Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 6

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 6
6 Fimmtudagur 23. júní 1983 _f~lelgai- _Oosturinn ...svo sem vér og fyrir gefum vorum skuldu- nautum, þegar þeir borga Börn hafa litla, odd- hvassa hnúa. Börn geta barið að dyrum klukku- stundum saman. Til þess er vitað, að fjölskyldur hafi farið í sumarleyfi og nágrannabörn barið á dyr þeirra í þrjár vikur samfleytt án þess að gefast upp. Svona barn kom og barði á útidyr okkar eina nóttina um tíuleytið um morguninn. Barnið, sem hverfismethafinn í sker- andi banki var að reyna að vekja til lífsins, svaf allt af sér. Lengi veitti ég þögula mótspyrnu í rúminu mínu á þriðju hæð. Allt þar til litlu, beinaberu hnúarnir voru orðnir eins og tann- læknabor. Þá gafst ég upp, fór í nærbuxurnar öfugar og riðaði niður tvær hæðir. Vonaði heitt, að ég væri svo andfúl, að barnið með stálhnefana dytti dautt niður þegar ég opnaði dyrnar. Það gerði hann ekki, greinilega vanur. Síðan aftur upp í rúm. Þar lenti ég utan í fjallshlíð með hóp af fólki. Við vor- um ofsóttir írar á flótt. Komumst í felur í fjalla- kofa. Þá ruddist Gestapo inn og handtók okkur. Við vorum nefnilega ekki bara írar, eins og við höfðum haldið, heldur írskir gyð- ingar. Gestapo barði okkur með kylfum og þá heyrðist holt tréhljóð. Því við vor- um líka Gosar. Tréhljóðið í írsku gyð- inga-gosunum barst úr al- íslenzkri útihurð. Þyrnirósi var vaknaður og kallaði: „Þetta eru menn frá borg- arfógeta, á ég nokkuð að opna fyrir þeim“? „Opnaðu endilega", hreyfði ég varirnar, „þeir geta ekki viljað okkur neitt“. Alltaf heldur maður að menn með möppur eigi vantalað við hitt fólkið í húsinu. Síðan sneri ég nær- buxunum rétt og fór niður að ræða við útsend- ara borgarfógeta. „Hæ“, sagði ég, „fólkið niðri er ekki heima“. „Við ætluðum að tala við þig"- „Það getur ekki verið. Af hverju“? „Þú veizt nú vel af hverju“. Það vissi ég ekki. „Það er út af sköttunum þínum. Ógreiddum. Frá í fyrra“. „Viljiðið kaffi, strákar?" Þeir vildu ekki kaffi. Þeir vildu skrifa. Fyrir nokkru var okkur gefið gamalt skrifborð sem hafði verið í unglinga- höndum áður en okkur hlotnaðist það. Af völdum þessa unglings er borðið bleikt með blómum og hjörtum. Hjörtun eru appelsínugul. Þetta skrif- borð er ég alveg að fara að slípa og lakka. En efsta skúffan er læst og enginn fylgdi lykillinn. Því hef ég beðið í nokkra mánuði eft- ir að skúffan opnaðist af sjálfs sín eða manna völd- um, svo ég geti hafið verk- unina. Það hefur ekki gerzt, en á meðan ég bíð, stendur skrifborðið á stiga- pallinum. „Strákar mínir“, sagði ég og dustaði horn á skrif- borðinu, „ég hefi útbúið aðstöðu fyrir ykkur hér. Hingað koma ákaflega margir í svipuðum erinda- gjörðum".... „...já, er það?“ lesist „borgaröu aldrei neitt?“ „...jájá jájá, maðurinn með gulu miðana og maðurinn með stjörnu- miðana og maður með kvaðningu sem gekk barn- ið niður í stiganum og var kominn upp á fjórðu hæð áður en hann uppgötvaði að húsið er aðeins þrjár hæðir og hann var í vit- lausu húsi, hann kom tvisvar. Þetta er út af lausa- fjárstöðunni í þjóðfélag- inu. Á ég ekki að ná í stól fyrir þig“? „Neitakk, ég stend bara“. hrinqboröiö I dag skrifar Auður Haralds „Ertu viss um að þú viljir ekki stól? Ég held þetta fari ekki vel með bakið á þér“. „Þetta er gott svona“. „Á ég að ná í handklæðin svo þú getir talið þau“? „Neineinei.við erum ekki þannig, við skrifum ekkert niður, við ætlum að lesa þetta fyrir þig“. Morgunstund fyrir lengra komna. Á fastandi maga. Og án þess að þeir flokkuðu óhreina tauið. „Ég verð að fá kaffi fyrst. Og ég heyri ekki fyrir vatn- inu“. „Þú vilt kannski bara lesa þetta sjálf“? Ég las, að hér með viður- kenndi ég að mér hefði ver- ið tjáð og væri ljóst að lög- tak yrði gert í eignum mín- um ef ég greiddi ekki nú þegar 15.903 krónur. „Ég skrifa ekki undir þetta. Ég skulda engar 15.903“. „Æ, skrifaðu, þetta er bara formsatriði“. „Ætlarðu að segja mér að þið vafrið um, tveir full- burða karlmenn á fullum launum með formsatriði, sem skipta ekki meira máli en svo að fólk getur skrifað undir rangar upphæðir? Ég hélt að þessi tölva spýtti stanzlaust út úr sér ferskum upplýsingum, en maðurinn með gulu mið- ana var líka með rangar upphæð. Svo rífið þið fólk upp klukkan sex fimmtán til að myrða það með röng- um upphæðum". „Sko, við lögðum af stað í ágúst“... „Og hvað eruð þið með í kaup“? „Það er nú voða lítið“... „Af hverju eruð þið tveir“? „Hann heldur á bók- inni“... „.. og þú lest upphátt. Er það svona, sem er farið með peningana mína? Það er ekki furða að það þurfi að hundelta mann fyrir smápeninga“... „Þú getur bara borgað“... „Þú hefur ekki heyrt um lausafjárstöðuna? Ég heyri um hana í hvert sinn sem ég reyni að rukka fyrirtækin sem ég vinn hjá“. „Æ, skrifaðu hérna í lín- una. Veiztu, ég las eina bókina þína, hún var fynd- in, mikið asskolli var hún fyndin“... „Viltu 'caupa áritað ein- tak? Á 15.903?“ Hann vildi það ekki. Á endanum skrifaði ég undir þessa ómerku tölu sem þeir höfðu rekist á í Tryggva- götunni í ágúst. Síðan fóru sendiboðar keisarans án þess að hafa fengið það sem keisaranum bar, með eiginhandaráritun í pússi sínu sem þeir höfðu sann- að að var bæði ómark og alfarið verðlaus. Ég hjúkraði særðri sjálfsmyndinni með kaffi og hugsaði um frú Kennedy-Onassis, sem skrifar og skrifar ávísanir og enginn leysir þær út, því eiginhandarkrafsið er verðmætara en upphæðin á blaðinu. Og ég get ekki að því gert, en mér finnst þetta aðlaðandi og finnst að við ættum að taka þetta upp. r fiö\S IvriY ö 16 & «-*?»• ...... r\o wv ~ ce Vistir sern sp' , daerósW^°9á^Sassa. ietnH ve9- 0,u*u9a«f Vc bp'Öa"a^fSS^ann^ l-yrsta Islensk hernaðarleyndarmál 18 fœkkun liðsmanna varnarliðsins, tók póst- og símamálastjórnin með samningi við U.S. Coast Guard við rekstri stöðvarinnar undir eftirliti þeirrar stofnunar og er fulltrúi staðsettur á Keflavíkurflugvelli I þeim tilgangi. Tœkjabúnaður og hús eru eign Bandaríkjanna. Póst- og símamálastjórnin fékk jörðina Gufuskála með eignarnámi 12. júlí 1955 og er eignin þinglesin stofnuninni 1963. Eigandi jarðar- innaráður varMargrét Lydia Thejil Þórðardóttir, sem hafði eignast hana árið 1942. Fundargerðir varnarmálanefnd- ar eru að öðru leyti trúnaðarmál. F.h.r. Helgi Ágústsson Þetta er ágætt bréf. Það svarar að vísu á engan hátt þeim spurningum sem ég var að leita svara við, vekur þvert á móti upp ýmsar nýjar spurn- ingar. Athyglisvert er hversu snemma er tekið að undirbúa upp- setningu loranstöðvar eða sama ár og Nautilius, fyrsti kjarnorkukaf- báturinn, hljóp af stokkunum. Eignarnámsaðgerðin er einnig um- hugsunarverð og einkennileg. Engu er líkara en varnarmáladeild geti látið taka hvaða skika sem er af landinu eignarnámi og skotið hon- um undir bandarískar herstöðvar. Nokkrar spurningar Þetta er staða málsins í dag, spurningunum fjölgar hraðar en svörunum. Þær spurningar sem nú brenna manni á vörum eru eftirfar- andi: 1. Hvað vissu íslensk stjórnvöld um hernaðarhlið loranstöðvarmáls- ins þegar samningar við Banda- ríkjamenn voru undirritaðir? 2. Stóðu samningar um þessi nýju hernaðarmannvirki yfir á árum vinstristjórnarinnar 1956-1958, þeirrar stjórnar sem hvað á- kveðnust þóttist í að reka herinn? 3. Af hverju gaf Tómas Árnason þáverandi formaður varnarmála- deildar en núverandi alþingis- maður út villandi fréttir um til- gang Loranstöðvarinnar er fyrst var greint frá fyrirhugaðri bygg- ingu hennar? 4. Hvað er það í samningum og um- ræðum um loranstöðvamálið frá 6. áratugnum sem enn þolir ekki dagsins ljós? 5. Hversu lengi getur utanríkis- ráðuneytið skýlt hinum óopin- beru (og skuggalegu) hliðum starfsemi sinnar bak við reglur um trúnaðarmál og skjalaleynd? Hvenær fá t.d. herstöðvaand- stæðingar að glugga í fundar- gerðir varnarmáladeildar? Nú lýsi ég sem sagt eftir svörum við þessum spurningum. Það er langbest fyrir viðkomandi aðila að svara þeim strax því áður en langt um líður verður aflétt skjalaleynd á bandarískum gögnum um þessi mál og þá kemst allt upp hvort eð er. Arni Hjartarson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.