Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 16
-a Umsjón: Jóhanna V. Þórhallsdóttir T U Stuðarinn var að væflast eitthvað vestur í bæ eins og gerist og gengur þegar allt í einu hann heyrir þennan tryllingslega skemmtilega sambatakt. Og sambataktur, það er eitthvað sem fær mann til að komast í gott skap, hann er svo seiöandi. Innan skamms er ég komin að J.L. húsinu og trumbuslátturinn í algleym- ingi. Ég sá að á hurð einni stóð Svart og sykur- laust og þangað fór ég inn. Samba rumba tja, tja, tja Já. Það er víst óþarfi að vera að draga á langinn lengur það sem fyrir augu bar. Það var götuleikhúsæfing fyrir sautjánda júni. En ég hef aldrei áður séð svona hér á landi fyrr. Þarna voru tugir barna og unglinga og meiraö segja fullorðnir lika. Já. Þetta er svo sannar- lega vinnustofa. Það verða ekki margir varir við það að Stuðarinn er mættur á svæðið, allir eru svo uppteknir. Fyrir miðju gólfinu er hin mesta ásláttarsveit en í baksýn við hana er stór svanur sem hefur sennilega einhvern tíma verið bíll. Og það er veriö að æfa dans viö á- sláttinn. (Þið vitið þessi samba...) Krakkarnir eru einbeittir á svipinn. Tveir, tveir, snúa, dilla mjöðmum. Þrír tveir áfram, einn og tveir. Stuðarinn er allur á iði. Ríó? Nei, Reykjavik Stelpa er að dunda sér við að klára brúðu og stenst ekki mátið að dilla sér líka. Skiljan- legt. Og var einhver að segja að eitthvað væri bannað? Fáránlegt! í einu horni er stór hópur töffarastráka, að mér sýnist. Einn er með gít- ar. Þeir eru greinilega að biða eftir að önnur saumavélin losni. En auðvitað eru þær upp- teknar. Það er verið að sauma. Ein er að sauma ballettkjól, sennilega á ballerínuna. Ella Magg er á fullu að sauma tippi á björn. Stór- kostlegt. Já. Ég var ekki stödd á karnivali I Rió. Nei, ég var IJL húsinu I Reykjavík. Stuðarinn tók upp kassamyndavélina sína og tók að mynda allt sem fyrir augu bar, eftir að Gíó var þess fullviss að þetta mundi ekki birtast í blööunum fyrr en eftir 17. júní. Gíó er. stjórnandi sýningarinnar ásamt Kollu Halldórs, en þau voru á fullu að undirbúa. Gíó fór hægt og rólega yfir prógrammið. Krakkarnir fylgdust þegjandi með. Áhuginn leyndi sér ekki þau skiptast niður i hópa, sígaunahópurinn, fjöl- skyldan, stangabrúður. Og svo eru týpur eins og Fýlupúkinn, Ballerfnan, Froskurinn, Löggan, Presturinn, Skvlsan og farartæki eins og svan- urinn og barnavagninn, svo eitthvað sé nefnt. En jæja hvernig er þetta með unglingana á svæðinu. Ætti alltaf að vera svona Þarna eru þær Guðrún L. Gunnlaugsdóttir og Álfrún G. Þorkelsdóttir. Þær eru frænkur, alveg að verða fimmtán. - Hvert er ykkar starf í sýningunni? „Við erum fánaberar með sígaunahóp. Við lentum þannig I þessu að verkstjórinn okkar I unglingavinnunni bað okkur um að koma hing- að. Svo eru líka margir krakkar hér sem við þekkjum." - Hafið þið lent í einhverju slíku áður? „Nei, aldrei áður. Þetta er mjög gaman, hér eru allir svo hressir og skemmtilegirf1 - Þegar þið eruð ekki í svona fjöri, hvernig drepiði þá tímann á kvöldin? „Við förum bara á tónleika, bíó og svona ýmislegt." - Og hvernig músík hlustíði þá á? „Rokk og pönk, þ.e. pönk svona eins og Þeyr spila." - En höldum okkur viö Svart og sykurlaust. Hvernig er það frábrugðið? „Allir eru svo frjálsir. Svona ætti alltaf að vera. Allir hjálpast að Björn Haraldsson var i Hagaskóla I vetur en fer I M.H. næsta vetur. Ég spyr hann hvert hans starf sé I þessari aksjón. „Ég geri allt mögulegt. T.d. var ég að sauma búninga I gær. Ég verð fánaberi sem stendur uppá Útvegsbankanum á 17." Björn segir mér hvernig hann komst inn í hópinn. „Vinkona min kom mér inní þetta. Hún var að fara á æfingu og ég var forvitinn að vita hvað væri um að vera. Maður var ekki fyrr kominn en maöur var settur í vinnu. Þetta er skemmtilegt og góð tilbreyting. Ég hef aldrei lent I slíku. Það væri skemmtilegt ef svona gerðist oftar. Svo kynnist maður líka mörgum krökkum." Brynja Björnsdóttir er að sauma leðurblöku. Hún segist vera að hjálpa til. Henni finnst skemmtilegt hve hópurinn er góður. „Hér hjálpast allir að“ segir Brynja. Guðjón Sig- valdason er þarna llka. Hann ætlar að vera á stultum. Guðjón er einn af þessum jákvæðu mönnum á svæðinu. Það er ekki furða þótt all- ir séu brosmildir og jákvæðir I þessum sam- stillta hóp. Halla Árnadóttir verður á stultum. Hún er ekki að taka þátt I svona úti-götuleik- húsi i fyrsta sinn, ónei. Hún var I Herranótt og fór í aksjónina með Gránufjelaginu í mars s.l. Allt alveg frábœrt - Hvað er svona skemmtilegt við götuleik- hús? „Það er gaman að sjá eitthvað á islandi sem ekki hefur verið gert áður og allir halda að sé ómögulegt. Hér vinna allir saman og engin vandamál, allt alveg FRÁBÆRT." Eydfs Ólsen leikur fil. Hún hefur aldrei lent I svona æöislegu fjöri fyrr. Stuðarinn hefði getað haldiö áfram að tala við fleiri ogfleiri og getur étið hattinn sinn upp á það að flestir, ef ekki allir, hefðu haft sömu sögu að segja. Stuöarinn óskar aðstandendum sýningarinnar öllum til hamlngju með daginn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.