Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Blaðsíða 3
'e/gar '<ti itíhh frmmtudagúr 23. júní 1983 Fékk 2 milljarða við skiln- aðinn Vestur í Los Angeles í Bandaríkjunum var á dögunum gengið frá skilnaðarmáli belgískrar konu sem óskað hafði skilnaðar frá manni sín- um. Hún fékk skilnaðinn og var eiginmaðurinn fyrrverandi dæmdur til að greiða henni 81 milljón dollara I framfærslueyri. Dálaglegur peningur það, liölega 2 milljarðar íslenskra króna. Sá sem þessi 24 ára belgíska stúlka var að' skilja við á þó ekki á hættu að fara á hausinn. Nafn hans er Mohammad al-Fassis, hann er frá Saudi-Arabíu og ber titilinn sheik. Sameig- inlegar eignir þeirra hjóna voru heldur ekki smáar, þar mátti m.a. finna tvær þotur af gerð- inni Boeing 747,45 metra langa lystisnekkju, 110 bíla, þar af 12 Rolls Royce, og gimsteina að verðmæti 17 milljónir dollara. &u þá ótald- ar húseignir þeirra um allar jarðir. Sheika Dana al-Fassi, en svo heitir konan, er ekkert uppnæm fyrir þessari vænu summu sem hún fær I sinn hlut. Hún segir að það sem mestu máli skipti sé að hún fái forræði barna þeirra hjóna. Þau áttu fjögur börn, þar af tvö kjörbörn, á aldrinum 3-5 ára. Eiginmaðurinn fyrrverandi brá nefnilega á það ráð þegar hann sá I hvað hjónabandið stefndi að flytja börnin með hraði heim til Saudi-Arabíu og þar eru þau nú. Plastfyllt konubrjóst Á hverju einasta ári láta 90.000 konur í Bandaríkjunum stækka brjóstin á sér með gerviefni. Aðeins þriðjungur þessara aðgerða er læknisfræðilega nauðsynlegur — hinar eru ekki til annars en standast þær kröfur, sem gerðar eru til brjóstastærða kvenna. Konur hafa greiðan aðgang að læknum, sem eru reiðubúnir til að framkvæma þessa „fegrunarað- gerð“, því í Bandaríkjunum eru læknum ekki settar neinar reglur þar að lútandi og aðgerðirnar eru góð búbót fyrir læknastéttina. Til mun vera staðall yfir æskilega brjóstastærð og þau brjóst sem ekki samræmast þeim staðli ganga undir lýsingarorðunum „vanþró- Bandaríska dansmærin Carol Doda, sem ku eiga frægðina að þakka stórum brjóstum sínum. Fæstir vita að þau eru búin til úr silikoni. uð“ eða „sjúkleg“ á máli lækn- anna. Aðgerðin er langt frá því að vera hættulaus en þrátt fyrir það er nú um ein milljón kvenna vestur þar með plastfyllta poka undir geir- vörtunum. Pokar með matarsalti Mál þessi komu til umræðu á læknaþingi í Bandaríkjunum í jan- úar s.I. Þar urðu brjósta-læknarnir fyrir harðri gagnrýni frá öðrum læknum, sem ásökuðu þá um kald- rifjaða gróðahyggju og bentu á þær hættur, sem þessar aðgerðir hafa í för með sér. Notkun silikons til að' stækka brjóst mun hafa byrjað á fimmta áratugnum, en þá létu um 12.000 konur sprauta sig með því og það beint í vef. Margar þeirra sáu þó eftir því, vegna þess að silikonið hreyfðist inni í brjóstinu, hnökraði og færðist jafnvel til annarra líf- færa. Úr því fóru læknar að nota poka fyllta annað hvort með mýktu silikoni eða matarsalti. Pokarnir eru settir neðan frá, inn á milli brjóstvöðva og kirtlavefjanna. Sú aðferð er þó síður en svo fullkomin. Skurðaðgerðir yfirleitt fela í sér vissa hættu, þó ekki væri annað. En auk þess sýndi sig tilhneiging lík- amans að bregðast við pokunum með því að mynda nýjan bandvef utan um þá. Vefurinn herðir brjóst- ið svo það líkist mest tennisbolta viðkomu. Þá getur sjálfur pokinn breyst í lögun og innihald hans síast út í líkamann svo jafnvel hjarta eða heila stafar hætta af því. Ekki vísindalega staðfest! Þeir læknar sem stunda brjósta- aðgerðir bera það fyrir sig að ekki séu nægar vísindalegar sannanir fyrir hættunum. Aðeins ein lang- tímakönnun hefur verið gerð í Bandaríkjunum um áhrifin. I þeirri könnun var fylgst með 50 konum sem allar höfðu gengist undir að- gerðina og átti að fylgjast með þeim um langt árabil. Tíu árum síðar voru 34 eftir í hópnum — hinar 16 höfðu orðið að láta fjarlægja upp- fyllinguna. Af þessum 34 hafði ein misst miltað vegna þess að leki á pokanum hafði lagt leið sína í það líffæri. Þótt margir læknar séu sammála um að frekari kannanir séu nauð- synlegar, er ekki hlaupið að því í Bandaríkjunum. Þar geta heil- brigðisyfirvöld ekki farið af stað með kannanir, hversu brýnar sem þær kunna að vera, nema með sam- þykki hlutaðeigandi „fyrirtækja“, þ.e.a.s. sjúkrahúsa og læknastöðva. Á meðan þau fyrirtæki græða á að- gerðunum, er lítil von um að mikið verði gert til að koma í veg fyrir þær! Brjóstaaðgerðir eru líka gerðar í Evrópu en þar gilda strangari reglur um læknisfræðilegar forsendur. Konur sem hafa misst brjóst af völdum krabbameins eða þær sem eru með raunveruleg vansköpuð brjóst fá slíkar aðgerðir. Þar er til allrar lukku ekki litið á það sem lýti, þótt konubrjóst séu minni en t.d. á Raquel Welch. Ms Vegir liggja til rangra átta Gætið ykkar ef þið eruð á lelð f blltúr um England! Alla vega skuluð þið ekki taka of mik- ið mark á vegaskiltunum þar I landi. Enska samgönguráðuneytið er að láta yfirfara alla vegvisa landsins og notar til þess sérstaklega mataða tölvu. Á þessu reyndist full þörf: það sýndi sig þegar talvan hakkaði I sig upplýsing- ar um vegi og skilti, að I einu sklrinu var sextánda hvert skilti vitiaust - það beindi umferðinni I kolvitlausa átt! Til að leiðrétta málið þurfti að lagfæra að meðaltali 7 skilti á hverjum vegamótum. Þau höfðu annað hvort snúið vitlaust frá upphafi eða einhver grallari hafði hreinlega gert sér leik af þvl að láta þau benda I öfuga átt. um fljótsins. Nú eru hins vegar uppi áform um að jafna flæði Nílar yfir árið með miklum veitu-framkvæmd- um. Mannfræðingar og aðrir, sem virða forna menningu frumbyggja Dinka-þjóðflokkurinn lifir á Níl öðrum fremur: fornar þjóðir álfunnar, líta slíkar framkvæmdir bökkum Nílar ofarlega og heitir hafa líkt og dinkar, mótað lífstíl þó hornauga og telja m.a. að þar landsvæði þeirra Sudd. Þar ríkir sinn að árstíðabundnum breyting- muni tilvera dinkanna úr sögunni. Á bökkum Nílar Ungur drengur af kyni idinka notar ævaforna aðferð til að örva mjólkurframleiðslu kýrinnar: hann blæs lofti inn í legopið og kemur þrýstingurinn þá mjólkurkirtl- unum I góðan gang. Kúahland segja dinkar vera hollt og sótt- hreinsandi. Þeir hika ekki við að þvo hend- ur sínar og hár undir bununni og er ekki annað vitað en þeir hafi gott af. •3 Þórleifur Ólafsson Hvers vegna vikurit um sjávarútvegsmál? — Þessi hugmynd er búin að brjótast í kollinum á mér og öðr- um í mörg ár. Ég lét þó ekki til skarar skríða fyrr en um daginn þegar ég ræddi við innflytjanda einn á fiskileitartækjum. Talið barst að blaðaútgáfu og þá sagði hann mér að tímarit þau sem helg- uð væru sjávarútveginum væru yfirleitt með of gamlar fréttir; það liði of langur tími miki tölublað- anna. Þá laust þeirri hugsun niður í huga mér: „Nú dríf ég í frétta- blaði um sjávarútvegsmál!“ — Dagblööin sinna nú fiskifréttum. — Dagblöðin hvorki geta né hafa áhuga á að sinna fréttum, upplýsingum og nýjungum um siávarútveginn á íslandi og er - lendis. — Og meira um fyrirhug- aö vikublað þitt? — Jú, til að byrja með verður það í 8-12 síðum, verður í Tabloid- formati (dálítið minna en dag- blaðsform), selt aðallega í áskrift og verður prentað í ísafoldar- prentsmiðju. Blaðið mun fjalla um allt sem viðkemur sjávarút- vegi; mikil áhersla lögð á afla- fréttir og aflaverðmæti. Fréttaöfl- unarkerfi verður komið upp um land allt. Þá verða almennar frétt- ir á sviði sjávarútvegsmála, tækninýjungar, markaðsmál og fiskveiðar erlendra þjóða. Einnig verður eitthvað um greinar og við- töl og áhugamönnum um sjávar- útveg bent á að skrifa í blaðið. Við munum hafa sérstakan kjallara fyrir aðsendar greinar og er ég þegar kominn með nafn á hann: „Kjalsogið". Finnst þér það ekki gott nafn? — Hverjir standa að baki ,,Fiskifréttum?“ — Þetta er hlutafélag; við get- um kallað það fjöldahreyfingu. Aðild að fyrirtækinu eiga inn- flutnings- og þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi, ennfremur fjöldi frystihúsa og fiskverkenda að ó- gleymdum stórum og smáum út- gerðarfélögum og sölufyrirtækj- um í landinu sem starfa að því að selja fiskafurðir okkar á erlend- um markaði. Og einstaklingar að sjálfsögðu. — Þannig að rekstrar- grundvöllurinn er tryggð- ur? — Það hefur verið gerð ítarleg rekstrarúttekt á og okkur sýnist grundvöllurinn vera góður. Enda væri það bágborið ástand í útgáf- umálum, að blað sem flytur helstu tíðindi af stærsta atvinnu- vegi okkar, stæði ekki undir sér. Til frekari áherslu vil ég benda á, að um leið og sjávarútvegurinn hóstar, fær efnahagslífið lungna- bólgu. — Og ritstjórnin? — Ég verð einn til að byrja með auk auglýsingastjóra og gjald- kera/bókhaldara sem ynni 2-3 daga í viku. En eflaust verð ég að bæta blaðamannastarfi við þegar líf fer að færast í „Fiskifréttir". — im Þórleifur Ólafsson er fæddur 1947. Hann var í árafjölda blaðamaður við Morgunblaðið og sérhæfði sig í sjávarfrétt- um. Síðan lá leiö hans til Grimsby þar sem hann starfaði hjá „Fylki", umboðsfyrirtæki íslenskra fiskiskipa. Fyrir tæpum tveimur árum kom Þórleifur aftur til íslands og tók við rit- stjórn sjómannablaðsins Víkings.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.