Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.06.1983, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Qupperneq 24
IMI5SAN Sunny: Bíll áttunda áratuaarins Merkar fréttir úr bókmennta- f'l heiminum: Tilnefndar hafa verið bækurnar tvær af hálfu fslands til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Eru það ljóða- bókin Spjótalög á spegil eftir Þor- stein frá Hamri og smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur „Gefið hvort öðru“. Iðunn gaf út báðar bækurn- ar í fyrra... Svava Jakobsdóttir hefur f' Jk reyndar nýskrifað leikrit sem Si nefnist „Lokaæfingin" og hefur verið æft í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Brietar Héðinsdóttur. - Frumsýning verður þ. 6. október og leikritið gefið út í bók- ar formi sama dag.. Miklar hræringar voru á f' \ framhaldsaðalfundi Félags islenskra bókaútgefenda sem haldinn var s.l. þriðjudag. Einkum voru það tvö mál sem deilt var um: Reglugerð fyrir bóksöluráð og söiu bóka í bókaklúbbum. Bóksöluráð er skipað tveimur mönnum frá Fél. ísl. bókaútgefenda og tveimur frá Fél. ísl. bókaverslana, og fjallar um sameiginlega hagsmuni og fellir úr- skurði varðandi brot á þeim sam- skiptareglum sem í gildi eru milli út- gefenda og bóksala. Á aðalfund- inum sem haldinn var 19. mai var samþykkt að frestai reglugerð- inni , að undirlagi Jóhanns Páls Valdimarssonar í Iðunni, þar eð ó- nógar upplýsingar lægju fyrir. í umræddri reglugerð segir m.a. að ef. aðili er ákærður fyrir reglubrot skal honum veitt áminning og ef um al- varlegt brot er að ræða, sé honum vikið úr félagi útgefenda eða ef um bóksala er að ræða; hann sviptur viðurkenningu með bóksöluleyfi. Þegar málið var tekið fyrir að nýju á framhaldsaðalfundinum hafði Jóhann Páll og þeir Iðunnar- menn sem mjög eru mótfallnir reglugerðinni fengið próf- essor Sigurð Líndal til að skrifa á- litsgerð um umrædda reglugerð. Sigurður segir í Iokaorðum álits- gerðar sinnar að „sér virðist" sem brýn nauðsyn sé að endurskoða umrætt reglugerðarfrumvarp, ella sýnist mér að vandræði kunni að hljótast af“ Bendir Sigurður m.a. á, að innan hvors aðildarfélags um sig séu keppinautar og eðlilegra væri að gerðardómur fjalli um ágrein- ingsmál. Þá bendir hann á að orðin „ákærandi" og „á- kærði“ séu ekki eingöngu mjög ó- viðeigandi heldur einnig röng. Þrátt fyrir plagg Sigurðar urðu Iðunnar- menn að láta í minni pokann, þvi reglugerðin var samþykkt með yfir- gnæfandi meirihluta... Fimmtudagur 23. júní 1983 ' urinn Margra ára frábær reynsla á Sunny hefur tryggt þeim stóran og tryggan aðdáendahóp NISSAN Sunny & nú nýr og endurhannaður með. — Framhjóladrifi — 17.5 cm. undir lægsta punkt — Splunkunýrri sparneytinni vél sem þó er 84 hestöfl (1500 cc) og 74 hestöfl (1300 cc) — Svo fallegur aö þaö eitt nægir til þess aö falla fyrir honum — Svo rúmgóöur og þægilegur aö þú kemur til meö aö sakna þess aö geta ekki horft á sjónvarpið í honum líka Tökum allar gerðir bifreiöa upp í nýjar. Eigum ennþá bankagreidda örfáa - Sunny °9 & Cherry INGVAR HELGASON Sýningarsaiurinn/Rauðagerði slrhi 33560 Hi / j Fé fja Hitt málið á framhaldsfundi Félags ísl. bókaútgefenda. fjallaði um samskiptareglur vegna^ bókaklúbba. Á nýlegum fundi samningsnefndar útgefenda og bókaverslana náðist samþykkt um samskiptareglur vegna bóka- klúbba en fóru þær mjög fyrir brjóstið á formanni Fél. ísl. bókaút- gefenda, Oliver Steini Jóhannes- syni, sem gekk af fundinum og sagðist aldrei samþykkja eða skrifa undir samþykkt þessa. Á framhaldsaðalfundinum kom hins vegar Oliver Steinn öllum á ó- vart með því að leggja fram nýja samþykkt sem hann hafði samið og fengið undirritaða af sjö bóksölum af eldri kynslóðinni og situr enginn þeirraí stjórn Fél. ísl. bókaverslana. Voru tillögur Olivers Steins sam- þykktar á framhaldsaðalfundinum og urðu margir óánægðir með það. Margir eru gramir Oliver Steini fyr- ir að vera með sinn hvorn fótinn í hvoru þessara félaga, því hann á - Skuggsjá en einnig stærstu bóka- búðina i Hafnarfirði; Bókaverslun Olivers Steins.... Það hefur vakið athygli að meðan ráðherrar Sjálfstæðis- 1 flokksins, þeir Matthías Á. Mathiesen og Albert Guðmunds- son hafa báðir sagt af sér banka- ráðsstörfum sinum, hefur Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, formaður bankaráðs Seðlabankans ákveðið að halda sinni stöðu en kalla inn varamann sinn meðan hann situr í ráðherrastól. Þetta mun hafa kallað á töluvert svæsinn prót- ókolískan höfuðverk í Seðla- bankanum. Bankaráðið sjálft kýs sér nefnilega líka varaformann sem mörgum mun finnast að eigi fremur að taka við formennskunni þegar formaðurinn sjálfur gengur úr skaftinu heldur en varamaður Hall- dórs. Gallinn er bara sá að varafor- maður bankaráðsins er enginn ann- ar en allaballinn alltumlykjandi Ingi R. Helgason, sem er vont mál fyrir núverandi stjórnarherra. Okk- ar ráð er: Einn skammtur af hrossa- kaupum þrisvar á dag kippir mál- um í lag.... Meiraumbókaútgefendur og Y \ bókaverslanir: Iðunn virðist y\ rekast illa í Félagsskap þess- ara tveggja aðila, því nú hefur for- lagið kært samskiptareglur Fél. ísl. bókaútgefenda og Fél. ísl. bóka-, verslana fyrir Verðlagsstofnun... r'l Það þarf ekki að taka fram að / I allt fjaðrafokið út af bóka- y* klúbbsmálum stafar af tilvist nýja bókaklúbbsins Veraldar. Enda kannski ekki að furða: Áður en klúbburinn hefur gefið út sína fyrstu bók er hann orðinn sá stærsti á íslandi með 13 þúsund meðlimi... i?l Kristján Jóhannesson óperu- Y 1 söngvari vann geysilegan y listasigur s.l. miðvikudags- kvöld er hann söng aðalhlutverkið í Madame Butterfly á stærstu óperu- hátíð heims í Spoleto á ít- alíu. Eins og fram hefur komið í Helgarpóstinum leikstýrði hinn frægi kvikmyndaleikstjóri Ken Russell óperunni og var henni út- varpað um alla Ítalíu í heild og sjónvarpað að hluta til en síðar mun ráðgert að senda óperuna í heild í Eurovision-kerfinu. Að sögn Leifs Þórarinssonar sem dvelst á Ítalíu um þessar mundir er þetta stærsti söngsigur íslendings erlendis enda Kristján sungið á heimsmæli- kvarða. „ítalia hreinlega brjálað- ist“ sagði Leifur. ^<1 Einhver hreyfing virðist vera f'l komin á málefni Spegilsins. ^4 Ritstjórnin hefur fengið þá lögmenn Sigurmar Albertsson og Arnmund Bachmann i lið með sér og hafa þeir sent inn kæru. Nú hef- ur sakadómur úthlutað dómara, Hjört Aðalsteinsson. Lögmenn Spegilsins hafa tekið saman grein- argerð um málið og ríkissaksóknari fékk frest fram á föstudag 24. júní að skila gögnum sínum um málið til sakadóms... Prófaðu BILALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.