Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 19
irirtn Fimmtudagur 23. júni 1983
Frá Snjólfi
snillingi
Það var langt síðan ég hafði séð
vin minn Snjólf snilling. En fyrir
nokkrum dögum, rakst ég á
Konna kæna fyrir framan Alþing-
ishúsið. Að sjálfsögðu átti hann
ekkert erindi í það hús, því að
hann ber nafn sitt með fullum
rétti. Ég spurði hann um Snjólf,
og hann tjáði mér að hann væri á
leið inn á Borgina, til þess að hitta
hann.
Að sjálfsögðu gekk ég með
honum og þegar inn var komið,
sáum við hvar Snjólfur sat þar við
borð. Þegar við vorum sestir og
kaffið komið til okkar, var auð-
vitað farið að spjalla um bridge.
Ég spurði Snjólf, hvort hann gæti
ekki sagt mér frá einhverju spili,
sem ég gæti notað í bridge dálk-
ana mína. Eitthvað stóð í honum,
svo hann fór að hugsa sig um, en
þá segir Konni kæni allt í einu;
„Heyrðu Snjólfur, blessaður
segðu honum frá spilinu, sem við
spiluðum á móti Gvendi glanna
og Teiti töffara um daginn“. „Já,
þú segir nokkuð“, sagði snilling-
urinn. „Þér myndi sjálfsagt þykja
gaman að því, það var líka
skemmtilegt spil“.
an kónginum. Makker með 5
lauf, ég með 3. Var þáekki Glann-
inn með tíuna fjórðu og Töffar-
inn með kónginn blankann? Ég
lét ásinn og blessaður kóngurinn
kom siglandi. Nú fór að hýrna yfir
mér. Myndin fór að skýrast. Úr
því að austur greip inn í sagnir og
sagði 3 hjörtu, þá hlaut hann að
eiga heila hersveit af hjarta.
Laufakónginn blankann hafði
hann átt, því skyldi hann þá ekki
líka eiga kóng og gosa í spaða? Á
eitthvað var hann að gala. Þrung-
inn af nýjum kjarki, lét ég lítinn
spaða úr borði og svínaði drottn-
ingunni. Það gekk og kjarkurinn
óx. Ég tók á spaðaás og laufa-
drottningu og gosa. Austur átti
nægjanlegt hjarta til þessa kasta.
En nú fór að verða gaman að
spilinu. Ég lét lítinn spaða og nú
komst Töffarinn inn á spaða-
kónginn og varð að spila hjarta í
tvöfalda eyðu. Nú voru allar línur
orðnar skýrari. Glanninn átti tíg-
ulgosann, tíuna og áttuna.
Fimmta spil hans hlaut því að vera
hjarta og Töffarinn átti ekkert
nema hjarta. Staðan hlaut því að
vera þessi:
Svo hripaði hann spilin niður á
blað, og þar með vorum við alveg
uppteknir að fylgjast með. Þann-
ig voru spilin:
Konni kæni
S 9-5-3
H K
T 9-5-3-2
L Á-6-5-4-3
Gvendur glanni Teitur töffari
S 8-7-6
H D-3
T Á-G-10-8
S K-G-IO
H G-10-9-8-7-6-5-4-2
T -
L 10-9-8-7 L K
Snjólfur snillingur
S Á-D-4-2
H Á
T K-D-7-6-4
L D-G-2
s V N A
1 tígull pass 2 tíglar 3 hjörtu
4 tíglar dobl pass pass
Glanninn lét út hjartadrottn-
ingu og ég var inni á ás. Ég lét tíg-
ulkóng. Glanninn t’ók á ásinn og
mér varð Ijóst, að tromplegan var
ekki með neinar jólagjafir fyrir
mig. Töffarinn kastaði hjarta-
hundi. Ég hafði þegar tapað ein-
um tígulslag og tveimum tromp-
slögum myndi ég tapa til viðbótar.
Þess utan einum slag í laufi og ein-
um í spaða. Ég leit á Konna, en
þar var nú ekki aldeilis uppörvun
að fá. Mikil voru ósköpin, hve
aumur hann var í framaníandlit-
inu. Nú, áfram gekk spilið og nú
kom laufatían frá Glannanum.
Hvað var hér á ferðinni? Fjandinn
hafi það, að hann spili tíunni und-
Konni kæni:
S -
H -
T 9-5-3
L 6-5
Gvendur glanni:
S -
H x
T G-10-8
L 9
Snjólfur snillingur:
S 4
H -
T D-7-6-4
L -
Teitur töffari:
S -
H x-x-x-x-x
T -
L -
Einn slag mátti ég láta and-
stæðingana fá. En hvernig mátti
hagræða því? Ef ég trompaði
hjarta austurs á eigin hendi og
héldi áfram með spaðann, þá
trompar Glanninn með tígultíunni
og lætur síðan lauf. Með þessu
móti tapa ég enn einu trompi. Nei,
eitthvað annað varð til bragðs að
taka.
En hægan, hægan. Ef ég læt
borðið trompa og kasta sjálfur
spaðafjarkanum, þá get ég
trompað lauf á eigin hendi og spil-
að svo trompi. Glanninn tekur á
tíuna en lætur svo gosann. Þá fell-
ur nían í borðinu og áttan hans er
hæsta tromp. Nei, þetta gengur
heldur ekki. Hvaða aulaháttur er
þetta? Auðvitað komum við því
þannig fyrir, að glanninn eigi ekk-
ert eftir nema 3 trompin og verði
svo að spila upp í klauf norðurs og
suðurs og fái engan slag til viðbót-
En þá vaknar spurningin.
Hvernig förum við að þessu?
Framhald á 11. siðu
Skákþrautir helgarinnar
7. Úr tefldu tafli 8. Geoffrey Mott-Smith
Hvítur á leik Mát i 2. leik
HsKJLWMi m 8 mi j§§j §§§§
7 ■ ■ fl is
pnp liip íÉip 6 ■ H ■ ■ w
ff- íip, jpm 5 Æ m§ llt ■
■ ■ öSs 4 ® ® ® H
§|j| ͧH it lHlj !§j! 3 ■ ■ ■ 'MX
2
S43 : 1 ■ ■#■ ■
abcdefgh abcdefgh
Lausn á bls. 11.
19
JÓNSMESSUNÁTTVERDUR
Góðir náttleysingjar!
Sum ykkar hafa kannski orðið ókvæða við að fá
ekkert matarkyns í síðasta pistli en þess í stað hálf-
kæring um stjórnarsáttmála og þjóðhátíðarhald.
Hafi ég með þessu eitrað bragðlauka einhvers biðst
ég velvirðingar á því, en um leið finnst mér að megi
virða mér til vorkunnar að ég reyni þó ævinlega að
koma til dyranna eins og ég er klædd (þó stundum
sé maður í tötralegra lagi). Og sé ég lystarlaus, þá
vil ég ekki og get ekki skrifað um mat. •— Um helg-
ina hitti ég ýmsa sem klöppuðu mér lof í lófa fyrir
þennan pistil, en jafnframt einn mér ókunnugan
náunga sem reyndi að kyrkja mig eftir að hafa veitt
mér óðamála ódrepu, illskiljanlega reyndar; þó var
ljóst að viðkomandi þótti ég með þessum skrifunt
hafa sýnt að sami rassinn væri undir mér og föstum
blaðamönnum Helgarpóstsins. Ég sé nú ekki sér-
staka ástæðu til að sýta það, eða finnst ykkur leið-
um að líkjast...?
Hvað um það, lystin er komin í Iag. Það hjálpaði
upp á sakirnar að taka þátt í 15 ára afmælishátíð
Hamrahlíðarkórsins, ekki laust við að ég yrði aftur
dálítið skotin í sjálfri mér og Iífinu eftir að hafa
kyrjað spakri röddu gamla kunningja frá því urn
1600, á borð við„Musica, die ganz lieblich Kunst“
eftir Johann Jeep og „Mit Lieb bin ich umfangen"
eftir Joh. Steuerlin. Lengi lifi Þorgerður og söng-
menntin hennar!
Og nú er farið að líða á náttleysumánuðinn júní,
Jónsmessunótt og sumarsólstöður fara í hönd og
aftur tekur að rökkva hvort sem okkur er það ljúft
eða leitt. Margs konar trú hefur verið bundin við
Jónsmessunóttina (aðfaranótt 24. júní) t.d. varð-
andi döggina sem féili um nóttina. Hún átti að vera
svo heilnæm, að menn læknuðust af kláða og 18
öðrum óhreinindum í holdi við að velta sér í henni
allsberir. Og um leið mátti óska sér...
Nokk.rar grastegundir skal og vera gott að tína á
Jónsmessunótt. Rétt er að benda þeim sem eiga í
brösum með ástamálin á brönugrasið (hjónagras-
ið) sem á að taka með fjöru sjávar. Um það segir
m.a. svo í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, I, bls.
643—4:
Hjónagras hefur tvær rœtur, aðraþykka, enaðra
skarpa (granna). Þykkrí rótin örvar kvensemi og
líkamlega lystingu, nemurburt hryggð, eykurgleði
og endurncerir sálarkrafta mannsins. Skarparí rót-
ina skal gefa manni tii hreinlífis.
Þetta gras er alínennt kallað brönugras, og enn
eru fleiri nöfn á því, t.d. elskugras, Friggjargras,
graðrót og vinagras.
Mohr kannast við þá kreddu að menn ímyndi sér
eins á íslandi og annarsstaðar að gras þetta veki
losta og ástir milli karls og konu og stilli ósamlyndi
milli hjóna ef þau sofa á því. (...)
Þegar maður vill hafa rót þessa til að vekja ástir
skal sá sem leitar ásta með henni grafa vel í kring-
um rcetur grassins og gceta þess vandlega að enginn
anginn slitni af hvorugri rótinni þegar hann tekur
þær úr jörðu; annars missa þær kraft sinn. Að þvi
búnu skal leggja aðra rótina undir höfuð þess sem
maður vill ná af ástum, en hafa þó svo til að hann
viti ekkert af því og sofi á rótinni, en sjálfur skal
maður sofa á hinni. Er það sagt að það bregðist
varla að maður nái ástum þess sem eftir er leitað ef
rétt er að farið.
Þá er komið að Jónsmessunætursnarlinu, létt-
um málsverði og nokkuð óvenjulegum, til aðylja
mönnum og/eða svala eftir að þeir hafa velt sér upp
úr hráslagalegri dögginni og óskað þess að böls
muni alls batna í ástamálum og fjármálum, og áð-
ur en þeir leggjast til svefns e.t.v. með falið brönu-
gras úndir koddanum. í forrétt eru vöfflur með
margvíslegu meðlæti, í aðalrétt rauðvínsstyrkt
eplasúpa, og í eftirrétt ávaxtasalat með gúrku. —
Ef framangreind oddamál eru í stakasta lagi og þið
frábitin Jónsmessunæturralli, þá prófiði upp-
skriftirnar vonandi i næsta gestaboði. Verði ykkur
alltént aö góðu, þar og þá!
Viðbitsvöfflur
Einhverjum finnst e.t.v. horfa undarlega við að
borða vöfflur með öðru en sultu og þeyttum rjóma,
s.s. lauk og kræklingum. Hér er að sjálfsögðu um
að ræða ósykraðar vöfflur; og hafið hugfast að
pönnukökur eru oft borðaðar með söltum fylling-
um. En staðreyndin er sú að nýbakaðar vöfflur eru
ótrúlega ljúffengar með krydduðu meðlæti af ýms-
um toga, hver og einn getur þá nartað að vild. Auk
þess er rétturinn stásslegur, einkanlega ef vöfflurn-
ar eru bakaðar í gamla góða, blómlaga vöfflujárn-
inu. Þessi uppskrift gerir u.þ.b. 12 vöfflur.
2V2 dl vatn
2 dl miólk
3 Vi dl (u.þ.b. 200 g) hveiti
2 tsk lyftiduft
100 g bráðið smjörlíki
1. Hrærið fyrst öliu saman í skál, nema bræddu
smörlíkinu sem er hrært síðast út í deigið.
2. Hitið vöfflujárnið og bakið vöfflurnar. Það á að
vera óþarfi að smyrja járnið á milli vaffla, feitin
1 deiginu á að varna því að þær festist við járnið.
' — Vöfflur þessar verða máski ekki tiltakanlega
stökkar, en halda sér þó vel einkum ef þær fá að
standa á rist þar til þær eru hesthúsaðar.
Uppástungur að
vöffluviðbiti
— Kotasæla, krydduð með salti og pipar og rifn-
um sítrónuberki (eða mörðum hvítiauk)
— Þeyttur rjómi, kryddaður með chilisósu eða
karrýi.
— Rækjur, kræklingar, krabbakjöj eða grásleppu-
hrogn.
— Saxaður laukur, kryddaður með dilli.
— Smátt saxaðir tómatar með söxuðum graslauk.
;— Kapers, salt, nýmalaður pipar og uppáhalds-
kryddin.
— Smátt skorið „iceberg“salat.
Við hliðina á vöfflustaflanum er viðbitinu kom-
ið fyrir í litlum skálum, ásamt salt- og piparkvörn-
um og staukum með uppáhaldskryddum ykkar, og
hver og einn tínir að vild ofan á sína vöfflu.
Yabionchni
eplasúpa
Þessi óvenjuiega súpa er af rússneskum ættum.
í henni er heil flaska af rauðvíni og gert er ráð fyrir
< að hún fái að hvíla óáreitt í ísskápnum yfir nótt, áð-
ur en hún er framreidd, til að vínið nái að samlagast
vel öðru gumsi sem í henni er. Súpan er etin ísköld
og því afskaplega svalandi. Upþskriftin er handa
4—6.
6 stór epli (græn)
5 dl vatn
börkur af hálfri sítrónu
2 msk sykur
4 msk blóberjasulta
1 flaska rauðvín
4 dl nýtt heilhveitibrauö skoriö í teninga
safi úr 1 sítrónu
Vi tsk kanelduft '
1. Afhýðið eplin, fjarlægið úr þeim kjarnana og
skerið þau í sneiðar. Setjið eplasneiðarnar í pott
ásamt vatni, sítrónuberki og sykri. Hitið á miðl-'
ungsheitri hellu og látið suðuna koma upp.
Minnkið hitann og látið krauma í 6—8 mín„ eða
þar til eplin eru orðin meyr.
2. Veiðið sítrónubörkinn upp úr pottinum en setjið
út í hann sultu, vín, brauðteninga og sítrónusafa.
Stillið á hæsta hitastig og hrærið stöðugt I súp-
unni þar til suðan kemur upp. Bætið þá kaneln-
um út í og takið pottinn af hellunni.
3. Setjið sigti yfir stóra skál og hellið súpunni í
gegnurn sigtið. Merjið epli og brauðteninga með
trésleif í gegnum sigtið þar til eplahýðið eitt er
eftir. Látið súpuna kólna.
4. Súpan verður bragðmeiri fái hún að standa í ís--
skápnum yfir nótt. Hún er síðan borin fram ís-
köld ásamt ferskum eplabitum og ristuðum
brauðteningum sem hver og einn úðar í sinn
súpudisk að vild. — Rússar eru vanir að steikja
brauðteningana upp úr beikonfeiti, en ekki cr nú
víst að við getum alltaf komið því við...
Ávaxtasalat með gúrku
Að mínu mati eiga eftirréttir að vera léttir og
frískandi. Of saðsamir eftirréttir geta eyðilagt heilu
matarboðin; öll orka gestanna fer þá í að melta, og
þeir sitja sljóir til augnanna og geta fregnað að
fáu... Þetta salat er létt í maga og sáraeinfalt í til-
búningi. Uppskriftin er handa fjórum.
200 g gúrka
2 epli
2 appclsínur
2 msk jaröaberjasulta
Þvoið gúrkuna, skerið hana í tvennt eftir endi-
löngu, síðan í litla bita, gjarnan dáiítið óreglulega.
Afhýðið ávextina og skerið í litla bita. Blandið
gúrku og ávöxtum saman í skál, hrærið sultunni
varlega saman við og kælið salatið áður en það er
borið fram.
P.S. Næstu tvo mánuði hef ég hugsað mér að
leggjast í ferðalög til að sinna ýmsum aðkallandi
verkefnum er lúta að öðru en matargerð. Geri ég
því ekki ráð fyrir að birtast aftur á síðum þessa
blaðs fyrr en í september. En að sjálfsögðu mun ég
í hjáverkum safna mat í sarpinn til harðindavetrar-
ins mikla ’83—84.%..
Lifið heil!