Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 23. júní 1983 JaÉ. iar- - ~ isturinn Ferðagetraun Helgar ~ pústurinn og Ferðaskrifstofan Vinningur er 3 vikna ferð tii Mallorka Getraunin er mjög einföld og allir hafa rétt til þátttöku án nokkurra skilyröa. Lagðar veröa fyrir ykkur 12 spurningar í 4 blööum, 3 spurningar í hverju blaöi; þiö krossið viö réttu svörin og sendið alla seölana ásamt nafni og heimilisfangi til Helgarpóstsins. Vinningur verður dreginn út 1. júlí. 12. Kvikmyndaleikar- inn frægi Eroll Flynn 10. Hvað heitir sæ- dýrasafnið fræga á Mallorka? 11. Hver er stærst Baleares-eyja? stað á Mallorka sem hann gisti hvenær sem færi gafst. Son-Amar □ Ibiza □ El Arenal Alfabia □ Mallorka □ Palma Nova Marineland □ Menorka □ Puerto de Andraitx Nafn: Heimilisfang: Póststöð •' hafa beitt sér fyrir því að Helgi var valinn sem bankastjóraefni Fram- sóknarflokksins og þurft að hafa töluvert fyrir því, þar sem hann hafi þá í leiðinni þurft að ganga fram hjá gamalreyndum bankamönnum eins og F.inari Ágústssyni og Jó- hannesi Elíassyni, sem mörgum flokksmönnum þá þóttu betur að stöðunni komnir.... pi Úr fjölmiðlaheiminum er það J að frétta að Leo Löve, eigandi ísafoldarprentsmiðju mun ekki ætla að láta staðar numið við þátttöku í útgáfu á nýju tímariti um sjávarútvegsmál (sjá viðtal bls. 3). Er sagt að hann renni hýru auga til myndbandamarkaðarins og hafi á- huga á framleiðslu á myndbanda- efni fyrir sjómenn, sem yrði þá væntanlega í bland, fræðsluefni, skemmtiefni og auglýsingar. Helgarpósturinn hefur fengið / J ítrekaðar staðfestingar á S' klausu í síðasta blaði um jarðhræringar þær sem standa nú yfir innan Framsóknarflokksins, þar sem Steingrímur Hermannsson er stöðugt að tryggja völd sín með stuðningi SÍS-manna á kostnað Ól- afs Jóhannessonar og stuðn- ingsmannaliðs hans í Reykjavík og berlegast kom fram á aðalfundi fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík á dögunum. Ólafsmenn segja hins vegar að þetta sé aðeins lognið á undan storminum. Þeir hafi ekki safnað liði fyrir þennan fund, þar sem þeir hafi haft ávæn- ing af því að SlS-menn væru reiðu- búnir að koma til starfa I flokknum á ný eftir að hafa verið í fýlu frá því talsvert fyrir kosningar. Sú fýla beindist að Ólafi Jóhannessyni fyr- ir að gefa aftur kost á sér, þar sem hernaðaráætlun SÍS-manna hafi gengið út á að Guðmundur G. Þór- arinsson skipaði fyrsta sætið á list- anum og Þorsteinn Ólafsson annað sætið. Reykjavíkurlið Ólafs átti þannig ekki von á því að SÍS-menn myndu láta til skarar skríða á þess- um fundi. En einkum sjá þó Ól- afsmenn ofsjónum yfir því að - Bjarni Einarsson skyldi vera kjör- inn formaður fulltrúaráðs Reykja- víkur félaganna þegar hann sem forstöðumaður byggðaáætlunar- deildar Framkvæmdastofnunar hafi það nánast að atvinnu að vinna gegn hagsmunum Reykvíkinga. Segjast Ólafsmenn ekki vera búnir að segja sitt síðasta orð í þessari viðureign... ^ 1 F framhaldi af þessu. Átökin / A á fulltrúaráðsfundinum hafa ekki alveg verið gamanlaus þótt ekki hafi það gaman verið vilj- andi. Svo mikið var kappið i upp- stokkuninni í helstu trúnaðarstöð- um fulltrúaráðsins, að Kristinn Finnbogason var felldur úr hús- byggingasjóði fulltrúaráðsins sem hefur með rekstur húseignarinnar að Rauðarárstíg að gera. Menn gáðu ekki að því, að kjörtímabil Kristins rennur hins vegar ekki út fyrr en að ári, og ætlar Kristinn víst að sitja sem fastast. SÍS-maðurinn - Tómas Óli Jonsson (Kjartanssonar í ÁTVR) sem kosinn var í Kristins stað, verður því að bíða annars vitjunartíma. Inn í þetta mál munu fléttast fjárhagsvandræði Tímans. Skuldir blaðsins eru nú að nálgast 40 milljónir. Sambandið mun hafa gefið vilyrði fyrir láni til Tímans til að laga stöðu hans en hafa viljað fá veð fyrir láninu í húseigninni að Rauðarárstíg. Kristinn Finnboga- son mun hins vegar hafa farið fyrir þeim mönnum innan húsbygginga- sjóðsins, sem ekki vildu láta meiri veð af hendi i húsinu, þar sem slíkt væri tæpast verjandi og gæti leitt til þess að flokkurinn missti þessa eign... Enn um fulltrúaráðsfundinn. Y ) Það mun hafa vakið talsverða J athygli er Helgi Bergs Lands- bankastjóri sté þar í pontu og gekk til liðs við þau öfl sem þar unnu fyr- ir opnum tjöldum gegn Ólafi Jó- hannessyni. Ólafur á þá að hafa farið upp og svarað fyrir sig með þeim hætti að bankastjórinn fór ekki aftur I pontu. Fundarmönnum mun hafa þótt þetta töluvert dramatísk orðaskipti, minnugir þess að Ólafur mun á sínum tíma 9 Þau tíðindi gerðust í tölvu- // heiminum á íslandi að stærsta tölvufyrirtæki lands- ins, EBM, missti af samningi við Reikningsstofnun bankanna sem ætlar sér að koma upp nýjum og fullkomnum tölvubúnaði. Mikil samkeppni var milli tölvuframleið- erida um samninginn við bankana, en Einar J. Skúlason mun hafa haft best í því og verður tölvubúnaður sem það fyrirtæki hefur umboð fyrir valið í bankastofnunina. Vel kann að vera að það hafi svo enn meiri áhrif á tölvumarkaðinum hér- lendis og fylgir sögunni sem Helg- arpósturinn heyrði að eftirspurn eftir tölvum hefði stóraukist hjá Einari eftir að það tók að kvisast að bankarnir myndu semja við fyrir- tækið. Fyrir skömmu var Fokker f'J flugvél frá Flugleiðum hf. y stödd á ísafirði. Þegar halda skyldi þaðan fór annar hreyfill vél- arinnar ekki i gang og ekki annað sýnna en að vélin yrði að vera á ísa- firði uns flugvirkjar kæmu úr Reykjavik og gerðu við hana. Með- al farþega í vélinni voru hins vegar knattspyrnustrákar úr Garðabæ og brá einn þeirra sér út og tókst á skömmum tíma að gera við hreyfil- inn og koma honum í gang og var síðan flogið suður eins og ekkert hefði í skorist. Fylgir það sögunni að farþegum hafi verið um og ó, en skylt er einnig að láta þess getið að knattspyrnumaðurinn mun hafa verið flugvirki að menntun. Að sögn kunnugra manna í f J atvinnurekstri hefur borið J töluvert mikið á því að eig- endur jafnvel gamalla og gróinna fyrirtækja eru að missa móðinn og leita eftir kaupendum. Margir munu hafa beðið eftir kosningum og stjórnarskiptum, en ekki virðast atvinnurekendur hafa mikla trú á ríkisstjórn þeirri,sem nú er nýlega tekin við, þar sem vilji þeirra til þess að losna út úr atvinnurekstrinum mun hafa aukist verulega eftir stjórnarskiptin. Er sagt að þeir sem vilja hafa til þess að standa í at- vinnurekstri og fást við skuldabasl hafi óvenjulega góð tækifæri til þess að eignast fyrirtæki um þessar mundir og þurfi í flestum tilfellum ekkert að borga út við yfirtöku fyrirtækjanna og í allmörgum til- vikum er ekki um aðrar greiðslur að ræða en yfirtöku skulda. Viðari Eggertssyni leikara f' 1 hefur verið boðið á leik- listarhátíð í Edinborg, sem haldin verður í sumar,að vera þar með „einleik". Þessi hátíð er mikill viðburður í leiklistarheiminum og víst er að færri komast að en vilja; mikill fjöldi umsókna berst á ári hverju. Fyrir tveimur árum var Við- ar með sérstæðan performans í Ný- listasafninu, Ekki ég... heldur... en hann var lauslega byggður á ein- þáttungi Becketts; Ekki ég og varð þess valdandi að Viðari var boðið á hátíðina. Svo skemmtilega vill til að Viðar leikur einmitt í þessum ein- þáttungi Becketts í Stúdentaleik- húsinu nú um helgina, en hann er þó mjög ólíkur þeim performansi sem Viðar flutti um árið...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.