fyrir sölu ríkisins á hverjum smá landskika, hvaða nafni sem hann nefnist, og Albert selur því engin IIMIMLEIMD YFIRSSriM ERLEIMO Meðan skurðlækningum hefur fleygt fram í aðgerðum til að bæta úr skemmdum á hjart- anu af völdum kransæðastíflu, hefur lítt mið- að í leit annarra hjartasérfræðinga að orsök- um þessa tíðasta hjartasjúkdóms. Eftir marg- þættar rannsóknir hafa þó flestir þeir, sem kannað hafa hjartaáföll faraldsfræðilega, orðið sammála um að benda á tiltekin atriði i samsetningu blóðsins og lifnaðarháttum manna og kalla þau áhættuþætti gagnvart kransæðasjúkdómi og hjartaáföllunum sem af honum geta hlotist. r A.hættuþættirnir hafa verið taldir fjórir; sem sé hátt kólesterólmagn í blóði, hátt hlut- fall þéttra lípópróteina, háþrýstingar í æða- kerfinu og miklar sígarettureykingar. Víða um lönd er höfð i frammi fræðslustarfsemi til Bandarískir læknar viö hjartarannsókn á sjúklingi Kvenhormón í körlum veldur kransæðasjúkdóm að kynna almenningi þessa áhættuþætti gagnvart kransæðasjúkdómi. Hafa yfirvöld í sumum löndum mótað stefnu í manneldis- málum, sem felst í að útbreiða það mataræði sem helst er talið stuðla að lágu kólesteról- magni í blóði, og áróðusherferðir gegn síga- rettureykingum byggjast jöfnum höndum á að þær eigi þátt í myndun krabbameina og auki áhættu á hjartasjúkdómum. í maí-hefti bandarísks lækningatímarits birtist skýrsla um rannsókn sem gefur til kynna að hald manna um kransæðasjúkdóma sé rangt. Rannsókn þessi sýndi svo náið sam-, hengi milli magns af einum kynhormón kvenna í likömum karla og tiðni kransæða- sjúkdóms, að áður skilgreindir áhættuþættir hverfa í skuggann. Að greininni í The American Journal of Medicine standa þrír rannsóknahópar, frá Columbía háskólanum, frá National Institu- tes of Health og frá hjartarannsókninni sem kennd er við Framingham. Aðalhöfundur er dr. Gerald B. Phillips, sem bæði starfar við St. Luke-Roosevelt sjúkrahúsamiðstöðina og Columbía. Hann gerði fyrstu rannsóknina, sem benti til að kvenkynhórmóninn estradíol sé það sem mestu ræður um myndun krans- æðasjúkdóms í körlum á því stigi að til hjarta- áfalls leiði. Rannsókn dr. Phillips náði í fyrstu til karla á aldrinum 34 til 43 ára. Þegar niðurstöður af henni bentu til að estradiolmagn í líkömum karla hefði úrslitaáhrif á hjartaheilsu þeirra, leitaði hann samstarfs við Framingham hjartarannsóknina til að prófa niðurstöðu sína. Greinin í læknatímaritinu er fyrst og fremst greinargerð um það sem í ljós kom við þessa prófun á fyrri niðurstöðum. Framingham hjartarannsóknin hefur staðið í 34 ár og felst í því að prófanir eru að staðaldri gerðar á ttó- viljanakenndu úrtaki, sem náði til helmings íbúa 65.000 manna bæjar nærri Boston. Er þarna um að ræða einhverja umfangsmestu heilsufarsrannsókn sem nokkru sinni hefur verði í ráðist. Hefur Framingham hjartarannsóknin þeg- ar látið í té ýmsar faraldfræðilegar niðurstöð- ar varðandi kransæðasjúkdóma. Stjórnandi Framingham hjartarannsóknarinnar dr. William P. Castelli, valdi ásamt aðstoðar- mönnum sínum 61 karl, sem vitað var að haldnir voru hjartasjúkdómi, á aldrinum 61 til 88 ára. Til samanburðar var valinn jafn stór hópur, sem sambærilegastur hinum; einstakl- ing fyrir einstakling, í öllum atriðum öðrum en því, að þeir sem samanburðarhópinn skipuðu sýndu engin merki um kransæða- sjúkdóm. egar niðurstaða lá fyrir hafði nýjum stoðum verið rennt undir tilgátu dr. Phillips um sambandið milli estradíolmagns í líka- manum og tíðni kransæðasjúkdóms hjá körl- um. í viðtali við Lawrence K. Alfman vísinda- fréttaritara hjá New York Times, orðar dr. Phillips niðurstöðu sína svo í hnotskurn: „Af þeim 15 sem rannsakaðir voru og höfðu mest estradiol, voru 13 haldnir kransæða- sjúkdómi. Af þeim 15 sem hæstir voru í kólesterólmagni, höfðu aðeins þrir fengið kransæðasjúkdóm. Rannsóknastjórarnir tveir benda á, að niðurstöður rannsóknanna vekja fjölda spurninga, sem krefjast nýrra rannsókna. Estradiol er einn af kynhormónum kvenna, sem einu nafni kallast östrogen. Kynhormón karla testosteron hefur sömu efnasamsetn- ingu og estradiol, að undanskilinni einni bindingu milli frumeinda í einum af kolefnis- hringjum sameindarinnar. Aðstaðaldri breyt- ist nokkuð af kynhormóni karla testosteron í estradiol í vöðva- og fituvef í líkömum þeirra, auk þess sem lífið eitt af estadiol myndast í eistunum samfara framleiðslu þeirra á testos- teron. Magnið af þessum kynhormónum kvenna í körlum er örlítið, mælt í péco- grömmum eða trilljónasta hluta úr grammi. Testosteronmagn í körlum er algengast tvö- hundruðfalt magnið af estradiol. Hlutfallið milli estradiol og testosteron í likamanum virðist skipta sköpum um hjarta- heilsu karla. Því veltur á miklu að komast að raun, um afhverju aukið estradiolmagn staf- ar. Þar getur verið um að ræða umhverfisor- sakir, svo sem áhrif frá mataræði, eða arf- gengi. Svo kann líka að vera að hvorttveggja arfgengi og umhverfi, hafi samverkandi áhrif. Niðurstöðurnar um samhengi milli estradiolmagns í körlum og tíðni hjartaáfalla gerir eriiY torskildari en áður muninn á tíðni kransæðaskjúkdóms hjá körlum og konum og aukna tíðni hans hjá konum eftir að þær komast úr barneign. fyrirtæki uppá eigin spýtur. Til þess þarf í mörgum tilvikum bæði lagabreytingar og væntanlega verulegar umræður á alþingi um hvert einstakt fyrirtæki. Það er þvi varla von á neinni sölu á þessu misseri. En stefnubreyt- ing er þetta samt sem áður. Sverrir Hermannsson hefur sömuleiðis boð- að allt aðra stefnu í stóriðjumálum en forveri hans, sem er að við íslendingar eigum ekki að eiga meirihluta í slíkum fyrirtækjum. Þá hef- ur Ragnhildur Helgadóttir greinilega tekið mun „opnari" pól í hæðina í gervihnatta og sjónvarpssendingamálum en forverinn í menntamálaráðherraembættinu, og lýsti yfir í vikunni að vonandi fengjum við hingað bráð- lega norskar sjónvarpssendingar. Matthías Á. Mathiesen er þegar farinn að gera ráðstafanir til að allir bankar geti afgreitt gjaldeyri, og um leið hefur hann fyrirskipað nefnd að Ijúka at- hugun á bankakerfinu og skila tillögum um einföldun á því, ekki síðar en í haust. Þá hefur Jón Helgason leyft Húsvíkingum að selja jóg- urt til Reykjavíkur. Ekkert af þessu, nema ef til vill það síðast talda, er Iíklegt að ráðherrar síðustu ríkisstjórnar hefðu gert. Stefnan er því greinilega önnur, og meira til hægri. r I þessum pistlum og víða annarsstaðar hefur áður verið bent á að vandinn sem þessi ríkis- stjórn á við að glíma er ekki bara efnahagsleg- ur, heldur einnig stjórnmálalegur. Ríkis- stjórnin verður á einhvern hátt að fá almenn- ing til að sætta sig við rýrnandi kaupmátt, hún verður einhvernveginn að sefa launþega- hreyfinguna, þannig að í haust þegar samn- ingar áttu að vera lausir, fari ekki allt uppí loft. Þetta gera eflaust auðvitað aðilar ríkis- stjórnarinnar sér fulla grein fyrir. Einnig að nú er tíminn til að vinna hylli þjóðarinnar, ef þess er nokkurs kostur. Að flokksblöðin skuli á þessum tíma eyða verulegu púðri hvort á annað, hlýtur að vera stjórnarsinnum verulegt áhyggjuefni, því hvernig verður ástandið þá eftir ár, eða tvö, þegar þreytu fer að gæta í samstarfinu? Um allar jarðir hefur komið í ljós, að tíðni kransæðasjúkdóms meðal kvenna fyrir breyt- ingaskeiðið er aðeins litið brot af því sem hún er hjá körlum á sama aldursskeiði. Eftir að konur hætta að hafa á klæðum margfaldast tíðni kransæðasjúkdóms hjá þeim. Sam- kvæmt niðurstöðum Framingham hjarta- rannsóknarinnar eru hjartaáföll næstum tífalt tíðari hjá konum frá breytingaskeiði til sextugs en hjá þeim sem enn eru í barneign. Vegna þessa hafði dr. Castelli hallast að þeirri skoðun margra annarra lækna, að östrogenin sem eggjastokkarnir framleiða meðan kona er í barneign, verndi fyrir þeim áhrifum sem valda kransæðasjúkdómi, hver svo sem þau eru. En nú bendir rannsókn þeirra félaga til að eitt af östrogenunum sýni sig að vera sá áhættuþáttur, sem öllum öðrum tekur fram í að setja karla í hættu af krans- æðasjúkdómi. Iregar svo mikið ber á milli viðtekinna kenninga og nýrrar rannsóknarniðurstöðu og hér á sér stað, vaknar sú spurning, hvenær ástæða er til að vísa fyrri kenningu á bug og þar með ályktunum sem af úreltu kenning- unni eru dregnar. í þessu tilviki er óvenju mik- ið í húfi, því kenningin um áhættuþættina^ fjóra hefur náð slíkri fótfestu að stjórnvöld og matvælaiðnaður hafa hegðað sér eftir henni, svo ekki sé talað um alla þá einstaklinga, sem hafa neitað sér um einhvern uppáhalds mat- inn sinn, af því læknarnir segja að í honum sé eitthvað óhollt fyrir hjartað. í viðtali við áðurnefndan fréttamann New York Times varar dr. Castelli við að hafna umsvifalaust lífsreglum sem mönnum hafa hingað til verið lagðar um mataræði, vilji þeir reyna að gera sitt til að forðast kransæða- sjúkdóm. Þótt hinar nýju rannsóknarniðurstöður bendi í aðra átt er kenningin um áhættuþætt- ina fjóra, er ekki þar með sagt að hún þurfi að vera röng. Til að mynda er vel hugsanlegt, að um sé að ræða samverkandi orsakakeðju, þar sem estradiol er ráðandi þáttur við myndun kransæðasjúkdóms í körlum, en mataræði og sígarettureykningar hafa minni en samverk- ' andi áhrif.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.